Morgunblaðið - 24.08.1988, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 24.08.1988, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988 47 HANDKNATTLEIKUR / FLUGLEIÐAMÓTIÐ Morgunblaðið/Júlíus Bjarki Slgurðsson átti bestan leik íslensku leikmannanna, en varð að fara af leikvelli meiddur eftir gróft brot. H vað er að? Skellur gegn Spánverjum í gærkvöldi leitt. Af þeim sex mörkum sem ís- lendingar skoruðu í fyrri hálfleik komu aðeins tvö utan af velli. Hin fjögur voru úr vítaköstum. Það seg- ir nokkuð um spænsku vömina og sóknarleik íslendinga. Fyrri hálfleikurinn var slakur af íslands hálfu, einkum þó í sókn- inni. Spænska vömin var sterk, en því er ekki að neita að oft var skot- ið úr undarlegum færam. Spán- veijar léku hinsvegar á als oddi, skoraðu sex mörk úr hraðaupp- hlaupum og teygðu vel á íslensku vöminni með löngum sóknum. Klórað f bakkann í upphafi síðari hálfleik var sem íslendingar ætluðu að reka af sér slyðraorðið og með góðum kafla tókst þeim að minnka muninn í fjög- ur mörk, 11:15. En þær vonir sem höfðu hugsanlega verið kveiktar í bijóstum íslenskra áhorfenda vora fljótlega slökktar því Spánveijar skoraðu þijú mörk í röð. Þegar 11 mínútur vora til leiks- loka var staðan 14:20, Spánveijum í vil. Þá kom Sigurður Sveinsson inná og við það breyttist leikur ís- lendinga til hins betra. Hann átti strax tvær frábærar línusendingar og skoraði svo með þrumuskoti. En Sigurður kom of seint og möguleik- ar íslendingar á sigri vora þegar úr sögunni. Þegar svo Lorenzo Rico varði vítakast frá Alfreð Gíslasyni þegar tvær mínútur vora til leiks- loka var sigur Spánveija í höfn, staðan þá 19:22. Aðeins þrír leikmenn komust vel frá þessum leik. Bjarki Sigurðsson stóð sig vel í hominu, Alfreð Gísla- son átti góðan leik í vöminni, en hefur oft komið betur út í sókninni og Sigurður Sveinsson stóð sig vel þær fáu mínútur sem hann var inn á. ÁfaU Þessi leikur var mikið áfall fyrir ÍSLENDINGAR fengu slæman skell gegn Spánverjum í gær- kvöldi er þeir töpuðu 21:23 í næst síðasta leik liðsins á Flug- leiðamótinu í handknattleik í Laugardalshöllinni. Þráttfyrir aðeins tveggja marka mun í lokin er vart hægt að kalla þetta annað en skell því íslenska liðið virtist aldrei eiga möguleika á að vinna um for- skot Spánverja, en f leikhléi var staðan 6:12. Hvað er að hjá íslenska landsliðinu? Spánveijar byijuðu vel, sóknir þeirra vora langar en árang- ursríkar og þess á milli komu vel útfærð hraðaupphlaup. íslensku leikmennirnir kom- ust sjaldan í gegn- um spænsku vöm- ina og þegar það tókst varði Rico yfir- Logi B. Eiðsson skrifar Morgunblaöiö/Einar Falur Guðmundur Guðmundsson sést hér skora gegn Spánveijum. Bogdan Kowalczyk: „Mistök að setja Sigurð ekki fyrr inn á“ ,,ÉG NEITA því ekki að það voru mistök að setja Sigurð Sveinsson ekki fyrr inn á, en það eitt var ekki ástæðan fyr- ir þessu tapi,“ sagði Bogdan Kowalczyk, þjálfari fslenska iandsliðsins, f samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. „Við reyndum ýmislegt en það gekk ekkert upp. Skotin voru slæm og sóknarleíkurinn og markvarslan með slakasta móti. Eg held að vömin hafi ekki verið svo slök. Það er ekki slæmt að fá á sig 23 mörk gegn Spáni. En liðið spilar ekki eðliega, taugaveiklun er of mikil." Hvað með allar þessar skipt- ingar? „Það er ekki bara hægt að bíða eftir að leikmenn geri mistök og ef eitthvað gengur ekki þá verður að prófa eitthvað nýtt.“ Hvað með Kristján Arason? „Kristján hefur leikið mikið og verið undir miklu álagi. Hann hefur tapað snerpu og ekki leikið vel. En hann hefur góðan tíma til að ná fyrra formi fyrir ólympíu- leikana. Það er enn nægur tími til stefnu og ég hef ekki svo miklar áhygg- ur. Ef liðið væri í toppformi núna væri það slæmt,“ sagði Bogdan Kowalczyk. Áhorfendur Ijósi punkturlnn „Það var erfitt að vinna upp þetta forskot í síðari hálfleik en við reyndum og lögðum okkur virkilega fram I þessum leik,“ sagði Þorgils Óttar Mathieúen, fyrirliði íslenska landsliðsins. „Við þurfum að laga ýmislegt fyrir ólympíuleikana og ég vona að okkur takist það. Það er betra að fá vandamálin upp á yfirborðið núna en í Seoul. Áhorfendur voru ljósi punktur- inn í þessum leik og þeir studdu mjög vei við bakið á okkur. Það var mjög leiðinlegt að geta ekki unnið þennan leik fyrir þá,“ sagði Þorgils óttar. „Leikum gegn ís- landi um 5. sætið“ - segirJuan Roman Seco, þjálfari Spán- verja „VIÐ höfum aldrei leikið jafn góða vörn og ég er mjög ánægður með þennan leik. Hann sýnir að við erum á réttri leið,“ sagði Juan Ro- man Seco, þjáifari spænska landsliðsins eftir leikinn gegn íslendingum f gær. Islendingar eru með gott lið og án efa tvo bestu llnumenn í heimi. Þeir era eina liðið í sínum riðli sem getur sigrað Sovétmenn og Júgóslava. Eg á þó von á því að það verði hlut- skipti þeirra að leika gegn okkur um 5. sætið, rétt eins og í Sviss. Ég þori ekki að spá um úrslit í þeim leik,“ sagði Juan Roman Seco og brosti. Bjarki frá æfingum um tíma Bjarki Sigurðsson, hornamaðurinn knái úr Víkingi, verður frá æfingum í nokkra daga. Hann fékk slæmt högg á vöðva á læri vinstri fótar í gær. „Bjarki verður frá æfingum - á meðan hann er að jafna sig. Hann verður með kæliumbúðir í nótt og fer síðan til sjúkraþjálfara í fyrramáli," sagði Gunnar Jónsson, læknir íslenska landsliðins, eftir leikinn gegn Spánveijum. Gunnar sagði að það hafi ekki tognað á liðböndum, þannig að Bjarki ætti að vera kominn á fulla ferð fljótlega. „Ég verð orðinn góður eftir tvo daga,“ sagði Bjarki, sem meiddist á sama stað á æfingu fyrir stuttu. Spánveijar hafa leikið fast á Flugleiðamótinu. Tveir leik- menn Tékka eru nú á sjúkralista eftir leikinn gegn þeim. Lið- bönd á hné tognuðu á öðrum þeirra og hinn fékk högg á auga. íslenska liðið. Þrátt fyrir að liðið léki á fullri ferð allan tímann var aldrei von til þess að liðið sigraði. Vissulega léku Spánveijar vel, en ástæðunu fyrir tapinu er kannski frekar að finna í slæmum leik ís- lendinga. Sóknarleikurinn var klúð- urslegur og greinilega mikil tauga- veiklun í liðinu. Liðið náði ekki að standa undir þessari pressu og það*^- er vissulega slæmt með tilliti til þess hve stutt er I Ólympíuleikana. Þrátt fyrir tapið er kannski ekki ástæða til að örvænta. Enn er mán- uður í ólympíuleikana og því nokkur tími til að laga það sem að er hjá liðinu. Leikir þeir sem íslenska liðið spilar nú era fyrst og fremst æf- ingaleikir, en lið sem leikur illa á æfíngum er vart líklegt til stór afreka þegar til kastanna kemur. Ísland-Spánn 21 : 23 Laugardalshöllin, Flugleiðamótið ( handknattleik, þriðjudaginn 23. ágúst 1988. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:4, 2:4, 2:7, 4:9, 4:11, 6:11, 6:12, 7:14, 10:14, 11:15, 11:18, 14:20, 17:20, 18:21, 19:23, 21:31. Mörk íslands: Alfreð Gíslason 7/6, Þorgils Óttar Mathiesen 4, Kristján Arason 3/1, Atli Hilmarsson 2, Guð- mundur Guðmundsson 2, Bjarki Sig- urðsson 2 og Sigurður Sveinsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 6 og Einar Þorvarðarson 1. Utan vallar: 2 mfnútur. Mörk Spánar: Juan Munoz 6/2, Jaime Puig 5, Eugenio Serano 4, Juan del la Pinte 2, Julian Ruiz 2, Ricardo Marin 2, Jesus Femandez 1 og Javier Caban- as 1. Varin skot: Lorenzo Rico 15/2. Utan vallar: 6 minútur. Dómarar: Per Elbrönd og Per Horst frá Danmörku. Áhorfendur: 3000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.