Morgunblaðið - 18.10.1988, Síða 12

Morgunblaðið - 18.10.1988, Síða 12
Los Angeles Dodgers komið með aðra hönd- ina á meistaratitilinn Eftirtvo sigurleiki gegn Oakland á heimavelli um helgina r ; I • ’•,« STÓRLIÐIÐ Los Angeles Dodgers hefur nú náð 2-0 forystu í lokaúrslitum (World Series) í keppni atvinnu- manna C haf nabolta eftir tvo sigra gegn Oakland A’s á heimavelli sínum. akland A’s tiyggði sér ör- uggt sæti f lokaúrslitunum með því að sigra Boston Red Sox I fjórum leilcjum í röð { undanúr- slitunum. í hinum undanúrslitunum sigraði Los Ange- les Dodgers lið New York Mets með fjórum sigrum gegn þremur í mjög jafnri keppnk A laugardag sigraði Los Ange- les 5:4 í hörkuspennandi leik þar sem úrslit réðust ekki fyrr en í seinni hluta lokalotunnar, þegar Kirk Gibson sló boltann út fyrir Qunnar Valgeirsson skrifar leikvöllinn og komst þar með beint i heimahöfn. Á sunnudag var hinsvegar aldr- ei spuming um hvaða lið næði að sigra. Dodgers sýndu geysilegt öryggi og Orel Hershiser, kastari liðsins, var í miklum ham. Leik- menn A’s komust aldrei nálægt heimahöfn {leiknum og Dodgers unnu ömgglega 6:0. Það lið sem fyrr sigrar í fjórum leikjum verður meistari. Fýrir þessa úrslitakeppni var Oakland talið mun sigurstrang- legra, enda vann liðið flesta leiki allra liða í deildinni $ sumar, alls 104. Los Angeles vann New York nokkuð óvænt í undanúrslitunum og lítur nú út sem að liðið sé að ná toppnum á réttum tíma. Liðin spila nú þijá leiki í Oakland og verður heimaliðið að sigra í þeim öllum ef það ætlar sér meistaratit- ilinn. Klrk Qlbson tryggði Los Angeles Dodgers í fyrri leiknum með glæsilegu skoti út fyrir leikvöllinn. Hann hafði ekkert tekið þátt í leiknum fram að þessu — var meiddur, en var Iátinn slá í lokin, og brást ekki! AMERiSKI FOTBOLTINN Fyrsta tap Cincinnati Gunnar Valgeirsson skrifar CINCINNATI Bengals töpuðu sfnum fyrsta leik á keppn- istímabilinu í NFL-deildinni gegn New England Patriots, sem leika nálœgt Boston, með 27 stigum gegn 21. Það voru fyrst og fremst mistök stjómanda Bengals, Boomer Esiason, sem ollu þessum fyrsta ósigri liðsins, en fímm sinnum kom- ust leikmenn Patri- ots inn { sendingar hans í leiknum. Annars hefur Esia- son verið í miklu stuði fram til þessa í leikjum Ben- gals. San Fransisco 49ers sigraði Los Angeles Rams í leik dagsins með 24 stigum gegn 21. San Fransico byrjaði vel, en síðan meiddist stjóm- andi liðsins, Joe Montana, á öxl og þá náði Rams forystunni. San Fransico gekk illa á meðan Montana var utan vallar, en hann kom síðan aftur inn í leikinn í síðari hálfleik og stjómaði liði sínu til sigurs í hörkuleik. Auk Cincinnati, San Fransisco og Los Angeles Rams, virka lið Chicago, New Orleans og Buffalo sterkust í deildinni það sem af er þessu keppnistímabili. Úrslitin í 7. umferðinni urðu ann- ars þessi: Chicago Bears-Dallas Cowboys 17:7 Cieveland Browns-Philadelphia Eagles.......................19:3 Indianapolis Colts-Tampa Bay Buc- caneers.....................35:31 Los Angeles Raiders-Kansas City Chiefs......................27:17 Green Bay Packers-Minnesota Vik- ings........................34:14 New England Patriots-Cincinnati Bengals.....................27:21 New York Giants-Detroit Lions ............................30:10 Houston Oilers-Pittsburgh Steelers ............................34:14 Washington Redskins-Phoenix Cardinals...................33:17 Denver Broncos-Atlanta Falcons ............................30:14 San Fransisco 49ers-Los Angeles Rams........................24:21 Miami Dolphins-San Diego Char- gers........................31:28 New Orleans Saints-Seattle Sea- hawks.......................20:19 Buffalo Bills og New York Jets kepptu svo sín á milli í nótt. LOTTO: BONUSTALA: Mlloslav Mecir. FÓLK ■ MARTINA Navratilova og Chris Evert eru miklar vinkonur. Þær eru báðar í hópi fremstu tenn- iskvenna í heimi og þurfa því annað slagið að mætast í úrslitum á stór- mótum. Það gerðist einmitt um helgina á sterku tennismóti í Fild- erstadt í V-Þýskalandi. Navra- tilova hafði betur, 6:2 og 6:3 og hefur nú sigrað í 42 af 79 viðureign- um sínum við Evert. Þetta er í fímmta sinn sem Navratilova sigr- ar á þessu móti og fyrir vikið fékk hún um fjórar milljónir kr. og sportbíl að verðmæti um þtjár millj- ónir kr. Þess má geta úrslitaleikur- inn stóð í 75 mínútur. ■ SLOBODAN Zivojiaovic frá Júgóslavíu sigraði á ástralska inn- anhússmótinu í tennis um helgina. Zivojinovic sigraði Richard Mat- uszewski frá Bandaríkjunum { úrslitaleik, 7:6, 6:4 og 6:3. Þetta var annar sigur Zivojinovic á stór- móti en hann er í 35. sæti á heims- listanum, 101 sæti ofar en Matus- zewski. Fyrsta lotan var jöfn en í tveimur síðari hafði Zivojinovic mikla yfirburði og sigraði örugg- lega. Fýrir sigurinn fékk hann um fjórar milljónir kr. en það er rúm- lega helmingi meira en hann hefur haft í laun á þessu ári. ■ BRAD Gilbert, frá Banda- ríkjunum, sigraði landa sinn Aar- on Krickenstein í úrslitum á tenn- ismóti í Tel Aviv í ísrael. Það byijaði reyndar ekki vel hjá Gil- bert. Hann tapaði fyrstu lotu 4:6 og var undir í næstu 1:5. Þá tók hann við sér, sigraði 7:6 og 6:2 í úrsiitalotunni. Þetta varjsriðji sigur Gilbert á þessu móti. I tvíliðaleik karla sigruðu Paul Wekesa og Roger Smith frá Kenýa. Þeir urðu þar með fyrstu blökkumennimir til að sigra í tvíliðaleik á stigamóti alþjóða tennissambandsins. I STEFAN Edberg tapaði óvænt fyrir Tékkanum Miloslav Mecir í úrslitaleik á tennismóti í Hong Kong, 6:7, 6:4 og 1:6. Andre Agassi hafnaði í 3. sæti og Nic- holas Pereira frá Venezuela varð fiórði. ■ BANDARÍKJAMAÐURINN Jimmy Connora hefur verið einn besti tennisleikari heims i áraraðir og um helgina sigraði hann á stiga- móti í 107. sinn! Hann vann An- drei Chesnokov frá Sovétríkjun- um í úrslitaleik á móti í Toulouse ( Frakklandi, 6:2 og 6:0. A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.