Morgunblaðið - 16.09.1988, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988
B 3
Rás 1:
Laugardagsópera
■■■■ Valkyijan eftir Richard Wagner verður kynnt á Rás 1 í
1 £?20 dag. Þetta er fyrsti þáttur óperu Wagners úr Niflunga-
O” hringnum og sér Jóhannes Jónasson um kynninguna. Ric-
hard Wagner samdi Niflungahringinn upp úr Eddukvæðum og Völs-
ungasögu. Þrátt fyrir ætlun sína að semja bara eina óperu um dauða
Sigurðar Fáfnisbana, urðu það að lokum fjórar stórar óperur: Rínar-
gullið, Valkyijuna, Sigurð og Ragnarökkur. Wagner kynnti sér heim-
ildir sínar út í hörgul og hafði svo mikið fyrir að hann gerðist
stautlæs á íslensku. Fyrsti þáttur Valkyijunnar hefur þá sérstöðu
meðal óperuatriða að hann er iðulega hafður einn sér í konsertflutn-
ingi. Þátturinn fjallar um örlög þeirra Sigmundar Völsungssonar og
systur hans og hvemig þau fella hugi saman án þess að þekkja
hvort annað. Flytjendur em James King, Leonie Rysanek, Gerd Ni-
enstedt og hljómsveit Bayreuth-hátíðarinnar undir stjóm Karls Böhm.
Rás 1;
Skemmtanalrf
■■■■ Fimmti og næst síðasti þáttur Ástu Ragnheiðar Jóhannes-
00 30 dóttur um skemmtanalíf er á dagskrá Rásar 1 í kvöld.
Þátturinn í kvöld ber yfírskriftina Góð áhrif á sálartetrið.
í þáttunum hefur Ásta Ragnheiður rætt við fólk sem staðið hefur
framarlega á sviði skemmtanalífsins, Skafta Ólafsson, Bertram Möll-
er, Svanhildi Jakobsdóttur og Þorstein Guðmundsson og bmgðið upp
mynd af tíðarandanum. í kvöld spjallar Ásta við Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur sem söng um árabil með BG á ísafírði og hún segir
frá högum sínum, söng, hugleiðslu og mörgu fleiru.
KVIKMYNDIR
I LEfT AÐ SUSAIM
■■■■■ SJÓNVARPIÐ — í leit að Susan (Desperately Seeking
01 15 Susan — 1985). Roberta er 28 ára gömul húsmóðir. Hún
^ A “ styttir sér stundir við lestur einkamálaauglýsinga og rekst
dag nokkurn á auglýsingu í einkamáladálki þar sem einhver auglýs-
ir eftir Susan. Hún ákveður að finna Susan og elta hana og er, áður
en hún veit af, flækt í morðmál. Aðalhlutverk: Rosanna Arquette,
Madonna og Áidan Quinn. Leikstjóri: Susan Seidelman. Scheuers
gefur ★ ★★.
ÁN ÁSET1MINGS
■■■■ STÖÐ 2 -
Ol 50 Án ásetn-
" A ““ ings (Abs-
ence of Malice —
1981). Fmmsýning.
Michael Gallagher er
kaupsýslumaður og
einn morguninn les
hann á forsíðu dag-
blaðs að hann sé stór-
glæpamaður. Þar sem
sagan á við engin rök
að styðjast fær hann
greinarhöfundinn,
Megan Carter, til að
hjálpa sér að komast
til botns í málinu. Þau komast að því að sögunni var viljandi komið
til Carter sem þáttur í ráðabmggi á móti Gallagher. Aðalhlutverk:
Paul Newman og Sally Field. Leikstjóri: Sydney Pollack. Scheuers
gefur ★★★1/2. *
VARGAR í VÉUM
Sally Field og Paul Newman leika í
myndinni Án ásetnings.
Úr frönsku myndinni Vargar í véum.
■nm sjón-
00 50 VARPIÐ
— _ Vargar
i véum (La Horse —
1970). Frönsk bíó-
mynd sem segir frá
bónda nokkmm sem
kemst að því að afa-
sonur hans er flæktur
í eiturlyfjasmygl og
að hann hafi notað
land hans til að geyma
eiturlyfín. Hann nær
tveim af smyglumn-
um sem játa fyrir hon-
um en í stað þess að
ná í lögregluna tekur hann málið í sínar eigin hendur. Aðalhlutverk:
Jean Gabin og D. Adjoret. Leikstjóri: P.G. Defferre.
í SKUGGA NÆTUR
^■H STÖÐ 2 — í skugga nætur (Nightside — 1980). Fmm-
0/1 10 sýning. Lögregluþjónamir Dandoy og Macey em á nætur-
vakt og fást við ýmiskonar mál sem koma upp á vakt-
inni. Eina nóttina er sjúkrabifreið stolið og greiða þeir félagar úr
flækjunni á sinn sérstæða hátt. Aðalhlutverk: Doug McClure og
Michael Comelison. Leikstjóri: Bemard Kovalski. Scheuers gefur
★ ★.
BIRDY
STÖÐ 2 - Birdy - 1984. Myndin segir frá tveimur vin-
um sem koma heim úr stríðinu. Annar þeirra er gagntek-
inn af fuglum og er svo illa farinn á sálinni að hann lok-
ast inni í sjálfum sér en hinn reynir allt hvað hann getur til þess
að hjálpa honum. Aðalhlutverk: Matthew Modine og Nicolas Cage.
Leikstjóri: Alan Parker. Scheuers gefur ★★★.
HVAÐ
ER AÐO
GERAST í
Söfn
Árbæjarsafn
Árbæjarsafn er opið i september á laug-
ardögumog sunnudögum kl. 10—18.
VeitingaríDillonshúsikl. 11—17.30, létt-
urhádegisveröurkl. 12—14.
Ámagarður
(Árnagarði er handritasýning þar sem
má meðal annars sjá Eddukvæöi, Flateyj-
arbók og eitt af elstu handritum Njálu.
Ásgrímssafn
Ásgrímssafn við Bergstaðastræti er opið
þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og
sunnudaga kl. 13.30-16.00.
Ásmundarsafn
[ Ásmundarsafni er sýningin Abstraktlist
Ásmundar Sveinssonar. Þar gefur að líta
26 höggmyndir og 10 vatnslitamyndir
og teikningar. Sýningin spannar 30 ára
timabil af ferli Ásmundar, þann tíma sem
listamaðurinn vann að óhlutlægri mynd-
gerð. í Ásmundarsafni er ennfremur til
sýnis myndband sem fjallar um konuna
í list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til
sölu bækur, kort, litskyggnur, myndbönd
og afsteypur af verkum listamannsins.
Safnið er opið daglega frá kl. 10 til 16.
Hópar geta fengiö að skoða safnið eftir
umtali.
Ustasafn ASÍ
Fréttaljósmyndasýningin World Press
Photo verður opnuð í Listasafni ASÍ,
Grensásvegi 16, laugardaginn lO.sept-
ember kl. 14.00. í ár bárust í keppnina
9.202 myndir eftir 1.215 Ijósmyndara frá
64 löndum. Veitt voru verðlaun í 9 efnis-
flokkum, en auk þess hlutu allmargar
Ijósmyndir sérstaka viðurkenningu. Að
þessu sinni eru 159 Ijósmyndir á sýning-
unni. Sýningin veröur opin alla virka daga
kl. 16—20 og um helgar kl. 14—20. Sýn-
ingin stendurtil 25. september.
Ustasafn Einars
Jónssonar
Listasafn Einars Jónssonar er opiö alla
laugardaga og sunnudaga frá kl.
13.30—16.00. Höggmyndagarðurinn er
opinn daglega frá kl. 11.00—17.00.
Ustasafn íslands
[ Listasafni (slands stendur yfir sýning á
verkum fimm ungra myndlistarmanna.
Listamennirnir sem sýna málverk og
skúlptúra I boði Listasafnsins eru: Georg
Guðni Hauksson, Hulda Hákon, Jón
Óskar, (var Valgarðsson og Tumi Magn-
ússon. Sýningunni hefurverið komiðfyr-
ir í sölum 3 og 4 og stendur hún til 2.
október.
(sölum 1,2 og 5 stendur nú yfir sýning
á íslenskum verkum í eigu safnsins. Eru
þar m.a. sýnd verk eftir Ásgrím Jónsson,
Gunnlaug Scheving, Jóhannes S. Kjarv-
al, Jón Engilberts, Jón Stefánsson, Nínu
Tryggvadóttur, Snorra Arinbjarnar og
Þorvald Skúlason. Sunnudaginn 18.
september fer fram í fylgd sérfræðings,
leiösögn um sýninguna í sölum 1,2 og
5 og hefst hún kl. 13.30.
Leiösögnin „Mynd mánaöarins" fer fram
á fimmtudögum kl. 13.30. Mynd sept-
embermánaðar er Komposition (Höfnin)
eftir Þorvald Skúlason, olíumálverk frá
árinu 1938. [ fyrirlestrarsal (sal nr. 5) í
kjallara safnsinsverða eftirfarandi mynd-
bandssýningar: Laugardagur: Jafnvægi,
bygging, litur. Tryggvi Ólafsson, listmál-
ari. Baldur Film 1986. Sunnudagur: Gald-
urinn og leikurinn. Fjórir ungir myndlistar-
menn, Sjónvarpið, 1988. Þriðjudagur: I
deiglunni. Helgi Gislason myndhöggvari.
Listmunahúsið 1985. Miövikudagur:
Syrpa, 11 íslenskirmyndlistarmenn.
Sjónvarpið 1986. Fimmtudagur: Sigrún
Harðardóttir. Sjálfsmynd 1985.
Listasafn Islands eropiö alla daga, nema
mánudaga, kl. 11—17. Aðganguraðsýn-
ingunum er ókeypis, svo og auglýstar
leiðsagnir. Veitingastofa hússins er opin
ásamatima.
Ustasafn Háskóla
íslands
[ Listasafni Háskóla Islands i Odda eru
til sýnis 90 verk i eigu safnsins. Lista-
safnið er opið daglega kl. 13.30-17 og
er aðgangur ókeypis.
Minjasafnið Akureyri
Minjasafniö á Akureyri er til húsa við
Aöalstræti 58. Safnið er opið á sunnu-
dögumfrákl. 14—16.ÁMinjasafninu
má sjá ýmis konar verkfæri og áhöld sem
tengjast daglegu lifi fólks áðurfyrrtil sjáv-
ar og sveita. Einnig er margt muna sem
sýna vel menningu og listiðnað íslenska
sveitasamfélagsins s.s. tréútskurður, silf-
urmunir, vefnaðurog útsaumur. Einnig
er á safninu úrsmíða-, skósmíða- og
trésmiðaverkstæði frá fyrri tíö. Þá má
nefna gamla kirlgumuni s.s. bænhús-
klukku frá þvi um 1200. Á minjasafninu
er einnig hægt að skoða gamlar Ijós-
myndir og á lóð safnsins stendur gömul
timburkirkja frá árinu 1876.
Myntsafnið
Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns er
i Einholti 4. Þar er kynnt saga íslenskrar
peningaútgáfu. Vöruseðlarog brauð-
peningar frá síðustu öld eru sýndir þar
svo og oröur og heiðurspeningar. Líka
er þar ýmis forn mynt, bæði grísk og
rómversk. Safnið er opiö á sunnudögum
milli kl. 14 og 16.
Norræna húsið
Á laugardaginn opnar bandaríski málar-
inn L. Alcopley sýningu á málverkum,
grafík og teikningum í anddyri Norræna
hússins. Sýningin opnar kl. 16 og stend-
ur til 9. október. Alcopley var kvæntur
NínuTryggvadóttur listmálara. Sýninginn
verður opin á venjulegum opnunartíma
Norræna hússins, kl. 9— 19 á virkum
dögum og kl. 12—19 á sunnudögum.
Norrænt grafík-þríár(nýyrði yfir tríennal)
ersýning sem Norræna húsið hefurunn-
ið i samráði við félagið islensk grafík.
Sýningin stendur til 19. september. Opið
erdaglega kl. 14—19.
Póst-og
símaminjasafnið
[ gömlu símstöðinni í Hafnarfirði er núna
póst- og símaminjasafn. Þar má sjá fjöl-
breytilega muni úr gömlum póst- og
simstöðvum og gömul símtæki úreinka-
eign. Aðgangur er ókeypis en safniö er
opið á sunnudögum og þriðjudögum
milli klukkan 15 og 18. Hægt er aö skoða
safnið á öðrum timum en þá þarf að
hafa samband við safnvörð í sima 54321.
Sjóminjasafnið
[ Sjóminjasafninu stenduryfirsýning um
árabátaöldina. Hún byggirá bókum
Lúðvíks Kristjánssonar „(slenskum sjáv-
arháttum". Sýnd eru kort og myndir úr
bókinni, veiðarfæri, líkön og fleira. Sjó-
minjasafnið er að Vesturgötu 6 í Hafnar-
firði. Opnunartími til loka septemberer
alla daga nema mánudaga kl. 14—18.
Síminn er 52502.
Þjóðminjasafnið
Þjóðminjasafnið er opið alla daga nema
mánudaga kl. 11.00—16.00. Aögangur
er ókeypis.
Myndlist
GalleríBorg
Hringur Jóhannesson sýnir í Gallerí Borg,
Pósthússtræti 9. Á sýningunni eru oliu-
málverk og litkrítarmyndir frá síðustu
tveimurárum. Hringur hefur haldið yfir
20 einkasýningar í Reykjavík og annars
staöar á íslandi á árunum 1962—1987
og auk þess tekiö þátt í yfir 50 samsýn-
ingum. Sýningin er opin virka daga kl.
10—18ogumhelgarfrákl. 14—18.
Sýningunni Iýkur27. september.
Gallerí Gangskör
Gallerí Gangskör í Torfunni er opið þriðju-
daga til föstudaga kl. 12.00—18.00 og
um helgar kl. 14— 18. Á laugardaginn
kl. 18 opnar Una Dóra Copley sýningu
á collage-málverkum sínum í galleríinu.
Sýningin er í tengslum við sýningu for-
eldra hennar NínuTryggvadóttur i Gall-
erí Nýhöfn og Alcopley í Norræna hús-
inu. Báðar þessar sýningar opna á laug-
ardaginn. Sýning Unu stendurtil 2. októ-
ber.
GalleríGrjót
Eigendur Galleri Grjóts að Skólavörðustíg
4a eru niu listamenn og sýna þeir verk
sín í galleriinu nú í sumar. Listaverkin
eru margvisleg og má þar nefna mál-
verk, grafik, skúlptúr, teikningar, skart-
gripi, leirmuni, steinmyndirog postu-
linsmyndir. Öll verkin eru til sölu. Galleri
Grjóteropiðvirkadaga kl. 12—18.
Gallerí Guðmundar
frá Miðdal
[ Gallerí Guðmundar frá Miðdal, Skóla-
vörðustig 43, eru til sýnis og sölu mál-
verk eftir Guðmund Einarsson, Svövu
Sigriði, Guðmund Karl, Hauk Clausen
o.fl. Galleri Guðmundar er opið alla daga
nema sunnudaga kl. 14—18.
Gallerí Holiday Inn
Guðmundur Karl Ásbjörnsson heldur
sýningu á teikningum, vatnslita-, pastel-
og olíumyndum í Gallerí Holiday Inn, Sig-
túni 38 Reykjavík. Á sýningunni eru um
50 verk sem hann hefur unnið á síðustu
árum. Guðmundur Karl hefur haldiö
margar einkasýningar hér á landi og er-
lendis og tekið þátt í samsýningum. Sýn-
ingin stendurtil 25. septemberog er
opin daglega frá kl. 14—22. Aðgangur
er ókeypis.
Gallerí Kirkjumunir
(GalleríKirkjumunum, Kirkjustræti 10,
stendur yfir myndasýning. Verkin á sýn-
ingunni eru eftir Sigrúnu Jónsdóttur ofl.
Gallerí Svart á hvrtu
í Gallerí Svart á hvítu stendur yfir sýning
á höggmyndum Brynhildar Þogeirsdótt-
ur. Brynhildur stundaði nám við Mynd-
lista- og handiðaskóla (slands 1974—
1979, við Gerrit Rietveld Academie í
Hollandi veturinn 79—80 og California
Collegeof Artsand Crafts 1980—1982.
Brynhildur starfar og býr í New York.
Síðast hélt hún einkasýningu á fslandi i
Nýlistasafninu árið 1983 og hefur einnig
tekið þátt i fjölda samsýninga hér á landi
og erlendis. Á sýningunni eru höggmynd-
ir unnar úr gleri, járni og steinsteypu.
Sýningin stendurtil 25. septemberog
er opin alla daga nema mánudaga frá
kl. 14-18.
í Listaverkasölu gallerísins á efri hæð
eru til sölu verk ýmissa myndlistarmanna
og má m.a. nefna: Karl Kvaran, Georg
Guðni, Hulda Hákon, Helgi Þorgils Frið-
jónsson, Halldór Björn Runólfsson, Guð-
mundur Thoroddsen, Jón Óskar, Jón
Axel, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Pétur
Magnússon, Kees Visser, Ólafur Lárus-
son, Svanborg Matthíasdóttir, Sigurður
Guðmundsson, Sigurðurörlygsson, Pi-
eter Holstein og Tumi Magnússon. Lista-
verkasalan er opin á sama tíma og sýn-
ingasalur gallerísins.
Gullni haninn
Á veitingahúsinu Gullna hananum eru
myndir Sólveigar Eggerz til sýnis.
Hafnargallerí
Gréta Ósk Sigurðardóttir, Guðrún Nanna
Guðmundsdóttir, fris Ingvarsdóttir og
Þórdis Elin Jóelsdóttir halda grafíksýn-
ingu í Hafnargallerí, fyrir ofan bókabúð
Snæbjarnar. Sýningin er opin á opnun-
artíma verslunarinnar og stendur til 22.
september.
Katel
í sal Verslunarinnar Katel er sölusýningu
á plakötum og eftirprentunum eftir
Chagall. Salurinn er til húsa að Lauga-
vegi 29 (Brynju-portiö). Sýningin eropin
virkadagakl. 10—18.
Krókur
i Galleri Krók sýnir Bjarni Þórarinsson
mynd unna með bleki. Krókur er að
Laugavegi 37 og er opinn á verslun-
artlma.
Mokka
Bjarni Bernharður heldur sýningu á
myndverkum sinum á Mokka, Skóla-
vöröustíg. Sýningin stendur út septemb-
ermánuö.
Nrtján
Sýningarsalurinn Nitján er til húsa í bak-
húsi að Selvogsgrunni 19 í Reykjavík.
ÞarsýnirMússa 17 vatnslitamyndir frá
síðustu þremur árum. Þetta er þriðja
einkasýning Mússu en áður hefur hún
sýnt collage-myndir í Reykjavík og coll-
age- og vatnslitamyndir í Þýskalandi.
Sýningin er opin kl. 17—19 alla daga og
stendurtil 9. október.
Nýhöfn
Á laugardaginn opnar sýning á verkum
Nínu T ryggvadóttur í Nýhöfn. Á sýning-
unni eru oliumálverk, klippimyndir, blek-
teikningar, pastelmyndirog ein vatnslita-
mynd og eru flest verkanna til sölu. Nina
T ryggvadóttir fæddist árið 1913 en lést
árið 1968. Hún hélt fjölda einkasýninga
og tók þátt i samsýningum hér heima
og erlendis og eru verk hennar i eigu
safna og stofnana viða um heim. Sýning-
in eropin virka daga frá kl. 10—18 og
um helgarfrá kl. 14—18. Henni lýkur 5.
október.
í innri sal Nýhafnar eiga eftirtaldir lista-
menn verk til sölu: Ágúst Petersen, Borg-
hildur Óskarsdóttir, Bragi Ásgeirsson,
Daði Guðbjörnsson, Edda Jónsdóttir,
Guðrún Kristjánsdóttir, Gunnar örn
Gunnarsson, Harpa Björnsdóttir, Haukur
Dór, HólmfriðurÁrnadóttir, Karl Kvaran,
Karólína Lárusdóttir, Magnús Kjartans-
son, Valgarður Gunnarsson og Vignir
Jóhannsson.
Nýlistasafnið
(Nýlistasafninu standa yfir sýningar á
verkum Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur
og Söru Pucci. Guðrún Hrönn nam við
Myndlista- og Handiðaskóla (slands
1974—1978 og útskrifaðist úr Nýlista-
deild. Einnig stundaði hún nám í Hol-
landi við Den Vrije Academie í Den Haag
og Jan van Eyck Academie í Maastricht
1978—1982. Guðrún Hrönn sýnir olíu-