Morgunblaðið - 30.10.1988, Síða 25

Morgunblaðið - 30.10.1988, Síða 25
ooor docroTMO o<? crTTf>aottw/ttp otoa TífT/nrrcTA¥ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTOBER 1988 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Elskum lífið Kæri Velvakandi. Við erum hérna tvær stelpur, aðeins 9 og 10 ára, en þó nógu gamlar til að gera okkur ljóst að almenningur hugsar ekki nógu vel um dýrin sín. Við höfum fundið fjölda fugla og smádýra er bera ljós einkenni um að kettir hafi náð til þeirra. Við höfum reynt að bjarga þeim en greinilega ekki komið nógu fljótt. Auðvitaða er ómögulegt að uppræta drápsfýsn katta en fólk á að gera sitt besta og setja bjöllur á kettina. Við viljum einnig beijast gegn mengun og gróðureyðingu, jafnt á sjó sem landi. Kjörorð okkar er á þessa leið: „Að vemda náttúruna er að elska lífið í kringum okkur, að virða dýr- in og jurtimar. Og það er líka að vera hreinlegur. Við megum ekki sóða út og menga jörðina, vatnið eða loftið sem við öndum að okkur. Magga og Mæja Tísku- óskapnaður í ljóðagerð Til Velvakanda. Fýrir nokkrum dögum birti Morgunblaðið ágæta grein eftir Guðmund Guðmundarson, fram- kvæmdastjóra. Tók hann þar til umfjöllunar tískuóskapnað íslenskrar ljóðagerðar og val nefnd- ar þeirrar sem sá um að safna efni í þá bók er Almenna bókafélagið lét frá sér fara, sér til lítils sóma. Sannar fregnir hafa mér borist að eynim um að kvæði, sem viður- kennd íslensk skáld sendu til birt- ingar í bókina, hafi nefndin ekki talið hæf til prentunar þar. Hver ljóðelskur Islendingur hlýtur að hryggjast yfir því hvernig komið er fyrir þjóðlegum kveðskap yfir- standandi tíma. Nefndin sem valdi efnið í bókina hefur sendi Guð- mundi miður kurteisislegt svar og ádrepur. Ættum við ekki öll að reyna að mætast á miðri leið með kurteisi og tillitsemi? Mér finnst að Guðmundur hefði átt að fá þakk- læti, jafnvel frá nefndinni sjálfri. Víst geta margar perlur leynst í lausu ljóðaformi en það þarf þó að vera einhver vitglóra í efninu, svo menn geti skilið hvað verið er að fjalla um, og fella ætti niður þessar sífelldu endurtekningar. Sigurlaug Tryggvadóttir Ofbeldismenn lofsungnir Til Velvakanda. Maður er nefndur Andrés Magnússon og er blaðamaður við Morgunblaðið. Þessi maður er iðinn við að réttlæta gerðir mestu ofbeldismanna er nú fyrirfinnast og fara verður langt aftur í mann- kynssöguna til að finna hliðstæð- ur, slík er grimmd þessara ómenna. Vitanlega á ég hér við ísraelsmenn. Fólk hér á landi eins og annars staðar hefur til skamms tíma getað séð á sjónvarpsskerm- inum heima í stofu hjá sér hvernig farið er með Palestínufólkið á vest- urbakka Jórdanárinnar og á Gaza- svæðinu en þetta eru einu svæðin sem eftir eru af Palestínu og vafa- laust er stutt í að ísraelsmenn innlimi þau formlega og þar með er Palestína endanlega horfin af landakortinu. Það sem hefur gerst í Palestínu er einn mesti harmleik- urinn í gervallri mannkynssög- unni. Ranglætið sem það fólk, er landið byggði, hefur mátt þola er alveg með ólíkindum. I Mbl. 16. október sl. er löng grein eftir nefndan Andrés og eins og alltaf þegar hann festir eitthvað á blað um ísraelsmenn þá er um einn allsheijar lofsöng að ræða. Það er svo yfirgengilegt sem maðurinn lætur frá sér fara að engu líkara er en honum sé bara alls ekki sjálfrátt. Hann vogar sér að lýsa hundruð blaðamanna, frétta- manna útvarps og sjónvarps, starfsmanna SÞ og fulltrúa Am- nesty Intemational-samtakanna ósannindamenn, allar fréttir stór- lega ýktar ef ekki hreinn uppspuni og þá myndimar sem sýndar eru í sjónvarpinu líklega leiknar. Beiti Israelsmenn ströngum aga við að halda uppi „lögum og reglu“ eins og hann kallar það þá er það fólk- inu sjálfu að kenna þar eð Ara- baríkin hafi ráðist á ísrael árið 1967 og það hafi leitt til þess að Israelsmenn tóku þessi landsvæði. Þetta eru vitanlega ósannindi, það voru ísraelsmenn sem fyrirvara- laust réðust á nágranna sína, eyði- lögðu t.d. megnið af flugher Egypta á jörðu niðri. Og maðurinn fyllyrðir að ógæfa Palestínumanna yfirleitt sé þeim sjálfum að kenna þar eð þeir sættu sig ekki við skipt- ingu landsins á sínum tíma. Hver átti nú þessi skipting að vera? Þrátt fyrir stöðugan straum gyð- inga til landsins þá vom þeir enn í miklum minnihluta þegar SÞ tóku ákvörðun að skipta landinu á milli gyðinga og frumbyggjanna, Palestínuaraba og taki menn nú vel eftir: Gyðingar áttu að fá um 54% landsins, þó að þeir væru ekki nema um 600.000 talsins, en Palestínumenn sem voru um 1.200 þúsund, sem sagt helmingi fleiri, áttu að fá restina, 46%. Menn sjá vitanlega hvílíkt ranglæti var hér verið að fremja. Hvernig í ósköp- unum var hægt að ætlast til þess að Palestínumenn sættu sig við þetta? Fólkið sem búið hafði í landinu mann fram af manni öld- um saman, það átti að rýma fyrir aðkomumönnum. Þetta er svo fár- ánlegt að maður getur alls ekki skilið þetta. Og ekki nóg með að gyðingamir ættu að fá meirihluta landsins heldur bjuggu á þeim svæðum er þeim var ætlaður mun fleiri Palestínumenn en gyðingar, þannig að það er sama hvernig á þetta er litið, óréttlætið var himin- hrópandi. Svo vita allir er til þekkja að þó svo að Palestínumenn hefðu samþykkt ranglæti þá hefðu gyðingar aldrei látið þar við sitja. Þeir hafa frá fyrstu tíð ætlað sér allt landið, um brottflutning Palestínumanna og um nauðsyn þess að beita valdi gegn heima- mönnum var rætt hispurslaust á þingum zíonista þegar fyrir síðari heimsstyijöldina. Þannig að það fór ekkert á milli mála hvað þeir ætluðu sér og í dag er ekki einu sinni til umræðu af bálfu ísraels- manna að Palestínumenn fái að stofna sitt eigið ríki á þessum ræmum sem þeir enn byggja. Nei, Andrés blaðamaður sér að sjálfsögðu ekkert rangt við þessa sorgarsögu. Ég lýk þessum pistli á orðum Söru Roy, sem er banda- rískur gyðingur og starfar við Harvard-háskólann. Hún sagði nýlega í blaðagrein meðal annars: Sagan hefur gert okkur þann sárs- aukafulla grikk að þau tíðindi sem voru mikil og gleðileg mörgum gyðingi voru stórslys flestum Palestínumönnum. Það er brýnt að menn séu opnir fyrir þessu ólíka mati á sömu tíðindum og skilji það. Alit annað er hreppasjónar- mið og sýnir mikla vöntun á um- burðarlyndi. Við getum ekki varð- veitt okkar minni með því að af- neita minningu Palestínumanna. Um leið og við neituðum að vera áfram fórnarlömb sögunnar gerð- um við aðra að fórnarlömbum. Og þegar við neitum að horfast í augu við þetta, þá gerist ekki annað en við verðum fórnarlömb á nýjan leik. Guðjón V. Guðmundsson Spurt og svarað Þátturinn Spurt og svarað mun hefja göngu sína í Vel- vakanda innan skamms. Les- endur geta hringt í síma 691282 frá kl. 10 til 12 frá mánudegi til föstudags og borið fram spurningar sem reynt verður eftir föngum að afla svara við. Fullt nafn, heimilsfang og nafnnúmer verður að fylgja öll- um spumingum þó spyijandi óski nafnleyndar. Vetrarkápur og jakkar Ný sending af vetrarkápum verð kr. 6.500,- Alullarkápur verð kr. 8.500,- Jakkar margar gerðir, verð frá 5.000 til 6.000,- Dalakofinn, sími 54295. Námskeið Sjálf sþekking — Sjálf söryggi Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvemig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiöur Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Innritun og nánari upplýsingar í símum Sálfræðistöðvarinnar: 62 30 75 og 21110 kl. 11-12. borðviftur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.