Morgunblaðið - 24.08.1988, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988
Rallkeppni Hjólbarðahallarinnar:
„Barist um hverja sekúndu“
Metþátttaka í alþjóðlegri rallkeppni BÍKR
„ÞETTA verður slagnr frá upphafi til enda og spurningin er hvaða
bilar haldast í lagi. Síðan þarf úthald ökumanns að vera gott, því
miðað við síðustu mót þá verður barist um hverja sekúndu,“ sagði
íslandsmeistarinn Jón Ragnarsson í samtali við Morgunblaðið. Jón
leggur fyrstur af stað í Michelin-rallkeppni Hjólbarðahallarinnar sem
hefst í hádeginu á morgun í Reykjavik. Keppnin er alþjóðleg og er
betur þekkt sem Ljómarall, en hefur skipt um nafn.
Jón Ragnarsson og Rúnar Jóns-
son unnu Ljómarallið í fyrra á Ford
Escort og hafa forystu í íslands-
meistarakeppninni i ár. „Steingrím-
ur verður einna sterkasti andstæð-
ingurinn, hann kemur vel undirbú-
inn til ieiks. Það verða líklega fjór-
ir bílar sem berjast um sigurinn og
ég á ekki von á því að þeir haldi
allir út til enda í þriggja daga langri
keppninni. Við unnum í fyrra þar
sem við urðum ekki fyrir neinum
áföllum, en aðrir voru óheppnir. Ég
vona að lánið fylgi okkur í ár líka,“
sagði Jón.
Ef Jón og Rúnar vinna Michelin-
rallið verða þeir íslandsmeistarar,
en nokkrir ökumenn eru staðráðnir
í að hindra það, Steingrímur Inga-
son og Witek Bogdanski á Nissan
meðal þeirra. Þeir háðu mikla
keppni við feðgana í síðustu keppni
á Olafsvík en töpuðu með tveggja
sekúndna mun. „Ég vona að barátt-
an haldist út alla keppnina, svo
þetta verði spennandi. Leiðimar
henta mér ágætlega, þó ég hefði
viljað skoða þær betur. Bfllinn verð-
ur í góðu ásigkomulagi, ég hef yfír-
farið allt, m.a. tekið vélina í gegn.
Tveir fyrstu dagamir verða erfíð-
astir, en Jón má ekki vinna núna
vegna meistarakeppninnar. Ef hann
vinnur ekki þá verður síðasta
keppni ársins úrslitakeppni og það
væri virkilega spennandi,“ sagði
Steingrímur.
34 keppnisbílar em skráðir til
leiks, fímm erlendir, en enginn sem
veitt getur íslensku toppbílunum
keppni. Rallið hefst klukkan 12.00
við Hjólbarðahöllina í Fellsmúla.
Fyrsta keppnisleiðin verður á
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson hafa forystu í íslandsmeistara-
keppninni í rallakstri, unnu síðustu keppni á Ólafsvik og unnu al-
þjóðarallið í fyrra á Ford Escort. Þeir leggja fyrstir af stað í Mic-
helin-rall Hjólbarðahallarinnar.
Reykjavíkurflugvelli kl. 12.21, en dal. Keppninni lýkur á laugardaginn
sfðan er ekið í Borgarfírði og í ná- kl. 15.00 við Hjólbarðahöilina.
grenni Þingvalla, m.a. yfir Kalda- - GR
Minning:
Hafliði Jóhannsson
húsasmíðameistari
Fæddur 29. desember 1906
Dáinn 16. ágúst 1988
í dag kveðjum við hinstu kveðju
Hafliða Jóhannsson, húsasmfða-
meistara í Reykjavík.
Hann fæddist í Reykjavík 29.
desember 1906, sonur hjónanna
Guðbjargar Gísladóttur frá Þver-
spymu í Hmnamannahreppi og Jó-
hanns Hafliðasonar frá Bimustöð-
um á Skeiðum, sem var kunnur
húsasmfðameistarí í Reykjavík. Þau
hjón bjuggu lengst af í Reykjavík,
sfðari ár þeirra á Frejrjugötu 45,
húsi sem feðgamir byggðu saman.
Alls fæddust þeim Guðbjörgu og
Jóhanni fímm böm. Fyrst þeirra var
Sigríður, sem dó aðeins 15 ára göm-
ul. Annar var Hjálmar, múrara-
meistari, hans kona var Valgerður
Guðmundsdóttir. Þriðji var Hafliði,
hans kona er Svana (Svanfríður)
Ingibergsdóttir. Þriðja er Vigdís,
sem er ekkja eftir Einvarð Hall-
varðsson, bankamann. Fjórði var
Jón, trésmíðameistari, hans kona
var Ingvör Anna Guðbjömsdóttir.
Fimmti er Gunnsteinn, kaupmaður,
hans kona var Steinvör (Steina)
Ágústa Egilsdóttir. Af þeim systk-
inum eru nú lifandi: Gunnsteinn og
frú Vigdís.
Hafliði fór ungur að starfa með
föður sfnum, lærði hjá honum
smíðar og útskrifaðist úr Iðnskólan-
um í Reykjavík. Hann varð með
árunum mikilvirkur verktaki. Eftir
hann standa fjölmörg hús í
Reykjavík, sem eru góður minnis-
varði um dugnað hans og vand-
virkni. Fyrstu starfsárin unnu faðir
hans og bræður tveir með honum,
en síðar var hann sjálfstæður verk-
taki, seinni árin vann sonur hans
með honum. Margir minnast hans
nú fyrir þessi störf, en æskudraum-
ur hans var að læra til arkitekts.
Þá var annar tími en nú, þegar
áhugasöm ungmenni geta með op-
inberri hjálp leitað nánast hverrar
námsleiðar sem hugur gimist. Þá
var flárhagsskortur oftast stærsti
þröskuldurinn, sem yfirstíga varð.
En Hafliða tókst af brennandi þrá
að afla sér farareyris og nokkurs
varasjóðs en það kom fyrir ekki.
Heilsa hans hafði versnað og margt
annað varð til þess að letja hann
farar. Ungi maðurinn gerði þá sætt-
ir við kringumstæðumar og ákvað
að fara ekki en leita sér framhalds-
náms hér heima. Finnur Thorlacius
var einn þeirra kennara Iðnskólans,
sem Hafliði mat ætíð mikils. Varð
að ráði, að Finnur tæki hann til
framhaldsnáms. Einnig sótti hann
kennslu til Ríkarðs Jónssonar. Þá
fór hann og í heimsókn til ná-
grannalandanna til að kanna nýja
strauma í húsagerð.
Svo fór, að ævistarf Hafiiða
skiptist í tvo meginþætti, annars
vegar byggingaframkvæmdir og
hins vegar teikningar (hönnun)
húsa. Fékk hann löggildingu réttra
yfirvalda Reykjavíkur til að teikna
og leggja teikningar inn til bygg-
inganefndar bæjarins. Oft varð svo,
að hann teiknaði hús og byggði það
síðan sjálfur. Hús hans urðu eftir-
sótt. Þau þóttu lagleg, einkar hent-
ug og voru gerð með hina takmörk-
uðu fjárhagsgetu fólks þeirra ára í
huga. Þá var ekki opinber iánafyrir-
greiðsla við húsbyggjendur fyrir
hendi eins og er, sem betur fer, nú.
f mínum huga var megineðli í
skaphöfn Hafliða lyndiseinkunn
listamannsins, sem þó var alltaf
beisluð af raunsæi. í húsbyggingum
sínum keppti hann að því að flétta
saman list og hagkvæmni, að móta
umhverfí fólks af listfengi í köldum
raunveruleikanum, sem markaðist
af lítilli fjárhagsgetu flestra við-
skiptamanna hans. Þetta virtist
leika honum í hendi, enda sparaði
hann hvorki tíma né fyrirhöfn til
að ná árangri. Því kom ekki á
óvart, að verkefni hlóðust á hann.
Lagði hann löngum nótt við dag til
að koma þeim frá. Heilsa hans sem
Móðir mín, t
LIUA STEINGRfMSDÓTTIR
frá Hörgslandskotl,
Bugðulæk 11,
andaöist i Landakotsspítala 21. ágúst.
Jóhanna Svelnsdóttir.
t Maðurinn minn, PÁLL VfDALÍN MAGNÚSSON bifrelðastjóri, Skúlagötu 68, andaðist á heimili sínu 22. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Njála Eggertsdóttlr. + Eiginmaður minn, faðir og sonur, VILHJÁLMUR INGVARSSON framkvæmdastjóri Sæbraut 11, Seltjarnarnesl, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 26. ágúst kl. 13.30. Anna Fríða Ottósdóttir, Ingvar Vllhjálmsson, Ottó Vilhjálmsson, Valdis Vilhjálmsdóttir, Ingvar Vilhjálmsson.
+ Móðir okkar, HELGA PÁLSDÓTTIR GEIRDAL, Laugarbraut 21, Akranesi, andaðist í sjúkrahúsi Akraness þann 22. ágúst. Jaröarförin auglýst síðar. Dætur hinnar látnu.
+ Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, MAGNÚSAR ÓSKARS MAGNÚSSONAR, bókbindara. Þórunn Magnúsdóttir, Ásdfs Magnúsdóttir.
+ Útför eiginkonu minnar, RÚNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Fjölnlsvegl 8, Reykjavlk, verður gerð frá Dómkirkjunni flmmtudaglnn 25. ágúst kl. 13.30. Magnús Guðmundsson. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður míns, tengda- fööur og afa, GUÐMUNDAR ÞORLÁKSSONAR prentara, Njálsgötu 98. Guðlaug Guðmundsdóttlr, Halldór Hjartarson og synlr.
bilaði á ungum aldri, fór nú ört
undan að láta. Var svo síðustu ár
hans, að hann var svo að segja stöð-
ugt inn og út af sjúkrahúsinu og
hafði jafnan súrefnistæki við rúmið.
Var öllum undrunarefni, hve skjótt
hann reis til athafna, eftir hvert
áfallið af öðru. Var hann varla fyrr
kominn í vinnustofu sína eða að
öðru verkefni, sem úrlausnar beið,
að hann væri ekki þegar tekinn til
starfa eins og ekkert hefði í skor-
ist. Að sjálfsögðu er skýringar
þessa að leita í lífs- og athafnavilja
hans og í þeirri frábæru umönnun,
sem hann naut hjá konu sinni, sem
ætíð var við hlið hans, þolinmóð,
natin, raunsæ og uppörvandi.
Þann fjórða júlí 1936 kvæntist
Hafliði systur minni Svönu. Varð
hún þá umlukin byggingamönnum
á báðar hendur svo að segja, þar
sem meirihluti karla í báðum fjöl-
skyldum þeirra hjóna voru bygg-
ingaiðnaðarmenn. Svana og Hafliði
eignuðust þijú böm. Þau eru: Ingi-
björg Helga sem gift er Einari
Guðmundssyni, múrarameistara, og
eiga þau hjón þrjá syni, sem allir
eru kvæntir og eiga böm. Annað
systkinanna er Jóhann Jón, húsa-
smíðameistari. Hans kona er Eyja
Viggósdóttir og eiga þau tvær dæt-
ur. Þriðja er Guðbjörg Erla, sem
gift 'er Tryggva Hjörvar. Eiga þau
tvo syni. Állt er þetta mannvænlegt
og fallegt fóik, sem ættforeldrum
þess og þjóð er sómi að.
Við kynni mín af Hafliða Jó-
hannssyni kom í Ijós, að við höfðum
í mörgu svipaðar skoðanir. Fór alla
tíð vel á með okkur. Einnig kona
mín, Katla og öll böm okkar mátu
hann mjög mikils og þótti vænt um
hann. Fyrir þessi góðu kynni og
margvíslega ómetanlega aðstoð
þökkum við honum öll af einlægum
huga og við þökkum honum og
Svönu og bömum þeirra órofa
elskusemi á liðinni tíð.
Nú að leiðarlokum vottum við
Svönu, bömum hennar, tengda-
bömum og bamabömum samúð
okkar, og óskum þeim velfamaðar
um ókomin ár.
Matthías Ingibergsson,
apótekari
Kransar, krossar
W) og kisíuskreytingar. (v
Sendum um allt land. ‘
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
Álíhcimum 74. sími 84200