Morgunblaðið - 30.10.1988, Síða 6

Morgunblaðið - 30.10.1988, Síða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 F erskar baunir 011 þekkjum við baunir og ertur og blöndum þessum heitum oft saman. í hugum flestra eru baunir og ertur hnöttóttar og harðar, stundum aflangar og jafnvel flatar, en þama skulum við greina á milli og kalla þær ertur en hinar, sem eru í belgnum þegar við matreiðum þær, baunir. Bretar kalla ertur peas, en baunir beans. íslendingar hafa ekki ræktað mikið af baunum, þó man ég eftir að móðir mín ræktaði einhvem tíma baunir þegar ég var lítil, og eitt sumarið gerði ég tilraunir með að rækta baunir inni í blómsturpottum með sæmilegum árangri. Mér kom á óvart hve fljótsprottnar þær vom. Nú er farið að flytja inn alls konar ferskar baunir og þær þekkjum við síður. í gær rakst ég á þrenns konar baunir í stórmarkaði. Þær vom kallaðar snjóbaunir, strengjabaunir og belgbaunir. En dæmið er ekki svo einfalt. Ótal tegundir em af þessum baunum og ótal nöfn á erlendum málum. T.d. em hinar svonefndu frönsku baunir með nokkra undirflokka, sem á ensku em kallaðir snap-beans, string- beans, green beans, mnner beans og harieort vert. Nú sem oftar þyrfti einhver mál- hagur og glöggur maður að taka sig til og fínna góð nöfn á allr þessar tegundir. Mér fínnst það eiginlega að færa óstöðugan að greina á milli baunategunda og hefí ég legið yfir bókum til að fá botn í þennan baunafmmskóg, en ekki haft árangur sem erfíði. En burtséð frá því, em þær tegundir sem ég fékk núna, mjög ljúffengar og auðmatreiddar. Þær em að vísu nokkuð dýrar, en léttar í vigtinni. Það sem ég vil kalla baunir (ekki ertur) kom frá Nýja-heiminum með Kólumbusi og var fljót- lega kallað franskar baunir. Þær em uppmnnar í Mið-Ameríku og vom þar í ræktun löngu áður en hvíti maðurinn kom þangað. Yfirleitt var baun- unum plantað innan um maís þama í henni Ameríku. Eins og kunnugt er var uppistaða í fæðu indíána maís, en maís vantar mörg þýðing- armikil protein sem aftur á móti em í baunum og hafa indíánar gert sér það ljóst. Þeir blönduðu maís og baunum saman í rétt sem kallaður var succotash. Þær baunir sem nú em hér á markaði em mjög auðmatreiddar, aðeins þarf að skera ögn af báðum endum þeirra, en það er eins og liggi þráður meðfram brúninni á snjóbaununum, og þarf að skera brúnina í burt, en farið gmnnt. Þær baunir sem ég fjalla um í þessum þætti, þ.e. snjóbaunir, strengjabaunir og belgbaunir, er best að sjóða í litlu saltvatni, þó þannig að fljóti yfír þær. Misjafnt er hversu mikið þarf að sjóða þessar baunir. Snjóbaunimar er nægilegt að sjóða í 5 mínútur, belgbaunim- ar 8—10 og strengjabaunimar í allt að 20 mínútur. Strengjabaunimar og belgbaunimar er best að skera í bita fyrir suðu, en snjóbaunimar em aftur á móti soðnar heilar. Baunir þarf að sjóða þannig að þær séu meyrar en þó örlítið stökkar, þess vegna þarf að fylgjast vel með suðunni og bera þær á borð um leið og þær em soðnar. Ef þið hafíð ekki tök á því er hægt að snöggkæla soðnar baunir í köldu vatni og hita síðan í örlitlu smjöri um leið og þær em bomar á borð. Vandið matreiðsluna, ferskar baunir hingað komnar em dýrar. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Belgbaunir Snjóbaunir soðnar í smjöri. 500 g snjóbaunir 15 g smjör (1 smápakki) 1 msk. matarolía V2 kjúklingasúputeningur örlítið salt 1. Þvoið baunimar og þerrið vel með eldhúspappír. 2. Takið ofan og neðan af þeim, en klippið sfðan af brúnum þeirra mjög grunnt. 3. Hitið smjör og olíu í djúpri pönnu, best er að nota wok- pönnu, hafíð hægan hita. 4. Setjið baunimar út í og veltið þeim við í 1 mínútu. 5. Leysið súputeninginn upp í vatninu og hellið yfir baunimar. Látið sjóða í 2 mínútur. Slökkvið þá á hellunni en veltið baununum við í aðrar 2 mínútur. 6. Berið strax á borð. Belgbaunir með eggjum 2 egg 250 g belgbaunir 2 msk. smjör 5 msk. vatn ’/8 tsk salt 2 msk. ijómaostur 1 dós sýrður ijómi 1. Harðsjóðið eggin, takið af þeim skurnina og saxið. 2. Setjið smjör og vatn í víðan pott. 3. Takið ofan og neðan af baun- unum, skerið síðan í 2 sm bita og sjóðið í smjör/vatninu í 8 mínútur. Hafið hægan hita. 4. Stráið salti yfir baunimar, hrærið út í þær ijómaost. Takið síðan af hellunni og hrærið sýrð- an ijóma út í (hann má ekki sjóða). 5. Hellið baununum á fat, stráið eggjunum yfir og berið fram. Meðlæti: Ristað brauð og skinka eða hangikjöt, reyktur lax eða silungur. Strengjabaunir með papríku, lauk og selleríi 250 g strengjabaunir 1 meðalstór laukur V2 lítil græn papríka 1 sellerístöngull 2 msk. matarolía 1 dl vatn V2 tsk. salt nýmalaður pipar 1. Skerið af endanum á baun- unum. Skerið síðan í 3 sm bita. Skolið baunimar vel, látið síðan renna af þeim. 2. Saxið laukinn, takið steina úr papríkunni og skerið smátt, skerið sallerístöngulinn þvert á litla bita. 3. Hitið matarolíu í potti, setjið lauk, papríku og sellerí í feitina og sjóðið við hægan hita í 5 mínútur. 4. Hellið vatninu yfir græn- metið, setjið baunimar út í. Strá- ið salti yfir. Sjóðið við hægan hita í 20 mínútur. 5. Malið pipar yfir og berið fram. Athugið: Þetta er mjög gott með alls konar fiski og kjöti, einnig sem sjálfstæður réttur með snittubrauði eða ristuðu brauði. Succotash (Bauna- og maísréttur) 200 g strengjabaunir 1 peli vatn V2 tsk. salt 1 dós maís, 200 g 15 g smjör (1 smápakki) V4 tsk. papríkuduft fersk steinselja 1. Setjið vatn og salt í pott. 2. Skerið ofan og neðan af baun- unum, skerið síðan í 2 sm bita. Setjið út í vatnið og sjóðið við hægan hita í 20 mínútur. 3. Setjið smjör í skál ásamt papríku, hellið safanum af baun- unum og maísnum. Setjið út í smjörið. Setjið í eldfasta skál. 4. Hitið vatn í potti, setjið skál- ina með baununum og maísnum ofan í vatnið og látið hitna vel í gegn. Gætið þess að vatnið fljóti ekki upp í skálina. 5. Klippið steinseljuna og stráið yfír. Belgbaunir með sveppum og lauk 500 g belgbaunir 3 dl vatn V2 tsk. salt 30 g smjör 1 meðalstór laukur 250 g sveppir 3 msk. hveiti Vs tsk. timian '/8 tsk. maijoram nýmalaður pipar 2 dl mjólk 100 g rifinn óðalsostur 1. Skerið af endum baunanna, skerið síðan í 2 sm bita. 2. Hitið vatn og salt og sjóðið baunimar í 10 mínútur. 3. Saxið lauk, þerrið sveppi og skerið í sneiðar. 4. Hitið smjör, setjið lauk og sveppi út í og sjóðið við hægan hita í 7 mínútur. Þetta á ekki að brúnast. 5. Setjið mjólk í hristiglas ásamt hveiti, timian og maijoram. Hristið saman og hellið út í pott- inn með sveppunum og lauknum. Látið sjóða upp. 6. Rífíð ostinn, geymið 1 msk., en hellið hinu út í. 7. Setjið baunimar út í. 8. Smyijið eldfasta skál, hellið jafningnum með grænmetinu í skálina, stráið 1 msk af osti yfir. 9. Hitið bakaraofn í 190°C, blástursofn í 170°C. Setjið í miðjan ofninn og bakið í 15—20 mínútur. Meðlæti: Ristað brauð eða snittubrauð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.