Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 3
B 3 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988 Rás 1: Tónskáldið P.D.Q. Bach ■■^■1 í dag flytja þeir Trausti Jónsson, Hallgrímur Magnússon 1 qio og Asgeir Sigurgestsson þátt á Rás 1 um bandaríska tón- lö skáldið og spaugarann Peter Schickele sem samið hefur tónlist undir nafninu P.D.Q. Bach. Þátturinn nefnist Tónskáldið sem gleymdist — og átti það skilið. Að sögn átti P.D.Q. Bach að vera 21. bam Johanns Sebastians Bachs. Hann fékkst við tónsmíðar eins og aðrir synir meistarans en þótti takast heldur óhönduglega. Var helst til hans leitað ef ástæða þótti til að koma þaulsætnum gestum úr húsi, enda gafst það yfírleitt vel. P.D.Q. Bach samdi oft tónlist fyrir óvanalegar raddir og hljóðfæri svo sem afsláttarkontratenór, vindbijóta og hjólapumpur. Peter Schickele, höfundur að ævisögu og tónlist P.D.Q. Bachs er prófessor í tónlistarfræðum við tónlistar- skóla í New York en hefur fengist við þessa iðju sína í frístundum um langt árabil. Þátturinn í dag er nú endurtekinn og er þetta sá síðari af tveimur. Bestu kveðjur ■ Á Rás 1 í kvöld verð- 35 ur þáttur sem ber ”“ yfírskriftina Bestu kveðjur, en þetta eru bréf frá vini til vinar. Um er að ræða fyrsta bréfið af mörgum frá ungri konu sem skrifast á við sér eldri mann um lifið og tilver- una og ekki ólíklegt að það sem þar er sagt varpi ljósi á sam- skipti kynja og kynslóð. Þórunn Magnea Magnúsdóttir semur og flytur ásamt Róbert Amfínns- syni. Þátturinn verður endurtek- inn á mánudagsmorgun. Þórunn Magnea Magnúsdóttir. KVIKMYNDIR HRÓI OG MARÍANNA m STÖÐ 2 — 91 35 HRÓI OG MAR- IANNA (Robin and Marian — 1976). Frumsýning. Hrói höttur og Litli Jón eru komnir aftur til Sher- wood-skógar, til fé- laga sinna sem áður fyrr hjálpuðu þeim að ræða hina ríku til bjargar þeim fátæku. Hrói fer að heimsækja Maríönnu, sem er orð- in nunna en boð ber- ast frá konungi um að klaustrið skuli burt úr sveitinni. Hrói bjargar Maríönnu úr klaustr- inu og ástin á milli þeirra kviknar á ný. Hrói og félagar hans ákveða að beijast á móti konungsmönnum og þrátt fyrir að aldurinn sé farinn að segja til sín hjá Hróa á hann von á að geta unnið einn sinn mesta sigur á ævinni. Aðalhlutverk: Sean Connery, Audrey Hepbum og Robert Shaw. Leikstjóri: Richard Lester. Scheuers gefur myndinni ★ ★ ★. BARÁTTA EDA BRÆÐRALAG Hrói höttur og Jón. mmmm sjónvarpið - 99 50 Barátta eða bræðralag (Benny’s Place — 1982). Benny hefur unnið á sama stað í yfír 17 ár, á verkstæði sem honum fínnst hann orðið eiga. Hann á fáa vini og hefur engin áhugamál. Vinnan er honum allt. Hann verður fyrir árás ungra bófa, sem hann að vísu kemst léttilega undan en er yfirmaður hans bið- ur hann að taka að sér lærling til að Iétta honum störfín, finnst honum hann hafa vemð niður- lægður og ákveður að endur- skoða líf sitt. Aðalhlutverk: Louis Cossett jr. og Cicely Tyson. Leik- stjóri: Michael Schultz. Scheuers gefur ★ ★ ★. Louis Cossett jr. leikur Benny. KRYDD I TILVERUNA ■■ STÖÐ 2 — Krydd í tilveruna (A Guide for the Marri- 9 A 00 ed Man — 1967). Frumsýning. Paul Manning er hamingju- “ samlega giftur maður sem fær þá hugdettu að fara að halda fram hjá eiginkonu sinni. Nágranni hans Ed Stander, sem er kvensamur í meira lagi, býðst til að hjálpa honum. Aðalhlutverk: Walter Matthau, Inger Stevens, Robert Morse, Sue Anne Langdon, Lucille Ball, Jack Benny, Art Carney, Joey Bishop, Sid Ceasar, Jayne Mansfield, Terry-Thomas o.fl. Leikstjóri: Gene Kelly. Scheuers gefur ★ ★ ★. BLÓÐUG SÓLARU PPRÁS STÖÐ 2 — Blóðug sólarupprás (Red Dawn — 1984). Er Rússar gera innrás inn í Bandaríkin flýja nokkur ung- menni til fjalla og reisa sér byrgi þar. Scheuers gefur ★ ★. HVAÐ ER AÐO GERAST ( Söfn Árbæjarsafn Árbæjarsafn er opið eftir samkomuiagi. Hægt erað panta tíma ísima 84412. Ámagarður i Árnagarði er handritasýning þar sem má meðal annars sjá Eddukvæði, Flateyj arbók og eitt af elstu handritum Njálu. Ásgrímssafn Ásgrimssafn við Bergstaðastræti er opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudagakl. 13.30—16.00. Ásmundarsafn i Ásmundarsafni er sýningin Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Þar gefur að líta 26 höggmyndirog 10 vatnslitamyndir og teikningar. Sýningin spannar 30 ára tímabil af ferli Ásmundar, þann tíma sem listamaðurinn vann að óhlutlægri mynd- gerð. í Ásmundarsafni er ennfremur til sýnis myndband sem fjallar um konuna í list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og afsteypur af verkum listamannsins. Safnið er opið daglega frá kl. 10 til 16. Hópar geta fengið að skoða safnið eftir umtali. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 13.30— 16.00. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11.00—17.00. Listasafn íslands I sölum 1 og 2 stendur nú yfir sýning á íslenskum verkum í eigu safnsins. Eru þar sýnd verk eftirÁsgrím Jónsson, Gunnlaug Scheving, Jóhannes S. Kjarv- al, Jón Engilberts, Jón Stefánsson JNÍnu T ryggvadóttur, Snorra Arinbjarnar og Þorvald Skúlason. Á sunnudag fer fram i fylgd sérfræðings leiösögn um sýning- una og hefst hún kl. 13.30. Leiösögnin „Mynd mánaöarins" ferfram áfimmtudögum kl. 13.30. Myndoktóber- mánaðar er eftir Ásgrím Jónsson: Sumar- kvöld (Öræfajökull), vatnslitamynd frá ár- inu 1912. I fyrirlestrarsal (sal nr. 5) í kjallara safns- ins verða eftirfarandi myndbandssýning- ar: Sunnudagur: Kl. 11—13. Syrpa, 11 íslenskir myndlistarmenn. Sjónvarpið 1986. Þriðjudagur: Skáld hlutanna, mál- ari minninganna. Lpuisa Matthíasdóttir. Listmunahúsiðog (sfilm. Miövikudagur: Galdurinn og leikurinn. Fjórir ungir mynd- listarmenn. Sjónvarpið 1986. Fimmtu- dagur: Ásgrimur Jónsson málari. Sjón- varpiö 1984. Listasafn (slands er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 11 — 17. Aögangur að sýn- ingunum er ókeypis, svo og auglýstar leiðsagnir. Veitingastofa hússins er opin ásamatima. Ustasafn Háskóla íslands f Listasafni Háskóla íslands i Odda eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins. Lista- safnið er opið daglega kl. 13.30— 17 og er aögangur ókeypis. Minjasafnið Akureyri Minjasafnið á Akureyri ertil húsa við Aöalstræti 58. Safnið er opið á sunnu- dögumfrákl. 14—16.ÁMinjasafninu má sjá ýmis konar verkfæri og áhöld sem tengjast daglegu lífi fólks áðurfyrrtil sjáv- ar og sveita. Einnig er margt muna sem sýna vel menningu og listiðnaö islenska sveitasamfélagsins s.s. tréútskurður, silf- urmunir, vefnaðurog útsaumur. Einnig er á safninu úrsmíða-, skósmíða- og trésmíðaverkstæði frá fyrri tíð. Þá má nefna gamla kirkjumuni s.s. bænhús- klukku frá því um 1200. Á minjasafninu er einnig hægt að skoða gamlar Ijós- myndir og á lóð safnsins stendur gömul timburkirkja frá árinu 1876. Myntsafnið Myntsafn Seðlabanka/Þjóöminjasafns er í Einholti 4. Þar er kynnt saga íslenskrar peningaútgáfu. Vöruseðlar og brauð- peningarfrá siðustu öld eru sýndir þar svo og orður og heiöurspeningar. Líka er þarýmis forn mynt, bæði grísk og rómversk. Safniö er opið á sunnudögum millikl. 14og 16. Norræna húsið I anddyri Norræna húsinu stenduryfir sýning bandariska málarans L. Alcopleys á málverkum, grafík og teikningum. Sýn- ingin stendurtil 9. októberog eropin á venjulegum opnunartima Norræna húss- ins, kl. 9—19 á virkumdögum og kl. 12— 19 á sunnudögum. Póst-og símaminjasafnið I gömlu símstöðinni í Hafnarfirði er núna póst- og símaminjasafn. Þar má sjá fjöl- breytilega muni úr gömlum póst- og simstöðvum og gömul símtæki úr einka- eign. Aðgangur er ókeypis en safnið er opið á sunnudögum og þriðjudögum milli klukkan 15 og 18. Hægt er að skoða safniö á öðrum tímum en þá þarf að hafa samband við safnvörð i sima 54321. Þjóðminjasafnið Þjóðminjasafniö er opið alla daga nema mánudaga kl. 11.00—16.00. Aögangur er ókeypis. Sýningar íslenskur heimilisiðnaður Heimilisiðaðarfélag (slands er 75 ára um þessar mundir. I tilefni afmælisins erfé- lagið með sýningu og kynningu á starf- semi þess í Hafnarstræti 3. Sýningin er opin á venjulegum verslunartima fram til 15. október. Sýningardagana erfyrir- hugað að sýna ýmis vinnubrögö sem kennd eru í Heimilisiönaðarskólanum. MÍR Kósakkarnir, sovésk kvikmynd gerð á sjötta áratugnum eftir samnefndri skáld- sögu Lévs Tolstojs, verður sýnd í bíósal Ml'R, Vatnsstíg 10, sunnudaginn kl. 16. Skáldsagan Kósakkarnir kom út á islensku í þýðingu Jóns Helgasonar áriö 1961, réttri öld eftir að sagan kom fyrst út á frummálinu. Kvikmyndin ersýnd í MÍR núítilefni þess að 160árvoruí haust liðin frá fæðingu Tolstojs. Aðgang- ur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Myndlist FÍM-salurinn Bergljót Kjartansdóttir opnar sýningu á málverkum í F(M-salnum, Garðastræti 6,12. október kl. 12. Opið er alla daga frákl. 14 til 19. Sýningin stenduryfirtil 23. október. GalleríBorg í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, stendur núyfirsýning á verkum Jóns Þórs Gísla- sonar. Þetta erfjórða einkasýning Jóns. Á sýningu Jóns Þórs eru olíumálverk og teikningar. Sýningin stendurtil 18. októ- berogeropinvirka dagafrákl. 10—18 og um helgarfrá kl. 14—18. Grafik-Gallerí Borg, Austurstræti 10, er opið á verslunartima. Á laugardögum og sunnudögum erlokað. Kjallarinn, Póst- hússtræti 9, er ávallt opinn um helgar frákl. 14—18. Þarerúrval mynda yngri höfunda og mikiö af verkum eldri meist- ara einsog t.d. eftir Jón Stefánsson, Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónsdóttur, Mugg, Gunnlaug Blöndal, Gunnlaug Scheving o.fl. Gallerí Gangskör Á laugardaginn kl. 16 opnar Anna Gunn- laugsdóttir málverkasýningu í Galleri Gangskör, Torfunni. Sýningin eropin frá kl. 12 til 18 alla virka daga nema mánu- daga og kl. 14 til 18 um helgar. Sriingin stendurtil 24. október. Gallerí Grjót Eigendur Gallerí Grjóts að Skólavörðustíg 4a eru níu listamenn og sýna þeir verk sin i galleríinu nú i sumar. Listaverkin eru margvísleg og má þar nefna mál- verk, grafík, skúlptúr, teikningar, skart- gripi, leirmuni, steinmyndirog postu- línsmyndir. Öll verkin eru til sölu. Galleri Grjóteropiðvirka daga kl. 12—18. Gallerí Guðmundar frá Miðdal í Galleri Guðmundarfrá Miðdal, Skóla- vörðustig 43, eru til sýnis og sölu mál- verk eftir Guðmund Einarsson, Svövu Sigriði, Guðmund Karl, Hauk Clausen o.fl. Galleri Guðmundar er opið alla daga nema sunnudaga kl. 14—18. Gallerí Kirkjumunir í Galleri Kirkjumunum, Kirkjustræti 10, stenduryfir myndasýning. Verkin á sýn- ingunni eru eftir Sigrúnu Jónsdóttur ofl. GalleríList I Galleri List, Skiþholti 50b, stenduryfir sýning Höllu Haraldsdótturáverkum úr steindu gleri. Á sýningunni eru einnig myndir unnar með vatnslitum, fjöðurstaf og penna. Halla er vel kunn fyrir myndir sínarúrsteindu gleri enjafnframt hefur hún unnið með oliulitum, vatnslitum og gert myndir úr steini. Hún hefur haldið fjölda einkasýningum hérlendis og er- lendis. Sýningin stenduryfirtil 9. októ- ber. Opið eralla virka daga frá kl. 10.30— 18.00 og laugardaga frá kl. 10.30- 14.00. Gallerí Svart á hvftu í GalleriSvart á hvítu, Laufásvegi 17, er sýning Sóleyjar Eiríksdóttur á höggmynd- um unnum úr steinsteypu og grafíkmynd- um. Sóley er Hafnfiröingur, fædd 1957. IHún nam við Myndlista- og handíðaskóla (slands og lauk þaðan námi árið 1981. Sóley hefurtekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Hún hélt síðast einkasýningu á Kjarvalsstöðum árið 1987. Sýningin er opin álla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18. Siöasti sýning- ardagur er 16. október. (Listaverkasölu gallerisins á efri hæð eru til sölu verk ýmissa myndlistarmanna og má m.a. nefna: Karl Kvaran, Georg Guðni, Hulda Hákon, Helgi Þorgils Frið- jónsson, Halldór Björn Runólfsson, Guð- mundur Thoroddsen, Jón Óskar, Jón Axel, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Pétur Magnússon, Sigurður Guðmundsson, SigurðurÖrlygsson, Pieter Holstein, Tumi Magnússon, HalldórÁsgeirsson og Erla Þórarinsdóttir. Listaverkasalan eropin á sama tíma og sýningasalur gallerisins. Gullni haninn Áveitingahúsinu Gullna hananum eru myndir Sólveigar Eggerz til sýnis. Hafnargallerí Helgi Jónsson sýnir vatnslitamyndir í Hafnargalleríi, Hafnarstræti 4, dagana 4. til 15. október. Opið erá verslunartima og frá kl. 9 til 13 á laugardögum. Katel (sal Verslunarinnar Katel er sölusýningu á plakötum og eftirprentunum eftir Chagall. Salurinn ertil húsa að Lauga- vegi 29 (Brynju-portið). Sýningin er opin virkadaga kl. 10—18. Kjarvalsstaðir Á Kjarvalsstöðum standa nú yfir þrjár sýningarsem hafa staðið frá 17. septem- ber, og lýkur nú um helgina. I vestursal og á vesturforsal eru tvær sýningar í gangi: Hallsteinn Sigurðsson sýnir mál- aða skúlptúra úr málmi, og er bæði um að ræða verk sem hvíla á stöllum, eru sett á vegg og svonefnd svifverk. Ása Ólafsdóttir sýnir myndvefnað og eru mörg þeirra unnin úr islenskri ull. (austur- sal eru sýnd grafíkverk frá Tamarind stofnuninni i Bandaríkjunum. Þessi verk eru úrval af verkum ýmissa listamanna, sem starfað hafa við stofnunina í gegnum Ekkert blávatn Dauer léttöl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.