Morgunblaðið - 24.08.1988, Side 17

Morgunblaðið - 24.08.1988, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988 17 Fyrirlestur Etsalniun Vatnsstíg 10 Stuðningsmenn Pathfinder- forlagsins á íslandi efna til fund- ar í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10, miðvikudaginn 24. ágúst kl. 20.30. Kanadamaðurinn John Riddell talar um alþjóðahyggju á tímum Leníns og í dag. John Riddell rit- stýrir útgáfu á skjölum og fundar- gerðum tengdum Alþjóðasambandi kommúnista á tímum Leníns. Þrjár bækur í ritröðinni eru komnar út. Forlagið Pathfinder gefur bækurn- ar út. Þær verða til sölu á fundinum ásamt ýmsum öðrum bókum. Alþjóðasamband kommúnista var stofnað í Moskvu í mars 1919. Að því stóðu forystumenn rússn- esku byltingarinnar 1917, ásamt baráttufólki í ýmsum löndum sem beitti sér gegn slátrun á verkafólki í fyrri heimsstyijöldinni (1914— 1918). Það var fylgjandi sósíalískri byltingu og myndun ríkisstjórnar sem sækti vald sitt til vinnandi stétta, en ekki hagsmuna ríku eignastéttanna. Markmiðið með stofnun Alþjóðasambandsins var að byggja upp hreyfingu sem berðist fyrir þjóðfrelsi og sósíalisma um víða veröld. Á fyrstu árunum gengu þúsundir verkafólks og stórir flokk- ar til liðs við það. Alþjóðasamband- ið varð ekki langlíft, en stjómmál í dag byggja í mörgum ólíkum atrið- um á arfleið þess. Fundurinn er öllum opinn. Það sem fram fer verður þýtt. Veitingar verða á boðstólum. (Fréttatilkynning) Leiðrétting í grein eftir Jóhann Þórðarson hæstaréttarlögmann, „Skammt er stórra högga í milli“, sem birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 23. ágúst, misritaðist starfsheiti höf- undar. Hann er hæstaréttarlögmað- ur. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. út peningamagnið í umferð, hrindir af stað víxlhækkunum kauplags og verðlags og magnar hallann á fjár- lögum, neyðist ríkisstjómin til þess að grípa til vamarráðstafaiia. Hagfræðingurinn og Nóbelsverð- launahafinn Dr. Milton Friedman segir á einum stað, eitthvað á þessa leið: „Ríkisstjómir einar hafa einka- rétt á verðbólgu, því enginn annar má prenta peninga." .. .af því má leiða að af ríkis- stjómum er verðbólga komin og af ríkisstjómum skal hún niður kveðin. — Hátt verðlag er ekki verð- bólga, heldur afleiðing verðbólgu. — Eftirmáli Ríkisstjómir hafa kost á að velja einhveija af eftirtöldum leiðum til að veijast í landi verðbólgu: 1. Að halda áfram að prenta pen- inga. 2. Að taka erlend lán og prenta svo. 3. Að taka innlend lán og prenta seinna? 4. Að gera gengisfellingu, sem fylgt er eftir með niðurskurði á fjárlögum. Ef gengisfelling á að ná tilgangi sínum, burtséð frá óvinsældum slíkrar aðgerðar, þurfa fyrst að nást samningar milli aðila vinnu- markaðarins og ríkisstjórnarinnar um framhaldið. Annars blossar verðbólgan upp á ný. Ef samningar nást, má byija upp á nýtt og setja vísitölur aftur í 100. — Vísitala er ekki sjálfstætt skrímsli sem ógnar fólki, heldur viðmiðun, eins og hitamælir er á hita og loftvog á veður.— Víltu lengja sumaríð? Beint áætlunarflug til Orlando þrisvar í viku Dæmi: 12 daga dvöl, 14/9 — 26/9. 4 nætur á Econolodge í Orlando og 8 nætur á Coral Reef. Meðalverð 28.920 kr. fyrir manninn (miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára saman í herbergi eða íbúð). Meðalverð 44.820 kr. fyrir manninn (miðað við 2 fullorðna saman í herbergi eða íbúð). Innifalið í verði: Gisting og morgunverður á Econolodge í Orlando og Coral Reef á St. Petersburg ströndinni við Mexíkóflóann. Sértilboð! Gildir í ákveðnar ferðir í september og október og er brottför sem hér segir: Keflavík-Orlando: 9/9, 14/9, 21/9, 23/9, 25/9, 28/9 og 12/10. Orlando-Keflavík: 26/9, 29/9, 3/10, 6/10, 10/10, 17/10 og 27/10. Þú færð allar nánari upplýsingar hjá umboðsmönnur og ferðaskrifstofum og auk þess á söluskrifstofum Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju, Kringlunni og Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Upplýsingasími 25100. Ath. Við bókum bílaleigubíla á góðu verði. P.S. Þú gengur að sólinni vísri en farðu ekki á mis við DISNEY WORLD - CYPRESS GARDENS - SEA WORLD og CAPE CANAVERAL. FLUGLEIÐIR -fyrír þíg- Höfundur er forstjórí'V(filfells hf. 281-9P0UM V|S/XflV

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.