Morgunblaðið - 09.09.1988, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988
B ,9
MYIMDBÖIMD
Sæbjörn Valdimarsson
A JOHNHUGHES PRODUCTION
Some KíndOf
WONDERFUL
Ástin grípur
unglingana
drama
Einskonar ást - Some Kind of
WonderfultT ★
Leikstjóri: Howard Deutch.
Handrit: John Hughes. Tónlist:
Stephen Hague og John Musser.
Aðalleikendur: Eric Stoltz, Mary
Stuart Masterson, Lea Thomp-
son, Craig Sheffer, John Ashton.
Bandarísk. Paramount Pictures
1987. CIC Video/ Háskólabíó
1988. Hi-Fi. 91 mín. Öllum leyfð.
Yfirsoðgreifi bandarískrar ungl-
ingamyndagerðar, John Hughes, er
hér reyndar ekki í brytastarfi held-
ur í 1. kokks hlutverki framleiðand-
ans, sem og í Falleg í bleiku, en
efnið í Einskonar ást er sótt á sömu
mið. Hér er tekið fyrir á nýjan leik
bilið á milli fátækra og ríkra nem-
enda í Bandaríkjunum. Stoltz leikur
pilt af almúgaættum sem hrífst af
fegurðardísinni Thompson, sem á
sér svipaðan bakgrunn, en hefur
komist í klíku unglinga efnafólks
sakir fegurðar og yndisþokka.
Masterson, vinkona Stoltz úr múgs-
hverfinu, varar pilt við samneyti
við Thompson, sem hún álítur að
geti orðið til þess eins að hann
geri sig að fífli, og fleira býr und-
ir...
Þetta gamla, sígilda þríhymings-
vandamál gengur bærilega upp
samkvæmt siðabókum unglinga-
venja Hughes. Vafalítið (vonandi)
er hegðunarmunstur bandarískra
og íslenskra unglinga mjög ólíkt,
þó held ég að þeir geti engu að síður
haft gaman að þessum bamalegu
vangaveltum Hughes-fyrirtækisins.
Og hvað sem öðm líður er leikur
þessa æskufólks með ágætum, en
hveijum þykir Thompson fegurri
en sú sjarmerandi Masterson?
• •
Oskubuska í
Beverly Hills
gamanmynd
Maid to Order^ ★ •^
Leikstjóri: Amy Jones. Handrit:
Jones, Perry Howze og Randy
Howze. Tónlist: Georges Del-
erue. Aðalleikendur: Ally
Sheedy, Michael Ontkean, Val-
erie Perrine, Dick Shawn, Tom
Skerritt. Bandarísk. 93 mín. Öll-
um leyfð.
Heldur geðfelld dæmisaga úr
margmilljónerahverfinu Beverly
Hills til áminningar um að margur
verður af aurum api og ekkert er
dýrmætara en að þroska og efla
mannkostina. Sheedy leikur forríka
og gjörspillta auðmannsdóttur sem
er að ganga af vitinu vegna of-
dekurs og allsnægta. Að því kemur
að faðir hennar óskar sér að hann
hefði aldrei eignast dóttir og, bingó!,
óhemjan hverfur úr vitund allra sem
hana þekkja. Utan heilladísarinnar
sem tilkynnir að Sheedy verði nú
að bæta heldur betur ráð sitt ef hún
ætli að eiga möguleika á sínu gamla
hlutskipti.
Upphefst nú píslarganga pils-
vargsins sem verður að gjöra svo
vel að hefja störf sem þjónustu-
stúlka á Beverly-hæðum og verður
endurhæfingin öll hin söguleg-
asta...
Minnir nokkuð á draumóramynd-
imar sem nutu feykivinsælda á
kreppuárunum vestra og er því
líkleg til vinsælda hérlendis í dag!
Gamanlaust, græskulaust ævintýri,
ósköp ófrumlegt, og kryddað óhjá-
kvæmlegri væmni, en sleppur fyrir
hom fyrir atbeina skemmtilegs leik-
hóps sem rennur fyrirhafnarlaust í
gegnum lauflétt handritið. Merki-
legt nokk, en myndinni leikstýrir
Amy Jones sem einnig stýrði
Slumber Party Massacre, einni
verstu mynd sem þessi gagnrýnandi
hefur séð! Sannast því hér hið fom-
kveðna að „batnandi mönnum er
best að lifa!“
Ógæfuleg
akuryrkja
spennumynd
Quiet Cool ★,/2
Leikstjóri Clay Borris. Handrit
Borris og Susan Vercellino. Tón-
list Jay Ferguson. Kvikmynda-
tökustjóri Jacques Haitkin. Aðal-
leikendur James Remar, Adam
Coleman Howard, Daphne Ash-
brook, Nick Cassavettes.
Bandarísk. New Line Cinema
1986. RCA-Columbia/Skífan
1988. 91 mín. Bönnuð yngri en
16 ára.
Myndbandaleigjendur em drifnir
enn eina ferðina á hefndarslóðir i
Quiet Cool, sem státar af prýðis-
góðum áhættuatriðum og þokka-
legri keyrslu, en líður hinsvegar
fyrir langþreyttan og mæddan efn-
isþráð og álappalegt handrit sem
hrakar þegar á líður.
Remar fer með hlutverk lög-
regluþjóns í New York, sem fær
upphringingu frá gamalli vinkonu
(Ashbrook) í Norð-Vesturríkjunum.
Litli bróðir hennar og fjölskylda
týnd. Er nú illt í efni svo löggan
pakkar niður marghleypunni í
snatri og er mættur fyrr en varir
í hlaðvarpanum hjá Ashbrook.
Fastir liðir einsog venjulega.
Remar verður þess áskynja að í
nágrenninu fer fram ólögleg en
ábatasöm akuryrkja á maríúana.
Finnur litla bróðir (Howard), sem
sloppið hefur við illan leik úr hönd-
um fólanna sem gæta ekranna, eft-
ir að þau hafa myrt foreldra hans.
Ganga þeir nú milli bols og höfuðs
á grasbændunum.
Dálítil ellimörk á þessu sullu-
malli, sem sjálfsagt fellur í smekk
ókresinna leigjenda sem aldrei fá
nógu mikil átök og djöfulskap.
Remar er íjarri sínu besta, enda
hentar honum mun betur að teljast
í flokki ribbalda (Rent-A-Cop, The
Cotton Club).
Einu sinni
var...
gamanmynd
The Princess Bride ★★★•/£
Leiksljóri: Rob Reiner. Handrit:
James Goldman. Tónlist: Márk
Knopfler. Kvikmyndatökustjóri:
Adrian Biddle. Aðalleikendur:
Gary Elwes, Mandy Patinkin,
Chris Sarandon, Christopher
Guest, Wallace Shawn, Andre
The Giant, Peter Falk, Billy
Crystal. Bandarísk. 20th Century
Fox/Act III Communications
1987. JB heildsala 1988. 98 mín.
Öllum leyfð.
Það tók undirritaðan ekki langan
tíma að velja The Princess Bride
eina af 10 bestu myndum síðasta
árs. Hér er nefnilega um að ræða
einstaklega skemmtilega og elsku-
lega mynd, sem um margt minnir
á gömlu góðu Grimms ævintýrin.
Enda hefst myndin á því að afi
gamli (Falk) fer að segja sonarsyni
sínum þetta ágæta ævintýri.
Stráksi er ekki par hrifinn, að hætti
nútímabama vill hann mun frekar
horfa á sjónvarpið eða þrælast í
tölvuleikjum. En smá saman hrífst
hann með ...
Og síðan segir afi söguna sem
afi hans las fyrir hann þegar hann
var lítill. Þetta er klassískt ævin-
týri um fallega stúlku og fátæka
kærastann hennar, vonda prinsinn
og síðan tvísýna afturkomu kærast-
ans sem með naumindum tekst að
véla stúlkuna sína úr böðulshöndum
hins hábölvaða ríkisarfa, rétt undir
lokin. Og með hjálp allskyns undra-
vera.
Einsog afí lofaði stráknum, þá
er The Princess Bride hið líflegasta
ævintýri, með „skylmingum, pynt-
ingum, bardögum, hefndum, risum,
álfum, ófreskjum, eltingarleikjum,
flótta, sannri ást og kraftaverkum".
Enda er handrit Goldmans hreint
bráðskemmtilegt og hugmyndaríkt
og hans besta verk í mörg ár. Rein-
er leikstýrir af slíkri innlifun að
hann gæti verið af Grimmsættinni
og aðrir aðstandendur litlu síðri.
Hreint út sagt stórfengleg skemmt-
un fyrir börn á öllum aldri. Og eiga
Reiner, Goldman og félagar þakkir
skyldar fyrir að þora að leggja útí
þá tvísýnu að gera ævintýramynd,
þær eiga svo sannarlega ekki uppá
pallborðið á vinsældalistum dags-
ins. En hún sannar að allt gengur
upp ef vel er að staðið.
Maðurinn
frá Moskvu
spennumynd
Wynne and Penkovsky ★ ★ ★
Leikstjóri: Paul Seed. Handrit:
Andrew Carr, byggt á The Man
From Moscow' eftir Greville
Wynne.. Kvikmyndatökustjóri:
Colin Munn. Tónlist: Jim Parker.
Aðalleikendur: Daniel Calder,
Christopher Rozycki, Fiona
Walker, Denys Hawthorne, Fred-
erick Trevers, Paul Geoffrey,
Roger Hume, Ed Bishop, Petar
Vidovic, George Pravda. Bresk.
BBC 1987. Bergvík 1988. 135
min.
Nostursleg spennumynd, byggð
á sönnum atburðum sem áttu sér
stað á geigvænlegustu tímum kalda
stríðsins. Breski kaupsýslumaður-
inn Wynne (Calder), fyrrverandi
leyniþjónustumaður í seinna stríði,
er gerður útaf örkinni af bresku
leyniþjónustunni að afla njósnara í
KGB. Penkovsky (Rozycki) verður
fyrir valinu. Er skemmst frá því
að segja að samstarf þeirra gengur
með eindæmum vel, Penkovsky til-
kjmnir samstarfsmönnum sínum á
Vesturlöndum m.a. frá undirbún-
ingi Berlínarmúrsins, eldflauga-
flutningunum til Kúbu, jafnframt
vex vinátta mannanna tveggja. En
smá-saman liggja þeir báðir undir
grun sinna jrfirmanna og endar
samstarfið með skelfingu.
Viðsjár njósnastarfsins, óttinn
við að skelin ljúkist upp, vantraust-
ið til þeirra sem stjóma spilinu, eld-
urinn undir fótunum, eru inntak
Wynne og Penkovsky, auk þess sem
hún er sterkt, mannlegt drama um
vináttu og veraldargengi. Löng en
einstaklega vel gerð útí smáatriði
þar sem hæst rís eftirminnilegur
leikur aðalleikaranna tveggja, að
öðrum ólöstuðum. Spennandi og
bregður sönnu ljósi yfir eina váleg-
ustu atburði á síðari áratugum.
Bresk vandvirkni hvert sem litið er.
Þrenning á þjóð-
veginum
gamanmynd
Three for the Road^V2
Leikstjóri: B.W.L. Norton. Hand-
rit: Richard Martini, Tim Met-
calfe og Miguel Tejada-Flores.
Tónlist: Barry Goldberg. Aðal-
leikendur: Charlie Sheen, Kerri
Green, Alan Rock, Sally Keller-
man. Bandarísk. The Vista
Oragnisation 1987. Steinar 1988.
90 mín. Öllum leyfð.
Dómgreind Charlie Sheen í
myndavali virðist harla rysjótt. Pilt-
urinn vakti geysiathygli á síðustu
árum fyrir góðan leik í enn betri
myndum, Wall Street og Platoon.
Þess á milli koma svo horhundar
sem þessi. Að þessu sinni fer Sheen
með hlutverk ungs framagosa, í
starfi hjá þingmanni. Nú fær hann
það vafasama verkefni að koma
stelpugálunni, dóttur hans, í heima-
vistarskóla fyrir vandræðaböm, þar
sem að hefla á af henni vankant-
ana. Tvær dagleiðir eru í skólann
og allt á að fara fram með kurt og
pí. En þetta tveggja daga ferðalag
leysist uppí allsheijar glundroða þar
sem uppanum og vini hans tekst
bölvanlega að hafa stjóm á hinni
gjörspilltu smápíu.
Óskaplega þunn í roðinu og yfir-
gengilega vitlaus. Hér á hvert atrið-
ið að vera öðm æðislegra, en því
miður, allt em þetta gamlar klisjur
og flestar illa stældar. Maður hálf-
kennir í bijósti um Kellerman, sem
stingur upp kollinum í æ fleiri slök-
um B-myndum. Hún glansar, ef
tækifærin bjóðast, einsog í Back
To School. Og Sheen má til með
að vera vandlátari en svo að taka
hlutverki í mynd sem þessari, sem
telst varla slarkfær unglingaafþrey-
ing.
Ekkert
blávatn
Dauer
léttöl