Morgunblaðið - 24.08.1988, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 24.08.1988, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988 4^ VELVAKANDI . SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Bandarískir grænfriðungar Til Velvakanda. Bandarískir grænfriðungar eru dularfull- samtök í meira lagi. Þeir virðast hafa allgóð fjárráð, það sýna fjárfrekar framkvæmdir hvað eftir annað. Tvímælalaust er þeim öllum stjórnað frá einum og sömu höfuð- stöðvunum, því ólíklegt er, að þeir gætu að öðrum kosti hafist handa í 60 borgum um Bandaríkin þver og endilöng á sömu mínútunni. Þetta og margt fleira bendir til þess, að þarna séu ekki á ferðinni saklausir hugsjónamenn um dýra- friðun, heldur launaðir skemmdar- verkahópar. Launagreiðendur þeirra gætu' verið hvaða ríki eða auðhringar sem kunna að hafa hagsmuna að gæta. Ekkert sannar þó betur hugsjón- afátækt þessara svonefndu sam- taka en þær staðreyndir sem blasa við. Grænfriðungar hafa nú um hríð beitt kröftum sínum gegn hval- veiðum okkar íslendinga. Þessir heiðursmenn hóta að eyðileggja all- an fisksölumarkað okkar vegna þessara 70 — 80 dýra, sem íslensk- ir hvalveiðimenn veiða nú á þessu ári. En á meðan drepa landar þeirra í Bandaríkjunum þúsundir hvala. Þarna blasir hugsjónin við okkur. Allir hljóta að sjá, að hér er Til Velvakanda. Laugardagskvöldið 20. ágúst opnaði ég fyrir sjónvarpið og kom þá inn í miðjan þáttinn um „Mann vikunnar". Fyrri hlutann sá ég ekki, bættur sé skaðinn. Það sem ég heyrði í þessum þætti var guðlast af verstu gerð. Maðurinn, sem rætt var við líkti almáttugum Guði við Stalín, og meira en lítill maðkur í mysunni. Og trúlega væri nú ráð í tíma tek- ið, að herða sig í að finna nýja markaði fyrir þorskblokkirnar okk- ar, svo þær lendi nú ekki á ösku- haugunum með dilkakjötinu, smá- fískinum og kartöflunum. Áhyggjufullur. hafði uppi gífuryrði um Guð. Hafi hann ætlað sér að verða sér til skammar, þá tókst það fullkomlega. Eina ósk á ég þessum manni til handa. Hún er sú, að hann fái að auðmýkja sig frammi fyrir Guði. Öll erum við syndarar, sem getum hvorki lifað né dáið án hans hjálpar. Með þökk fyrir birtinguna, Sigurborg Eyjólfsdóttir. Guðlast í sjónvarpsþætti Ég er Vatnsberi , VIÐ ERUM SERSTOK SAMAN. Persónukort: Hvererég? Hvaða hæfileika hef ég? Hvað veikleika? Get ég skilið mig betur? Framtíðarkort: Hvaða sjó sigli ég þetta árið? Hvar er meðbyr, mótbyr, blindsker og öruggar siglingaleiðir? Samskiptakort: Ég elska maka minn, en getum við skilið hvort annað betur? Sjálfsþekking er forsenda framfara. Hringdu og pantaðu kort sem þér hentar í síma 10377 Gunnlaugur Guðmundsson STJ0RNUSPEKI >STÖf)lN fLAUGAVEGI 66 SIMI 10377 | RANDERS Tegl • UTANHÚSSHLEÐSLUSTEINN Til afgreiðslu í september Námskeið ' Þessir hringdu . . Rjómaábót á Óperu Kristín, Pétur og Ragnhildur hringdu: „Við viljum koma á framfæri þakklæti fyrir veitingar og viðmót á veitingastaðnum Óperu. Til dæmis um þjónustuna þá fengum við ijómaábót á eftirréttinn okk- ar, sem ekki er algengt á veitinga- stöðunum hér. Einnig viljum við þakka Stefáni Emilssyni fyrir slaghörpuleikinn á veitingastaðn- um.“ Hávaði á Hótel íslandi Ósk Jóhannsdóttir hringdi: „Ég var stödd á Hótel Islandi síðasta föstudagskvöld og þótti mjög slæmt hvað það var mikill hávaði í hljómsveitinni þar. Rúnar Júlíusson söng með, en það heyrð- ist varla nokkuð í honum fyrir hljóðfærunum. Mér finnst ekki farandi á svona stað ef maður heyrir ekki í sjálfum sér og hvað þá öðrum." Læða týndist í Seiáshverf i Svört læða, þriggja tl fjögurra mánaða týndist frá Reykási 20. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans eru beðnir að hringja í síma 673663. Háfurtýndistí Hvammsvík Síðastliðinn fimmtudag týndist silungsháfur í Hvammsvík. Finnandi hringi í síma 24438. Þakklæti til starfsmanna Tívolísins í Hveragerði Akureyringur hringdi: „Ég var ásamt fjölskyldu minni á ferðalagi nýlega og brugðum við okkur í tívolíið í Hveragerði í leiðinni. Þar henti það óhapp, að smurolía af tækjunum kom í föt konu minnar og barns. Við létum starfsmenn vita og þeir brugðust mjög vel við og leystu úr málum okkar.“ Skammarleg framkoma vagnstjóra Ein hneyksluð hringdi: „Ég varð fyrir nokkru vitni að því, að vagnstjóri hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur hegðaði sér afar ruddalega við þijár tólf ára stúlkur. Hann heimtaði -af hverri þeirra §óra miða, því hann taldi þær eldri en þær voru. Þær höfðu hvorki skólapassa né önnur skilríki, svo þær gátu ekki sannað mál sitt. En ég hélt, að tólf ára grunnskólabörn ættu að greiða barnagjald í strætisvögnunum." Auglýsingar Umferðar- ráðs ósmekklegar Vegfarandi hringdi: „Það hljóta allir hugsandi ís- lendingar að sjá, að það verður að grípa til róttækra aðgerða til að fækka umferðarslysum, draga úr hraða og útrýma ölvun við akstur. Hins vegar greinir menn nokkuð á um hvaða leiðir séu heppilegastar til að ná þessum markmiðum. Umferðarráð og lög- reglan hafa 'nú að undanfömu staðið að auglýsingaherferð, þar sem reynt er að hræða ökumenn til löghlýðni og aðgæslu í akstri með hryllilegum frásögnum af slysum, nánum lýsingum og jafn- vel ljósmyndum af fómarlömbum slysanna. Nú gengur þeim auðvit- að gott eitt til, en ég held að þessi aðferð dugi skammt. Satt að segja finnst mér verið að velta sér upp úr hryllingnum og ógæfu fólks með þessum auglýsingum. Þær vekja ugg og ótta hjá gömlu fólki, bömum og viðkvæmum einstakl- ingum, en þessir hópar eru ekki mestu slysavaldamir í umferð- inni. Miklu nær væri að herða eftirlit og refsingar fyrir umferð- arlagabrot. Það væri mun væn- legra til árangurs." Kvenmannsúr týndist á laugardaginn Svart og hvítt kvenmannsúr týndist að kvöldi laugardagsins 20. ágúst í eða við Teigasel 5, eða á Casablanca. Skífan er hvít, en á henni stórir, svartir tölustafir. Finnandi hringi í síma 54427 eða 651836. Sækið námskeið hjá traustum aðila Eftirfarandi námskeið verða haldin nú á næstunni: Tölvunámskeið: - dBase 111+ forritun.....................29.-31. ágúst - Multiplan...............................27.-28. ágúst - Multiplan - framhald......................3.-4. sept. - Tölvusamskipti og tenging við gagnabanka.................29. ágúst-1. sept. - Kerfisgreining fyrirforritara °g kerfisfræðinga.............. 26.-30. sept. Almenn námskeið: - Bókfærsla II fyrri hl.. 30. ág., 1., 3., 4., 6. og 8. sept. - Bókfærsla II seinni hl. 10., 11., 13., 15., 17. og 18. sept. - Verslunarréttur (réttarreglur viðskiptalífsins).......... 13.-15. og 20.-22. sept. - Þjónustunámskeið (samskipti við viðskiptavini)....... 20.-21. sept. - Starfsmannahald/þjónusta............ 27.-29. sept. Tölvubókhald: - Laun - launaforrit.................... 5.7. sept. - Ópus - fjárhagsbókhald.............. 10.-11. Sept. - Ópus - viðskiptamannabókhald........ 17.-18. sept. - Ópus - birgða- og sölukerfi......... 24.-25. sept. BHM, BSRB, VR og fleiri séttarfélög styrkja sína félaga til þátttöku. Frekari upplýsingar fást ísíma 688400. - Innritun fer fram á skrifstofu skólans - VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.