Morgunblaðið - 24.08.1988, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988
19
Minnisyarði afhjúp-
aður á Örlygsstöðum
Varmahlfð.
AFHJÚPUN minnisvarða á Örlygsstöðum fór fram sl. sunnudag í
tilefni af því að hinn 21. ágnst voru nákvæmlega 750 ár liðin frá því
að Örlygsstaðabardagi var háður.
Menntamálanefnd sýslunefndar
Skagafjarðarsýslu gekkst fyrir því
að þessi sögufrægi staður yrði auð-
kenndur. Athöfnin á Örlygsstöðum
hófst með því að oddviti sýslunefnd-
ar, Halldór Þ. Jónsson, flutti ávarp.
Síðan rakti séra Gunnar Gíslason
aðdraganda og ástæður þess að í
framkvæmdina var ráðist. Halldór
Þ. Jónsson sýslumaður afhúpaði
síðan minnisvarðann, sem er rúm-
lega tveggja metra hár stuðlabergs-
drangur, tekinn í Staðabjargavík
við Hofsós og á honum er málm-
skjöldur þar sem á stendur: „Fjör-
brot þjóðveldisins, Örlygsstaðabar-
dagi 21. ágúst 1238.“
Jón Torfason frá Torfalæk flutti
erindi um Örlygsstaðabardaga, að-
draganda hans og eftirköst og að
síðustu söng karlakór undir stjóm
Stefáns Gíslasonar.
Hér verður ekki rakin atburðarás
Örlygsstaðabardaga en hann er
sennilega fjölmennasta orrusta sem
háð hefur verið á íslandi. Þar börð-
ust hátt á þriðja þúsund manna, svo
sem skýrt er frá í Sturlungu. Bar-
daginn sjálfur stóð fremur stutt,
eða í hálftíma til klukkutíma, að
því að talið var og féll á sjötta tug
manna í valinn. Úrslit voru í raun
ráðin áður en til bardaga kom því
tvístrað og óskipulagt lið Sturlu
Sighvatssonar og hans manna mátti
sín lítils gegn hinu fjölmenna og
harðsnúna liði sem þeir stjómuðu
af öryggi Gissur Þorvaldsson og
Kolbeinn ungi. Talið hefur verið að
þjóðveldistímanum Ijúki þá er þeir
Sighvatur á Grund og synir hans
fjórir voru fallnir á Örlygsstöðum.
Margt kunnra sögustaða er í
Skagafjarðarhéraði sem ekki em
sérstaklega merktir og almenning-
ur ber ekki kennsl á. Rætt hefur
verið að auðkenna einhvetja þess-
ara staða á svipaðan hátt og gert
hefur verið á Örlygsstöðum.
- P.D.
Morgunblaðið/Páll Dagbjartsson
Haildór Þ. Jónsson sýslumaður afhjúpar minnisvarðann um Örlygs-
staðabardaga.
íslenskir hár-
greiðslumeist-
arar sýna í
Los Angeles
BANDARÍSKA fyrirtækið Mast-
ey of Paris, sem er í eigu Frakk-
ans Henry Mastey, hefur boðið
tveimur íslenskum hárgreiðslu-
meisturum, þeim Torfa Geir-
mundssyni og Dórótheu Magnús-
dóttur, sem reka hársnyrtistof-
una Papillu, að taka þátt. í stór-
sýningu i Los Angeles 28.—30.
ágúst.
Sýningin stendur yfir í þrjá daga
og heitir Intemational Beauty Show
West og er haldin í Convention
Center L.A. og er hún um leið kynn-
ing á því nýjasta í hársnyrtivöru
og förðun.
Áætlað er að milli 60 og 100
þúsund manns sæki þessa sýningu.
Torfi og Dóróthea munu koma fram
fjórum sinnum á dag og vinna við
fjögur módel hveiju sinni.
Eftir að sýningunni lýkur munu
þau vinna einn dag við módel sem
nota á í auglýsingar, dagatöl og
plaköt næsta ár.
Ástæðan fyrir boði þessu er að
Torfi Geirmundsson hefur unnið að
því að stofna klúbb hársnyrtifólks
á Norðurlöndum, sem notar hár-
snyrtivömr frá Mastey. Hugmyndin
er að klúbbur þessi stuðli að sam-
skiptum og samvinnu hársnyrti-
fólks á sem flestum sviðum og vinni
saman að sýningum bæði á Norð-
urlöndum og í Bandaríkjunum og
komi þá fram sem „Mastey Nordic
Styling Tearn".
Klúbbur þessi hefur nú þegar
hafíð starfsemi sína hér á landi og
munu þrír meðlimir hans taka þátt
í sýningu í Englandi 17. október
nk. sem haldin er til fjáröflunar til
styrktar fólki með vöðvarýrnun og
er fjármögnuð af Mastey-fyrirtæk-
inu. Þau Jón Stefnir Hilmarsson frá
Saloon Ritz, Torfi Geirmundsson
og Dóróthea Magnúsdóttir munu
. taka þátt í henni og er þátttaka
þessa hársnyrtifólks erlendis ekki
tilviljun heldur árangur af margra
ára starfi og þjálfun.
(Fréttatilkynning)
Fróðleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
RYMIN GARSALA
Á FYRSTA FLOKKS GÓLFTEPPUM
30% verðlækkun
á úrvals - sérframleiddum teppum úr íslenskri ull
teppi úr 80% ull + 20% nylon á hlægilegu verði.
verð áður
Flair pr. m2 1795,-
Tweed pr. m2 1985,-
Askja og Hekla pr. m2 1665,-
verð nú lækkun
1249,- 546 kr. eða 30%
1389,- 596 kr. eða 30%
1165,- 1165 kr. eða 30%
Hentugir litir á alla gólffleti.
5 - 30% verðlækkun
á mörgum gerðum annarra teppa og gólfdúkum.
Allt að 50% afcláttur
af gólfteppa og gólfdúka afgöngum og bútum.
5% kynnlngarafeláttur
á norsku gæðaparketi frá BOEN
og úrvals - korkflísum frá Portúgal.
SÉRTILBOD
Nokkur sófaborð með 50% afslæti.
Ný verslun á gömlu grunni með vandaða vöru á vægu verði.
TEPPABÚÐIN
GOLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S - 91 681950