Morgunblaðið - 18.09.1988, Síða 11

Morgunblaðið - 18.09.1988, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 B 11 ■ ar. Að vísu var bensinstybba í bílnum en okkur sóttist ferðin ágæt- lega. Þegar við áttum eftir u.þ.b. 100 km til Varsjár bilaði bíllinn og þá kom sér vel að Jenek var vél- tæknifræðingur og gat gert við bílinn á rúmum klukkutima. Látil málmskinna í kveikjunni hafði losn- að og valdið því að enginn straum- ur komst inn á hana. Við vorum því fegnir er bflíinn fór í gang að nýju og skilaði okkur til Varsjár eftir um 6 tíma ferð. Við fórum í guðfræðistofnun lút- hersku kirkjunnar, en þar hafði mér verið útveguð gisting eina nótt. Byggingin er áföst höfustöðvum kaþólsku kirkjunnar sem kölluð er „höll Glemps erkibiskups" og stend- ur við Miodowa-stræti í gömlu borg- inni. Við fórum síðan á fínasta hót- el borgarinnar þar sem við ætluðum að fá okkur að borða en þá var það lokað í 5 daga vegna heimsóknar Gorbatsjovs. Við fórum því á næsta hótel og fengum þar mat eftir nokkra bið í biðröð. Við pöntuðum okkur báðir nautasteik og ég rækju- kokteil á undan sem innihélt ekki nema um 10 rækjur en restin var fullt glas af kokteilsósu! En steikin var afbragð og þjónustan ágæt. Fyrir þessar veitingar greiddum við samtals tæpa 8.000 zlotys sem eru um 350 ísl. krónur. Það er ódýrt á vestrænan mælikvarða en lætur nærri að vera heil vikulaun fyrir pólskan almenning. Ég kvaddi Janek, fór til míns heima og gekk síðan um gömlu borgina. Þar eru margar fagrar byggingar og §öldi kirkna. Messur stóðu yfír í mörgum þeirra og ijöldi fólks tók þátt í tilbeiðslunni. Við gömlu kastalarústimar var fólk að selja smávaming og heimagerða minjagripi og þar vom einnig mætt- ir boðendur austrænna trúarbragða með vaming sinn og boðskap. Ég gekk upp þröngan stiga í kastala- tuminum og kom þar að sem stjömuspekikort voru seld. Greini- legt var að framandi menning og hindurvitni hafði hafíð innreið sína í þetta annars kristna land. Ég yfírgaf Varsjá snemma morg- uns. Pullorðinn maður frá guð- fræðistoftiuninni ók mér út á völl. Hann talaði einungis pólsku svo við gátum ekkert talað saman. Við fór- um framhjá Menningarhöllinni sem er stór og há bygging sem „gefín" var af Sovétmönnum eftir stríð. Á ljósastaurum meðfram aðalgötunni út á flugvöll vom fánar Póllands og Sovétríkjanna og það leyndi sér ekki að aðalritarinn frá Moskvu var í heimsókn. Hann hafði verið í Pól- landi f nokkra daga en var væntan- legur til Varsjár síðar um daginn. Augljóst var að heimsókn Gorb- atsjovs skipti miklu máli fyrir sam- skipti ríkjanna. Á flugvellinum var örtröð og það tók lengstan tíma að fara í gegnum vegabréfaskoðun og gera grein fyr- ir gjaldeyrismálum. Eftir það gekk allt fljótt fyrir sig. Ég flaug með pólska flugfélaginu Lot til Kaup- tiiánnahafnar, í sovéskri flugvél af gerðinni Tupolev 134. Þetta var gömul vél en flugið var þægilegt og þjónustan indæl um borð. Á móti mér sátu pólskar mæðgur, búsettar í Danmörku. Margir Pól- verjar sælqast eftir því að flytja erlendis en fiestir vilja væntanlega búa heima ef efnahagur væri betri. Vitað er að Pólveijar þrá meira frelsi og betri afkomu líkt og þekk- ist á Vesturlöndum. En ég óttast að um leið og þeir öðlast betri hag og opnara þjóðfélag, fái þeir í kaup- bæti hina neikvæðu þætti vest- rænnar menningar sem smátt og sttiátt munu draga úr hinum kristnu áhrifum. Vonandi tekst Pólveijum að bæta sinn hag, en vernda um leið sína dýru og rótgrónu, kristnu menningu. Höfundur er prestur í Grinda vík- urprestakalli. Eigendur Ávöxtunar- og Rekstrarbréfa í Lögbirtingablaðinu 16. september 1988 er birt innköllun til þeirra sem telja sig eiga kröfur á hendur Verðbréfasjóði Ávöxtunar hf. og Rekstrarsjóði Ávöxtun- ar hf. Athygli eigenda Ávöxtunarbréfa og Rekstrarbréfa er vakin á því að þeir þurfa að lýsa kröfum sínum skv. bréfunum til skilanefnda sjóðanna eigi síðar en 16. desember 1988. Ekki skiptir máli hvenær á innköllunarfrestinum kröfulýsingin berst. Skilanefndimar hafa opnað skrifstofu að Suðurlandsbraut 32, Reykjavík, 1. hæð, gengið inn að austan. Skrifstofan verður opin virka daga frá 9 til 13. Sími er 687326 og pósthólf 8869, 108 Reykjavík. Starfsmaður skilanefndanna mun veita þeim eigendum Ávöxtunar- og Rekstrarbréfa, sem þess óska, aðstoð við gerð kröfulýsingar. Munu eyðublöð fyrir kröfulýsingu fást á skrifstofunni. Skilanefndimar vekja sérstaka athygli á eftirfarandi: ☆ Vanlýsing veldur því að krafa fellur niður. Þetta þýðir að réttindi skv. út- gefnum Ávöxtunar- og Rekstrarbréfum sem ekki er lýst fyrir 16. désember 1988 falla niður. Bréfin verða því verðlaus sé þeim ekki lýst. ☆ Kröfulýsingu þurfa að fylgja fmmrit Ávöxtunar- og Rekstrarbréfa. Ljósrit nægja ekki. ☆ Eldri beiðnir um innlausn koma ekki í stað kröfulýsinga. Þeir sem lögðu inn beiðnir til Ávöxtunar sf. um innlausn þurfa því að senda kröfulýsingu. ☆ Engar ákvarðanir hafa verið teknar um útborganir úr sjóðunum, en þó er ljóst að þær geta í fyrsta lagi átt sér stað að loknum innköllunarfresti. í skilanefndum Rekstrarsjóðs Ávöxtunar hf. og Verðbréfasjóðs Avöxtunar hf. Gestnr Jónsson hrl. Ólafur Axelsson hrl. Símon Á. Gunnarsson lögg. endursk. ímwtm im Fylkisvöllur í kvöld kl. 17.00 Daihatsu SPOBTBÆR Hraunbæ 102 BlómabúÖin ÁRÓRA Hraunbæ 102 HAGKAUP BÓKABÚÐ JÓNASAR Hraunbæ 102 Veitingahúsið BLÁSTEINN Hraunbæ 102 BARNABÆR Hraunbæ 102 STELLU Hraunbæ 102, s: 673530 l/ERSLANAKJARNINN Hraunbæ 102 Neil Young ferákostum Hljómplötur Gunnlaugur Sigfússon Neil Young er tvímælalaust einn af merkari tónlistarmönn- um siðustu tveggja áratuga, en óneitanlega hefur ferill hans ver- ið skrykkjóttur og oft á tíðum undarlegur. Young vakti fyrst athygli er hann starfaði með hljómsveitinni Buffalo Springfíeld á árunum 1966-’68 en heimsfrægð náði hann með Crosby, Stills, Nash & Young í kringum 1970. Þá sendi hann frá sér mjög vinsælar plötur á fyrstu árum átt- unda áratugarins og ber þar helst að nefna Harvest sem var ein af mest seldu plötum ársins 1972 í Bandaríkjunum og víðar. Virtist ekkert geta komið í veg fyrir stærri sigra á vinsældalistum. Þá steig Young hins vegar fyrsta stóra víxlsporíð sem gerði það að verkum að stór hluti plötukaupenda sneri við'honum bakinu. Hér er um að ræða plötuna Joumey Through the Past, sem hefur að geyma all undar- lega suðu tónlistar, sem í heild féll fremur fáum vel í geð. Enn færri gátu þó fellt sig við Time Fades Away, sem kom út árið 1973. Það sem eftir lifði áttunda áratugarins sendi Young frá sér nokkrar veru- lega góðar plötur s.s. On the Be- ach, Zuma, American Stars ’n’ Bars og Rust Never Sleeps. Aldrei tókst honum þó betur upp en á Tonight’s the Night, sem gefín var út árið 1975. Það er einhver hrá- asta en um leið tilfinningaríkasta, já blátt áfram bara besta plata sem Young hefur gert. Plötur þæi sem Neil Young hefur látið frá sér fara það sem af er þessum áratug em ærið misjafnar. Á heildina litið má þó segja að þær séu fremur slakar og sumar, eins og t.d. Trains og Landing on Water em blátt áfram lélegar og hundleið- inlegar. Þá hefur hann sent frá sér þokkalega rokkabillýplötu, svo kom kántrý-plata og raunar hefur hann vaðið úr einu f annað. Life heitir plata sem hann sendi frá sér í fyrra og er það sennilega hans besta plata á þessum áratug. Réttara væri að segja að hún var sú besta þar til This Note’s for You kom út. Neil Young og ný hljómsveit hans The Blue Notes fara hér hreinlega á kostum í hveiju laginu á fætur öðra. Tónlistin er fremur ólík því sem áður hefur komið frá Young, því að þessu sinni er viðfangsefnið blústónlist. Það er sveiflublús, rokk- aður blús og soulkenndur blús. Blásturshljóðfæri em áberandi í útsetningum og sjálfur fer Young á kostum f gítarleik sfnum. Raunar er allur hljóðfæraleikur til fyrir- myndar að þvf undanskildu að blást- urshljóðfærin em full mikið áber- andi í lögunum Ten Men Workin’ og Married Man. Young tekst vel upp í textagerð- inni að þessu sinni og flestir em þeir þeirrar gerðar að þeir ættu að koma hlustandanum í gott skap. Enda er ætlunin með þessari plötu að skemmta fólki, eða eins og segir í upphafslagi hennar: „We are men at work/We got a job to do/We got to keep you rockin’/To keep your soul from the blue.“ Og gróðasjón- armiðið er Young greinilega ekki ofarlega í huga ef marka má eftir- farandi orð: „Ain’t singin’ for Pepsi/Ain’t singin’ for Coke/I don’t sing for nobody/Makes me look lika a joke/This note’s for you.“ Það er líklegt að blúsáhuga- mönnum með púritanskar skoðanir á því hvemig þessi tegund tónlistar eigi að hljóma fínnist lítið til This Note’s for You koma. En þeir sem hlusta sér til ánægju á hvíta blús- menn eins og John Mayall, Eric Clapton, Blues Band og jafnvel Stevie Ray Vaughan ættu að gefa þessari plötu gaum, því það er allt eins víst að þeir hefðu gaman af. Það hafði ég að minnsta kosti. Gamlir Neil Young-aðdáendur ættu líka óhræddir að geta skriðið úr híði sínu eftir rysjótta tíð í plötuútg- áfu Neils Youngs undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.