Morgunblaðið - 24.08.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.08.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988 5 Nýr veitingastaður opnaður í Neskaupstað Neskaupstað. NÝR veitingastaður var ný- lega opnaður hér á staðnum, ber hann nafnið Veitingahú- sið við höfnina og er til húsa á sama stað og Hafnarkaffi var áður. Húsnæðið hefur verið stækkað og endurbætt og tek- ur staðurinn á milli 40 og 50 gesti í sæti. Boðið er upp á fjöl- breytt og vandað úrval veitinga »og auk þess hefur húsið vínveit- ingaleyfi. Góð aðsókn hefur verið að staðnum síðan opnað var. Eig- andi veitingahússins er Aðal- björg Þorvarðardóttir mat- sveinn. - Ágúst Þær matreiða fyrir gesti Veit- ingahússins við höfnina á Neskaupstað. Eigandinn, Að- albjörg Þorvarðardóttir, t.v. og Anna Jónsdóttir til hægri. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Landssamtök - sauðfjárbænda halda aðalfund á Flúðum AÐALFUNDUR Landssamtaka sauðfjárbænda verður haldinn á Flúðum dagana 26. og 27. ágúst næstkomandi, og silja hann um 50 kjörnir fulltrúar frá aðildar- félögum samtakanna, auk gesta. Að sögn Jóhannesar Kristjáns- sonar á Höfðabrekku, formanns samtakanna, verður á fundinum fyrst og fremst íjallað, um stöðu sauðijárræktarinnar eins og hún er í dag, og jafnframt um félagskerfi landbúnaðarins og stöðu Landssam- taka sauðíjárbænda innan þess Saga Film ger- ir myndband fyrir hand- knattleiks- landsliðið SAGA FILM hefur gert mynd- band við lag Valgeirs Guðjóns- sonar, „Gerum okkar besta“, en það er stuðnings og stemmning- arlag handknattleikslandsliðs- ins fyrir Ólympiuleikana í Seo- ul. Valgeir söng lagið með leik- mönnum liðsins og var það hljóð- ritað síðla nætur í júní. Var at- burðurinn myndaður af starfsfólki Saga Film, sem gaf alla vinnu sína. Ágúst Baldursson sem stjómaði gerð myndbandsins gerði það sömuleiðis endurgjaldslaust. Myndbandið er nú tilbúið og verður það frumsýnt innan tíðar, samhliða útgáfu hljómplötunnar með söng landsliðsins. (Úr fréttatilkynningu.) Aðalfundur Sambands ísl- enskraloð- dýraræktenda AÐALFUNDUR Sambands íslenskra loðdýraræktenda verður haldinn á Hvanneyri í Borgarfirði dagana 25. og 26. ágúst. Fundinn sitja 35 kjörnir fulltrúar, en aðildarfélög innan SÍL eru 13 talsins. Á aðalfundinum verður fjallað um stöðu loðdýraræktarinnar og framtíðarhorfur varðandi þessa búgrein. Þá mun stjórn SIL leggja fram tillögu á aðalfundinum um að stofnað verði hlutafélag er taki við rekstri Hagfeldar, sem er sö- lusamtök loðdýraræktenda. Ok aftan á einn en bakk- aði framan á annan BIFREIÐ var ekið aftan á aðra á Suðurlandsbraut við Skeiðar- vog klukkan 15.45 í gaer. Við svo búið bakkaði tjónvaldurinn bifreið sinni á þá næstu fyrir aftan og ók af vettvangi. Tjónþolarnir náðu númeri bif- reiðarinnar og létu lögreglu vita. Hún fann bílinn og tók hann í sína vörslu en ökumanninn var hvergi að finna. Hann kemst þó ekki hjá því að gefa sig fram og útskýra aksturslag sitt vilji hann fá bíl sinn aftur. Aukið hlutafé í Amarflugi Uyggir nauðsynlega samkeppni! Þú getur orðið hluthafi og nolið góðs < Amarflug á uppleið a hverju ári í 5 ár. Hlutaféð má greiða á allt að Amarflug á uppleið Síðustu misserin hafa verið hagstæð Arnarflugi. Ný rekstrarstefna hefur reynst farsæl og kom félagið út með hagnaði á síðasta ári. Reiknað er með að árið 1988 verði farþegar 50% fleiri en árið á undan. Nú gefst þér tækifæri til þess að taka beinan þátt í áframhaldandi uppbyggingu og markaðssókn Arnarflugs. Þú styrkir nauðsynlega samkeppni Með því að gerast hluthafi í Arnarflugi styrkir þú samkeppni um flug til og frá íslandi. Með samkeppni fá neytend- ur meira val og betri þjónustu. Hlutafé og hlunnindi 95% afsláttarferðir Það geta fylgt því hlunnindi að vera hluthafi í félaginu. Þau eru mest hjá þeim sem gerast hluthafar fyrir eina milljón eða meira; þeir fá m.a. eina ferð með 95% afslætti á hverju ári í 5 ár. Hlutaféð má greiða á allt að 10 árum. Arnarflugsklúbburinn Hlunnindi þeirra sem gerast hluthafar fyrir a.-m.k. 25.000 kr. felast m.a. í eins árs aðild að Arnarflugs- klúbbnum. Félagar í honum eiga kost á meiri þjón- ustu og afslætti á tilteknum hótelum og bílaleigum, aðgangi að setustofum félagsins, fríum drykkjum o.fl. Hlutafjárframlag getur lægst orðið kr. 5.000. Heimilt er að greiða hlutaféð með raðgreiðslum, t.d. kr. 10.000 á mánuði í 10 mánuði. Leitaðu nánari upplýsinga um kaup á hlutabréfum í Arnarflugi. Hafðu samband við söluskrifstofu Arnarflugs og KLM Austurstræti 22, sími 623060 eða Svein Guð- mundsson á aðalskrifstofunni í síma 29511. Þú hefur þörf fyrir Arnarflug, Arnarflug hefur -ni, þörf fyrir þig. ARNARFLUG # - félag í samkeppni!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.