Morgunblaðið - 30.10.1988, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.10.1988, Qupperneq 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 Vara varúðarráðstöfun, svo þú hlaupist ekki á brott án þess að borga ... Jú hér er allt í sómanum. þig og vona að allar séu Er ekki eins hjá ykkur ...? réttar. Frímerkjabeiðni frá Noregi Starf móður Teresu: Frímerki o g póstkort vel þegin Til Velvakanda. Á hveiju ári höldum við í St. Paul-skóla í Bergen I Noregi sam- kvæmi sem kallast nSOS-festen“. Tekjumar frá þessari samkomu renna til kaupa á þurrmjólk sem send er til móður Teresu. Hún býr i Indlandi þar sem hún annast heim- ilislaus böm. Þurrmjólk inniheldur mörg mikilvæg næringarefni sem eru sveltandi bömum lífsnauð3jm- leg. Þess vegna höfum við kosið að kaupa þurrmjólk fyrir söfnunarféð. Hver einstakur bekkur setur saman dagskrá eftir eigin vali ellegar býr til hluti sem eru á boðstólum f sölubásum. Bekkurinn okkar ætlar að selja frímerki. Það höfum við reyndar gert frá því við vorum I 3. bekk og hefur skilað góðum árangri. Viljið þið sem lesið þetta leggja okkur lið með því að senda okkur gömul eða ný frímerki, póstkort eða þess háttar. Við tökum við öllu með þökkum. í fyrra öfluðum við 54 i þúsnd norskra króna. Það munar I um minna. Við gemm okkur vonir I um að árangur verði ekki sfðri f ár. Með góðum kveðjum, 7. bekkur St. Paul skole Nygaardsgaten 114a 5000 Bergen Velvakandi góður. í dálkum þínum sunnudaginn 23. október er birt bréf frá 7. bekk St. Paul skole, Nygaardsgaten 114a í Bergen, þar sem beðið er um frímerki og póstkort til styrktar við starfsemi Móður Teresu. Þetta kemur okkur heldur spánskt fyrir sjónir þvi það eru ótvíræð fyrirmæli Móður Teresu að biðja ekki um aðstoð eða framlög henni til handa. Hún og systumar taka með þökkum öllum gjöfum sem þeim eru sendar en þær eiga að vera til komnar vegna örlætis og hjálpfýsi gefendanna, ekki vegna Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til fostudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfong verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski naftileyndar. þess að um slíkt sé beðið. Við meg- um ekki einu sinni birta skrá yfir gjafir til hennar þar sem hægt væri að líta á slíkt sem óbein til- mæli um framlög. Við gerum vitanlega ráð fyrir að þessi beiðni sé til komin af hjálp- fysi þessara norsku skólanemenda og við gerum líka ráð fyrir að bak við þessa beiðni standi í raun og veru bekkur í þessum skóla, en helst vildum við sjá einhveija trygg- ingu fyrir því. Því miður kemur of oft fyrir að safnarar beiti brögðum til að auðga söfn sín og því miður hefur það líka komið fyrir að menn noti nafn Móður Teresu í annarleg- um tilgangi. Og ennfremum hefur það líka komið fyrir, því miður, að prakkárar hafa gengið hér hús úr húsi og sagst vera að safna fyrir hina eða þessa hjálparstarfsemi og svo hefur komið í ljós að þeir voru bara að safna fyrir sjálfa sig undir fölsku yfirskyni. Við erum ekki að drótta neinu að þessum bréfriturum er viljum aðeins benda á að fulla aðgæslu verður að viðhafa í tilvik- um eins og þessu. Að minnsta kosti ganga fyrst úr skugga um að stjórn- endur þessa skóla viti um þetta framtak og vilji styðja það, áður en fólk hér sé hvatt til að verða við beiðninni. F.h. Samverkamanna Móður Teresu Torfi Ólafsson Hvalveiðar eru hefðbundin atvinnugrein Kæri Velvakandi. Það var mér, og jafnframt mörgum íslendingum, til mikilla vonbrigða þegar tveir þingmenn úr Borgaraflokki lögðu fram þingsályktun þess efnis að Islend- ingar stöðvi hvalveiðar í fjögur ár. Þetta er fagnaðarefni fyrir Græn- friðunga erlendis ásamt öðrum sem taka þátt í samsærinu gegn íslandi. Hvalveiðar eru hefðbundin atvinnugrein íslenskra sjómanna og allar tilraunir til að eyðileggja þessi störf eru fyrirfram dæmdar til að mistakast. Að lokum, Al- bert, vil ég minna þig á gömlu slagorðin lútherskra manna: Eng- in uppgjöf. Vilhjálmur Alferðsson Yíkverji skrifar HÖGNI HREKKVÍSI „ l+AKIM ER <3Ó£>UR VEIÐIKÖTTUrt, EN SýNCAR+tEWNSKAN UPFWl'ALUÐ.'" Víkveiji hefur orðið var við að „Jafnréttishugleiðing" Berg- ljótar Rafnar, sem birtist fyrir nokkru hér í blaðinu, hefur vakið athygli margra. Konan sú hoppaði ekki upp af kæti yfir því að allir forsetar sameinaðs þings skyldu vera konur og allir „aðstoðarmenn" ráðherra allaballanna sömuleiðis. Hún var bæði „sár og reið“. Karl- arnir létu eins og þeir væru að stuðla að jafnrétti kynjanna, þegar þeir teldu „pólitískt heppilegt" að hampa konum. XXX Víkveiji minntist þessarar grein- ar Bergljótar er hann var í síðustu viku vitni að umræðu nokk- urra kvenna um nýjustu vegtyllur kynsystra þeirra. Þær voru sam- mála um að konur yrðu að vera vel á verði svo að ekki yrði á þeim traðkað. Þær eigi að njóta jafnrétt- is, en niðurlægjandi sé, þegar konur hljóta frama, ef staðið er að því á þann hátt að þeirri hugsun verði ekki vikið frá að verið sé að stinga upp í þær dúsu til þess að hafa þær góðar. XXX Konurnar voru allar sammála um að Guðrún Helgadóttir væri vel að embætti forseta samein- aðs þings komin, en frá sjónarhóli jafnréttis hefði það alls ekki verið sjálfgefið — síst af öllu þar sem í þingflokki Alþýðubandalagsins væri maður, sem hefði verið for- maður flokksins í mörg ár, ráðherra og formaður þingflokksins. Senni- lega hefði einhvers staðar heyrst hljóð úr homi ef gengið hefði verið framhjá konu með sömu reynslu, þegar flokknum gafst kostur á að launa áratuga störf með slíkri virð- ingarstöðu sem staða forseta sam- einaðs þings er. Konur á ekki að verðlauna fyrir það eitt að þær em konur — né eiga þær að gjalda þess. XXX Ráðherrar Alþýðubandalagsins völdu sér allir konur sem að- stoðarmenn. Konurnar, sem Víkveiji hlýddi á, töldu að það hafi ekki verið af neinni jafnréttishug- sjón heldur hafi þeir álitið það „pólitískt heppilegt" eða þá vegna slæmrar samvisku af því að kona var útilokuð frá ráðherradómi. Þeir hafi talið að þeir yrðu að sýna lit. En dýrðin hefði ekki staðið lengi, tveir þeirra væm þegar búnir að ráða sér aðra aðstoðarmenn við hlið konunnar. Ekki hefði nú traust þeirra til getu hennar verið meira. XXX Aðspurðar hvort Kvennalistinn væri ekki svarið sögðust þær ekki álíta svo. En af Kvennalistan- um yrði þó ekki skafið að hann hefði hrist upp í þessum málum — og kannski óbeint mtt konum braut innan stjórnmálaflokkanna. Konur væm enginn sérþjóðflokkur, þar sem allir — eða allar — gætu fetað sömu pólitísku línu. Konur ættu að standa við hlið karla jafnt innan pólitískra flokka sem innan þjóð- félagsins í heild — þær ættu að standa við hlið karlsins en hvorki feti fyrir aftan hann — né framan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.