Morgunblaðið - 30.10.1988, Síða 10

Morgunblaðið - 30.10.1988, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 10 B ÁTTU FKKI STRAUJÁRN, JÓN BERG? AF GLETTNI OG GAMANSEMI EYJASJÓMANNA eftir Áma Johnsen Gamansemi meðal sjómanna er sérstakur þáttur í mannlífinu um borð, þeirri veröld sem skips- rúmið skapar. Þar er oft tekist á eins og vera ber í lifsins ólgu- sjó, en sumstaðar er þessi um- ræddi prakkaraskapur ræktaður meir en á öðrum stöðum. Glettni i þessum efnum hefur lengi verið aðalsmerki sjómanna í Eyjum og þar eru margir hugmyndaríkir prakkarar. Jon Berg Halldórsson var lengi sjó- maður f Vestmannaeyjum, lengst af skipstjóri og stýrimaður, en í sjómannadagsblaði Morgunblaðsins fyrir tveimur árum var viðtal við Jón Berg um ýmis prakkarastrik hans til sjós og lands, en Jón Berg var frægur fyrir uppátektir sínar. Ég ræddi við nokkra sjómenn sem voru með honum til sjós og fískaði nokkrar sögur um Jón Berg og samferðamenn hans í lífsins kómidí þegar menn sáu færi á að bregða á leik. Öllum bar saman um að Jón Berg væri afbragðsmaður að vera með, en hann er með ólíkindum stríðinn þótt hann þoli illa stríðni sjálfur. Mönnum reyndist jafnan erfítt að stríða honum á móti því hann var varari um sig en slægasti refur. Þó gekk það stundum. Stund- um þótti hann ganga fram á bjarg- brún í atganginum en að öllu jöfnu var um að ræða græskulaust gam- an, en þó hann væri svona stríðinn á sjónum stillti hann sig alltaf þótt eitthvað gengi ekki eins og það átti að ganga á þiifarinu, lokaði þá brúarglugganum og sparkaði í stað- inn í ákveðinn stokk í brúnni. Jón Berg býr nú í Hafnarfirði, en vinn- ur sem verkstjóri á Keflavíkurflug- velli. Enn er hann iðinn við kolann í lúkarsstílnum enda glettnin hans aðalsmerki. ÞÚ VERÐUR AÐ SKILA SÍMANÚMERINU „Hann plataði mig helvíti illa einu sinni," sagði Sveinn Tómasson. „Það var þegar ég fékk mér síma í fyrsta sinn. Þá voru símanúmerin á nýju símunum öll komin upp fyr- ir 2000, en svo vildi til að ég frétti af því að það væri að losna síma- númer sem Jón í Bólstaðarhlíð hafði haft, 1619, sem mér fannst mjög gott númer. Ég fékk númerið og hringdi síðan til allra vina, kunn- ingja og frænda og tilkynnti þeim númerið á símanum hjá okkur. Þetta var þó nokkur viðhöfti. Svo gerist það fljótlega að síminn hring- ir og í honum er maður sem segist vera Sigurgeir á Símstöðinni og því miður verði hann að tilkynna mér að það hafí verið mistök að ég fengi þetta númer og það verði því tekið af mér, annar eigi að fá það. Ég svaraði því til að mér fyndist þetta ansi hart, ég væri nýbúinn að hringja í fullt af fólki og tilkynna því númerið og búinn að borga af símanum. Því miður, sagði Sigur- geir, þú verður að skila símanum. Og þar við sat. Nokkru seinna hitti ég Sigurgeir úti á götu og vind mér að honum með þunga og ætla að fara að æsa mig upp út af símanum. Ég sá fljót- lega að Sigurgeir vissi ekkert hvað- Morgunblaðið/Ámi Johnsen Jón Berg Halldórsson. an á hann stóð veðrið og þegar Sigurgeir sagði ósköp rólegur að hann kannaðist ekki við þetta, það væri augljóst að þetta væri einhver misskilningur, og því klárt að ég héldi númerinu, þá rann upp fyrir mér að það var helvítið hann Jón Berg sem hafði hringt. Oft reyndi hann eftir þetta að plata mig en tókst ekki, því það kunna nú fleiri að vera varir um sig. Hins vegar gat hann brugðið sér í allra kvik- inda líki í síma og hann var sérlega þolinmóður að ná fram hrekkjunum. Hann var í rauninni slíkur uglu- spegill að vera alltaf að útbúa eitt- hvað sem hann gat hrekkt með. Flest var það saklaust, en símaplat- ið hjá honum var það versta." JÚ, EN ÉG MÆTI ÞÓ“ „Mér er sérstaklega minnis- stætt," sagði Sverri Tomm, „atvik um borð í Krissunni. Jón Berg var þá stýrimaður hjá Sveini Hjörleifs. Þeir voru að fara út eftir landlegu og það vantar eina fjóra eða fimm skipveija. Jón Berg var alveg snar- vitlaus og sótbölvaði öllu draslinu. Rétt í því kemur Sveinn skipstjóri um borð, þrælmildur. Jón Berg hélt Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Sveinn Tómasson. áfram að bölsótast út í þá sem ekki mættu og kallaði þá öllum illum nöfnum og Sveinn fer að taka und- ir hjá stýrimanninum." Og hvað með þig,“ segir Jón Berg þá við Svein,“ mér sýnist þú vera blind- fullur sjálfur.“ „Já, en ég mætti þó, Nonni minn,“ svaraði Sveinn að bragði, sjálfur skipstjórinn. GRÍPTU, JÓN BERG Einu sinni þegár Jón Berg var skipstjóri á ísleifí IV lá hann utan á Isleifí nýja við bryggju í Eyjum. Brúin á ísleifi IV var lægri en brú- in á ísleifi, en Jón Berg stóð á brú síns skiþs og var eitthvað að gaspra og espa mannskapinn. Sveinn Tóm- asson var þá á Isleifi og átti ein- hverra harma að hefna á Jóni Berg, en það skiptir engum togum að hann þrífur tveggja lítra mjólkur- femu úr kostkassanum, kastar fast og snöggt yfír á brúna til Jóns Bergs um leið og hann hrópar til Jóns Bergs, sem var algjörlega óvið- búinn: „Gríptu Jón Berg.“ Jón Berg greip femuna fímlega, en skotið var svo fast að hún hvellsprakk og mjólkin fossaði yfír skipstjórann. Það var óhemju bjart yfír augna- ráði Sveins þá stundina, en Jón Berg varð að galla sig upp á nýtt og það var hlegið dátt um borð í ísleifunum, allir nema Jón Bérg. ÞAR STÓÐ ÞÁ HÁLFFULL MYSUKANNA Á BORÐI Einu sinni þegar Jón Berg var skipstjóri á ísleifí IV við Jan Mayen þá brá svo við sem oftar að það gerði ruddabrælu og það var lagst undir eynna í var. Jón Berg var í brúnni, en skyndilega heyrist söng- ur og mikil gleðilæti frammi í skip- inu. Jón Berg tekur kóssinn á gal- skapinn til þess að huga að hvað sé á seyði. Það lá fljótt ljóst fyrir, allir strákamir vom komnir á urr- andi fyllirí og á borðinu stóð kanna af stærri gerðinni hálffull af mysu. Jón Berg gerði könnuna upptæka með það sama og strákamir létu sér vel líka. Síðan gerði Jón Berg allsheijar leit í skipinu, en ekkert fannst, ekki dropi af mysu. Tvisvar endurtók sagan sig í túmum, eitt allsheijar fyllirí og endurtekin leit, en aldrei fann Jón Berg neitt og undi illa að sjá ekki við strákunum. Á landleiðinni, þeg- ar ljóst var 'að þeir fæm ekki aftur til Jan Mayen, lá Jón Berg í Loga háseta, núverandi skipstjóra og aflakló á Smáey frá Vestmannaeyj- um, og spurði hann þangað til Logi, sem var forsprakki strákanna, nennti ekki að kvelja skipstjórann lengur og sagði að hann hefði verið að ganga fram hjá mysunni allan túrinn, því hún væri einfaldlega á lóðabelgjunum og hristist svo §andi vel þar. ERTUVISSUMAÐ BÆRINN EIGIEKKIAÐ BORGA ÞETTA? „Við skmppum yfír til Didda á fluginu, áttum heima við hliðina á honum," sagði Magnús Helgason góðvinur Jóns Bergs í Eyjum, „þetta var um eittleytið í hádegis- matnum. Jón Berg veður beint að símanum og spyr hvort hann megi ekki hringja rétt augnablik. Jú, jú, það var í lagi, og hann hringir til Sveins Hjörleifssonar skipstjóra á Kristbjörgu, en Jón Berg var lengi stýrimaður hjá honum og þeir gönt- uðust endaiaust og er álitamál hvor hafði meira gaman af, en Sveinn fór oftar með slakari útkomu frá þeim leik því hann var svo fljótfær. Sveinn kemur í símann og Jón Berg þykist vera sótari, segist hafa verið að sóta hjá honum í gær og nú þurfí hann að borga. Þá var hann búinn að hringja í marga og leika sama leikinn, en verðlagði misjafn- lega og mest hjá Sveini Hjörleifs- syni, 1.200 krónur, en allt niður í 400 krónur. Sveini fannst þetta fokdýrt og æsti sig reiðinnar býsn yfír þessu okri, sótarinn róaði út- vegsbóndann niður og sagði að þetta hefði verið orðið nauðsynlegt. „Mér finnst þetta samt dýrt,“ sagði Sveinn, „en ertu viss um að bærinn eigi ekki að borga þetta?" Nei, nei, svaraði Jón Berg, þetta er allt einkabisness. Einn staðurinn sem hann hringdi í var heimili Rúnu og Henna Sigur- munds. Jón Berg tilkjmnti Rúnu að hann myndi koma klukkan tvö dag- inn eftir og þá yrði allt að vera klárt, dautt á hitakatlinum og helst enginn hiti á ofnunum. Það var orðið vel kalt og komið langt fram yfir tvö þegar Henni kom heim og Rúna beið ennþá eftir sótaranum í ísköldu húsinu, en ekki leið á löngu þar til Henna datt í hug að það væri maðkur í mysunni og upp frá því kallaði hann Jón Berg alltaf sótarann. HVENÆR LOSNAÐIR ÞÚ ÚR STEININUM? Þeir eltu dálítið grátt silfur sam- an Gvendur Eyja skipstjór' jg Jón Berg. Einu sinni voru þeir á sömu bíósýningu og í hléi .þegar Jón Berg stendur upp, sér hann Gvend Eyja hinum megin í salnum sem var full- ur af fólki, en Jón Berg er ekkert að tvínóna og kallar yfír allan sal- inn. „Sæll Gvendur Eyja, hvenær losnaðir þú úr steininum?" Það var fátt um svör, enda hafði staðið illa á. Þremur eða ijórum árum síðar eru þeir félagar aftur á mannamóti við svipaðar aðstæður, en þá var það Gvendur Eyja sem kallaði í Jón Berg að óvörum yfír fullan sal af fólki: „Jón Berg, ertu hættur að beija konuna þína?“ LÁTUM OKKUR NÚ SJÁ, GVENDUR EYJA Gvendur Eyja fór í Stýrimanna- skólann i Eyjum og þá þurfti að hafa öll plögg á hreinu og meðal annars sakavottorð. Þá var Frey- móður Þorsteinsson fógetafulltrúi í Eyjum og hann fékk skeyti með upplýsingum um sakavottorð Gvendar Eyja. Yfirleitt voru þessi skeyti ein lína, en nú brá svo við að sakaskrá Gvendar Eyja fyllti þijú stútfull eyðublöð og fógeta þótti ástæða til að fjalla um málið við kempuna. Fógeta lá hátt rómur sem væri hann sífellt á vígvellinum í stórstyijöld og stjómaði liðsmönn- um, en fólk á biðstofu komst ekki hjá að heyra hvað fram fór innan dyra. „Látum okkur nú sjá, Gvendur Eyja, látum okkur nú sjá,“ sagði fógeti, „þetta er það skrautlegasta sakavottorð sem ég hef séð. Látum okkur nú sjá, hér hefúr þú verið tekinn fyrir söng á almannafæri og aftur ertu tekinn fyrir söng á al- mannafæri. En hvað er að sjá þetta Guðmundur, þama virðist þú hafa farið út af laginu, það er. ekkert minnst á söng.“ ERTU EITTHVAÐ FLUGHRÆDD VINAN Einn af gömlum skipsfélögum Jóns Bergs sagði að það hefði verið hreinasta plága að fara með Jón Berg í land í siglingum. Hann þurfti að húsvitja í allar búllur borg- arinnar og gat aldrei setið kyrr. „Maður þurfti að hafa hlaupaskó til þess að hafa við honum á þessu brölti," sagði Sveinn Tómasson af sama tilefni. í einni slíkri ferð fór Jón Berg sem oftar í búð sem seldi alls kyns prakkaradót og þar keypti hann skinnpjötlu sem hefur reynst honum dijúg sem mús á ólíklegustu stöð- um. Með því að draga skinnpjötluna kafloðna í bandi hefur hann látið yfírveguð hjón fara í loftköstum á sunnudagsgöngu og hann hefur enga landhelgi í þeim efnum. Einu sinni var hann með félögum sínum í flugvél á milli lands og Eyja. Hann kom loðpjötlunni haganlega fyrir og þegar flugfreyja fór eina eftirlitsferðina tók hann í tvinnann og skinnpjattlan fór af stað. Flug- freyjan sá óargadýrið og stirðnaði upp af hræðslu, en stillti sig um að hrópa vegna stöðu sinnar. Jón Berg leit ósköp sakleysislega á flug- freyjuna og sagði: „Ertu eitthvað flughrædd, á ég að halda f hendina á þér vinan." SKREIÐ UNDIR SÆNG HJÁSINNI HEITTELSKUÐU „Við vorum fyrir austan á síld,“ sagði Svenni Tomm. „Hilmir Þor- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Jón Berg- og Svenni Tomm spjalla á léttu nótunum á sjómannadaginn í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.