Morgunblaðið - 07.10.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 07.10.1988, Síða 1
VIKUNA 8. - 14. OKTOBER PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988 BLAÐ Ævi og ástir kvendjöfuls Á mánudag hefur Sjón- varpiö sýningu á breskum myndaflokki gerðum eftir sögu Fay Weldon. Mynd- in er í fjórum þáttum og er annar þáttur á dagskrá á miðvikudag. Myndin seg- ir frá Ruth sem er frekar stórskorin kona og manni hennar Bobbo. í starfi sínu kynnist Bobbo konu sem hefur allt til að bera til að gera menn ástfangna af sér. Hún heitir Mary Fisher og Bobbo verður ástfang- inn af henni. Þrátt fyrir þetta fullvissar Bobbo hina fyrirferðarmiklu konu sína um að hann muni aldrei yfirgefa hana og Ruth von- ar að þetta ástarsamband muni taka enda. En einn daginn þolir hún ekki meir og segir tengdaforeldrum sínum hvernig komið er. Bobbo verður ákaflega reiður, segir hana varla vera kvenmann, eiginlega sé hún bara kvendjöfull. Hann yfirgefur hana og fer að búa með hinni fallegu Mary. í bræði sinni ákveð- ur Ruth að sýna honum hvernig kvendjöfull sé og byrjar að undirbúa hefnd á hendur þeim skötuhjúum. Stöð 2 tveggja ára í tilefni tveggja ára afmælis Stöövar 2 á sunnudag verður sýnd heimildarmynd sem Marí- anna Friðjónsdóttlr hefur gert. Myndin fjallar um starf- semi stöðvarinnar á þessum tveimur árum. Konungur Ólympíuleikanna Á miðvikudag hefur Stöö 2 sýningu á myndinni Konungur Ólympíuleikanna. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og er sýnd í tveimur hlutum, seinni hluti hennar verður sýndur sunnudaginn 16. október. Myndin lýsir ævi íþróttamannsins Avery Brundage sem átti stóran þátt í að endurvekja Ólympíuleikana eftir fyrri heimsstyrjöldina. Seinna meir varð hann yfirmað- ur bandarisku ólympíunefndar- innar. Ungur að árum setti Avery stefnuna á Ólympíuleik- ana og þrátt fyrir nærsýni sem háði honum náði hann því tak- marki. Avery var ekki við eina fjölina felldur í ástamálum og eignaðist hann t.d. tvo syni með hjákonu sinni. David Selby. Veteardagskrá Meðal fjölmargs nýs efnis á vetrardagskrá Ríkisútvarpsins má nefna þáttinn Kviksjó, þar sem fjallað verður um það sem er efst á baugi í listum og menningu hérlendis og erlendis með gagn- rýni, kynningum, umræðum og viðtölum. Umsjónarmenn þátt- anna, sem eru á dagskrá fjóra daga vikunnar, þriðjudaga til föstu- daga kl. 19.35, eru Friðrlk Rafnsson og Halldóra Friðjóns- dóttír. Alla mánudaga til fimmtudaga eru á dagskrá fjórir þættir sem hafa að markmiði upplýsingamiðlun til almennings um tiltekin efni. Á mánudögum fjallar Slgrún Björnsdóttir um líf, starf og tóm- stundir eldri borgara i þætti sem nefnist Dagmðl. Á þriðjudögum gefur Sigríöur Pótursdóttlr hlustendum holl ráð varðandi heimil- ishald í þættinum í pokahorninu og á miðvikudögum er hún einnig með þáttinn íslenskur matur, þar sem kynntar eru gaml- ar íslenskar mataruppskriftir sem safnað hefur verið í samvinnu við hlustendur og samstarfsnefnd um þessa söfnun. Á fimmtudög- um svarar svo Hafsteinn Hafliöason fyrirspurnum hlustenda um garðagróður og pottablóm í þættinum í garölnum. Þættirnir eru á dagskrá kl. 9.30. í þættinum í llöinni vlku skiptast þau Páll Heiöar lónsson og Sigrún Stefánsdóttlr á um að líta yfir atburði liðinnar viku í svolítið öðru Ijósi en gert er af fréttamönnum. Þátturinn er á dagskrá á laugardögum kl. 11.05. f honum verða kvaddir til þrír viðmælendur og þeir beðnir að láta í Ijós álit sitt á viðburðum lið- innar viku, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Þetta eraðeins lítil upptalning á því efni sem útvarpið býður hlustendum sínum upp á í vetur en stefnt er að því að hlustend- ur geti gengið að því vísu hvað sé á dagskrá útvarpsins á hverj- um tíma dagsins, þ.e. að hafa svipað efni á dagskrá á sömu tímum. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-12 Útvarpsdagskrá bls. 2-12 Hvað er að gerast? bls. 3/5 Stjömugjöf bls. 10/11 Friörik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir. Vinsælustu myndböndin bls. 11 Quðað á skjáinn bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.