Morgunblaðið - 24.08.1988, Page 44

Morgunblaðið - 24.08.1988, Page 44
44 MORGUNBLAÐEÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988 ■ DIETER Burdenski, fyrrum markvörður Bremen, er að hugsa um að taka fram skó og hanska á ný. Hann hafði leikið kveðjuleikinn, en AIK í Stokkhólmi er í vandræð- um og er Burdenski tilbúinn að hlaupa í skarðið. ( ■ ARGENTÍSKA knatt- spyrnusambandið hefur breytt stigagjöfinni í 1. deild fyrir kom- andi keppnistímabil. Héðan í frá munu lið fá þijú stig fyrir sigurleik í stað tveggja áður. Ef staðan er jöfn að loknum venjulegum leiktíma, kemur til vítaspymu- keppni sem gefur sigurvegaranum tvö stig, en tapliðið fær eitt stig. Skiptar skoðanir eru um ágæti þessarar nýbreytni og eru ýmsir þeirrar skoðunar að þetta hefði fyrst átt að reyna í neðri deildun- ' um, en breytingin nær ekki þangað. ■ ÍTÖLSKU blöðin virðast ekki gráta brottför Ian Rush frá Ju- ventus. Eitt blaðanna komst svo að orði, að keppnistímabil hans með Juventus hefði einkennst meira af heimþrá en markaskorun. Önnur ítölsk blöð tóku í svipaðan streng. Stjóm Juventus hefur sætt gagn- rýni fyrir meðferð mála varðandi kaup og sölu leikmanna og mörgum þótt hún ráðleysisleg. Michael Laudrup verður áfram hjá Juvent- us og líklegt er að Sovétmaðurinn Alexander Zavarov skrifí undir samning við liðið innan skamms. ■ JOHN O’Neill, sem lék með - liði N-Ira í heimsmeistarakeppninni í knattspymu í Mexíkó 1986, hefur neyðst til að hætta knattspyrnuiðk- un vegna meiðsla á hné að sögn liðs hans, Norwich. Hann er 30 ára og á að baki 39 landsleiki. ■ ICUK Sugiarto frá Indónesíu sigraði Yang Yang heimsmeistara í úrslitaleik opna badmintonmótsins í Hong Kong. Sugiarto, sem sigr- aði 7:15, 15:1 og 15:11, sagðist gera sér góðar vonir um sigur í heimsmeistarakeppninni og að þessi sigur hafi verið mjög mikilvægur. ■ HANDKNA TTLEIKS- SKÓLI Stjörnunnar í Garðabæ verður starfræktur 22. ágúst til 2. september fyrir stúlkur á aldrinum 6-13 ára. Þátttakendum verður skipt í flokka eftir aldri og kunn- áttu. Farið verður í undirstöðuatriði handknattleiks og sérstök áherzla lögð á tækni, leikskilning og regl- ur. Landsliðsmenn koma í heimsókn og í lokin verða veittar viðurkenn- ingar fyrir framfarir og árangur. Kennt verður í íþróttahúsinu Ás- garði. Kennarar verða Gylfi Birg- isson, Brynjar Kvaran og Magnús Teitsson. Innritað verður um leið og námskeiðið hefst. ■ OSCAR Ruggeri,\arnarmað- ' urinn snjalli úr heimsmeistaraliði Argentínu var á dögunum seldur til spánska liðsins Logrones. An- tonio Alzamendi, sóknarmaður frá Úrúgvæ er líka á leið til liðsins. Logrones kemur til með greiða 700.000 dollara fyrir Ruggeri eða rúmlega 31 milljón kr. Alzamendi kostar spánska liðið hins vegar 20 milljónir kr. KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND „Með Ásgeir og Katanec á miðjunni verður Stuttgart í meistaraham" - segir Udo Lattek, fyrrum þjálfari Bayern Miinchen HAMPAR Ásgeir Sigurvinsson, fyrirliði Stuttgart, V-Þýska- landsmeistaratitlinum þegar uppi verður staðið í Bundeslig- unni? Margir knattspyrnuspek- ingar íV-Þýskalandi spá þvíað Stuttgart verði með meistara- liðið í vetur. Eins og Stuttgart-liðið hefur leikið þá spái ég því meistara- titlinum. Vörn liðsins er sterk með Immer í markinu. Þá eru Stuttgart með tvo mjög hættulega sóknarleik- menn - Júrgen Klinsmann og Fritz Walter. Kjölfesta liðsins er miðjan, þar sem Ásgeir Sigurvinsson ræður ríkjum og við hlið hans er nú kom- inn Júgóslavinn Srecko Katanes, sem er sterkur leikmaður og á eftir að gera marga góða hluti. Með þá Ásgeir og Katanes á miðjunni - verður Stuttgart í meistaraham," sagði Udo Lattek, þjálfarinn góð- kunni. Þau félög sem einnig eru nefnd í sambandi við meistarabaráttuna, eru Werder Bremen, Bayern Múnc- hen, Köln og Bayer Leverkusen, sem Rinus Michel, fyrrum landsliðs- þjálfari Hollands, stjórnar. „Valinn maður í hverju rúmi“ Max Merkel, orðhákurinn frægi og fyrrum þjálfari, spáir einnig að Stuttgart verði meistari. „Stutt- gart-liðið er mjög fjölhæft og með valinn mann í hverju rúmi. Stuttgart gerðu góð kaup þegar félagið fékk hinn 25 ára júgóslav- neska landsliðsmann Srecko Kat- anec frá Partizan Belgrad á 1.3 millj. marka. Hann er svipaður leik- maður og hollenski landsliðsmaður- inn Frank Rijkaard og mun sóma sig vel í Bundesligunni - með leik- mönnum eins og Thon, Augenthal- er, Littbarski, Sigurvinssyni og Klinsmann." Markel sagði að Ás- geir Sigurvinsson væri besti mið- vallarspilarinn í V-Þýskalandi og það væri slæmt að hann gæti ekki leikið með v-þýska landsliðinu. „Þýska landsliðið hefur ekki átt afgerandi miðvallarspilara frá heimsmeistarakeppninni 1974," sagði Markel. Ásgeir Slgurvinsson sést hér fagna sigri ásamt Fritz Water (t.v.). Á myndinni uppi í homi er Sercko Katanec, sem Stuttgart keypti frá Partizan Belgrad í Júgóslavíu. Talið er að Stuttgart hafi sýnt mikil klókindi þegar félagið keypti Katanec. Hann er sterkur leikmað- ur og þá á hann eftir að auka að- sóknina á leikjum Stuttgart á Neck- ar-leikvanginum. Alls búa 27.800 Júgóslavar í Stuttgart - flestir verkamenn í verksmiðjum. Katanec er þeirra maður í knattspymunni í V-Þýskalandi og þeir mæta á völl- inn til að sjá sinn mann leika. Leikmenn Stuttgart fá 50 þús. ísl. fyrir stig, ef þeir verða í fyrsta eða öðru sæti, eða 100 þús. kr. fyrir sigurleik. Ef við gefum okkur að Stuttgart næði 52 stigum, fær hver leikmaður 2.6 millj. kr. í sinn hlut fyrir keppnistímabilið í bónus. HAIMDKNATTLEIKUR Max Rinkenburger hættur ax Rinkenburger, fram- kvæmdastjóri alþjóða handknattleikssambandsins, verður að segja starfi sínu lausu vegna veikinda. Rinkenburger, sem er 68 ára og hefur starfað hjá IHF í 34 ár kemst ekki til Seoul heilsunnar vegna og verður að draga sig í hlé. Alþjóða ólympíunefndin heiðraði hann sér- staklega eftir HM í Sviss. Raymond Hahn frá Frakklandi er sagður sækjast eftir fram- kvæmdastjórastarfinu. OLYMPIULEIKARNIR KNATTSPYRNA Evrópusamvinna Vals og Fram Keppa Norðmenn ekki í Seoul? 60 þús. öryggisverðir verða í Seoul VALSMENN og Framarar hafa ákveðið að vera með samvinnu vegna leikja þeirra í Evrópukeppninni í knatt- spyrnu - gegn Mónakó og Barcelona. Félögin selja miða í pakka á báða leikina og verða „pakka- miðarnir" einnig happdrættismið- ar. Fjórar ferðir til Thailands verða í vinning. Það er Ferðaskrif- stofan Útsýn sem hefur gefið vinningana. Valsmenn leika gegn Mónakó á Laugardalsvellinum þriðjudag- inn 6. september, en Framarar mæta Barcelona þar daginn eftir. Félögin hafa haft samband við auglýsingafyrirtæki í Frakklandi og Spáni og kannað hvort að þau vilji kaupa auglýsingaréttinn á leikjunum, en miklar líkur eru á því að leikjunum verði sjónvarpað beint til Frakklands og Spánar. Þá gafa félögin út saman leik- skrá. NORSKA Ólympíunefndin hug- leiðir nú að hætta við þátttöku á Ólympíuleikunum í Seoul verði áframhald á óeirðum í borginni. Jan Gulbrandsen, formaður norsku ólympíu- nefndarinnar, sagði að hann gæti ekki séð að hægt yrði að tryggja öryggi keppenda í Ijósi þess ástands, sem ríkt hefði í borginni að undanförnu. Af ummælum nokkurra þeirra, sem valdir hafa verið til keppni í Seoul fyrir Noregs hönd, má þó heyra að þeir éttist ekki mikið um öryggi sitt í Seoul. Sigurjón „Við treystum Einarsson þeim 60.000 örygg- skrifarfrá isvörðum, sem gæta ore9' eiga okkar,“ er haft eftir einum norskum keppanda, en flestir þeirra eru á öndverðu meiði við álit nefndarinnar. Ólympíunefndin norska mun fylgjast náið með framvindu mála og taka ákvörðun um hvað gera skal, en líklegt er að mikil umræða eigi eftir að skapast um það hér í Noregi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.