Morgunblaðið - 08.09.1988, Side 6

Morgunblaðið - 08.09.1988, Side 6
a S&6Í íi3HMHTH3<s jTMMn linjHHiva rrnsEŒV 6 B MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIPn/AIVINKULÍF FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 Tækni1 Stríkmnerki stiiðlíi að bættrí stjómun fyrírtækja Notkun þeirra hverfandi lítil hér á landi STRIKAMERKI sem vörueinkenni hafa verið að ryðja sér til rúms í heiminum síðasta áratuginn og nú er svo komið að stór hluti er- lendrar vöru sem seld er hér á landi er með strikamerkingum. ís- lenskir framleiðendur eru eitthvað byijaðir að nota strikamerkingar á umbúðir sínar, en verslanir hafa ekki notfært sér möguleika þeirra nema takmarkað enn sem komið er. Einungis þijár verslanir hér á landi eiga búnað til að lesa strikamerkingar. en það eru Áfengis- og tóbaksverslus ríkisins í Kringlunni og á Ólafsvik og Fríhafnar- verslunin í Leifsstöð. í bæklingi sem EAN-nefndin hér á landi hefur gefið út, er að fínna eftirfarandi lýsingu á strikamerkj- um: „Strikamerkið er vélrænt vöru- einkenni sem er hæft til vélræns aflestrar. Það er myndað með fjölda af samsíða strikum og eyðum af misjafnri breidd sem prentuð eru á ljósan bakgrunn samkvæmt ákveðnu skipulagi. Þetta vöruein- kenni má lesa með skanna og öðrum ljósvirknibúnaði." Á strikamerkjun- um eru jafnframt 13 tölustafir sem standa fyrir land, framleiðanda og vörunúmer. Til að koma á samræmingu á evrópsku vörunúmerakerfí voru stofnuð alþjóðasamtök árið 1974 af tólf ríkjum Evrópu. Samtökin nefnast International Article Num- bering Association, skammstafað EAN. Yfír tuttugu ríki eiga nú að- ild að samtökunum og er ísland eitt þeirra. Samræming hefur einn- ig verið gerð á strikamerkjum EAN-samtakanna og bandarískum strikamerkjum. Sérstök EAN-nefnd sér um að úthluta strikamerkjum hér á landi, en eftirtaldir aðilar eiga fulltrúa í henni: Félag íslenskra iðn- rekenda, Félag íslenskra stórkaup- manna, Kaupmannasamtök Is- lands, Samband íslenskra sam- vinnufélaga og Verslunarráð ís- lands. Um fjörutíu íslensk fyrirtæki hafa þegar fengið úthlutað númer- um fyrir strikamerkingar og eru mörg þeirra byijuð að prenta strika- merkingar á umbúðir sínar. Iðn- tæknistofnun sér um daglegan rekstur númerabanka og úthlutun númera, fyrir hönd EAN-nefndar- innar. Þá leiðbeinir hún fyrirtækj- um við uppsetningu og kaup á tækj- um, notkun merkjanna og er með hverskonar ráðgjafaþjónustu varð- andi notkun þeirra. Bætt stjórnun fyrirtækja Morgunblaðið hafði samband við nokkra þá sem sæti eiga í EAN- nefndinni til að spyijast fyrir um notkun strikamerlq'anna og hvernig gengi að koma notkun þeirra á hér. Haukur Alfreðsson hjá Iðn- tæknistofnun, sem kemur einna mest fram fyrir hönd EAN-nefndar- innar, sagði að notkun strikamerk- inga stuðlaði fyrst og fremst að betri stjómun fyrirtækja. Strika- merkin hafa fram til þessa mest verið notuð á nauðsynjavörur og í matvöruverslunum, en notkun þeirra verður þó sífellt algengari hjá öðrum verslunum og á skrifstof- um, enda notkunarmöguleikamir óteljandi að sögn Hauks. í verslun- um má meðal annars nota þau til að fylgjast með hreyfíngum allra vömtegunda inn og út úr verslun- inni. Þannig geta verslunareigendur áttað sig á því hvaða vörur seljast mest og hveijar alls ekki og hagað innkaupum eftir því. Allt eftirlit með birgðahaldi verður því miklu nákvæmara. En til þess að verslun geti notfært sér strikamerkin þarf hún að eiga ákveðinn búnað. Af- greiðslukassar þurfa að vera tengd- ir lesara og í þeim þarf að vera minni til að taka við upplýsingum og geyma þær eða kassinn er tengd- ur tölvu sem hefur að geyma vöru- skrá og upplýsingar um verð og vörutegund. Tölvuna má svo tengja við tölvukerfi verslunarinnar, þann- ig að hún sameinist birgðabók- haldi, lagerskrá o.s.frv. Þetta auð- veldar versluninni að fylgjast með stöðunni á hveijum tíma og lækkar rýmun. Iðnrekendur geta nýtt sér strika- merkingamar á svipaðan hátt, til að fylgjast með því hvar pöntun er stödd í framleiðslunni, birgða- og skrifstofuhaldi og við tímaskrán- ingu starfsfólks (í stað stimpil- klukku) svo eitthvað sé nefnt. Strikamerkin má nota í stað vöm- númera innan fyrirtækisins, en Samband íslenskra samvinnufélaga hefur einmitt nýtt sér þau á þann hátt. Þá eru lífeyrissjóðimir að hugðleiða að taka upp strikamerki til að fylgjast með lífeyrissjóðs- greiðslum launþega og iðgjöldum, sagði Haukur. Þurfa ekki að loka Þeir sem lengst hafa notað strikamerki em bandaríkamenn, en notkun þeirra hefur aukist stöðugt í Evrópu á undanförnum ámm. Magnús Finnsson, hjá Kaupmanna- samtökunum sagði í samtali við blaðamann að Norðurlöndin hefðu gert með sér samkomulag fyrir tæpum tíu ámm um að halda að sér höndunum hvað þetta varðar. Aðallega af hræðslu við hækkun vömverðs í upphafí. Það er þó tæp- lega í gildi lengur þar sem notkun þeirra hefur vérið tekin upp í Nor- egi, Svíþjóð og Danmörku. Eins og fyrr segir em strikamerkin ekki notuð nema í fáum verslunum hér- lendis enn sem komið er. Það er hjá íslenskum markaði í Leifsstöð, einni skóverslun í_ Kringlunni og tveimur útsölum Áfengis- og tó- baksverslunar ríkisins, í Kringlunni og Ólafsvík. Þá hefur heyrst að tvær verslanir, Útilíf í Glæsibæ og Húsasmiðjan ætli ' að taka upp strikamerkin, auk þess sem sama fyrirkomulag og er í Kringlunni verður á útsölustöðum ÁTVR í Mjóddinni og Hafnarfirði. Verslunarstjóri ÁTVR í Kringl- unni sagði í samtali að strikamerk- ingamar gerðu þeim kleift að fylgj- ast mjög náið með lagemum, dag- legri hreyfíngu á ákveðnum tegund- um og að fá mánaðarlegt yfirlit yfir reksturinn. Þegar verðbreyt- ingar em þurfa þeir heldur ekki að loka líkt og aðrir útsölustaðir ÁTVR, þar sem hægt er að fram- kvæma verðbreytingamar á örfáum mínútum í strikamerkingakerfinu. Framleiðendur Eins og fram hefur komið eru um fjörutíu fyrirtæki búin að fá úthlutað númerum og strikamerkj- um, en þaU em ekki öll farin að nota þau ennþá. Þeir framleiðendur sem fyrstir tóku upp strikamerking- ar vom þeir sem flytja út vömr í neytendaumbúðum, en í Banda- ríkjunum og Evrópu er það skilyri að strikamerkingar séu á umbúð- um. Haukur Alfreðsson taldi þó að flestir þessara framleiðenda væm byijaðir að koma númerunum á sínar pakkningar. Gosdrykkir frá Sól hf. og Vífílfelli og kex frá Kex- verksmiðjunni Frón, em komnar em með strikamerki og litlar skyr- dósir frá Mjólkursamsölunni. Stefnt er að því að allar umbúðir þaðan verði komnar með strikamerkingar á næsta ári, að sögn Odds Helga- sonar hjá Mjólkursamsölunni. Sláturfélag Suðurlands hefur einnig verið að kanna möguleikann á að taka upp notkun strikmerkja, en yfírmenn þar sögðu að ekki væri vitað hvenær af því yrði. Einn helsti annmarkinn á því að setja strikamerki á umbúðimar, að sögn eins starfsmanna SS, er sá að þyngd sömu vömtegundar í pakkningum er mismunandi, sem þýðir að nauð- synlegt yrði að stimpla verðið inn við kassann og því ekki víst að strikamerkin væm endilega hag- kvæm. Hjá Iðntæknistofnun feng- ust þó þær upplýsingar að þetta ætti ekki að vera vandamál því hægt væri að strikamerkja vömna hvort sem væri hjá framleiðanda eða í versluninni þó svo innihald pakkninga væri ekki alltaf það sama. Sama væri að segja um vör- ur sem seldar em eftir vigt, eins og ávexti og sumar kjötvömr, þær væri vel hægt að strikamerkja. Til þess væm notaðir sérstakar vigtar og límmiðar með strikamerkjum. Hjá afurðasölu Sambandsins hef- ur lengi verið til búnaðaður til að prenta strikamerkingar og gert ráð fyrir þeim á umbúðum, en ekki hefur verið farið út í að nota hann í þeim tilgangi enn sem komið er. Einn viðmælandi blaðsins sagði að það stæði m.a. í veginum að sams- konar pakkningar væm notaðar utan um mismunandi vömtegundir, en hver vömtegund verður að hafa sitt númer á strikamerkjunum. Verslunareigendur halda að sér höndunum Aðeins fáar verslanir eiga búnað til að lesa af strikamerki, eins og þegar hefur komið fram, en að því er blaðamanni var tjáð þurfa 70-75% af vömnum í viðkomandi verslun að vera með strikamerking- um til að uppsetning á slíkum bún- aði borgi sig. Þar sem fáar innlend- ar vömr em komnar með strika- merki vantar þó nokkuð upp á að þetta hlutfall náist og enn meira hjá stórmörkuðunum sem hafa fleira á boðstólnum en matvömr. Hvorki Mikligarður né Hagkaup hafa því í hyggju að koma sér upp búnaði fyrir strikamerkingar á næstunni og Magnús Finnsson taldi ekki líklegt að kaupmenn almennt væm á leið út í miklar flárfestingar þar sem útlit er fyrir samdrátt hjá þeim á næstunni. Þegar Hagkaup opnaði í Kringl- unni var þetta athugað, en niður- staðan var að ekki borgaði sig að setja upp búnað fyrir strikamerk- ingar að svo stöddu, sagði Þorsteinn Pálsson hjá Hagkaup. Hann er þeirrar skoðunnar, að það sé ekki verslananna að byija á koma sér upp kerfí fyrir strikamerkingar, það verði ekki gert fyrr en framleiðend- ur séu tilbúnir með strikamerktar umbúðir. Framleiðendur sem rætt var við sögðu aftur á móti að ef verslanir kæmu sér upp þessum búnaði, væri engin spuming að þeir fæm að strikamerkja sínar IÐNFYRIRTÆKI OG VERSLANIR Bjóðum pallarekka, hillur, skápa og aðrar lagerinnréttingar frá LINK 51. Góð verð. Topp gæði. Leitið upplýsinga hjá Verslunardeild Sambandsins. VERSLUNARDEILD SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM • SÍMI 681266 GENGISBREF - I... ; ORI IC.C; A VOXTT JN SKIPHOLTI50C, SIMI688123 Gengisbréf eru hentug og gefa háa ávöxtun Verðtryggð og óverðtryggð veðskuldabréf óskast í umboðssölu. Ávöxtun Gengisbréfa sl. 3 mán 6 mán 12 mán Raunávöxtun á ársgrundvelli 15,9% 15,1% 16,7% Heildarávöxtun á ársgrundvelli 69,0% 51,0% 47,9% ★ Háávöxtun ★ Bréfín eru að jafnaði innleysanleg samdægurs ★ Ekkert innlausnargjald teídð við innlausn bréfanna Skráð er daglegt gengl bréfanna. Gengl 01.09.88 er 1.526. Verð á Genglsbréfl aö nafnvlrðl 5.000,- er kr. 7.565,- Verð á Gengisbréfl að nafnvlrðl 50.000,- er kr. 75.650,- Nánarl uppl. velta Kristján V. Kristjánsson, viðsklptafræðingur ogSlgurðurörn Sigurðarson, vlðsklptafræðingur. Ráðstefna um strikamerkingar RÁÐSTEFNA um strikamerki og strikamerkingar verður haldin á Hótel Holiday Inn hinn 21. september nk. og er þessi ráðstefna haldinn í tengslum við sýninguna „Tölvur á tölvu- ári“ sem hefst í Laugardalshöll um þetta leyti. Það eru tölvun- arfræðinemar sem standa að þeirri sýningu, svo og þessari ráðstefnu um strikamerkin ásamt EAN-nefndinni á Islandi. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni verður Ame Rask frá danska ráð- gjafarfyrirtækinu Logisys og mun hann flytja fyrirlesturinn á ensku. Jón Sævar Jónsson mun fjalla um nauðsynlegan búnað við notkun strikamerkinganna og hvemig staðið er að strikamerkjavæðingu. Tryggvi M Þórðarson mun ræða um hugbúnað og strikamerki og Haukur Alfreðsson hjá Iðntækni- stofnun mun halda erindi er nefn- ist: Hvað er að gerast á íslandi varðandi strikamerkingar?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.