Morgunblaðið - 08.09.1988, Page 10

Morgunblaðið - 08.09.1988, Page 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, VlDSKDPTI/jQVlNNUlÍF FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 Fyrirtæki Nýjungagirni ogmetn- aðurrekur okkuráfram Morgunblaðið/Emelía ISTURNINN — Bjami fyrir framan íshöllina á Hallærisplan- inu. Alls hefur verið skipt þrisvar um innréttingu í húsinu síðan það var byggt, en að sögn Bjama er það nú farið að þjóna tilgangi sínum á þann hátt sem til var ætlast. veður til að koma íslendingum í ísskap. í Kringlunni hefur verið mjög góð sala, við höfum afgreitt u.þ.b. 360.000 manns þar frá opn- un. Þegar mest er afgreiðum við kannski 3.000 manns á dag, sem er hámark afgreiðslugetu þess kerfis sem við settum upp í Kringl- unni. Við vomm strax ákveðin í að setja upp góð og vönduð tæki þar, bæði til að geta annað öllum þegar mikið er að gera, og svo hitt að vera fljótir að afgreiða þá sem koma þegar minna er að gera. Aðstaðan í Kringlunni er óhemju dýr, og við verðum varir við að þar verður minna eftir af innkom- unni. Þeir verslunareigendur sem ekki komu þangað inn að mestu leyti á eigin fé eiga einfaldlega mjög erfitt með að komast af, þrátt fyrir mikil viðskipti. Það sem Kringlan hefur hinsvegar umfram miðbæinn er að þar er 30% meiri sala. í framhaldi af góðri reynslu þar höfum við nú keypt húsnæði til ísbúðarreksturs í nýbygging- unni Kringlunni 6,“ sagði Bjami ennfremur. Áhætta fylgir örri útþenslu Mörgum kann að fínnast undar- legt að fólk sem rekur vinsælar ísbúðir í mikilli sölu skuli halda áfram auka og stækka fyrirtækið, og minnast e.t.v. fjölmargra dæma um fyrirtæki sem hafa farið flatt á útþenslu. Bjami sagðist ekki vera grandalaus hvað þetta varð- ar, og viðurkennir áhættuna sem fylgir of örri útþenslu. „Það sem rekur okkur áfram er fyrst og fremst nýjungagimi og metnaður til að kynna eitthvað nýtt fyrir landanum. Nýjustu dæmin um þetta eru veitingahúsið Mexíkó og jógúrtísinn. Hins vegar er aldrei of varlega farið, og aðeins með aðhaldi og linnulausri vinnu er hægt að halda utan um rekstur sem þennan,“ sagði Bjami Ólafs- son að lokum. Staðreyndir um ísát Islendinga ÍSLENDINGAR hafa ætíð verið miklar ísætur. Á góðviðris- dögum er fullt út úr dyrum í ísbúðum, hvort sem þær eru i Austurstræti, í Breiðholti eða á Fáskrúðsfirði. Nafh landsins gæti talist gefa til kynna dálæti á ís, en einnig mætti draga af því þá ályktun að hér væri nóg af ís, og að við fær- um nú allra síst að borga fyrir slíkt. En staðreyndimar tala sínu máli. Árlega selja ísgerðirnar Emmess og Rjómaísgerðin um 1.750.000 lítra af ís, en tölur lágu ekki á lausu frá Kjörís hf. í Hvera- gerði. Þó er álitið að þeir hafi á bilinu 30-35% markaðshlutdeild, og ef reiknað er með þvf, fæst út að alls séu seldir u.þ.b. 2.400.000 Ktrar af ís á ári hér- lendis, sem gefur þá kyndugu nið- urstöðu að hver íslendingur borði árlega um 10 lítra af ís, hvorki meira né minna. í þessum tölum er ekki tekið tillit til þess hluta af ísnum sem er svonefnd ísblanda og fer í ísvélar, en þar þeytist hann og eykst um allt að helm- ing. Reikni svo hver fyrir sig! „Það mætti ímynda sér að þetta hús væri ekki ýkja flókið og dýrt fyrirbæri, en það er mikill mis- skilningur. Sem dæmi um kostnað- inn höfum við þrisvar þurft að skipta um innréttingu ( húsinu til að fínna réttu samstæðuna. Hitt er annað mál að þama er i dag alveg skothelt greni, ein risavaxin samstæða, sem gefur möguleika á öllum stærðum og gerðum af ís og öllum stærðum og gerðum af útálátum. Annars var það um það leyti sem við opnuðum á Hallæris- planinu að við misstum húsnæðið á Hjarðarhaga. Við vildum leigja í önnur fjögur ár, en eigandinn setti upp skilyrði, sem okkur fund- ust algjörlega óaðgengileg. Þá kom upp sú hugmynd sem að lok- um varó ofaná, að leigja ísbúðar- eiganda nafn og matseðil íshallar- innar. Svo fór að eigendur sölut- ums við Melhaga fóru að reka hann sem ísbúð í nafni íshallarinn- ar. Það samstarf hefur gengið afar vel, og verið okkur og von- andi þeim líka til hagsbóta.“ Þetta var árið 1986, þá hefúr Kringlubakterían eflaust verið far- in að gera vart við sig? „Já mikil ósköp, en þeir sem stóðu fyrir byggingu Kringlunnar hlustuðu ekki á mig þegar ég sagð- ist ekki vijja kaupa, heldur leigja. Þannig fyrirkomulag er á svona rekstri í verslunarklösum erlendis, einhver utanaðkomandi aðili á og rekur pláss fyrir skyndibitastaði sem síðan léigir bása. Þetta varð síðar ofaná þjá þeim Kringlumönn- um og þá kom aftur inn í myndina þjá okkur að vera með.“ Dýrt að vera í Kringlunni en þar er ísveður Hvemig hefur svo gengið í Kringlunni? „Mjög vel, það kom síðar í ljós að þetta var það besta sem við gátum gert, því að í Kringlunni er alltaf gott veður, og þó sólina vanti þá þarf ekki meira en gott — segir Bjami Ólafsson einn af eigendum íshallarinnar gömlu sunnudagsísvenjunum, og nýjar útfærslur á ís hafa litið dags- ins ljós með jöfíiu millibili. Eitt er það fyrirtæki á ismarkaðnum sem hefur kynnt margar nýjungar á undanfömum ámm, og á án efa stóran þátt í þeirri byltingu sem átt hefur sér stað. Galdurinn traust og duglegt starfsfólk Þetta fyrirtæki er íshöllin hf., sem tvenn hjón stofnuðu í mars- mánuði árið 1983, og er þvi aðeins u.þ.b. 5 ára. Á þessum fímm árum hefur fyrirtækið þó vaxið svo að Bjami Ólafsson, framkvæmda- stjóri og einn af eigendum íshall- arinnar, segist verða að hafa sig allan við til að ráða við vöxt fyrir- tækisins. „Galdurinn er fyrst og fremst traust og duglegt starfs- fólk,“ segir Bjami. „Nokkrar stúlkur hafa unnið hjá okkur i 3 ár samfellt, enda er staðreyndin sú að við borgum mjög vel miðað við það sem gengur og gerist. Hjá okkur eru nú rúmlega 50 manns á launaskrá, og þar af hafa 5-7 stúlkur yfír 100 þúsund krónur í laun á mánuði. Það er erfítt að halda uppi svo háum launakostn- aði eins og aðbúnaður fyrirtækja á íslandi er um þessar mundir. í vel reknum fyrirtækjum er arð- semismöguleikinn u.þ.b. 3% þegar allur kostnaður er tekinn með í reikninginn, svo framarlega sem menn halda sig réttu megin við lögin. Það má augljóslega ekki mikið út af bera.“ Nú eru reknar þijár verslanir í nafni íshallarinn- ar; við Melhaga, á Hallærisplani og í Kringlunni. Fyrirtækið hefur á þessum 5 árum reynt fyrir sér á öðmm sviðum. Það rak til skamms tíma sælgætisbúð í Aust- urstræti sem ber nafnið Mixit og nú fyrir stuttu hóf það rekstur veitingahússins Mexíkó í Kringl- unni. Stóðum sólarhringsvaktir En hvemig varð íshöllin til, hvað rak þessi tvenn hjón af stað til reksturs ísbúðar? Bjami svarar því. „Svo var að tvær systur, Alda og Sigrún Magnúsdætur, eig- inkonur okkar Kristins Inga Sigur- jónssonar, stofnuðu Ishöllina Þetta nafn varð fyrir valinu þar sem afí systranna á fískverslun sem heitir Fiskhöllin. Kristinn hafði áður haft orð á því við mig að hann langaði til að hefja sjálf- stæðan atvinnurekstur. Ég hafði tekið eftir því á ferðum mínum erlendis hversu aftarlega ísmenn- ing okkar íslendinga stóð, og ég er reyndar þeirrar skoðunar að við séum enn aftur í fomöld hvað ísmenningu varðar. Við keyptum rekstur Asks vestur á Hjarðar- haga, leigðum húsnæðið af Þor- varði í Dairy Queen til fjögurra ára, og vildum ólm gera eitthvað alveg nýtt. Við fluttum inn tæki til að baka kramarhús í nafni danska fyrirtækisins Kings Ice. Viðtökumar voru ótrúlegar, við þurftum að standa sólarhrings- vaktir við baksturinn til þess að hafa við.“ Mér skilst að þið hafíð ekki lengi látið þar við sitja? „Nei, það var nú ekki svo, við fórum fljótlega af stað með íssölu- kofa hér og þar um bæinn. Á þess- um tíma gerðum við alls kyns spriklæfingar, og söfnuðum hug- myndum og samböndum við hina og þessa aðila erlendis. Það var þá sem við fórum að svipast um eftir húsnæði í miðbænum. Við létum gera uppdrætti að húsinu sem stendur nú á Hallærisplaninu, og lögðum það fyrir borgarkerfíð. Það má segja að það hafí þurft að reka umsóknina í gegn með handafli, til þess eins að sanna að við værum með eitthvað bitastætt í höndunum. Að lokum var okkur boðið að velja úr nokkrum stöðum til að setja húsið á, og þessi varð fyrir valinu. Þetta hús er góð hug- mynd, en það hefur reynst okkur n\jög dýrt.“ Skothelt greni Hvað við húsið er svona dýrt, nú lítur húsið tiltölulega sakleysis- lega út? HVAÐ dettur fólki í hug þegar minnst er á ís, kannski ávaxta- skreyttur eða sælgætisblandað- ur ísréttur, jökull eða jógúrtis? Eitt er víst, að þessir hlutir hefðu ekki skotið upp kollinum í huga íslendinga þegar minnst var á is fyrir u.þ.b. tiu árum. Þá voru gamli dýfuísinn og „sjeikinn" allsráðandi. _ Hvað hefur gerst í ísmálum íslend- inga? Þó erfítt sé að setja fram ein- hveija eina ástæðu fyrir þessum breyttu ísvenjum hérlendis, þá er óhætt að segja að gamla lögmálið um aukna samkeppni leikur þar stórt hlutverk. Nýjar ísbúðir hafa verið óhræddar við að bijóta á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.