Morgunblaðið - 30.10.1988, Page 8

Morgunblaðið - 30.10.1988, Page 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 Eggert Guðmundsson, Ævar Öm Jósepsson, Sune Mangs og Sigurður Siguijónsson. Spjallað við Eggert Guðmundsson um leik hans I skugga hrafnsins og ýmis atvik úr líf i hans í spjalli við Eggert Guðmundsson, einn fjölmargra aukaleik ara sem þátt tóku í kvikmyndinni í skugga hrafnsins, segirhann frá ýmsu spaugilegu semgerðist meðan á upptökum stóð ásamt atvikum úr sérkennilegri lífsreynslu sinni. TEXTI: Ingibjörg Elín Sigurbj örnsdóttir að varð afskap- lega skemmti- legur húmor í kringum þessa mynd. Við mátt- um ekkert trufla Hrafn Gunn- laugsson því hann átti að fá að vera í friði með leik- stjómina. Þessi skilaboð fengum við strax fyrsta daginn. Aðstoðarleik- stjórinn, Daníel Bergmann, fékk þar af leiðandi allt kvabbið. Það var sömuleiðis í hans verkahring að hressa okkur og þakka okkur fyrir og svona. Mér kom það afskaplega spánskt fyrir sjónir þegar Daníel var að_þakka mér fyrir daginn. Við Ævar Om Jósepsson fómm að snúa þessu yfír á Daníel og þökkuðum honum alveg sérstaklega fyrir að standa sig vel þann og hinn dag- inn. Daníel glápti í forundran á okkur í fyrstu en fór svo að skelli- hlæja. Hann hefur sennilega lært eitt og annað um íslendinga á þessu. Ég man líka eftir því þegar við vorum á Jökullóninu. Þama rer- um við fram og aftur með kindur, orðnir kaldir og klukkan orðin fjög- ur þegar við kölluðum: „Daníel." „Já, Eggert, hvað var það?“„ Getum við fengið kaffi og eitt borð takk?" Þá svaraði Daníel: „Ja, det kommer snart.“ Svo var hlegið og hlegið. Það var svona mórall í þessu.“ Og fleira? — „Við vorum staddir í Vík í Mýrdal, nánar tiltekið í bensínskálanum við veginn, skítugir og málaðir og í leðurpjötluskóm og selsklæðnaðinum. Þarna vom margir vegfarendur, m.a. útlendir ferðamenn sem störðu á okkur og hvísluðu sín á milli. Einn þeirra vogaði sér til okkar og spurði: „Er- uð þið sveitamenn? Það lyftist held- ur á þeim brúnin þegar við svömð- um því til að við væmm að leika í kvikmynd. Þeir tóku myndir af okk- ur í bak og fyrir. Og enn um Dan- íel. Hann átti það til að segja okkur til eins og krökkum í leikskóla. Ferðinni var heitið til Hafnar í Homafírði og Daníel ætlaði að skipuleggja ferðina um þessa íslensku malarvegi sem Islendingar þekkja eins og lófann á sér. „Fylg- ið mér, ég þekki leiðina," sagði Daníel Bergmann. „Ég keyri fyrst- ur, síðan þú og þú og svo koll af kolli." Daníel var auðvitað ekki van- ur þessum malarvegum og keyrði hægt en við ókum fram úr honum hver af öðmm og á endanum var hann orðinn síðastur í bílalestinni. Þetta fór í skapið á honum og hann varð vondur og reiður og skammaði okkur sundur og saman. Næsta dag þegar hann sagðist ætla að fara fyrstur sögðum við: „Daníel, þú ferð á undan. Við ætlum að ljúka við matinn og komum eftir tíu mínútur og fylgjum þér eftir." Til þess að ekki yrðu Ieiðindi snerum við þessu upp í grín en við áttum því ekki að venjast að vera skamm- aðir eins og hundar." Var ekki mikil fomaldartilfinning í þessu? „Jú, svo sannarlega. En það var stutt í menninguna þegar maður sneri sér við. Þá blasti myndavélin við, allar græjumar, bílar og tjöld. Það var stórkostlegt hvemig staðið var að allri bún- ingagerð og leikmyndagerð. Allt var ekta. Við fengum lánuð tvö skip sem Norðmenn gáfu íslending- um á 1100 ára afmæli íslands- byggðar. Öll leikmynd sérsmíðuð, vel unnin og mikil vinna lögð í allt og valinn maður í hverju rúmi á bak við öll þessi störf. í sumar var ég staddur í Stokkhólmi og heim- sótti Daníel Bergmann sem tók konunglega á móti mér. Hann býr á Storholmen, eyju inni í miðri stór- borg sem er tíu mínútna siglinga- leið frá mannhafinu á Drottningar- götunni. Ég hef aldrei séð aðra eins mannmergð. Arne Carlson, sem einnig er viðriðinn myndina, fór með mig á bát til eyjarinnar, áður hafði ég þegið mat og veigar hjá honum. Ame er kvæntur tailenskri stúlku og er mikill aðdáandr Egils Ólafssonar og á allt hans plötusafn. Viku seinna er ég aftur heima á Islandi og þá er hringt í mig og sagt: „Ame hér. Þá hafði Hrafn boðið honum og Daníel hingað til að skoða pmfutökur." Hugleikur ýmislegt hefur orðið til þess að Eggert Guðmundsson sést æ oftar í kvikmyndum, já og á leiksviði. Fyrir einum fímmtán til tuttugu árum ýjaði Friðrik Þór Friðriksson, þá samstarfsmaður Eggerts í garð- yrkju, að því hvort hann væri til í að leika í kvikmynd hjá sér. Friðrik ympraði svo á þessu með nokkurra ára millibili en það varð þó ekki fyrr en í janúar á síðastliðnu ári sem hann hringir og segir: „Nú er komið að þessu Eggert, komdu og talaðu við okkur." Eg hélt að þetta yrði eins konar hobbý að leika í kvikmynd. Fljótlega komst ég að raun um að mér vannst ekki tími til neins annars. Ýmist er hafist handa klukkan átta að morgni og lokið um níuleytið að kveldi eða byijað tíu, ellefu að kvöldi og hætt undir morgun. Það fer gífurlegur tími í þetta, en er vissulega þess virði og virkilega skemmtilegt. Manni lærist að vera þolinmóður og að láta ekki myndavélina hafa áhrif á sig. Þegar tökum á skyttun- um lauk fann ég fyrir vissri tóm- leikakennd. Eftir þriggja mánaða samstarf lokaðs hóps er erfítt að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik,“ segir Eggert sem reyndar hefur fundið farveg fyrir leiklistarþörfína annars staðar. Hann er á kafí í áhuga- mannaleikfélaginu Hugleikur. Þar leikur hann meðal annars sjórekið lík. „Það var afskaplega lítið hlut- verk,“ segir Eggert án gríns. „Ég hafði aldrei hugsað mér sjálfan mig sem leikara, eða um að fara upp á svið. Haustið 1984 fór ég á Dale Camegie-námskeið. Ég fékk þrenn verðlaun á þessu námskeiði. Fyrir „Komið út úr skelinni", fyrir „Besta markmiðið" og fyrir bestu leik- hæfíleikana. Ut frá þessu fannst mér endilega að ég þyrfti að prófa leiklistarhæfíleikana og ákvað að gera alvöru úr þessu. Þá vildi svo til að ég hitti Ingvar Bjamason, leikara og leikstjóra, og hann benti mér á áhugamannaleikfélagið Hug- leik. Þar sagði hann alltaf vera þörf fyrir karlleikara. Ég kveið mjög fyrir þessu fyrst í stað, hélt að allir væm svo miklu meiri leikar- ar en ég. Þetta reyndist allt alveg ágætis fólk. Ég fékk strax hlutverk sem Jón sterki í Skugga-Björgu (andhverfu Skugga-Sveins). Svo fylgdu fleiri leikrit í kjölfarið s.s. O, þú, sem er stysta nafn á íslensku leikriti og í hinu lengsta: Um hið dularfulla og sorglega hvarf ungu brúðhjónanna Sigríðar og Indriða og leitin að þeim strax eftir brúð- kaupið. Þá vom það Bónusferðin og Skuggabjöminn. Við spinnum leikritin upp sjálf, hittumst vikulega og skrifum niður og spinnum svo áfram út frá því. Við höfum sýnt á Galdra-Loftinu í Hafnarstræti 9. Margir leikarar hafa komið og horft á — meira að segja Vigdís forseti hefur komið að sjá síðustu tvær sýningar." Klappað á kollinn Líkt og margir íslendingar hefur Eggert á sér ýmsar hliðar. Hann hefur látið reyna á margar þeirra og reynt margt, eins og sagt er. Eggert er fæddur í Reykjavík- árið 1953 og uppalinn í Bústaðahverf- inu. Lærði blikksmíði og vélvirkjun. Lauk námi 1976 og gifti sig um svipað leyti. Vann við sfna iðn í nokkur ár og prófaði hin ýmsu störf og leiki næstu árin, keyrði rútu eitt sumar, vann sem viðgerðarmaður á Kópavogshæli og vann svo á Vest-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.