Morgunblaðið - 24.08.1988, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988
23
Hættur
hungurverkfalli
CESAR Chavez, leiðtogi samtaka land-
búnaðarverkamanna í Bandaríkjunum,
hætti á mánudag mótmælasvelti og hafði
hann þá ekki neytt matar í 36 daga. Með
aðgerðum sínum vildi hann mótmæla
notkun skordýraeiturs á vínekruin í Kali-
forníu. Chavez sagði að fimm tegundum
banvæns skorýraeiturs væri úðað á
vínekrur í Kaliforníu. Stafaði bæði
verkamönnum og neytendum berjanna
hætta af þeim. Chavez hætti föstunni við
athöfn i borginni Delano í Kaliforniu.
Hann er 61 árs og léttist að sögn lækna
um 14 kíló meðan á föstunni stóð, en
þann tíma neytti hann aðeins vatns. Hann
hefur tvisvar áður farið í hungurverk-
fall til þess að leggja áherzlu á baráttu-
mál sín. Á myndinni neytir Chavez matar
síns og við hlið hans situr Ethel Kennedy,
ekkja Roberts Kennedys, forsetabróður
og fyrrum dómsmálaráðherra.
Reuter
Búrúndi:
5.000 manns sagðir hafa
fallið í ættbálkaerjum
Kigali í Rwanda. Reuter.
HERMENN af Tutsi-ættbálkinum, sem ræður ríkjum i Mið-Afrikurík-
inu Búrúndí, hafa beitt nútimavopnum Búrúndi-hers gegn óvopnuð-
um erkifjendum sínum af Hutu-ættbálkinum, að sögn flóttamanna
sem hafa streymt til nágrannaríkisins Rwanda. Talsmenn hersins
segja að um 5.000 manns hafi fallið og talið er að 40.000 manns
hafi flúið frá átakasvæðunum til Rwanda.
Skotland:
Dýravinir
vilja friða
selastofna
London. Reuter.
BRESKU dýraverndarsamtökin
„Animal Concern" hvöttu á
mánudag yfirvöld til að banna
seladráp við strendur Skotlands.
Visindamenn segja að veirusjúk-
dómur, sem lagt hefur að velli
þúsundir sela við strendur Norð-
ursjávarlanda, hafi nú borist til
Bretlands.
„Animal Concem" heldur því
fram að a.m.k. 2.000 selir séu
skotnir eða drukkrii í vamametum
umhverfis fiskeldisstöðvar á hveiju
ári í Skotlandi. Að auki drepist sel-
ir af völdum ýmissa veiðarfæra.
Verði þeir ekki friðaðir geti svo
farið að þeim verði útrýmt.
Mörg þúsund selir hafa að undan-
fömu orðið veimsjúkdómnum að
bráð við strendur Hollands, Vest-
ur-Þýskalands, Danmerkur, Sví-
þjóðar og Noregs. Talið er að 40%
dýranna í sumum selalátrum hafí
drepist.
Sovétríkin:
Sjötugur
grafaræn-
iiigi dæmdur
Moskva. Reuter.
Ellilífeyrisþegi, sem stal gulli
úr gröfum fómarlamba nas-
ista, hefur verið dæmdur í
fangelsi, að sögn Prövdu, mál-
gagns sovéska kommúnista-
flokksins.
Lögregla í sovétlýðveldinu By-
elorussia fann 27 gullpeninga og
56 gulltennur í fómm þremenn-
inganna. Lífeyrisþeginn, Yasep
Mezhals, var dæmdur til tveggja
ára fangavistar ,að sögn Prövdu,
vegna aldurs síns. Samverkamenn
hans eiga yfír höfði sér þriggja
ára dóm.
Mannskæðir bardagar hafa átt
sér stað milli ættbálkanna í Norð-
ur-Búrúndí í rúma viku. Talsmaður
Rwanda-hers sagði í gær að svo
virtist sem átökin hefðu breiðst út
á mánudag.
Ekki er vitað með vissu hvenær
eða hvemig ættbálkaeijumar hóf-
ust. Sumir flóttamannanna í
Rwanda segja að þær hafí hafíst
4. ágúst þegar Hutu-menn hengdu
Tutsi-mann, fyrmm hermann, sem
gmnaður var um að hafa myrt tvo
Hutu-menn. Aðrir segja að eijumar
hafí hafíst 13. eða 14. ágúst, þegar
hermenn hafí reynt að safna saman
menntamönnum af Hutu-ættbálk-
inum í Marangara-héraði. Hutu-
menn, sem hafí óttast að herinn
fyrirhugaði ný fjöldamorð, hafi þá
ráðist á Tutsi-menn og orðið mörg-
um þeirra að bana.
Margir Tutsi-menn flúðu til
Rwanda fyrstu dagana ( síðustu
viku en síðan tóku Hutu-menn að
streyma til landsins. Þeir síðar-
nefndu sögðu að Búrúndí-her, þar
sem Tutsi-menn ráða lögum og lof-
um, hefði hafið hefndaraðgerðir
gegn Hutu-ættbálkinum á miðviku-
dag í síðustu viku. Þeir hefðu með-
al annars beitt þyrlum, brynvörðum
bílum og vélbyssum í árásum sínum
á óvopnaða kotbændur.
Einn Hutu-mannanna sem flúðu
til Rwanda sagði í samtali við
fréttamann Reuters að herinn hefði
boðað íbúa Marangara-svæðisins í
Ngozi-héraði á fund og hermenn
hefðu fylgst með íbúunum safnast
saraan við skrifstofu héraðsstjóm-
arinnar. „Hermennimir hófu
skothríð á hópinn. Síðan var þeim
sem tóku til fótanna veitt eftirför
á þyrlum og þeir skotnir,“ sagði
Hutu-maðurinn, sem varð viðskila
við konu sfna og fímm böm og
veit ekki hvár þau eru niðurkomin.
Talsmenn Búrúndí-hers vísa þó
slíkum ásökunum á bug og segja
að markmið hersins sé „að koma á
friði, ekki að myrða þegnana." Þeir
Cossiga gagn-
rýndur fyrir að
hætta við ferð
til Suður-Týról
Róm. Reuter.
FRANCESCO Cossiga, forseti ít-
alíu, hefur verið gagnrýndur rnjög
fyrir að hætta við ferð sína til
Álto Adige i Norður-ítaliu, þar sem
undanfarnar vikur hafa verið
framin hryðjuverk er beinast gegn
ferðamönnum frá öðrum hlutum
ítaliu.
Hóteleigendur í Alto Adige óttast
að ofbeldi og skemmdarverk geti
haft slæmar afleiðingar fyrir ferða-
mannaþjónustu á svæðinu.
Aðskilnaðarsinnar, sem beijast
fyrir því að Alto Adige, eða Suður-
Týról, verði sameinað Austurríki á
ný, hafa gert um sextán sprengjuár-
ásir á fímm vikum. Svæðið hefur til-
heyrt Ítalíu frá lokum fyrri heims-
styijaldar en um 60 prósent íbúanna
tala þýsku.
segja að herinn sé að bæla niður
uppreisn fyrrum útlaga, sem snúið
hafí heim til að eggja Hutu-menn
til að myrða menn af Tutsi-ætt-
bálkinum.
Fulltrúi flóttamannastofnunar
Sameinuðu þjóðanna í Rwanda
sagði í gær að 40.000 flóttamenn
hefðu komið til landsins frá Búr-
úndí og alþjóðlegar hjálparstofnanir
þyrftu að bregðast skjótt við til
hjálpar flóttamönnunum. Þrír
fímmtu flóttamannanna eru sagðir
yngri en tíu ára.
Tutsi-ættbálkurinn hefur drottn-
að yfír Hutu-ættbálkinum frá því á
nýlendutímunum, þrátt fyrir að
Tutsi-menn séu aðeins 15 prósent
landsmanna. Mannskæðar eijur
brutust út á milli þeirra árið 1972
og talið er að Tutsi-menn hafi þá
myrt um 100.000 Hutu-menn.
CjOSta delSol
öagflug, W^ÖGUF ARPEG A
í SEPTEMBER
1/9- SÖGUHOPP. (6 dagar).
Verð frá 24.500 kr.
1/9- STUTT FERÐ. (11 dagar).
Verð frá 32.600 kr.
1/9- FERÐ ALDRAÐRA. (27 dagar).
Verð frá 48.000 kr.
6/9-. STUTT FERÐ. (13 dagar).
Verð frá 34.400 kr.
6/9- 3 VIKUR. (21 dagur).
Verð frá 52.800 kr.
27/9- GOLFFERÐ. (1-3 vikur).
Verð frá 30.900 kr.
Barnaafsláttur í leiguflugi 17.000 kr.
Barnaafsláttur í áætlunarflugi 8.000 kr. g
FERDASKRIFSTOFAN
öll verð miðast við 4 í íbúð.
Suðurgötu 7
S. 624040
£(ár
sníu/loJanJJéTi