Morgunblaðið - 24.08.1988, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988
25
Allar stéttir taki
á og* færi fórnir
- segir Guðjón Oddsson formaður
Kaupmannasamtaka íslands
„Auðvitað höfum við margt við
lögbundna niðurfærslu verðlags
og launa að athuga en okkur er
Ijóst að til ákveðinna aðgerða
þarf að grípa, hin hefðbundna
leið, gengisfellingin, er úr sér
gengin,“ sagði Guðjón Oddsson,
formaður Kaupmannasamtaka
íslands.
„Til þess að aðgerðir beri árang-
ur þurfa allar stéttir landsmanna
að taka á og færa fórnir og þar
munum við ekki láta okkar hlut
eftir liggja," sagði hann. Guðjón
sagði að stjóm og stofnanir Kaup-
mannasamtakanna hefðu ekki
fundað eða ályktað um niðufærslu-
leiðina sérstaklega. „Við áttum
fund með ráðgjafanefnd ríkisstjórn-
arinnar og fylgdumst með störfum
hennar en höfum ekki talið ástæðu
til að álykta um eina leið umfram
aðra.“
Oheppilegt að aftur-
kalla kauphækkun
- segir Asmundur Stefánsson
„Slík tillögusamsetning endur-
speglar þann hóp sem tillögurnar
‘hækk-
parnað
ur Blöndal
heimtu yrðu miklar. Vega þær rök-
semdir þyngra að gæta eigi sam-
ræmis og meðhöndla vexti eins og
aðrar tekjur.
„Skattur á vexti miðað við núver-
andi aðstæður ylli vaxtahækkun.
Hann drægi úr sparnaði og þeir sem
leggja fé í slíkt hlytu að krefjast
hærri vaxta til þess að bæta sér
tapið eða nota féð í eyðslu þar sem
aðrir kostir era ekki fyrir hendi eins
og stendur," sagði Gunnar Helgi
Hálfdanarson framkvæmdastjóri
Fjárfestingarfélagsins.
gerir. Þetta eru menn sem sjá
engar aðrar úrlausnir en kaup-
skerðingu. Það er að mínu viti
gjörsamlega út í bláinn að ætla
sér að lækka launin og vona að
eitthvað gerist með verðlagið,"
sagði Ásmundur Stefánsson for-
seti ASÍ.
Um þá hugmynd að fella niður
kauphækkunina 1. septembgr sagði
Ásmundur að það yrði óheppilegur
inngangur að frekari efnahagsráð-
stöfunum.
„Þetta era tillögur frá nefnd og
maður verður að vona að þeir sem
taka ákvörðun hafi vit til þess að
leita annarra leiða." Varðandi til-
Iögur nefndarinnar um hækkun
vaxta af húsnæðismálalánum sagði
Ásmundur sagði að þar væri verið
að ráðast á þá sem væra að koma
sér upp þaki yfir höfuðið. Hann
taldi að ef þessar tillögur næðu
fram að ganga væra forsendur fyr-
ir þáttöku lífeyrissjóðanna í hús-
næðiskerfinu orðnar hæpnar og all-
ar líkur væra á því að slíkar aðgerð-
ir væra ákvörðun um að leggja
húsnæðiskerfið niður.
riði er aðtaka
guna af fóðrum
* Egilsson
stjóri Verzlunarráðs. „Fóðrið er
fyrst og fremst innstreymi á er-
lendu lánsfé, sem heldur uppi
umframeyðslu, þenslu og launa-
skriði í þjóðfélaginu. Þessir er-
lendu peningar búa til eftirspurn
eftir vörum og þjónustu og eru í
raun og veru ávísun á verðmæti
sem ekki eru framleidd af íslensk-
um atvinnuvegum."
„Til að stöðva þetta innstreymi
þarf fyrst og fremst að gera eins
og nefndin leggur til, að ríkið og
stofnanir, fjárfestingalánasjóðimir
og viðskiptabankarnir taki ekki er-
lend lán umfram afborganir. Einnig
þarf að ná ríkisbúskapnum á þurrt
til þess að hann sé rekinn hallalaus
og hafi ekki áhrif á lánsfjármarkað-
inn," sagði Vilhjálmur. „Það er skil-
yrði þess að hægt sé að halda vöxt-
um niðri og mikilvægt til að auð-
velda aðlögun að því að hætta er-
lendum lántökum. Þessir tveir þætt-
ir era í mínum huga lykilatriði að
því að vel takist til og að þeim frá-
gengnum tel ég að ekki skipti höfuð-
máli hver þessarra þriggja leiða, sem
nefndar hafa verið, verður farin."
„Það eru ýmsir vankantar á því
að framkvæma niðurfærsluna, þótt
það sé í eðli sínu rökrétt að skera
niður tilkostnað þegar þjóðfélagið
er búið að auka hann umfram við-
ráðanleg mörk. Slíkar handaflsað-
gerðir era vel nothæfar við skipu-
lagsbreytingar innan fyrirtækja. En
þegar verið er að stjórna heilu þjóð-
félagi, 200 þúsund manns sem taka
sjálfstæðar ákvarðanir, dugir hand-
aflið miklu síður. Landsstjórn felst
í því að skapa skilyrði fyrir þær
ákvarðanir sem menn vilja að séu
teknar, stjóma óbeint en ekki með
handafli. Þess vegna hefði niður-
færsluleiðin ýmsa vankanta í för
með sér. Gengisfelling, hin hefð-
bundna leið, má segja að sé uppgjöf
fyrir stöðunni eins og hún er. Þó
gæti verið búið að ná verðbólguhol-
skeflunni, sem óhjákvæmilega fylgir
í kjölfar gengisfellingar, niður eftir
6 mánuði ef nauðsynlegar hliðarráð-
stafanir eru gerðar," sagði hann.
„Skynsamlegasta leiðin held ég
þó að væri sú að hætta við launa-
hækkanir 1. september, þær era
augljóslega innistæðulausar, og að
fella gengið eins lítið og hægt er.
Það væri millileið, sem er kannski
ekki eins rökrétt og niðurfærsluleið-
in, en er mun auðveldari í fram-
kvæmd en hún. En ég vil ítreka að
það sem sker úr um það hvort að-
gerðimar era trúverðugar, sama
hvaða leið verður farin, er það hvort
tekið verður myndarlega á peninga-
málunum og ríkisfjármálunum. Ef
menn treysta sér ekki til að lækka
ríkisútgjöldin og ekki til að taka á
lántökunum, þá hef ég enga trú á
þessum aðgerðum sama hveijar þær
eru,“ sagði Vilhjálmur.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Búrma skortir forystumann
og átökin gætu því staðið lengi enn
ÞRÁTT fyrir herlög, neyðarlög og útgöngubann halda búrmískir
námsmenn og múnkar áfram mótmælaaðgerðum. f fréttum í
gær, þriðjudag, sagði frá því að mörg hundruð þúsund hefðu
tekið þátt í mótmælafundum í öllum borgum og bæjum. Menn
voru sem fyrr ósparir á að láta í ljós andúð á stjórn Sósíalista-
flokks landsins og kröfðust þess að lýðræði yrði komið á, efnt
til kosninga og Maung Maung hæstráðandi léti tafarlaust af völd-
Það leikur ekki á tveimur
tungum að alvarlegasta
vandamál Búrma er að þar er
enginn augljós leiðtogi sem stúd-
entar og búddamunkar gætu sætt
sig við. Leiðtogi sem gæti ráðið
við það flókna verk að lægja öld-
urnar og leiða Búrma inn á lýð-
ræðisbrautir.
Maung Maung hefur það helst
og eitt á móti sér að menn tengja
hann Ne Win fyrram einvaldi.
Hatrið í garð Ne Wins virðist svo
djúpstætt að það er engu líkara
en Búrmar sjái rautt þegar þeir
heyra einhvem þann nefndan sem
á einhvern hátt minnir á stjóm
Nes. En auðvitað verður ekki hjá
því komist en finna einhvern þann
sem menn treystu til að taka við
þó ekki væri nema til bráðabirgða.
Þá kemur oftast upp nafn Aung
Gyis, fyrverandi háttsetts for-
ingja. Aung Gyi skrifaði nokkur
opin bréf til Ne Wins á síðasta
vori. Þá höfðu leiðir þeirra skilið
fyrir æði löngu. Í bréfiinum hvatti
Áung Gyi hann óspart til þess að
gefa gaum að því hvert hann
væri að leiða land og þjóð. Og bað
hann hugleiða afleiðingar stefnu
sinnar í 26 ár. Hann var ómyrkur
í máli og þessi bréf lét hann fjöl-
rita eftir að þau höfðu verið send
Ne Win. Þeim var síðan dreift
manna á meðal, einkum í Rango-
on. Fljótlega spurðist efni þeirra
út og Aung Gyi var settur í fang-
elsi.
Aung Gyi hafði verið náinn
samstarfsmaður Ne Wins fyrst
eftir sjálfstæðið eins og komið
hefur fram. Hann þótti útsjónar-
samur og snjall í að skipuleggja
efnahagsstefnuna og stjarna hans
fór hækkandi. Skömmu eftir
valdaránið 1962 kom upp deila
milli hans og Tin Pe hershöfð-
ingja og var Aung Gyi hnepptur
í fangelsi. Hann var þó látinn laus
og fór út í viðskipti, í Rangoon
rekur hann te- og kökubúðir við
góðan orðstír.
Óumdeilt var að Aung Gyi sýndi
mikið hugrekki þegar hann fór
að dreifa umræddum bréfum sl.
vor. Margir staðhæfa að þá hafi
fyrir alvöra rannið upp fyrir
Búrmum, að þeir yrðu að láta til
skarar skríða. Ástandið var ekki
aðeins óbærilegt, það var ekki
þeim sæmandi að aðhafast ekki
neitt. Sumir spáðu að Aung Gyi
ætti að verða sá sem við tæki.
Hann hafði verið settur í fangelsi
í nokkrar vikur en var látinn laus
eftir flokksþingið í júlí. Stúdent-
amir neita því eindregið. „Hann
er bandamaður okkar en ekki leið-
togi,“ segja þeir og bæta við að
fyrst og fremst vilji þeir lýðræði
og kosningar. En viðurkenna að
kannski dragi úr spennu ef Aung
Gyi taki við valdastöðu. Til bráða-
birgða.
Þegar talað er um ókyrrðina í
Búrma benda fréttamenn jafnan
á að Búrmar séu með afbrigðum
seinþreyttir til vandræða. Upplag
þeirra og trú bjóði þeim að taka
með stillingu því sem að höndum
ber. En fyrst þeir hafi nú risið
upp sé sannarlega ekki séð fyrir
endann á því.
Það er augljóst að stúdenta-
hreyfingin sem stendur að mót-
mælaaðgerðunum um gervallt
landið er býsna vel skipulögð. Til
að forðast að svikarar komi sér
inn í innstu raðimar er reynt að
láta sem fæsta vita um upp-
byggingu hreyfingarinnar og
stjómendur. Það er eftirtektarvert
að stúdentar virðast ekki kæra
sig hætishót um að hafa samvinnu
við kommúnistaflokk Búrma sem
er bannaður. Þeir vísa á bug sam-
starfi við skæraliða sem hafa bar-
ist gegn Rangoon-stjóminni á
ýmsum stöðum í landinu. Einn
Aung Gyi
Ung stúlka ávarpar hópfund við aðalsjúkrahúsið í Rangoon.
forystumaður stúdenta sagði í við-
tali við Bertil Lintner, sérfræðing
ritsins Far Eastem Economic
Review, að þeir sæju í hendi sér
að slík samvinna hefði aðeins í för
með sér óeðlilegar skuldbindingar.
Þar sem ýmis erlend ríki hafi séð
skæraliðahópunum fyrir vopnum,
leiddi það til að þeir gætu síðan
orðið háðir viðkomandi ríkjum.
Því væri viturlegra að reyna að
komast yfir vopn frá búrmískum
hermönnum og það hefur raunar
tekist eins og fram hefur komið
í fréttum.
Að vísu er vopnabúnaður
Búrmahers ekki upp á marga
fiska, úr sér genginn og gamal-
dags. Meðal annars þess vegna
er líka að vænta að hermenn
muni eiga fullt í fangi með að
hafa hemil á uppreisnaröflunum
ef þau halda áfram að láta til sín
taka. Fram að þessu hefur herinn
haft nóg með að reyna að beija
á fjallaskæraliðunum sem áður
era nefndir og ólíklegt að þeir
ráði við öllu meira nema einhver
stórbreyting verði og Sósíalista-
flokkurinn sjái sig tilneyddan að
leita til erlendra ríkja um vopna-
kaup.
Enn bætist það við að allmarg-
ir hermenn hafa gerst liðhlaupar
'og gengið í lið með stúdentunum.
Sjónarvottar segja að einatt hafi
það gerst síðustu daga og vikur
að hermenn við gæslu og borgar-
ar í mótmælum tylli sér niður og
deili með sér matarskammti og
drykkjarföngum í bróðemi. Enda
fullyrðir einn ónafngreindur tals-
maður stúdentanna að hermenn-
imir geri sér mæta vel grein fyrir
óreiðunni og kjósi flestir ekkert
fremur en ástandið færist í betra
horf.
Það er ekkert grín á ferðinni.
Það verður að hafa hugfast.
Hundrað og sennilega þúsundir
hafa verið skotnir til bana. Upp-
lausn er hvert sem litið er. Sendi-
ráðunautar benda á að Maung
Maung hafi ekki fengið neitt tæki-
færi til góðra verka; stúdentar og
múnkar hafi einfaldlega slegið því
föstu, að hann væri ekkert skárri
en fyrirrennararnir tveir.
Þessir ónafngreindu sendiráðs-
menn segja að þrátt fyrir grimmd
og upplausn sé eins konar kamev-
alstemmning í landinu. Fólk sé
uppfullt af fögnuði og von. Engu
sé líkara en menn hafi losnað úr
álögum. Og allir vilji lýðræði.
Það er auðvitað gott og blessað
að halda kameval. Og vilja lýð-
ræði. En allra best væri þó ef
Búrmar kæmu sér saman um for-
ystumann sem gæti leitt þessa
ljúfu þjóð á braut til framfara og
betra mannlífs. Á þeim foringja
bólar ekki. Því er nú verr og mið-
ur og á meðan er hætt við að
Búrmar haldi áfram kamevalinu
og afleiðingar gætu orðið hörmu-
legri en tárum taki.