Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988 B 5 Stöð 2: Heimaerbest n stöð 2 50 frumsýnir í " kvöld myndina Heima er best (How Green was my Valley) frá árinu 1941. Myndin hlaut fímm Óskarsverðlaun árið 1942, m.a. sem besta kvikmyndin, fyrir leikstjóm, fyrir kvikmyndatöku og fyrir aukahlutverk leikarans Donalds Crisps. Myndin segir frá lifí ijölskyldu nokkurrar í kola- námubæ i Wales. Fimm bræður vinna ásamt föður sínum í námu en yngsti bróð- irinn er heima og hjálpar móður sinni og systur við heimilis- störfín. Það er hann sem segir söguna og lýsir hann lífí flölskyldu sinnar er hann var ungur drengur. Aðalhlutverk: Walter Pidgeon, Maureen O’Hara og Roddy MacDowall. Leikstjóri: John Ford. Kvik- myndahandbók Scheuers gefur myndinni ★★★★. Úr myndinni Heima er best. Stöö 2: A la carte ■■■1 Skúli Hansen hefur tekið aftur til starfa á Stöð 2 og byij- 1£35 ar nú á ný matreiðslu fyrir þáttinn A la carte. í þættinum í dag, semer fyrsti þátturinn verðaþessir réttir matreiddir: Ferskt grænmetissalat með Pasta í jógúrtsósu (fyrir 4) Til suðu: */a lítri vatn, Mazola komolía. 5—6 mínútna suða. Salat: V4 jöklasalat, V4 agúrka, 2 tómatar, 1 gul paprika Sósa: 1 dl Helmena létt majones, 1 dl. jógúrt (Baulu melónujógúrt). Krydd: Mardas kariý, Mango chutney, Tandoori. Eggnúðlur og pönnukökur fylltar með ýsu á hvítlaukssósu (fyrir 4) V2 pakki eggnúðlur TU suðu: V2 lítri vatn, Mazola komolía. 5—6 mínútna suða. Pönnukökudeig: 120 gr hveiti, 120 gr Maizina-mjöl, 1 egg, mjólk. Hráefni: 400 gr ýsuflök, roðrifin og hreinsun, 100 gr ferskir svepp- ir, 75 gr blaðlaukur, 1 dl ijómi. Krydd: Hvítlaukur, salt og pipar. Sjónwarpið: Töfraglugginn ■■■■ í Töfraglugganum í Sjónvarpinu i dag fer Bella í beija- 1 O 00 tínslu en einnig fer hún niður í Qöm og fínnur þar ýmis- A O “ legt fróðlegt. A milli þess sem Bella dundar sér sýnir hún nokkrar teiknimyndir. Litla engisprettan missir fíðluna sína dýrmætu ofan í kontrabassa en fínnur leið til að ná í hana. Rubba er eitthvað umhugað um sólina þessa dagana og Kári köttur og félagar leika sér með flugdreka. Teskeiðarkerlingin minnkar í dag eins og venju- lega og franski lögregluforinginn Clousseau leysir sakamál; hann leitar að týndum demant fyrir vellauðuga konu. Högni Hinriks dreym- ir draum sem fylgst verður með. Svo opnast Myndaglugginn með mörgum fallegum teikningum. Rás 2; Ástarsögur afhjúpadar ■■B í Útvarpi OA30 ungafólks- insáRás2 í dag sér Sigríður Amardóttir um þátt sem nefnist Astarsög- ur afhjúpaðar. Þetta er fyrsti þáttur Sigríð- ar en í næstu þáttum Útvarps unga fólks- ins, sem verða á dag- skrá á sama tíma á sunnudags-, mánu- dags-, þriðjudags- og fímmtudagskvöldum Sigríður Amardóttir og samstarfsmenn hennar Þórdís Valdimarsdóttir og Atli Rafn Sigurðsson. verða ýmis mál tekin fyrir; má t.d. nefna kynningu á skólalífi um allt land, fræðslumola um námstækni, íþróttir, líkamsrækt og keDpn- isgreinar, stjómmál, leikrit, listir og óvænt ævintýraleg atvik. Vem- harður Linnet sér um þættina á virkum dögum en Sigríður á sunnu- dögum. HVAÐ ERAÐ GERAST? árin. Sýningarnar eru opnar alta daga frá kl. 14 til 22 og er síðasti sýningardagur á sunnudag. Krókur I Gallerí Krók sýnir Daníel Þorkell Magn- ússon myndverk. Krókur er að Laugavegi 37 og er opinn á verslunartíma. Nrtján Sýningarsalurinn Nitján er til húsa í bak- húsi að Selvogsgrunni 19 í Reykjavik. Þar sýnir Mússa 17 vatnslitamyndir frá síðustu þremur árum. Þetta er þriðja einkasýning Mússu en áður hefur hún sýnt collage-myndir í Reykjavík og coll- age- og vatnslitamyndir í Þýskalandi. Sýningin er opin kl. 17—19 alla daga og stendurtil9.október. Nýhöfn Á laugardaginn opnar Borghildur Óskars- dóttir sýningu í Nýhöfn, Hafnarstræti 18. Á sýningunni eru 11 verk unnin i leir og glerá þessu ári. Þetta erfjórða einkasýn- ing Borghildar en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10 til 18 og um helgarfrákl. 14 til 18. Sýningunni lýkur 26. október. Nýiistasafnið f Nýlistasafninu, Vatnsstig 3b, stendur yfir sýning á verkum Dagmar Rhodius. Dagmar Rhodius er vestur-þýsk mynd- listarkona. Hún hefur áður sýnt á Islandi, i Nýlistasafninu árið 1983 og síðan þá hefur hún komið á hverju sumri og ferð- ast um landiö. Listakonan kallar sýning- una Straumland, og er hún installasjón með Ijósmyndum, teikningum, fslenzkum steinum og oröum. Steinar og orð eru ek. megininntak sýningarinnar. Sýningin er opin daglega frá kl. 16—20 og stend- urhúntil9.október. Sparisjóður Reykjavíkur I Sparisjóð Reykjavíkur, Álfabakka 14, stenduryfiirsölusýning á málverkum eft- ir Jóhannes Geir. Sýningin eropin frá kl. 9.15—16, mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum til kl. 18. Á sýningunni eru 20 myndir. Sýningin stenduryfirtil 25. nóvember. Aðgangurerókeypis. Hafnarborg Hafnarfirði I Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði stendur yfir sýning á verkum úr safni stofnunarinnar. Sýningin er opin daglega kl. 14-19. Vinnustofa og sýningarsalur (vinnustofu og sýningarsal Ríkeyjar Ingi- mundardóttirað Hverfisgötu 59 eru til sölu verk hennar; málverk, postullnslág- myndir, styttur og minni hlutir úr leir og postulini. Ríkey málar og mótar verk eft- ir óskum hvers og eins. Opið er á verslun- artíma. Slúnkaríki, ísafirði í Slúnkariki á (safirði stendur yfir sýning Erlu Þórarinsdóttur. Erla lauk námi frá Konstfackskólanum i Stokkhólmi 1981 og hefur síðan unnið og starfað að mynd- list i Sviþjóð, New York og hér heima. Hún hefur haldið einkasýningar i Reykjavík, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og New York og tekið þátt í fjölda sam- sýninga. Nærmyndir minnis og gleymsku kallast myndaröð sem Erla sýnir og eru það myndir málaðar með olíu á striga, flestará þessu ári. Sýningin stenduryfir til 9. október. Gallerí Allrahanda Akureyri Galleri Allrahanda er til húsa aö Brekku- götu 5 á Akureyri. Opnunartími er fimmtudaga kl. 16—19, föstudaga kl. 13—18 og laugardaga kl. 10—12. Aörir tímar eftir samkomulagi. Galleríið er á efri hæð og eru þar til sýnis og sölu leir- munir, grafík, textíl-verk, silfurmunir, myndvefnaður og fleira. Alþýðubankinn Akureyri Menningarsamtök Norðlendinga og Al- þýðubankinn hf. á Akureyri kynna mynd- listakonuna Dröfn Friðfinnsdóttur. Á list- kynningunrli eru 12 verk unnin með akrýl- litum á strika. Dröfn stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri og þaðan útskrifaðist hún úr málaradeild 1986. Árið 1987 var hún við nám í Lahtí lista- skólanum i Finnlandi. Kynningin er i úti- búi Alþýöubankans hf., Skipagötu 14, og lýkur henni 4. nóvember. HAMLET Leikfólag Reykjavfkur hefur á ný haflA sýningar á harm- leiknum um Hamlet Danaprlns, sem var frumsýndur í lAnó sl. vor. Alls urAu sýnlngar 14 á siAasta leikári. Leiklist Alþýðuleikhúsið Alþýðuleikhúsið sýnirleikritið Elskhuginn eftirenska rithöfundinn Harold Pinter. Sýningarnar eru i Ásmundarsal við Freyjugötu sunnudag kl. 16 og mánudag kl. 20.30. Sýningum ferfækkandi. Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavikur sýnir gamanleikritið Sveitasinfónía eftir Ragnar Arnalds. Leik- stjóri er Þórhallur Sigurðsson. Sýningar eru á laugardag og sunnudag kl. 20.30 í Iðnó. Sýningar Leikfélagsins á Hamlet verða á miðvikudag og föstudag kl. 20.00 í Iðnó. Harmleikurinn um Hamlet Dana- prins var frumsýndur í Iðnó í apríl sl. vor og urðu sýningaralls 14 á síðasta leikári. Miðasala er opin alla daga frá kl. 14—19. Simi 16620. Þjóðleikhúsið Þjóðleikhúsiö sýnir leikritið Marmari eftir Guðmund Kamban i leikgerð og leik- stjórn Helgu Bachmann. Sýnt er laugar- dag og sunnudag kl. 20.00. Miðasala er opin alla daga nema mánudaga kl. 13—20.Sími 11200. Á Litla sviði Þjóðleikhússins er sýnt verk- ið Ef ég væri þú, eftir Þorvarð Helgason. Sýningar eru á föstudag og laugardag kl. 20.30 Á laugardag kl. 15 frumsýnir Þjóðleik- húsiðnýtt íslenskt barnaleikrit, Hvarer hamarinn? eftir Njörð P. Njarövík. Tónlist er eftir Hjálmar H. Ragnarsson og leik- stjóri er Brynja Benediktsdóttir. Leikurinn byggirá einu Eddukvæða, Þrymskviðu, og prýða hann margir sögvar. Leikritið er sýnt í Gamla bíói á laugardag og sunnudag kl. 15. Frú Emilía Leikhúsið Frú Emilía stendurfyrir leik- lestri helstu leikrita Antons Tsjekhov í Listasafni islands við Frikirkjuveg. Á laug- ardag og sunnudag kl. 14.00 verður flutt verkið Kirsuberjagarðurinn. Leikararnir sem flytja verkið eru: Baldvin Halldórs- son, Edda Heiðrún Backmann, Ellert A. Ingimundarson, Eiríkur Guðmundsson, Flosi Ólafsson, Guðjón P. Pedersen, Guðrún Marinósdóttir, Helga Stephen- sen, Jón Júliusson, Ragnheiður Stein- dórsdóttir, SigurðurSkúlason, Valdimar Örn Flygenring og Vilborg Halldórsdóttir. Leikstjóri er Eyvindur Erlendsson. Að- göngumiðasala er i Listasafni íslands laugardag og sunnudag og hefst kl. 12.30. Gríniðjan hf. Griniðjan hf. sýnirgamanleikinn NÖRD (Nær öldungis ruglaður drengur) í Gamla Bíói. Leikritið er eftir bandaríska leikarann og leikritahöfundinn Larry Shue. Leikarar eru: Randver Þorláksson, Sigrún Waage, Július Brjánsson, Edda Björgvinsdóttir, Björgvin Franz Gislason og ÞórhallurSig- urðsson auk Gísla Rúnars Jónssonar sem einnig leikstýrir. Sýningar eru föstudag og laugardag kl. 20.30. Sýningarfjöldi er takmarkaður. Miðasala er í Gamla Biói frákl. 16.30, sími 11475. Leikfélag Hafnarfjarðar Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir leikritið Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren laug- ardag og sunnudag kl. 16 i Bæjarbiíoi i Hafnarfirði. Miðasala eropnuð tveimur timum fyrir sýningar en hægt er að panta miða í sima 50184 allan sólarhringinn. Ferðalög Upplýsingamiðstöð Upplýsingamiöstöð ferðamála er með aðsetur sitt að Ingólfsstræti 5. Þar eru veittar allar almennar upplýsingar um feröaþjónustu á (slandi. Opið er mánu- daga til föstudaga kl. 10—16, laugardaga kl. 10—14ogsunnudaga kl. 11—14. Síminn er 623045. Útivera Hana nú Vikuleg laugardagsganga Frístunda- höpsins Hana nú í Kópavogi verður laug- ardaginn 8. október. Lagt veröur af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Markmið göngunnar er samvera, súrefni og hreyf- ing. Nýlagað molakaffi. Allir, ungirog aldnir, eru velkomnir. Ferðafélag íslands Á sunnudag verða farnar tvær göngu- ferðir, sú fyrri kl. 10 en þá verður gengin gömul þjóðleið frá Junkaragerði sunnan Hafna og í Staðarhverfi við Grindavík. Þessi gönguferð er um sléttlendi en í lengra lagi. Kl. 13 veröur ekið að Svarts- éngi og gengið þaðan á Hagafell og viðar. Á miðvikudag veröur efnt til fyrsta myndakvöldsins á vetrinum, þar verða kynnt i máli og myndum nágrannarokkar Grænlendingar og Færeyingar. Mynda- sýningar Ferðafélagsins í vetur verða i Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Útívist Um helgina verður farin síðasta haustlita- ferðin i Þórsmörk á árinu. Brott er er föstudagskvöld kl. 20 og er gist i skálum Útivistar i Básum. Á laugardagsmorgun kl. 8 veröur lagt upp í tveggja daga ferð á Emstrusvæðið. Skoðað verður Markar- fljótsgljúfur, fossarvið Mýrdalsjökul og farið um Fjallabaksleið syðri vestan Hvanngils. Gist í húsi. Á sunnudags- morgun kl. 8 veröur einsdagsferð i Þórs- mörk. Kl. 13 á sunnudag erfarin ný gönguferö. Gengið verður um svokallað- an Tóarstig, en það er skemmtileg gönguleiö um sjö aöskildar gróðurvinjar í Afstapahrauni. Brottförerfrá BS(, bensinsölu, frá Kópavogshálsi og v/Sjó- minjasafnið i Hafnarfirði. Viðeyjarferðir Hafsteinn Sveinsson er með daglegar ferðir út í Viðey. Fyrsta ferð er farið kl. 13.00 og er farið á heila tímanum frá Reykjavík og á hálfa tímanum frá Viðey. Mánudaga, þriöjudaga og miðvikudaga fer síðasta ferð frá Viöey kl. 18.30 en aðra daga kl. 23.30. Aukaferðir eru fam- ar með hóparsem panta sérstaklega. Kirkjan í Viðey er opin og veitingar fást í Viðeyjamausti. Bátsferöin kostar 300 krónur fyrir fullorðna, 100 krónur fyrir börn að 14 ára aldri en frítt er fyrir böm 5áraogyngri. Hreyfing Keila í Keilusalnum í öskjuhlíð eru 18 brautir undir keilu, á sama stað er hægt að spila billjarö og pínu-golf. Einnig er hægt að spila golf í svokölluðum golfhermi. Sund í Reykjavik eru útisundlaugar i Laugar- dal, við Hofsvallagötu og við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Einnig eru útisund- laugar á Seltjarnamesi, á Varmá og viö Borgarholtsbraut í Kópavogi. Innisund- laugar á höfuöborgarsvæðinu eru við Barónsstíg og við Herjólfsgötu í Hafnar- firði. Opnunartima þeirra má sjá í dag- bókinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.