Morgunblaðið - 18.09.1988, Síða 27

Morgunblaðið - 18.09.1988, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 Mazursky, sem vann líka með Dreyfuss við gerð „Down and Out in Beverly Hills“ árið 1986, segir að hugmyndin að „Moon Over Parador" hafi komið upp þegar hann einn daginn, skömmu eftir að„Down and Out“ var frumsýnd, lenti í hrókasamræðum um góðar hugmyndir í slæmum myndum. Einhver minntist á myndina „The Magnificent Fraud“ frá 1939 með Akim Tamiroff í hlutverki gerviein- ræðisherra í s-amerísku landi. Skömmu síðar voru Mazursky og Leon Capetanos, sem gert hef- ur handritið að Mazursky-myndun- um„The Tempest", „Moscow ón the Hudson" og „Down and Out“, komnir í könnunarferðalág niðrí Guatemala, El Salvador og víðar. Á einum stað litu þeir inn á náttúru- lækningahæli. „Við vissum ekki hvort við ætluðum að gera mynd um heilsuhæli eða einræðisherra," segir leikstjórinn. Þegar þeir um síðir duttu niður á hugmyndina um mikilvægi hjá- konu einræðisherrans — Sonia Braga leikur hana í myndinni — fannst þeim söguþráðurinn loksins virka. „Þetta er saga um atvinnu- iausan leikara í frábæru hlutverki sem erfir hjákonu," segir Mazur- sky. „Það er miklu meira spunnið í hjákonuna en halda mætti því hún er mjög metnaðargjörn." Og áfram heldur Mazursky: „Hugmyndin að baki myndarinnar er ekki alveg úr lausu lofti gripin. Spænskur blaöamaður sagði mér eftir aö hafa séð myndina að síöustu ár Francos hafi sá orðróm- ur verið á kreiki að hann væri í raun dauður og þeir hefðu sett leik- ara á svalirnar." Næsta vor ætlar Mazursky að kvikmynda söguna Óvinir eftir Is- aac Bashevis Singer. Handritið gerir Mazursky sjálfur og Roger Simon, höfundur spennusagna, en Singer-sagan greinirfrá manni sem lifir af Helförina í Póllandi. Hann telur konu sína látna og kvænist pólskri bóndakonu sem bjargaði honum með því að fela hann í hlöð- unni hjá sér. Eftir stríðið flytja þau til Coney Island og hann hittir reglulega hjákonu en kemst svo að því að fyrri konan hans er á lífi. „Allt í einu finnur hann sig í þeirri stöðu að vera eiginlega giftur þremur konum á sama tíma," seg- ir Mazursky. „Ég hef ver- ið myrtur“ Myrka og stormasama nótt eina í desember staulast maður inná lögreglustöð og stynur uppúr sér að hann vilji tilkynna morð. Þegar syfjulegur vaktmaðurinn spyr hver hafi verið myrtur segir prófessor Dexter Cornell (Dennis Quaid): -Ég.“ Cornell hefur verið byrlað eitur og hann á ekki nema 24 stundir eftir ólifaðar til að komast að því hver hefur bruggað honum þvílík banaráð. Með aöstoð eins nem- anda síns (Meg Ryan) reynir hann í örvæntingu að finna svar við spurningunni: „Hver skyldi vilja myrða mig?“ Þannig er upphafið á sakamála- myndinni „DOA“, sem sýnd verður á næstunni í Bíóborginni. Hún er lauslega byggð á samnefndri mynd frá 1949 og leikstýrt af Bretunum Rocky Morton og Annabel Jankel eftir handriti Charles Edward Pogue (Flugan). Með hlutverk auk Quaids og Ryans fara Daniel Stern og sú ágæta Charlotte Rampling. Það var framleiðandinn Laura Ziskin sem fékk upphaflegu hug- myndina að endurgerð „DOA". „Eg sá frummyndina í sjónvarpinu þegar ég var krakki og ég gleymdi henni aldrei. Hugmyndin um mann sem reynir að leysa gátuna að Ryan og Quaid. baki morðsins á sjálfum sér var heillandi," segir hún. „DOA“ er fyrsta bíómyndin sem Morton og Jankel leikstýra en þau hafa getið sér frægðar fyrir að leik- stýra myndbandahetjunni „Max Headroom". Dennis Quaid undirbjó sig undir hlutverk hins dauðadæmda m.a. með því að lesa bækur um dauð- ann og hvernig dauövona fólk bregst við honum. „Þetta er mjög ólíkt öðrum hlutverkum sem ég hef haft,“ segir hann. „Dexter verður að fást við heilmikla sjálfskoðun á stuttum tíma og það fannst mér mjög athyglisvert." Jane Alexander. verðlaun. Cacoyannis fær oft til liðs við sig leikara frá öllum heims- hornum — í Voru föðurlandi eru aöalleikararnir frá fjórum löndum. Vort föðurland segir frá banda- rískri konu (Alexander) í ónefndu landi í S-Ameríku sem verður mik- ilsmetin meðlimur í neðanjarðar- hreyfingu þegar forseta landsins er steypt af stóli við valdarán hers- ins. Vinkona hennar er handtekin ásamt þúsundum annarra, henni er misþyrmt og hún niðurlægð áður en henni er sleppt aftur og neðanjarðarhreyfingin ákveður að reyna að smygla henni úr landi. HAUST/VETUR '88/'89 Haust- og vetrarlínan frá Jil Sander er komin CLARA Kringlunni CLARA Laugavegi 15 SARA Bankastræti 8 MIRRA Hafnarstræti 17 NANA Völvufelli 15 NANA Lóuhólum 2-6 SNYRTIHÖLLIN Garðabæ LIBIA Laugavegi 35 GJAFA- OG SNYRTIVÖRUBÚÐIN Suðurveri ANNETTA Keflavík BYLGJAN Hamraborg 14 BYLGJAN Laugavegi 76 SACHS KÚPUNGSPRESSUR KÚPUNGSDISKAR KÚPUNGSLEGUR Fyrir flestar tegundir evrópskra og japanskra fólks- og vörubifreiða. Útvegum í allar helstu tegundir fólks- og vörubifreiða. Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKIN N SUOURLANDSBRAUT 8. SIMI 84670 Adam Horovitz leikur strékinn í nýjustu mynd Hugh Hudsons. Hugh Hudson gerir bandaríska bíómynd Það hefur ekkert heyrst til Hughs Hudsons í þrjú ár. Hann gersamlega hvarf sjónum manna eftir að Byltingin (Revolution) var frumsýnd í desember 1985, en það ku vera eitt mesta fjár- hagslega flopp f sögu breskrar kvik- myndagerðar. En aðeins þrem árum áður var hann mikið dáður. Það var þegar hann geröi Eldvagnana (Chari- ots of Fire) sem fór sem eldur um sinu um gjörvalla heimsbyggðina. Og stuttu síðar gerði hann annað meist- araverk, myndina um Tarzan apa- bróður. Sú mynd kostaði mikla pen- inga en skilaði gróða og fékk góða gagnrýni. En nú er að rofa aftur til í lífi Hughs Hudsons. Hann er staddur vestur í Bandaríkjunum og er að leggja síðustu hönd á nýja mynd sem lítið hefur verið fjallað um í fjölmlðlum hingað til. Myndin gerist í Bandaríkjunum. Hún fjallar um Tim, unglingsstrák sem fer illa út úr skilnaði foreldra sinna og leiðist úr í vafasamt líf á meðal stráka sem hafa það að lifi- brauði að stela og ræna öllu sem hönd á festir. Strákinn Tim leikur nýgræðingur í bíómyndum, Adam Horovitz. Síðan þróast sagan út í það að Tim er tekinn til fanga af lögregl- unni og honum komið fyrir á eins konar unglingaheimili. Þar kemst hann í hendur sálfræðingsins Loftis, sem Donald Sutherland leikur. „Þessi mynd er öðru vísi en allar aðrar myndir sem gerðar hafa verið um unglinga og vandamál þeirra," segir Hugh Hudson. „Ég forðast eins og heitan eldinn gömlu lummurnar um eigingjörnu foreldrana. Mig hefur alltaf langað til að gera kvikmynd i Bandaríkjunum, gera bandaríska bíó- mynd. Ég er mjög hrifinn af þessu stóra landi, því hér kljást menn við vandamál af svo stórri gráðu að það hreinlega heillar mig upp úr skónum." Hudson varð einnig að ósk sinni þegar hann fékk til liðs við sig Mich- ael Weller, sem er frægur og virtur handritshöfundur. Hann hefur m.a. skrifað handritið að „Hárinu" og „Ragtime" sem Milos Forman gerði. Þeir heimsóttu stofnanir þar sem vandræðaunglingar eiga heima, þeir ræddu við unglinga og ungt fólk sem lent hafði upp á kant við þjóðfélagið, áður en þeir fóru að skrifa sjálft hand- ritið. „Án þessa undirbúnings hefðum við ekki geta skrifað handritið. Við- fangsefni okkar er eldfimt og því er vissara að fara varlega í sakirnar. Þar aö auki þekktum viö ekki of vel til þess áður en undirbúningurinn hófst, enda þótt við hefðum mikinn áhuga á því," segir Hudson. Adam Horovitz sem leikur strákinn hefur ekkert leikið í bíómyndum áður, engu að síður er hann vanur að koma fram opinberlega, því hann stofnaði rokkgrúppuna „The Beastie Boys", en þeir sérhæfðu sig í þvi að móðga áhorfendur með miður vingjarnlegri framkomu. Hann ætti því ekki að lenda í neinum erfiðleikum með að túlka vandræðagemlinginn Timl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.