Morgunblaðið - 24.08.1988, Blaðsíða 20
'7
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988
Grænland:
Erlend fiskvinnslu-
skip skortir hráefni
Nuuk, frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
GRÆNLENSKA heimastjórnin
taldi síðastliðið vor að þorskafli í
sumar yrði meiri en svo fisk-
vinnsluhús i landi gætu annað
honum vegna skorts á starfsfólki.
Mandela
aðhressast
Höfðaborg. Reuter.
NELSON Mandela, hinn fangels-
aði leiðtogi Afríska þjóðarráðsins
(ANC) í Suður-Afríku, hefur að
sögn lækna tekið miklum fram-
förum. Mandela er berklaveikur.
J.G. Strauss, yfírlæknir á Tyger-
berg sjúkrahúsinu, skýrði frá því í
gær að Mandela sæti uppi í rúminu,
læsi blöð og hlustaði á útvarp. Óljóst
væri hvenær hann yrði útskrifaður.
P.W Botha, forseti Suður-Afríku,
sagði á fundi með stjóm landsins í
síðustu viku að hann teldi ekki ráð-
legt að halda Mandela lengur föngn-
um. Hann yrði þó að ganga að viss-
um skilyrðum áður en hægt yrði að
veita honum frelsi.
Hún brá því á það ráð að taka á
leigu átta erlend fiskvinnsluskip.
Spá heimastjómarinnar reyndist
ekki rétt og hafa skipin ekki ver-
ið fullnýtt í sumar.
Skipin átta, tvö vestur-þýsk og sex
portúgölsk, hafa fram til þessa að-
eins unnið helming þess afla sem þau
eru fær um þar sem lítið veiðist nú
af þorski á Grænlandsmiðum.
Ef afli glæðist ekki á næstunni
þykir sýnt að skipin verði ekki leigð
aftur næsta sumar, a.m.k. ekki þau
portúgölsku. Eitt þeirra, 2000 tonn
að stærð, hefur einungis fengið 500
tonn af fiski til vinnslu. Skipið tók
um hríð við hlutverki fískvinnslu-
hússins í Eredriksháab á vestur-
ströndinni en því hafði heimastjómin
látið loka til að portúgalska skipið
fengi nægilegt hráefni.
Betur hefur gengið hjá vestur-
þýska skipinu Mond sem haft hefur
bækistöð í Nuuk (Godthaab). Það
hélt á brott með fullfermi um miðjan
þennan mánuð og hóf þá fískvinnslu-
stöðin „Godthaabs Fiskeindustri"
aftur að vinna físk frá grænlenskum
fískiskipum. Annað vestur-þýskt
fískvinnsluskip er í Julianehaab.
Reuter
Ölympíueldur kveiktur
Ólympíueldurinn var kveiktur í gær á hinum
fornfræga stað, Ólympiu, í Alfeios-dalnum i
Grikklandi, þar sem Ólympíuleikimir fóm fram
til forna. Athöfnin var með hefðbundnu sniði.
Leikkona i hefðbundnum klæðum griskrar hof-
gyðju bar kyndilinn að holspegli þannig að geisli
sólar kveikti eldinn. Að vörmu spori hófst 25
daga ferðalag með kyndilinin til Suður-Kóreu.
Þar fer fram 4.186 kílómetra kyndilboðhlaup
áður en eldinum verður borinn á sinn stað við
setningu Ólympiuleikanna í Seoul 17. september
næstkomandi.
f
Mt
íNÝJA HERRAHÚSINU
LAUGAVEGI47
fpAKR0'4-900-
30 - 50%
AFSLÁTTUR
flDom
LAUGAVEGUR47
Eistlending-
ar krefjast
sjálfstæðis
Tallinn. Reuter.
Eistlendingar kröfðust sjálf-
stæðis í gær á fjöldafundi sem
haldinn var til að minnast samn-
ingsins sem Þjóðveijar og Sovét-
menn gerðu árið 1939, en hann
kvað á um að Eistland lyti stjórn
Sovétmanna.
Pundurinn fór fram með sam-
þykki stjómvalda á Hirve-torgi í
Tallinn. Um 2.000 manns voru á
fundinum og veifuðu fundarmenn
eistlenska fánanum. Stjómvöld
heimiluðu ennfremur fundahöld í
Lattlandi og Litháen, sem urðu
einnig hluti Sovétríkjanna árið 1940
samkvæmt samningnum sem gerð-
ur var við nasista árið 1939.
Fyrirhugað var að efna til fundar
í ráðhúsinu í Tallinn í gærkvöldi.
Klukkustund áður en fundurinn
hófst vom um 5.000 manns komnir
í ráðhúsið og mikill fjöldi manna
hafði safnast saman fyrir utan það
til að hlusta á ræðurnar úr hátalara-
kerfí.
A
Irakar not-
uðu efnavopn
Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
Sérfræðingar Sameinuðu þjóð-
anna sögðu i gær að írakar hefðu
varpað efnasprengjum í loftárás-
um á borgina Oshnaviyeh í Iran
2. ágúst síðastliðinn. Hefði borgin
ekki verið búin vörnum gegn árás-
um af þessu tagi.
í yfírlýsingu S.Þ. sagði að ítarleg-
ar rannsóknir hefðu leitt í ljós að
írakar hefðu varpað sprengjum með
sinnepsgasi á Oshnaviyeh. Þettu
hefðu þeir gert þrátt fyrir ítrekaðar
áskoranir samtakanna um að þeir
létu vopna af þessu tagi ónotuð í
árásum gegn óbreyttum borgumm í
íran. Sérfræðingar samtakanna
sögðu að um sams konar efnavopn
hefði verið að ræða og írakar hefðu
varpað á íranska bæi 1984, 1986,
1987 og einnig fyrr á þessu ári.
íranir og Irakar sökuðu hvorir
aðra um að hafa brotið vopnahlés-
samkomulag ríkjanna. írakar sögðu
írani hafa skotið fímm sprengjum á
einum stað á átakasvæðinu. íranir
sögðu íraka hafa iaumast inn á yfírr-
áðasvæði sitt á tveimur stöðum í
skjóli náttmyrkurs, reist þar tjöld og
lagt gaddavírsgirðingar. Á einum
stað hefðu frakar rænt sjúkrabifreið.