Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞRIÐ.IUDAGUR 6. DESEMBER 1988 B 5 ÁRSÞING KSÍ BMEHN&FÉUö SELFOSS 43 ÁRSÞIJ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ellert B Schram formaður KSÍ flytur skýrslu stjómar KSÍ. Verðum að vinna okkur út úr fjárhagsvandanum - segir Ellert B Schram formaður Knattspyrnusambands íslands FJÁRH AGSSTAÐ A Knatt- spyrnusambands íslands er erfið í upphafi nýs starfsárs. Rekstrartap síðasta árs nemur tæpum níu milljónum króna. í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að ná þessu tapi niður og gott betur því áætlunin gerir ráð fyrir tæplega 6,5 milljóna hagnaði. Á næsta ári verður reynt að draga úr kostnaði á öllum sviðum og einn liður í því var uppsögn Sigurðar Hannessonar fram- kvæmdastjóra sambandsins á síðasta fundi fyrir þingið. Sig- urður hættir störfum á næst- unni. Gjaldkeri sambandsins, Þór Símon Ragnarsson, sagðist Sigurður Jónsson skrifar frá Selfossi lengi hafa óttast þessa niðurstöðu í fjármálunum því sambandið væri að verulegu leyti rekið á vonartekjum af landsleikjum. Tekjur sam- bandsins af lands- leikjum hafa brugðist, einkum hefur aðsókn verið lítil að vináttulands- leikjum. Dæmi um það er leikur við Ungveija sem eingögnu 333 áhorf- endur sóttu. Ljósi punkturinn eru leikir í heimsmeistarakeppninni. Einn leikur var hér heima á síðasta ári og sóttu hann 8 þúsund áhorf- endur. Á næsta ári verða þrír leikir í HM hér heima og er gert ráð fyr- ir samtals 15 þúsund manns á þá. „Maður hefur séð hann svartari“, sagði Ellert B Schram formaður KSÍ. „Við ætlum og verðum að ná okkur út úr þessari stöðu og þurfum að draga saman seglin á næsta ári til að ná endum saman.“ Niðurskurður Það urðu ekki miklar umræður um fjármálin á þinginu og svo virt- ist sem þingfulltrúar treystu því að stjómin leysti málið. Ellert B. Schram sagði að mikill niðurskurð- ur yrði á næsta ári, dregið yrði úr verkefnum og mannahaldi. „Þessi staða krefst meiri vinnu af öllum stjómarmönnum sem sinna sínu starfí án launa. Vináttulandsleikir verða felldir niður og landsleikir annarra skomir niður nema bein tekjuöflun komi á móti. Við verðum í þröng með að hefjast handa í verk- efnum sem em á dagskrá KSÍ svo sem að hefja útbreiðsluherferð til að efla iðkun í yngri flokkum. Aðaláherslan verður lögð á það að vinna sig með átaki út úr þessum fjárhagsvanda og draga saman seglin í eitt ár til þess að hafa eitt- hvað að byggja á að nýju,“ sagði Ellert. ÍÞRjjmR FOLK ■ AÐEINS tvær konur wru meðal þingfulltrúa á þingi KSÍ um síðustu helgi, Guðbjörg B. Peters- en fyrir Val'og Jóhanna Guð- mundsdóttir frá Grundafírði fyrir HSH. KSÍ þingið var þvi nánast algjört karlavígi að þessu sinni, eins og endranær. ■ POLLAMÓT fyrir 30 ára og eldri verður haldið á Akureyri á vegum Þórs. Mótið verður haldið á sumarmánuðum með tilheyrandi húllumhæi og ef vel tekst til stefnt að því að þetta verði árlegur við- burður. ■ ÁHORFENDUR að knatt- spyrnuleikjum ársins í 1. deild og að landsleikjum voru 20,000 færri en 1987 Um 25% fækkun er að ræða og er í skýrslu stjómar KSÍ hvatt til þess að efla áhuga fólks á að koma á völlinn. ■ AUSTRI frá Eskifírði mun leika í 3. deild næsta sumar sam- kvæmt samþykkt þingsins. Austri, sem lék við BÍ til úrslita um efsta sætið í 4. deild, átti að leika í 4. deild áfram vegna þess að Valur taldist sigurvegari í Austfjarða- riðli eftir kærumál sem kom upp. B* 107 rædur vom fluttar á árs- þingi KSÍ. Þar af 59 fyrri daginn. Morgunblaðíð/Sigurður Jónsson Guðbjörg B. Petsrson Val og Jó- hanna Guðmundsdóttir HSH voru einu konumar á þingi KSÍ. Stjóm KSf. Mestrættum framkvæmd og fyrirkomulag móta „Á MEÐAN æskan sækir inn á knattspyrnuvellina er ekkert að óttast," sagði Ellert B. Schram formaður KSÍ meðal annars í setningarávarpi sínu á þingi sambandsins sem var haldið á Sel fossi á föstudag og laugardag. Fyrir liggur að sambandið þarf að draga saman seglin til að vinna bug á fjárhagsvandanum. Niðurskurðurinn mun helst koma niður á vináttulandsleikjum. ingið sóttu 144 fulltrúar og voru umræður fjörugar um nokkrar af þeim 35 tillögum sem iágu fyrir þinginu. Litlar sem engar umræður urðu um skýrslu stjórnar og hina erfiðu fjárhagsstöðu. Aðal- áherslan í umræðunum var gagn- vart ýmsum málum sem tengdust framkvæmd móta liðsskipan og ýmsu fyrirkomulagi á þeim vett- vangi. Meðal tillagna sem samþykktar voru var áskorun til mótanefndar KSÍ að leikjum verði raðað þannig í 1. deild aá leiknar verði heilar umferðir á ákveðnum dögum og fimmtudagar, sunnudagar eða mánudagar lagðir til í því efni. Samþykkt var að 10 lið verði í 1. 2. og 3. deild og að tvö lið færist upp og niður milli deilda. Þinginu lauk með kosningu stjómar. Kosnir voru flórir nýir menn f stjómina til tveggja ára og einn til eins árs. Stjóm KSÍ er þannig skipuð: Ellert B. Schram, Gylfi Þórðarson, Þór Simon Ragnarsson (til tveggja ára), Helgi Þor- valdsson, Gunnar Sigurðsson, Sveinn Sveinssson (til tveggja ára), Elfas Hergeirs- son (til tveggja ára), Stefán Garðarsson ( til eins árs) og Ragnar Marinósson ( til tveggja ára). f varastjóm til eins árs eru: Ásgeir Ármannsson, Aðalsteinn Steinþórs- son og Ingi Jónsson. í stjóm úr landsQórðungum til eins árs era: Kristján Jónsson Isafirði, Rafn Hjaltalín Akureyri, Guðmundur Bjamason Neskaupstað og Jóhann Ólafsson Vest- mannaeyjum. Varamenn úr landsfjórðung- unum eru þorgeir Jósefsson Akranesi, In- góllfúr Freysson Húsavik. Adolf Guðmunds- son Seyðisfirði og Bárður Guðmundsson Selfossi. Dómstól KSf skipa: Jón Steinar Gunn- laugsson, Jón G Zoega og Þórður Ólafsson. Varamenn em Gestur Jónsson, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Þórðarson, Helgi V Jónsson og Jens Sumarliðason. Endur- skoðendur vom kjörair: Hannes Þ. Sig- urðsson og Sœmundur Gíslason og Reynir G. Karlsson og Þórður Þorkelsson. KR-ingar prúðastir í 1. deild Leikmenn KR voru prúðastir af leikmönnum 1. deildar í knattspymu og hlutu að launum Dragostyttuna svonefndu. f 2. deild voru tvö lið jöfn hvað þetta varðaði, Fylkir og Tindastóll. Tekin eru saman refsistig hjá liðunum í 1. og annarri deild og reiknuð þannig að fyrir að fá eitt gult spjald er gefið eitt stig en fjögur fyrir rautt spjald. KA menn stóðu sig verst hvað þetta snerti í l. deildinni ogÞróttur f 2. deild. Á keppnistímabilinu komu fyrir aganefnd 1176 mál sem er 72 málum fleira en á síðasta ári. Leikbönn urðu 149 eða 21 færra en sl ár. Nfu leikmenn eiga eftir að taka út leikbannsrefsingu og gera það næsta ár. Agamál komu aðeins til um- ræðu á þinginu og benti Ellert B Schram á að þjálfurum væri f lófa lagið að hafa áhrif á hegðun leik- manna og neftidi Ian Ross sem dæmi, en lið undir hans stjóm hafa fengið Drago styttuna und- anfarin fimm ár. í máli nokkurra ræðumanna á þinginu kom fram að æsingur fólks á hliðarlínunni, þegar yngri flokkarnir eigast við, er hvimleiður og er ekki hvatning til leikmanna að tileinka sér prúð- mennsku. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Forsvartmonn Tindastóls, Pylkis og KR með Drago styttumar. Með þeim á myndinni er Ellert B Schram formaður KSÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.