Morgunblaðið - 24.08.1988, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 24.08.1988, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988 31 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — Sendistarf Morgunblaðið óskar eftir að ráða röskan og samviskusaman ungling til sendistarfa. Vinnutími frá kl. 9-17. Upplýsingar á ritstjórn Morgunblaðsins, Aðalstræti 6, 2. hæð. Htagmi&Ififeifr Staða hjúkrunarforstjóra Hrafnistu, Reykjavík Staða hjúkrunarforstjóra Hrafnistu í Reykjavík er laus til umsóknar. Hrafnista, dvalarheimili aldraðra sjómanna, skiptist í vistheimili og hjúkrunardeildir. Hjúkrunarfor- stjórastarfið er gefandi og jafnframt krefj- andi starf sem m.a. felur í sér: Stjórnun og ráðningu starfsmanna, yfirumsjón hjúkrunar- deilda ásamt vörslu og umsjón efnislegra verðmæta. Hæfniskröfur eru: Víðtæk fagleg þekking ásamt stjórnunarmenntun. Viðkom- andi þarf að hafa reynslu í hjúkrunar- og stjórnunarstörfum. Umsóknarfrestur er til 1. október 1988. Upplýsingar um nám og fyrri störf skulu sendar til forstjóra Hrafnistu, Laugarási, Reykjavík. Snyrtivöruafgreiðsla Okkur vantar nú þegar eða fljótlega starfs- manneskju, ekki yngri en 24-25 ára, í snyrti- vörudeild okkar, Thorellu, Laugavegi 16. Upplýsingar hjá verslunarstjóra snyrtivöru- deildarinnar alla opnunardaga frá kl. 4-6. Laugavegs Apótek, Laugavegi 16. Verslunarstörf Starfsfólk óskast til framtíðarstarfa á eftir- töldum stöðum: Skeifan 15 1. Afgreiðslustörf á kassa. 2. Afgreiðsla og uppfylling í matvöru- og sérvörudeildum. 3. Störf við verðmerkingar á sérvörulager. Kringlan 1. Afgreiðslustörf á kassa. 2. Afgreiðsla og uppfylling í sérvöru- og matvöruverslun. Kjörgarður, Laugavegi 59 Afgreiðslustörf í matvörudeild. Eiðistorg, Seltjarnarnesi 1. Afgreiðslustörf á kassa. 2. Afgreiðsla og uppfylling í matvöruverslun. Lager í Hafnarfirði Lagermenn í heilsdagsstörf. Margskonar hlutastörf koma til greina. Nánari upplýsingar hjá starfsmannahaldi alla virka daga frá kl. 13-17.30. Sími 686566. Umsóknareyðublöð á skrifstofu. HAGKAUP starfsmannahald, Skeifunni 15. Hressandi morgunvinna Mbl. óskar eftir fólki á öllum aldri til blað- burðarstarfa víðsvegar um borgina. Ath.: Hentar ekki síður fullorðnu fólki. Upplýsingar í síma 35408 og 83033. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Að Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vantar stundakennara í íslensku, líffræði og hand- menntum (handavinnukennari eða fatahönn- uður). Þá vantar einnig ritara. Nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma 91-75600. Umsóknarfrestur um áður auglýstar kenn- arastöður í dönsku og þýsku við Framhalds- skóla Austur-Skaftafellssýslu framlengist til 26. ágúst næstkomandi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 26. ágúst nk. Umsóknir um stundakennslu sendist skóla- meistara viðkomandi skóla. Menntamálaráðuneytið. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Atvinna Óskum að ráða strax, eða eftir nánara sam- komulagi, til framtíðarstarfa: ★ Hjúkrunarfræðing ★ Sjúkraliða ★ Starfsfólk á legudeild Húsnæði til staðar. Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 94-4500 eða -3014 alla virka daga frá kl. 8.00 til 16.00. Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Ólafsvík. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Hólmavík. 3. Staða hjúkrunarforstjóra og staða hjúkr- unarfræðings við Heilsugæslustöðina á Selfossi. 4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Þórshöfn. 5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöð Suðurnesja í Keflavík. 6. Staða hjúkrunarfræðings við heilsugaeslu- stöðvarnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvar- firði. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðina í Hrísey. Umsóknir ásamt u'pplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 18.júlí 1988. atvinna — atvinna FJÚLBRAUTASKÓUNN BREiÐHOUI Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Laust er starf ritara á skrifstofu Fjölbrauta- skólans í Breiðholti. Upplýsingar veittar á skrifstofu skólans í síma 75600. Skrifstofustjóri. Lyfjatækna vantar 1. september. Afgreiðslufólk vant störfum í lyfjabúð kemur einnig til greina. Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16. BORGARSPÍTALINN LADSAR STÚ0UR Öldrunardeildir B-5 09 B-6 Hjúkrunarfræðingar óskast frá 1.09. ’88 á kvöld- og helgarvaktir. Hjúkrunartræðingar óskast á fastar nætur- vaktir í B-álmu. I starfinu felst skipulagning og framkvæmd hjúkrunar aldraðra á öldrunar- deildum B-5 og B-6. Vinnutími frá kl. 23.00- 08.30. Vinni hjúkrunarfræðingur 60% starf eða meira á næturvöktum greiðast deildarstjóra- laun. Jafnframt raðast hjúkrunarfræðingar starfandi á öldrunardeild einum launaflokk ofar en ella. Sjúkraliðar óskast á hinar ýmsu vaktir frá 1. september. Sjúkraliðar starfandi á öldr- unardeild raðast tveimur launaflokkum ofar en ella. Hvítaband, hjúkrunardeild I Sjúkraliðar óskast frá 1.09. '88. Ýmsir vakta- möguleikar. Á deildinni eru 20 rúm fyrir heila- bilaða aldraða sjúklinga. Sjúkraliðar starfandi á öldrunardeild raðast tveimur iaunaflokkum ofar en ella. Heilsuverndarstöð, hjúkrunar- og endurhæfingadeild Sjúkraliðar óskast frá 1.09.'88. Deildin hefur 25 rúm ætluð ungum sem öldnum einstakl- ingum er búa við fjölþætta líkamlega, and- lega og félagslega fötlun. Sjúkraliðar starf- andi á deildinni raðast tveimur launaflokkum ofar en ella. Hjúlkrunarfræðingar óskast á kvöld-, næt- ur- og helgarvaktir nú þegar. Gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæði deildarinnar er bæta mjög aðstöðu sjúklinga og starfsliðs. Nánaci upplýsingar um ofangreindar stöður fást hjá Önnu Birnu Jensdóttur, hjúkrunar- framkvæmdastjóra, í síma 696358 og Elín- borgu Ingólfsdóttur, hjúkrunarframkvæmda- stjóra starfsmannaþjónustu, í síma 696356.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.