Morgunblaðið - 06.12.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 06.12.1988, Síða 2
2 B MORGUNBLAÐŒ) SÞROTTIR ÞRŒUUDAGUR 6. DESEMBER 1988 ■ ÁSTÞÓR Ingason, UMFG, meiddist í sigurleik Grindvíkinga gegn Njarðvík á dögunum og var óvíst hvort hann myndi leika með liði sínu gegn Val á sunnudaginn. Nokkrum mínútum fyrir leik var þó ákveðið að hann skyldi vera í liðinu. Hann kom ekkert inná í leiknum! ■ LEE Nober, þjálfari ÍBK er ekki alltaf hrifínn að dómgæslunni í leikjum liðsins. í leik Keflvíkinga gegn KR-ingum á sunnudaginn setti hann á svið undarlegan lát- bragðsleik sem áhorfendur kunnu vel að meta. Skyndilega var hann kominn með staf og sólgleraugu og lék blindan mann! Hann hafði greinilega undirbúið þetta atriði en dómaramir voru ekki hrifnir og gáfu Nober tæknivíti fyrir leik- þáttinn.^ ■ RÚNAR Árnason, leikmaður Grindavíkur fékk brottrekstarvillu fyrir að slá einn leikmann Vals í leik liðanna um helgina. Samkvæmt reglum aganefndar KKÍ mun Rúnar fá leikbann og missir því af næsta leik Grindvikinga, gegn KR 22. janúar. ■ HINRIK Þórhallsson hefur verið endurráðinn sem knattspymu- þjálfari Snæfells frá Stykkishólmi næsta sumar. Hinrik þjálfaði liðið með góðum árangri í fyrra og var félagið hársbreidd frá því að vinna sig upp í 3. deild. ■ RAGNAR Rögnvaldsson, knattspymumaður úr Breiðabliki, hefur ákveðið að leika með Dalvík- ingum í 3. deild næsta sumar. Ragnar hefur víða komið við og leikið meðal annars með KA, ÍBI og Víking. ■ KRISTINN Bjömsson, sem þjálfaði Stjörnuna úr Garðabæ í 3. deild síðasta sumar, hefur verið orðaður sem næsti þjálfari Dalvík- inga. ■ HOLLENSKI unglingurinn Dennis Bergkamp, skoraði sitt áttunda mark í sjö leikjum fyrir lið sitt Ajax, sem hélt áfram sigur- göngu sinni í hollensku deildar- keppninni um helgina. Ajax sigraði Haarlem 1-0, og hefur klifíð upp töfluna sem nemur tíu sætum síðustu vikumar eftir ömurlega byijun á keppnistímabilinu. Berg- kamp var alls óþekktur í upphafí tímabilsins, en hann er enn einn ávöxturinn úr hinu fræga unglinga- liði Ajax, sem hefur meðal annarra alið upp snillinga á borð við Johan CruyfF og Marco Van Basten. Það lið sem mest hefur komið á óvart í hollensku deildinni er þó Fortuna Sittard, sem er aðeins tveimur stig- um á eftir PSV Eindhoven, og sigraði PSV fyrir skömmu. Breti nokkur, John Clayton, hefur gert það gott hjá spútnikliðinu, skoraði sigurmarkið gegn PSV og fyrra markið af tveimur í sigurleik gegn Willem 2. ■ LUZERNha.íö\ aðeins eitt stig upp úr leik, 2:2, gegn Wettingen í svissnesku deildarkeppninni um helgina. Það heldur þó fyrsta sæt- inu í deildinni. Það er nú með 27 stig en Grasshoppers, sem tapaði 4:3 gegn Young Boys, er með 25 stig í öðru sæti. KNATTSPYRNA / BELGÍA Amórá batavegi „ÉG var að koma frá sérfrœð- ingi mínum í Munchen og hann er bjartsýnn og segir allt vera á réttri leið og ég verði farinn að leika aftur fljótlega, þó verð ég að segja, að ég finn enn til þegar ég beygi hœgri fótinn,“ sagði Arnór Guðjohnsen knatt- spyrnumaður hjá Anderlecht í samtali við Morgunblaðið um helgina, en sem kunnugt er, meiddist hann illa á hægra læri fyrir nokkru. Amór sagði að aðeins væri eftir að leika tvær umferðir fram að miðsvetrarhléinu og legði hann Bjarni Markússon skrifarfrá Brussel enga áherslu á að ná þeim, vildi heldur flýta sér hægt og vera tilbú- inn í slaginn þegar deildarkeppnin hefst á ný 20. janúar. Raymond Goethals þjálfari liðsins er sammála, vill heldur fá Amór alheilan í janúar heldur en hálfgóð- an fyrr. Anderlecht hefur sýnt að breidd er í liðinu, því liðið hefur náð góðum úrslitum síðustu vikurnar þótt vanti leikmenn eins og Amór og t.d. Nígeríumanninn Keshi. Leik- imir sem eftir eru, em gegn Genk og Molenbeek, liðum sem eru mun lakari á pappímum a.m.k. KNATTSPYRNA Bjami til Englands Bjami Felixson, íþróttafrétta- maður Ríkisútvarpsins, held- ur utan til Englands í dag. Hann mun lýsa leik Coventry og Manc- hester United í beinni útsendingu frá Heighfíeld Road á laugardag- inn. Þetta verður fyrsta beina útsendingin frá ensku knattspym- unni í vetur. Ríkissjónvarpið mun sýna níu leiki beint frá ensku knattspym- unni í vetur. Næstu leikir verða Millwall og Sheffeild 17. desem- ber og 31. desember verður leikur Aston Villa og Arsenal sýndur. Iþróttafréttamenn RUV munu í mörgum tilfellum fara utan og lýsa leikjunum beint. Arnór Guðjohnsen. KNATTSPYRNA Laugardalsvöllur: Uppfyllir ekki kröfúr sem þjóðarieikvangur STJÓRN Knattspyrnusam- bands íslands hefur áhyggjur af ástandi þjóðarleikvangs ís- lendinga, Laugardalsvellinum. í ársskýrslu sambandsins er þessum áhyggjum lýst og því að völlurinn uppfylli ekki örygg- iskröfur. Alþjóðaknattspymusambandið hefur ákveðið að í næstu heimsmeistarakeppni verði aðeins leikið á völlum sem hafa eingöngu sæti fyrir áhorfendur. KSÍ telur að hluti skýringar á slakri aðsókn á leiki liggi í óaðlaðandi aðbúnaði á veljinum og völlum yfirleitt. í ársskýrslu KSÍ er því beint til stjórnvalda að hafíst verði handa sem fyrst við uppbyggingu mann- virkisins með það í huga að það verði lokuð hringlaga bygging. Einnig að völlurinn verði flóðlýstur þannig að landsleikir og félagsliða- leikir að hausti geti farið fram á eðlilegum tíma dags. KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Michael Jordan átti stórleik og setti 39 stig. Jordan fór ákostum Los Angeles og Detroit Pistons halda sínu striki og hafa örugga forustu NÚ eru liðin i NBA-deildinni búin með 14-17 leiki hvert og hafa bestu liðin frá sl. keppn- istímabili, Los Angeles Lakers og Detroit Pistons, tekið for- ystu í deildunum tveimur. Þessi tvö lið hafa ieikið stórgóðan körf uknattleik í vetur og hefur Lakers-liðið átt hvern stjörnu- leikinn af öðrum undanfarið. Á sama tíma á Boston í miklum erfiðleikum og hefur alls ekki virkað sannfærandi og ekki bætti úr skák þegar Larry Bird meiddist. Það verður langur vetur framundan fyrir hina fjöl- mörgu stuðningsmenn iiðsins. Aföstudag átti Lakers-liðið frá- bæran leik í Utah, en það lið var einmitt erfíðasti andstæðingur Lakers í fyrra. Leiknum var sjón- varpað í TBS-sjón- Gunnar varpsstöðinni og átti Valgeirsson Utah aldrei mögu- sknfar íeika í leiknum. La- kers lék án Abdul- Jabbar, sem á við smávægileg meiðsl í hné að eiga, en það kom ekkert að sök. Byroin Scott skoraði 32 stig fyrir Lakers og „Magic“ Johnson skoraði 17 stig, tók 12 fráköst og átti 15 stoðsendingar. Jordan relðist Á laugardag tapaði Dallas sínum flórða heimaleik á keppnistímabil- inu þegar Chicago vann 113:100. í dagblöðunum á laugardagsmorgun í Dallas voru greinar um að Mic- hael Jordan skoraði aldrei mikið gegn Dallas. Þetta fór ekki vel í kappan og hann skoraði 39 stig fyrir lið sitt í þessum sigurleik. Þá heldur San Ántonio áfram góðu gengi á heimavelli. Spurs vann New York 122:109 í góðum leik á laugar- dag, en liðinu gengur ekki eins vel á útivöllum þar sem flestir leikir tapast. Spurs eru með 6 sigra og 8 töp það sem af er keppnistímabil- inu. Það eru einkum -bakverðirnir Alvin Robinson og Johnny Dawkins sem halda liðinu á floti. Á sunnudag vann Los Angeles La- kers lið Washington í framlengingu. í þeim leik jafnaði „Galdur" nokkur Johnson leikinn fyrir heimamenn með skoti frá miðju um leið og leiktíminn rann út. Það var að sjálf- sögðu þriggja stiga karfa og í fram- lengingunni reyndist Lakers sterk- ara. í Detroit var það góðvinur Jo- hnson, Isiah Thomas, sem skoraði sigurkörfu Detroit gegn New Jersey í hörkuleik. Efstu liðin í Austurdeild eru (í sviga eru unnir leikir-tapaðir leikir): Detroit (13-3), Cleveland (11-3), New York (10-6), og Átlanta (10-6). í Vesturdeild eru þessi lið efst: L.A. Lakers (12.-3), Denver (11-5), Utah Jazz (10-5), og Hous- ton (10-7). Þá er að geta þess að enn hefur Miami ekki unnið neinn af þeim 13 leikjum sem liðið hefur spilað. Metið í NBA eru 15 leikir í upphafí keppnistímabils. ■ Úrsllt B/11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.