Morgunblaðið - 18.09.1988, Page 24

Morgunblaðið - 18.09.1988, Page 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 k * t — og gleymdu ekki Já, ég fer alla leið upp ... þrumaranum. HÖGNI HREKKVÍSI Gullfarrými og glæsinöfn Kæri Velvakandi. TF—Öm sendi þér línu fímmtu- daginn 15. september s.l. vegna Gullfarrýmisins sem verður tekið upp hjá Amarflugi 1. október næst- komandi. Honum þykir það nokkur kokhreysti að agnarlítið flugfélag á hjara veraldar skuli vera að slá um sig með eðalmálmum á þennan hátt. Hann segir jafnframt að það sem vanti í fslensku millilandavélamar séu ekki glæsinöfn heldur rými sem geri farþegum mögulegt að hreyfa hendur og fætur. Mér er bæði ljúft og skylt að gera TF—Emi nokkra grein fyrir því sem býr að baki þessarar nafn- giftar. Ifyrst vil ég taka fram að Amarflug er alveg sammála honum um að farþegar taka gott pláss fram yfir glæsinöfn. Þess vegna var á síðasta ári tekin sú ákvörðun að fækka sætum í vélum félagsins og sætabilið í þeim er nú eins og er í viðskiptafarrýmum eða „Business Class" hjá öðrum flugfélögum. Mér segir svo hugur að TF—Öm hafí ekki flogið með okkur síðasta árið og því ekki von að hann viti af þessu, en við höfum orðið vör við ánægju hjá farþegum okkar með það pláss sem þeir hafa. Og þá um Gullfariýmið. Amar- flug flýgur nú daglega til Schiphol flugvallar í Amsterdam. Schiphol er ár eftir ár kjörinn besti tengiflug- völlur í heimi og þaðan fljúga tugir flugfélaga til hundraða borga víðsvegar um heimsbyggðina. Am- arflug hefur umboð á Islandi fyrir hollenska flugfélagið KLM og hefur sérlega gott samstarf við það bæði um fargjöld og þjónustu. Þeim fer því stöðugt fjölgandi sem fljúga með Amarflugi í við- skiptaerindum og gildir það jafnt um útlendinga sem Islendinga. Við- skiptaferðir em þess eðlis að í þeim er sjaldnast hægt að notfæra sér ódýra helgarpakka eða aðra afs- lætti. Þeir sem ferðast í viðskiptaer- indum geta því þurft að greiða meira en tvöfalt hærra fargjald en aðrir farþegar. Langflest flugfélög í heiminum leggja í nokkurn aukakostnað til þess að þessir farþegar fái peninga sinna virði og þau farrými sem þeir sitja á eru skírð ýmsum glæsinöfn- um eins og Ambassador Class, World Class, Royal Class, Oasis og þar fram eftir götunum. Þessum nöfnum er auðvitað ætlað að laða til sín viðskiptavini. Sá er náttúm- lega líka tilgangur Amarflugs með Gullfarrýminu eða Gold Class. Sjálfsagt er TF—Öm ekki einn um að fínnast þetta nafn dálítið borginmannlegt en við hjá Amar- flugi seljum markið alltaf hátt þeg- ar um er að ræða þjónustu við far- þega okkar og við munum rembast eins og rjúpan við staurinn til að standa undir því. Og að lokum: Kæri TF—Öm, þessi fanýmisskipting þýðir alls ekki að þjónusta verði minnkuð eða plássið skert hjá öðmm farþegum. Þvert á móti gemm við allt sem í okkar valdi stendur til að allir okk- ar farþegar séu ánægðir. Ég vona að við sjáum þig áður en langt um líður og fáum tæki- færi til að dekra dálítið við þig, hvar sem þú situr í vélinni. Halldór Sigurðsson, þjónustu- stjóri Arnarflugs. Lofgjörð um bjórinn Kæri Velvakandi. Nú em ekki nema 7 mánuðir þar til meirihluti þjóðarinnar getur gengið inn á veitingahús og pantað sér bjórglas. Þennan gula, freyð- andi drykk sem svalar svo vel þyrst- um. Mikið held ég að bjórinn komi til með að hjálpa íslendingum að gerast mennskari, viðræðubetri og á allan hátt skemmtilegra fólk. Hugsið ykkur bara að hitta fúla á móti á huggulegri krá og bjóða honum loksins gott kvöld eftir ára- langa vem hans í næsta húsi. Bjórinn er ekki það mikla eitur sem margir vilja halda fram, hann er hollur, næringaefnaríkur, seðj- andi og auk þess veldur hann ákaf- lega þægilegri vímu sé rétt með hann farið. Bjórinn hefur fylgt manninum frá örófí alda og hann þykir góður með mat og ekkert er betra en að teyga kældan bjór eftir líkamlega áreynslu. Landar vorir hafa löngum gumað sig af því að eiga eina mikla nátt- úmauðlind, ótæmandi, ferska og hreina eða mórauða, svellandi sem þeir beisla í orku. Nú vita allir að hér er átt við vatnið okkar ást- kæra. Bjórinn okkar verður eftir lögmálinu heimsins besti bjór. Þetta verður guðsgjöf okkar volaða þjóð- arbúi þegar fram í sækir og Hall- dór frá Kirkjubóli má bara skamm- ast sín. Bjórinn eigum við eftir að flytja út í stómm stfl og allir helstu sæl- kerar hins vestræna heims munu ljúka um hann lofsorði. Þá verður rætt um íslenskan bjór eins og rætt er um svissnesk úr eða franska kæfu. Bjórinn á að vera á boðstólum hvarvetna. íslendingar eiga ekki að fela hann í skúmaskotum heldur stilla honum upp á áberandi stað þar sem hann á skilið að vera sem lífsins elexír og þjóðarbót. Bjórinn á að selja í sölutumum og nýlendu- vömverslunum, apótekum og bið- skýlum eða allstaðar þar sem mannaferða má vænta. Vemm ekki feimin við bjórinn þegar hann kem- ur. Tökum heilshugar á móti honum og njótum hans. Bjór er góður. Víkverji skrifar Flestar þjóðir reyna að laða til sín erlenda ferðamenn — og þá að sjálfsögðu í hagnaðarskyni, auka með því atvinnu og afla gjald- eyris. Em ýmsar aðferðir notaðar til þess að velcja áhuga útlendinga á viðkomandi landi — og auglýs- ingar ekki sparaðar. Víkveiji hefur aldrei getað sætt sig við ýmsar af þeim glansmjmd- um, sem prýða íslenska auglýs- ingabæklinga, eins og hér sé alltaf sumar og sól. Ffylgja mættu með kaldranalegar myndir, sem höfðuðu til þeirra, sem gjaman vilja takast á við eitthvað annað en sólargeisla og yl í sumarleyfí sínu — eða vetrar- leyfí. En landið er ekkert án fólks og viðmót þess hefur ekki síður sitt að segja. XXX Víkveiji hitti fyrir nokkm út- lending, sem kominn var aftur til Reykjavíkur eftir hálfsmánaðar ferð um landið. Aðspurður hvort hann hefði verið heppinn með veð- ur, svaraði hann: „Veður? Ég fékk það veður sem þið hafið upp á að bjóða, íslenskt veður. Einn daginn var sól og hiti, annan rigning með nokkmm blæstri og allt þar á milli." Kvaðst hann hefa verið búinn að heiman til þess að mæta slíku og ekkert geta sagt um, hvenær veðr- ið hafí verið „best“. Alls staðar kvaðst hann hafa mætt hlýju og sérstakri greiða- semi, nema hvað hann komst að því, þegar hann kom aftur til Reykjavíkur og var farinn að kynn- ast borginni betur, að leigubflstjóri hefði hlunnfarið hann á heldur óskemmtilegan hátt. Hann sagði að þegar hann var nýkominn hingað hefði hann tekið sér leigubfl. Hélt hann að vegalengdin væri tiltölu- lega stutt, en annað kom á daginn, ekið var um margar götur áður en komið var á áfangastað og bfllinn var dýr. Nú sæi hann hinsvegar að vegalengdin var stutt, svona um tíu mínútna gangur, en leigubflstjórinn hefði nýtt sér ókunnugleika hans og farið með hann í einskonar „skoðunarferð" um borgina. XXX Víkveija kom þessi saga mjög spánskt fyrir sjónir, þar sem hans kynni af leigubflstjómm em öll hin bestu og sagði viðmælanda sínum að hann hefði verið einstak- lega óheppinn. Sá erlendi sagði að hann sæi svo sem ekkert eftir aur- unum, þeir skiptu engum sköpum, en sér þætti súrt að hafa verið prett- aður. Þótt Víkveiji eigi bágt með að trúa því hvarflaði að honum hvort hér sé farið að gæta erlendra „menningaráhrifa" á þessu sviði því stundum vill brenna við að óprúttn- ir leigubflstjórar ytra leiki þennan eða svipaðan leik. Víkveiji minnist eins slíks atviks. Hann kom á flug- völlinn í Glasgow fímm tímum fyrir brottför heim og ákvað að halda inn í borgina og dveljast þar um hríð. Ffyrir utan flugstöðvarbygginguna kom hann auga á skilti þar sem stóð gjald fyrir leigubfla inn í borg- ina. An þess að athuga það nánar steig hann upp í fremsta leigubflinn í röðinni. „Eg sá að þú varst að lesa á spjaldið þama“, var það fyrsta sem bflstjórinn sagði. Því var jánkað. Síðan var ekið hindmnar- laust inn í borgina þar sem þetta var á sunnudegi og lítil umferð. Gjaldið var hið sama og Víkveiji las á spjaldinu. XXX íðar um daginn var farið með öðr- um leigubíl út á flugvöll og þegar kom að greiðslu var hún helmingi lægri en í fyrra skiptið. Víkveija lék hugur á að fá skýringu á þessu, spurði bflstjórann hvort hann væri ekki að snuða sjálfan sig, á spjald- inu þama stæði helmingi hærra verð. Hann skildi strax hvað klukk- an sló, og sagði að verðið á spjald- inu væri hámarksverð. Stundum kæmi fyrir í mikilli umferð að akst- ur inn í borgina tæki langan tima, en hve langur sem hann væri mætti ekki taka hærra gjald en á spjaldinu stæði. Þannig hafði fyrri bflstjórinn platað sveitamanninn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.