Morgunblaðið - 24.08.1988, Síða 42

Morgunblaðið - 24.08.1988, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988 „ Étj keypti }?&tta bindi handa þér fyrir40 dru m, 09 þetta cri -lynsta 6inn sem þú crtmeíi bíö * IO-G Áster... 10-20 ... að gera fíngraför hennar ódauðleg. TM R«q. U.S. Pat Off. —all hghts resarved 0 1987 Los Angelas Times Syndicste Bé...! Með morgunkaffinu Fæ ég hér hjá ykkur stórar smákökur? Að verja landíð sitt Nokkur orð, hugsandi fólki til umhugsunar Stríð. Oft verður mér hugsað til þeirra, sem verða nauðugir viljugir að fara í stríð til að veija landið sitt. Það er því miður staðreynd, að stríð eru háð víða um jörð, þó það sé heilbrigðri skynsemi sem hver önnur villimennska og ekkert hafist upp úr því nema eymd og volæði. Það eru ekki einungis ver- aldleg verðmæti sem eru brotin nið- ur, heldur einnig þau andlegu, sem ósjálfrátt fylgja með. Við íslendingar erum blessunar- lega lausir við stríð af því tagi, sem ég hef lýst hér að framan. Við berj- umst við annað, og kannski er kæruleysi, bæði fyrir andlegum og líkamlegum hlutum, að verða alvar- legasti ásteytingarsteinn okkar í dag. Það er eins og tónninn „mér er sama“ verði háværari með hveij- um deginum, bæði í huga, svip og athöfnum. Bera menn ekki lengur ást og virðingu fyrir landi sínu. Hvemig geta menn fleygt rusli í allar áttir út á víðavangi, á friðhelgum stöð- um, mannvinum til sárrar hryggð- ar. Hvemig geta menn ekið góðum Velvakandi goður! íslenskir aðalverktakar hafa ára- tugum saman haft einokunarað- stöðu hvað varðar verklegar fram- kvæmdir fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Þetta hefur að sjálfsögðu verið nokkuð umdeilt í gegnum tíðina og hljóta samskipti ríkisins og fyrirtækisins að mótast af því. Utanríkisráðherra fer með stjóm allra þeirra mála, sem snúa að sam- skiptum við vamarliðið, og heyra samskipti ríkisins og íslenskra aðal- verktaka því undir hann. Það er því í meira lagi óviðeigandi, að Steingrímur Hermannsson skuli hafa þegið boð fyrirtækisins um laxveiði í Víðidalsá á dögunum. Ég held, að víðast hvar í alvöm lýðræðisríkjum væri ráðherra bifreiðum eins og angurgapar, þver- brotið lög og reglur, skemmt og eyðilagt, syo nú er samfélagið í vandræðum með það, hvað gera á við leifar þess, sem kæruleysið hef- ur eyðilagt? Og hvernig geta menn §yo feng- ið af sér, jafnvel í leysingum á vor- in, að beina tryllitækjum á óspillt landið og skilja eftir hryllileg för eftir svakalega hjólbarða, sem minnismerki um hrottalegan um- gang um okkar fagra land? Við tölum um gróðureyðingu. Við stöndum oft ráðþrota frammi fyrir henni, þegar hún verður af völdum náttúmnnar. En þessi eyð- ing stafar að miklu leyti af um- gengni landsins barna og útlend- inga, sem finnst það „sport" að geta riðið fjallvegi eins og þeim sýnist, á alls konar tryllitækjum. Þessar hugsanir og fleiri sækja á. Ég var í Danmörku fyrir nokkm. Ég sá strax hversu mikið við gætum lært af umferðinni þar. Ég kom svo í höfn þar sem feijan Norröna kom að landi. Ut úr henni streymdu þessi stórkostlegu tæki, mér liggur neyddur til að segja af sér vegna svona máls. Það væri litið á þetta sem mútur og engum manni í svona mikilvægu embætti væri stætt á að sitja áfram eftir afglöp af þessu tagi. Hvorki fjölmiðlar né almenn- ingsálitið myndu líða slíkt. Það er mikilvægt að hér á landi skapist heilbrigðari viðhorf til mála af þessu tagi. Þeir sem gegna opin- beram embættum verða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og átta sig á því að þeir geta ekki leyft sér hvað sem er. Steingrímur ætti nú að mínu ,mati að ganga á undan með góðu fordæmi og segja af sér embætti utanríkisráðherra. Með því gæti hann aukið álit sitt eftir þessa hneisu. Suðurnesjamaður. við að segja vígvélar, sem hafa heijað á landið okkar. Ekki hafði unnist tími til að íjarlægja alla moldina af þeim, svo að hin íslenska mold skipti um landvist. Nú spyr ég þá, sem vinna að gróðurvemd hér á landi: Er þetta hægt? Má ekki banna slíka meðferð á landinu, eða á hið taumlausa frelsi jafnvel að ná til eyðingar gróðurs? Er í rauninni hægt að tala um gróðurvernd, meðan þetta er látið afskiptalaust? Ég held ekki, og við verðum að vakna. Það er kannski ekki nóg að gróðurvæða landið eða tala um það, á sama tíma og við látum hugarfarið verða að gróðurlausri auðn, örfoka kæmleysi. Er ekki kominn tími til að hefja stríð? Ekki með vopnum, heldur með nýjum huga og opnum, þar sem ást þegn- anna á landi sínu er í fararbroddi. Svari hver fyrir sig. Það þýðir ekki annað en að láta verkin tala. „Það vantar fjármuni", segja þeir sem em í fararbroddi. En vita menn ekki, að peningamir koma að litlu gagni, ef ekki er hreint og ómengaðað hugarfar að baki. Sigursæll er góður vilji. Marg- ar hendur vinna létt verk. Það er allt hægt, ef viljinn er fyrir hendi. En við græðum ekkert á því að orkuvæða kæmleysið, loka augun- um og segja með úldnum huga: Mér er alveg sama. Arni Helgason, Stykkishólmi. Þakkir til starfs- manna Hagkaups Til Velvakanda. Við viljum koma á framfæri þakklæti til Hagkaups í Skeifunni fyrir snögg viðbröð þegar gasgrill bilaði hjá okkur á dögunum. Grillið höfðum við keypt í versluninni tveimur mánuðum áður. Við viljum þakka verslunarstjóranum Guð- mundi Heiðari fyrir fljót og góð vinnubrögð og sérstaklega þökkum við Ólafi Guðjónssyni, sem kom heim og gerði við fyrrnefnt grill. Fjölskyldan Grundarási 11. Utanríkisráðherra ætti að segja af sér Yíkverji skrifar HÖGNI HREKKVlSI ES HE-LP AD pBiR KUNMI AÐ SYNPA'" Meðal þeirra vandamála sem erfiðast hefur verið að leysa í íslenskum ferðaiðnaði er að fínna gesti til að nýta hótel á vetmm. Ferðamannatíminn er stuttur og það kostar mikið að láta dýrar byggingar standa auðar meirihluta ársins. Víkveiji hefur því miður enga lausn á þessum vanda. Þar sem aðstaða er til þess gefst vafa- laust best að sækjast eftir viðskipt- um þeirra, sem skipuleggja fundi og ráðstefnur. Skíðalyftur og mannvirki tengd skíðaíþróttinni standa oft ónotuð á sumrin. Verður þess ekki vart að eigendur þeirra hafi miklar áhyggj- ur af því eða hugi að leiðum til að nýta þessi tæki allt árið. Stangast þetta aðgerðarleysi á við það, sem menn kynnast í útlöndum. Þar em lyftur notaðar til þess á sumrin að flytja fólk upp í fjallshlíðar eða upp á tinda. Láta ýmsir sér nægja að fara í slíka ferð upp og niður og njóta ef til vill veitinga séu þær seldar, þegár upp er komið. Aðrir fara upp í lyftum og rölta síðan niður fjallastíga. XXX Kunningi Víkveija sem þekkir vel til í Bláfjöllum telur, að þar sé ákjósanlegur staður fyrir fjallalyftuferðir á sumrin. Leggur hann til að uppi í fjöllunum verði reistur veitingaskáli og samhliða því eða fyrr verði tekið til við að bjóða fólki sumarferðir í lyftum upp á fjöllin. Þá verði lagðir göngustíg- ar í fjöllunum. Enginn verði ósnort- inn af því að komast þangað upp á fögmm degi og njóta útsýnis yfir höfuðborgina og Reykjanesið í vestri og Heklu og Vestmannaeyjar í austri. Hugmyndinni er hérmeð komið á framfæri við þá, sem hafa með stjórn mála í Bláfjöllum að gera. Efast Víkveiji raunar ekki um að það ágæta fólk hafi þegar íhugað kosti af þessu tagi til að nýta sem best mannvirki, sem þarna hafa verið reist. XXX róun skíðasvæðisins í Bláfjöll- um er til fyrirmyndar og hefur skapað þeim, sem sækja til fjalla til að stunda vetraríþróttir ný tæki- færi. Hitt er ekki síður ánægjulegt að kynnast fjöllum á sumrin og þurfa íbúar okkar ágæta lands sjaldan að leita langt til að gera það. Góðviðrisdag í síðustu viku, þegar varla sást ský á himni, lagði Víkveiji land undir fót í góðra vina hópi og gekk upp á Vífilsfell. Er alltaf jafn ánægjulegt að komast þangað upp og njóta hins stórkost- lega útsýnis. Þegar Víkveiji gekk á Vífilsfell síðast fyrir nokkram ámm vom kaðlar þar efst við toppinn til að auðvelda mönnum að klifra síðasta spölinn. Nú höfðu þeir verið fjar- lægðir. Þá vakti það athygli Víkveija, að í hinni handhægu, nýju bók Einars Þ. Guðjohnsens um gönguleiðir á suðvesturhorni lands- ins, er ekki minnst á Vífilsfell og það er ekki einu sinni nefnt í ör- nefnaskrá bókarinnar. Efst á fellinu er stallur undir útsýnisskífu en eng- in skífa. Vakti þetta allt Víkveija til um- hugsunar um, hvort forgöngumenn vilji síður stuðla að því að óvanir leggi leið sína upp á Vífilsfell. Vænt þætti Víkveija um, ef ein- hveijir í hópi lesenda hans gætu upplýst hann um, hvort vangaveltur af þessu tagi eigi við einhver rök að styðjast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.