Morgunblaðið - 18.09.1988, Side 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988
F E R Ð T I L PÓLLANDS
fangi með að halda athygli. í raun
var erindum okkar ætlað að vara í
45 mínútur en túlkunin tók jafn-
langan tíma. Einn morguninn talaði
ég aðeins í rúma klukkustund og
setti þá alla dagskrá úr skorðum
og var beðinn að tala næst í fullan
einn og hálfan tíma! Öll erindin
voru tekin upp á segulband og fjöl-
földuð á snældur sem fólk gat keypt
og haft með sér heim. Orðin sem
töluð voru lifa því enn því kennslan
heldur áfram þar sem snældumar
eru notaðar af einstaklingum eða
hópum. Minnti þetta mig á orð
Jesaja spámanns er hann segir:
„Því eins og regn og snjór fellur
af himni ofan og hverfur eigi þang-
að aftur, fyrr en það hefir vökvað
jörðina, gjört hana fijósama og
gróandi og gefíð sáðmanninum
sæði og brauð þeim er eta, eins er
því farið með mitt orð, það er út-
gengur af mínum munni: Það hverf-
ur ekki aftur til mín við svo búið,
eigi fyrr en það hefír framkvæmt
það, sem mér vel líkar, og komið
því til vegar, er ég fól því að fram-
kvæma.“ (Jes. 55:10—11.)
Söngur var líflegur og þróttmik-
ill. Hljómsveit sá um tónlistarflutn-
ing og söng. Leikið var á gítara,
bassa, trommur, hljómborð, fíðlu,
flautu o.fl. og var áhrifamikið að
heyra þúsundir manna lofa Guð
háum rómi. Og þótt söngtextar
væru torskildir komst andi þeirra
til skila og maður naut þess að taka
þátt í tilbeiðslu safnaðarins.
Eftir Biblíufræðsluna á morgn-
ana hittust mótsgestir í umræðu-
hópum til að tileinka sér efnið. Eft-
ir hádegi var sérstök dagskrá fyrir
bömin í umsjá manns frá írlandi.
Klukkan fjögur hvem dag hófst
síðan aðalsamkoma dagsins þar
sem Kalevi Lehtinen talaði. Hann
náði vel til fólksins og prédikaði
fagnaðarerindið þannig að allir
skildu. Hann flutti mál sitt á ensku
eins og við Markku og nutum við
aðstoðar góðra túlka. Síðdegissam-
komumar sóttu um 6 þúsund manns
þegar flest var. Um 200 pólskumæL
andi Tékkar komu yfír landamærin
til að taka þátt í mótinu og einn
daginn frétti ég að 400 til viðbótar
hefðu ekki fengið leyfi yfírvalda ti
að fara yfír landamærin.
Samkomumar í Dziegielow eru
fjölmennustu „evangelískar" sam-
komur sem haldnar eru í Austur-
Evrópu. Pólveijar voru sjálfír undr-
andi yfír því að þessar samkomur
höfðu fengið að vera óáreittar í
áraraðir. Hreyfíngin sem stendur
að baki þessum mótum hefur starf-
að í 40 ár og haldið mót á þessum
stað í 30 ár. Fyrst voru samkomum-
ar haldnar í lítilli kirkju en þær
stækkuðu og að endingu var keypt
tjald til að geta rúmað þátttakend-
ur.
Þetta hefur ekki gerst af sjálfu
sér. Aðstandendur mótsins á hveij-
um tíma hafa þurft að beijast fyrir
tilvist þess í bæn og með ýmsum
öðrum ráðum. Stjómvöld hafa
fylgst með þessum aðgerðum og
stundum viljað starfíð feigt. En í
skjóli þess trúfrelsis sem kaþólska
kirkjan hefur varðveitt í Póllandi
gefst mótmælendum tækifæri til
starfa. Kaþólska kirkjan er þó ekki
ýkja hrifin af starfi mótmælenda.
Hún er sögð herská gagnvart öðrum
trúarhópum. Margir kaþólikkar líta
á mótmælendur sem öfgamenn og
ofsatrúarmenn. Þeir eru litnir hom-
auga sem sértrúarflokkur. Ég er
reyndar aldrei ánægður með orðið
sértrúarhópur því það felur ávallt
í sér einhvem dóm. Allar kirkju-
deildir em á sinn hátt sértrúarflokk-
ur og það væri hollt fyrir okkur
íslendinga að muna að lútherskir
menn em í miklum minnihluta í
heildarhópi kristinna manna á þess-
ari jörð. Við emm því sértrúarhópur
ef við viljum á annað borð nota það
orð um aðra. Ég vil þó geta þess
að nokkur hundmð kaþólikkar sóttu
mótið í Dziegielow, ennfremur
hvítasunnumenn, baptistar o.fl. og
er það enn ein sönnun þess að þeg-
ar vakning á sér stað og andi Guðs
starfar í hjörtum manna hverfa
landamæri og ágreiningur að miklu
lejiti og menn sameinast um það
sem skiptir máli, nefnilega það að
Jesús Kristur er frelsari þeirra sem
hlýða kalli hans eða eins og Páll
kemst að orði í bréfí sínu til Efesus-
manna: „Kappkostið að varðveita
einingu andans í bandi friðarins.
Einn er líkaminn og einn andinn,
eins og þér líka vomð kallaðir til
einnar vonar. Einn er Drottinn, ein
trú, ein skím, einn Guð og faðir
allra, sem er yfír öllum, með öllum
og í öllum." (4.3—6).
Mótið sóttu aðallega kristnir
menn, karlar og konur, á öllum
aldri. En margir tóku vini og kunn-
ingja með sér sem ekki þekktu lif-
andi kristindóm. Þetta varð til þess
að á milli 200 og 300 manns áttu
sitt afturhvarf og gengu Jesú Kristi
á hönd. Það ríkti því mikil gleði og
fögnuður dag hvem er fólk
streymdi fram að pallinum, þar sem
Kalevi talaði og sýndi þannig í verki
að það vildi hlýða kalli Krists.
Kalevi lagði mikla áherslu á það
að fólk brygðist við boðskap Krists
á sýnilegan hátt og þegar fólkið
kom.fram var kallað á hóp þjálf-
Fjölbreytt tónlist var flutt á mótinu og leikið á ýmis hljóðfæri. Það sem einkenndi sönginn var að allir
tóku undir af hjartans lyst.
Greinarhöfundur gefur „eins árs gömlum“ manni eiginhandaráritun.
Glaðlegar systur í fðgru umhverfi. Lengst til hægri er systir Lýdia
sem er yfirmaður systrahreyfingarinnar.
aðra leiðbeinenda sem áttu einka-
viðtöl við fólkið eftir að það hafði
farið með iðrunar- og afturhvarfs-
bæn. Fólkinu voru fengnar prentað-
ar leiðbeiningar um trúar- og
bænalíf og sérstök Biblíulestrarskrá
fyrir einn mánuð.
Það var stórkostlegt að sjá fólk
verða fyrir áhrifum af fagnaðarer-
indinu. Dag einn kom til mín gömul
kona sem talaði hrafl i ensku og
þýsku og vildi færa mér konfekt-
kassa sem þakklæti fyrir fræðsl-
una. í annað skipti kallaði fullorðinn
maður á mig með nafni og sýndi
mér titilblað Biblíunnar sinnar. Þar
stóð dagsetning er gaf til kynna
hvenær hann átti sitt afturhvarf.
Það var á samskonar móti fyrir
einu ári. Maðurinn ljómaði af ham-
ingju er hann benti á dagsetning-
una, rétti síðan upp einn fingur og
benti til himins og á hjartastað og
sagði: Jesusa Chrystusa. Með þessu
gaf hann til kynna að nú ætti hann
lifandi samfélag við Jesú Krist.
Hann bað mig rita nafn mitt í Bibl-
íuna. Það sama gerðu tugir ann-
arra. Ég lét þetta fylgja með: „Jana
8.31“ sem er tilvitnun í Jóhannesar-
guðspjall þar sem segir: „Ef þér
eruð stöðugir í orði mínu, eruð þér
sannir lærisveinar mínir og munuð
þeklq'a sannleikann og sannleikur-
inn mun gjöra yður fijálsa.“ Þessi
orð þykja mér táknræn fyrir pólsku
þjóðina sem hefur sett traust sitt á
Guð og leitast við að vera stöðug
í orði hans og hlotið fyrir vikið
meira frelsi á vissum sviðum en
aðrar þjóðir í A-Evrópu. Orð Guðs
gefur fjölda fyrirheita sem vissu-
lega virka í daglegu lífí.
Auschwitz (Oswiecim)
Ég átti þess kost að skoða útrým-
ingarbúðimar í Auschwitz. Það tek-
ur aðeins um eina klukkustund að
aka þangað frá þeim stað þar sem
ég dvaldi. Það var áhrifarík reynsla
að koma á þennan hræðilega stað
þar sem ein mestu illvirki sögunnar
voru framin og ótrúlegt til þess að
hugsa hve nærri í tíma og rúmi
hann er. Ég ætla ekki að lýsa því
í smáatriðum hér, svo mikið hefur
verið um það rætt og ritað á liðnum
árum. En að koma í salinn þar sem
fólkið var drepið með gasi og að
snerta líkbrennsluofnana og tækin
sem notuð voru var ólýsanleg
reynsla. Þama voru sýndir munir
er tilheyrðu fómarlömbunum. Þar
gaf að líta skófatnað, ferðatöskur,
snyrtiáhöld o.fl. í einu herbergi
vom skór af bömum og í glerborði
var brúða og önnur bamagull. Á
glerið hafði verið lagður blómvönd-
ur. Það var stutt í tárin á þessum
stað. í einu herbergi var haugur
af kvenhári sem notað hafði verið
til að vefa úr því fataefni.
Við skoðuðum deild 11 — dauða-
deildina — þar sem þeir fangar
voru geymdir og pyntaðir sem höfðu
verið dæmdir til dauða af sérstökum
ástæðum. í kjallaranum voru
fangaklefar en þar höfðu nasistar
gert sína fyrstu tilraun með að
drepa menn með gasi er þeir drápu
600 rússneska hermenn. í einum
klefanum mátti sjá Kristsmynd og
í öðmm krosstákn er krotað hafði
verið á veggina. í þessum búðum
og annars staðar líflétu nasistar 6
milljónir Pólveija. Það er ótrúlegt
að sjá í Auschwitz teikningar af
líkbrennsluofnum, húsnæði, tækj-
um ogtólum, sem hannað var vísvit-
andi til að drepa fólk. Það er svo
ótrúlega stutt síðan þetta gerðist.
Hið illa er svo miklu nær en marg-
ur heldur og sumir em jafnvel svo
bamalegir að halda því fram að
djöfullinn sé ekki til. Hvílík blinda!
Frelsi og kristin trú
Pólveijar þeklq'a ánauð og vita
hvað frelsi er og jafnframt hvað
það kostar. Þeir hafa fómað meim
.en margar aðrar þjóðir. Þeir em
djarfír og bjartsýnir og hafa kjark
til að krefjast umbóta í þjóðfélags-
málum enda er frelsi þar meira en
í flestum löndum kommúnismans.
Þeir em fyrirmynd mörgum öðmm
þjóðum fyrir austan jámtjald og
tákn vonar og frelsis. Gmndvöllur
þessa frelsis er sterk kristin trú og
rótgróin þjóðarvitund. Sagt er að
þegar Wyzynski var kardináli hafi
Gierek reynt að þjarma að honum.
Kardinálinn minnti flokksforingj-
ann á þá staðreynd að á bak við
hann stæðu yfir 32 milljónir kaþól-
ikka (þjóðin öll telur um 37 milljón-
ir manna) en að baki flokknum
aðeins um 2 milljónir. Þetta sýnir
e.t.v. í hnotskum hvar hjarta Pól-
verja er. Það tilheyrir kirkjunni.
En kirkjan er auðvitað margslungið
fyrirbrigði. Hún er ekki gallalaus
og trú Pólveija er auðvitað ekki
heldur án hnökra. Endumýjun hef-
ur átt sér stað og trúarvakning er
innan kaþólsku kirkjunnar og ann-
arra kirkjudeilda. Þessi vakning
kallar menn til lifandi samfélags
við Jesú Krist og minnir um margt
á aðra vakningarstrauma sem haft
hafa áhrif í nær öllum löndum
heims. Kirkjan í Póllandi er í sókn
á mörgum sviðum. Þar eins og í
öðmm löndum er að rísa upp fjöldi
kristinna manna sem sætta sig ekki
við innantómar hefðir og kraft-
lausan kristindóm. Kirkjur heimsins
standa frammi fyrir miklum þjóð-
félagsbreytingum sem kalla á end-
urmat á leiðum til að koma sann-
leikanum.til skila. Mættum við ís-
lendingar læra af þessum staðföstu
og trúföstu bræðmm okkar og
systmm í austri.
Með nunnur á diskóteki!
Mótinu var lokið. Fjöldi starfs-
manna vann að því að taka tjaldið
niður og ganga frá öllum áhöldum
í gamalli skemmu þar til það verður
dregið fram að nýju á næsta ári.
Það var mánudagur og ég átti
tveggja daga frí þar til ég átti að
fljúga heim. Mig langaði að komast
til Krakow, einnar elstu borgar í
Evrópu, en sá draumur rættist ekki.
Lúthersku systumar fóm með mig
í ökuferð um kvöldið og sýndu mér
fjallahémðin við landamærin. Þær
sögðu mér frá stað í fjöllunum þar
sem mótmælendur hefðu hist til
guðsþjónustuhalds fyrr á öldum
þegar kaþólska kirlcjan ætlaði að
ganga á milli bols og höfuðs á
mótmælendum. Þar er steinn einn
mikill sem notaður var sem altari.
Þetta er helgur staður í augum
mótmælenda í Póllandi. Við ókum
í gegnum þykkan skóg og framhjá
höll einni sem var sumaraðsetur
fyrrum flokksforingja. í landa-
mærabæ vom mörg ný smáhótel í
eigu einkaaðila. Bærinn er vinsæll
ferðamannastaður og þar örlar á
vestrænum viðskiptaháttum. Við
fómm inn á eitt hótelið og keyptum
okkur ís. Þar var diskótek og bar
og hafði ég gaman af að gantast
við systumar um það að nú gæti
ég sagt að ég hefði farið með nunn-
um á bar og diskótek í Póllandi!
Hlógu þær mikið og við ræddum
meira að segja um að taka mynd
af þeim við barinn en ekkert varð
samt af því!
Varsjá
Ég fékk far til Varsjár með ung-
um, landflótta Pólveija, Janek að
nafni, sem var í heimsókn og hafði
sótt mótið í Dziegielow. Hann var
á lánsbfl, litlum Fiat 650, sem faðir
hans átti. Við urðum að setja allan
farangur í aftursætið vegna þess
að farangursgeymslan var full af
bensínbrúsum. Vegna skömmtunar
á eldsneyti eiga allir bíleigendur
aukabensínbrúsa. Okkur höfðu ver-
ið gefnir einir 10 eða 15 lítrar óg
vomm nú vel settir til langrar ferð-