Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 17
ooor íríTsrrvrvn nr mimífinvevtfiiz fltfMWWTOWW MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTOBER 1988 • Giuseppe Verdi: DON CARLOS eftir Jóhannes Jónasson Styrktarfélag íslensku Óperunn- ar sýnir upptöku af Don Carlos eft- ir Verdi í húsakynnum óperunnar þriðjudagskvöldið 1. nóvember kl. 20.00. Þessi ópera Verdis var lengi sýnd einna sjaldnast af síðari óperum hans. Orðstír hennar hefur vaxið með árunum og að margra viti er hún öndvegisverk hans, jafnvel fremri en síðustu verkin, Otello og Falstaff. Tilefnið að samningu óperunnar var það að árið 1867 var haldin mikil heimssýning í París. Sýning- unni var ætlað að kynna menningu og framleiðslu þjóða vítt um heim og um leið að varpa ljóma á keisara- dæmi Napóleons III. í tilefni af sýningunni tjölduðu allar menning- arstofnanir því besta til sem upp á var að bjóða. Parísaróperan pantaði þá nýja óperu frá Verdi og bauð honum gull og græna skóga fyrir. Verdi var ljóst að slíkt verk yrði að vera stór og viðamikil glæsi- ópera með hópatriðum, skartklæð- um og glæstum leiktjöldum. Eftir nokkrar vangaveltur ákvað hann að semja verk eftir leikriti Schillers um Don Carlos og föður hans, Filippus II. Spánarkonung. Filippus II. hefur fengið misjafn- ara orðspor en flestir þjóðhöfðingjar sögunnar. Kemur margt til. Hann var ímynd kúgunar og kaþólsku í hugum mótmælenda. Honum hefur einnig verið kennt um að koma spænska ríkinu á vonarvöl með haftastefnu og kostnaðarsömum stríðsrekstri. I reynd var hann allra þjóðhöfðingja samviskusamastur, barst lítt á sjálfur, vann myrkra á milli og kynnti sér öll mál út í hörg- ul. Skjalabunkarnir sem eftir hann liggja eru ótrúlega stórir, og eru þá ekki með talin öll þau skjöl sem hann hefur yfirlesið og síðan af- greitt með spássíugreinum. Hann var nákvæmt, íhugult og varfærið möppudýr. Ef til vill skorti hann víðsýni, en ekki verður á allt kosið. Hann var heittrúaður og leit á sig sem þjón drottins og heilagrar kirkju. Mynd Filippusar var þegar dreg- in dökkum litum af andstæðingum hans á 16. öld og honum þá lýst sem hinum illa kúgara Niðurlanda og handbendi rannsóknarréttarins. Fyrsta og merkasta ritið gegn Filippusi er deilurit Vilhjálms af Úraníu frá 1581, en þar er hann borinn öllum þeim vömmum sem hægt er að tína til, og þar á meðal sakaður um að hafa myrt son sinn, ríkisarfann, Don Carlos. Don Carlos var í reynd illa gefinn og ofstopafullur. Geðheilsa hans ekki í of góðu lagi og henni fór hrakandi ár með ári. Það kom því engum á óvart að faðir hans gafst upp og lét loka hann inni í stofu- fangelsi þegar hann hafði tvö ár um tvítugt. Don Carlos var þá orð- inn mjög vanstilltur og sjálfum sér og umhverfi sínu hættulegur. Hann reyndi að svelta sig til bana í prísundinni og síðar að skaða sig með því að gleypa hluti. Hann lést árið 1568, 23 ára gamall, og sam- tíðarmenn virðast þá ekki hafa ta- lið neitt grunsamlegt við dauða hans. Ásökunin um ábyrgð Filippusar á dauða sonarins gekk síðan aftur í söguritum og skáldverkum lengi vel, þótt enginn trúi þeirri sögu lengur. Frægasta útfærsla sögunn- ar er líklega leikrit þýska skáldjöf- ursins Schillers sem Verdi og hand- ritshöfundar hans byggðu óperuna á. I óperunni er Filippus dreginn mun mannlegri dráttum en í leikrit- inu. Dulur, einmana og bitur stend- ur hann milli tveggja elda, skyld- unnar við ríki sitt og trú annars vegar en tilfinninga sinna hins veg- ar. Don Carlos er hér, eins og í leikritinu, aðeins örgeðja og frjáls- lyndur. Hlutverk Carlosar er ekki sérlega viðamikið, enda tenórsöngvarinn sem það var skrifað fyrir ekki sér- lega góður. Önnur hlutverk eru viðameiri og er hlutur Filippusar þar stærstur. Það er ekki laust við að hér hafi Verdi séð ímynd Lés konungs í Filippusi II. Eins og fyrr var honum föðurharmleikurinn hugstæðastur. Operan var flutt í Parísaróper- unni 11. mars 1867. Hún var lítið eitt stytt meðan á æfingum stóð, en Parísarbúar voru vanir viðamikl- um sýningum. Þegar Verdi gekk frá ítalskri útgáfu verksins nokkr- um árum síðar felldi hann burtu fyrsta þáttinn sem gerist við Fonta- inebleau, rétt utan Parísar. Það er einnig venja að sleppa seinni hlut- anum af öðru atriði þriðja þáttar og láta þeim þætti ljúka með dauða Rodrigos. Þannig er farið að í þeirri upp- færslu sem sýnd er á þriðjudags- kvöldið. Þetta er upptaka af sýn- ingu á Savonalinna-hátíðinni árið 1985. Helstu flytjendur eru Matti Salminen sem Filippus konungur, Mari Ann Haggander sem Elísabet, drottning hans, Seppo Ruohonen sem Don Carlos ríkisarfi, og Walton Grönroos í hlutverki Rodrigos, markgreifa af Posa. Af öðrum má nefna Liviu Budai sem Eboli prins- essu, Bengt Rundgren sem forseta rannsóknarréttarins og Jako Ry- hanen sem munkinn í Yuste- klaustri. — Hér sannast sem oftar að Finnar virðast eiga meira af góðum stórbössum en flestar aðrar þjóðir til samans. Söguþráðurinn er í stuttu máli þessi: Don Carlos, ríkisarfí Spánar, hafði verið sendur til Frakklands sem biðill Elísabetar prinsessu af Valois. Filippus, faðir hans, ákveður þá að snúa við blaðinu og giftast Elísabetu sjálfur. Þá höfðu þau Carlos og Elísabet hist og fellt hugi saman. En konungs vilji verður að ráða. Ifyrsti þátturinn hefst í kapell- unni í Yuste-klaustri, þar sem Karl keisari V., faðir Filippusar, settist í helgan stein er hann lét af völdum og gerðist munkur. Þar hittast þeir Don Carlos og Rodrigo, markgreifi af Posa, vinur hans. Carlos játar að hann hafi orðið ástfanginn af drottningunni og Rodrigo hvetur ríkisarfann til að fara til Niðurlanda og reyna að koma þar á friði og umburðarlyndri stjórn. Þau kon- ungshjónin koma í kapelluna til bæna. Carlos verður mjög miður sín við að rekast á drottningu. At- riðinu lýkur er þeir Carlos og Posa sverja hvor öðrum vináttueiða. í öðru atriði fyrsta þáttar hittum við fyrst fyrir hirðmeyjar drottning- ar utan við klaustrið. Er hún kemur á vettvang nær Rodrigo að fá henni orðsendingu frá Carlosi um að fá að ræða við hana einslega. Hún sendir hirðmeyjamar á brott og Carlos kemur og játar henni ást sína. Elísabet kveðst ætla að vera bónda sínum trú og Carlos heldur á brott, sár og æstur. Konungur kemur og Rodrigo nær honum á eintal. Hann hvetur Filippus til að sýna Niðurlendingum umburðar- lyndi. Konungi finnst fátt um erindi Rodrigos en dáist að einurð hans, og býður honum því trúnað sinn og vináttu. í öðmm þætti hefur Eboli prins- essa, ein hirðmeyja drottningar, sett Carlosi stefnumót með nafn- lausu bréfi. Hann heldur að bréfið sé frá drottningu og kemur á stefnumótið í hallargarðinum um miðnætti. Þegar Eboli kemst að því að Carlos hafði búist við annarri verður hún æf og hótar hefndum. Það stoðar ekkert þótt Rodrigo komi á vettvang og reyni að tala hana til. Rodrigo tekur til öryggis af Carlosi skjöl sem bendla hann við málstað Niðurlendinga. Seinna atriðið gerist við trúvill- ingabrennu í Madríd. Konungs- hjónin og hirðin em viðstödd og Carlos leiðir sendinefnd frá Niður- löndum fyrir konung til að biðja um miskunn og frið. Carlos biður þess að vera sendur til Niðurlanda sem landstjóri og þegar Filippus bregst illa við öllum bónum missir Carlos stjóm á skapi sínu og dregur sverð úr slíðmm gegn föður sínum. Rodrigo afvopnar hann og Carlos Matti Salminen. er tekinn höndum og færður í fang- elsi. Fyrra atriði þriðja þáttar er líklega frægasta atriði ópemnnar. Filippus vaknar einmana í grárri morgunskímu og einræða hans þá (Ella giammi m’amo — Dormiro sol) er líklega frægasta bassaaría ópembókmenntanna. Hann elur með sér ótta að Elísabet sé honum ekki trú. — Forseti rannsóknarrétt- arins kemur á konungsfund, aldinn og blindur. Hann ýtir því að Filipp- usi að taka Carlos ai lífi fremur en að senda hann í útlegð og krefst þess að konungur sleppi verndar- hendi sinni af Rodrigo. Filippus sér engan kost annan en að láta undan rannsóknarréttinum. Drottning kemur og kveðst sakna skartgripaskríns síns. En það er í höndum konungs. Hann skipar Elísabetu að opna það en hún neit- ar. Þá opnar hann skrínið, fínnur þar nisti með mynd af Carlosi og þykist fyrst viss um ótrú konu sinnar. Þó setur að honum efa. Eboli játar fyrir drottningu að hafa fært konungi skrínið í hefndar- skyni, bæði af afbrýði vegna Carlos- ar og þess að hún var áður frilla Filippusar. Elísabet skipar henni að fara brott í útlegð. Seinna atriði þáttarins gerist í dyflissu Carlosar. Rodrigo kemur til að kveðja Carlos. Skjölin sem hann tók við em horfin og hann því sjálfur í hættu. Flugumaður rannsóknarréttarins kemur og skýt- ur Rodrigo með byssu. Hann deyr í örmum Carlosar. Pjórði þáttur gerist í kapellunni í Yuste-klaustri. Carlos hefur kom- ist úr fangelsinu og hyggst hitta Elísabetu hér áður en hann heldur til Niðurlanda. Konungur kemur á vettvang með miklu liði og selur son sinn á vald rannsóknarréttinum. Þá birtist Karl keisari og dregur sonarson sinn inn í hin helgu vé klaustursins. Þessi endir verksins hefur farið fyrir bijóstið á sumum. Hér er vað- ið yfir allar staðreyndir, rök og dramatískt samræmi á skítugum skónum, og reyndar er ekki ljóst hvort hann á hér að vera afturgeng- inn eða hvort honum er ætlað að vera lifandi í klaustrinu áratug eft- ir lögskráðan dauða sinn. Svona glómlaus Hollývúdd-endir var að vísu ekki óalgengur í frönskum ópemm, en bréf Verdis sýna. að hann var hrifinn af þessum endi og hann breytti honum ekki er hann endurskoðaði ópemna síðar. — Síðari tíma menn hafa oft átt erfitt með að kyngja honum og það er vafalaust að hann hefúr staðið bæði vinsældum og orðstír ópemnn- ar fyrir þrifum. Höfundur er áhugamaður um óperu. Þakkarávarp ViÖ sendum innilegar kveÖjur og þakkir til allra þeirra sem glöddu okkur á 60 ára hjúskap- arafmceli okkar þann 20. október. LifiÖ heil. Magðalena Guðlaugsdóttir, Magnús Kristjánsson, Þambárvöllum. BETRA. ÚTSÝNI Á TILBOÐSVERÐI Gott útsýni ökumanna er einn mikilvægasti þáttur umferðaröryggis. Góð þurrkublöð tryggja gott útsýni og stuðla þannig að öryggi akandi og gangandi vegfarenda. Nýju UNIPART þurrku- blöðin eru úrvals þurrkublöð, sem endast lengi og passa á flestar tegundir bifreiða. Nýju UNIPART þurrkublöðin eru til sölu á sérstöku kynningarverði í varahlutaverslun HEKLU HF. og kosta frá kr. 119,- U HEKLAHF UNimRT : Laugavegi 170-172 Sfmi 69 55 OO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.