Morgunblaðið - 06.12.1988, Side 8

Morgunblaðið - 06.12.1988, Side 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 Meira en þú geturímyndað þér! Anderlecht sækir að Mechelen Anderlecht vann öruggan sigur gegn Cercle Brugge, 3:1, og er nú aðeins einu stigi á eftir Mec- helen sem hefur gefið nokkuð eftir að undanförnu. Mechelen gerði 1:1 jafntefli á útivelli gegn Beveren. FC Liege sem er í þriðja sæti mátti sætta sig við tap um helgina. Sigur Anderlecht var öruggur og hefði getað orðið stærri. Grun skor- aði fyrsta mark Anderlecht, en Nusonda, frá Zambíu, skoraði tvívegis. Nusonda er varaliðsmaður sem hefur fengið að spreyta sig í fjarveru fastaleikmanna að undan- fömu, og gert það gott. Skrítið atvik átti sér stað í leik Standard og Antwerpen, sem end- aði 3:3. Standard var í sókn og braut markvörður Antwerpen á sóknarmanni Standard með þeim afleiðingum að víti var dæmt. Mark- vörðurinn slasaði sig á fæti þannig að það varð að bera hann af lei- kvelli. Kom þá varamarkvörður Antwerpen inn á og bjóst til að mæta spyrnunni. Hana tók mark- vörður Standard, en varamarkvörð- urinn gerði sér lítið fyrir og varði. Má því segja að markverðimir hafí verið býsna áberandi í leiknum. Frá Bjama Markússyni iBelgíu KNATTSPYRNA / BELGÍA Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Sóleyjargata o.fl. Birkihlíð Skúlagata Háteigsvegur Sæviðarsund KOPAVOGUR Kársnesbraut 77-139o.fl. Frá Bob Hennessy ÍEnglandi ÍÞRÚmR FOLK ■ MILLWALL hefur gengið vel í 1. deild og stuðningsmenn liðsins kunna vel að meta árangurinn. Á laugardaginn komu 20.105 áhorf- endur á leik liðsins, s'em er mesti fjöldi á heimavelli Mill- wall í 12 ár. Mmanchester United fékk hins vegar „aðeins" 31.173 áhorfendur á Old Trafford og hafa ekki verið svo „fáir“ þar í 15 ár. Ástæðan er versta tímabil félagsins í 10 ár. ■ SIGUR West Ham á laugar- daginn var 1000. sigur félagsins í deildarkeppninni. ■ NEWCASTLE situr á botnin- um og hefur nú ekki skorað í sex leikjum í röð. ■ LES Sealey, markvörður Lu- ton, var bestur í liði sínu gegn Newcastle á laugardaginn, en eftir leikinn fór hann fram á að verða seldur. Hann hefur verið í fimm ár með Luton, en er óánægður með samning sinn. ■ JOHN Fashanu verður að greiða Wimbledon sem samsvarar einum mánaðarlaunum (um hálfa milljón íslenskra króna) fyrir að hafa sagt að hann vildi fara frá félaginu. „Fashanu er ekki á för- um. Hann hefur skrifað undir samn- ing og er því samningsbundinn," ságði Bobby Gould hjá Wimble- don. ■ ALAN Smith hjá Arsenal skoraði sitt 15. mark á tímabiiinu á sunnudaginn og er markahæstur ásamt Alan Mclnally hjá Aston Villa. Markið gegn Liverpool var 100. deildarmark Smiths. H TOTTENHAM fékk atvinnu- leyfí fyrir norska landsliðsmanninn Erik Thorstvedt með því skilyrði að hann verði aðalmarkvörður Spurs. Bobby Mimms er því úti í kuldanum. H IAN Mölby lék með varaliði Liverpool um helgina og komu móðir hans og systir gagngert frá Danmörku til að horfa á. í vikunni hefst innanhússmót í Manchester og verður Mölby í liði meistaranna. ■ STEVE Heighway er aftur kominn „heim“. Heighway, sem fór frá Liverpool fyrir átta árum til að þjálfa í Bandaríkjunum, hef- ur tekið við stjórn unglingamála hjá Liverpool. ■ JIM Smith tekur sennilega við stjórninni hjá Newcastle. Smith, sem hefur verið hjá QPR síðan 1985 og á eftir tvö og hálft ár af samningi sínum, er efstur á óska- lista botnliðsins og stendur QPR ekki í vegi fyrir því að hann fari. Peter Shrieves tekur við af honum ef af verður. ■ DERBY gerði jafntefli við Sheffield Wednesday og hefur nú leikið sjö leiki í röð án taps. ■ LEIKMENN Newcastle hafa ekki náð að skora í síðustu sex leikj- ■ RALP Milne skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester Un- ited á laugardaginn, en hann var keyptur frá Bristol City fyrir tveimur vikum. ■ NEIL Maddison, sem er 19 ára, lék sinn fyrsta leik með Sout- hampton og byrjaði vel — skor- aði en Southampton tapaði. ■ SAMMY Lee er óánægður á Spáni og hefur hug á að snúa aftur til Englands næsta vor. ■ RANGERS tapaði óvænt 1:0 heima gegn Dundee United í skosku úrvalsdeildinni að viðstödd- um tæplega 40 þúsund áhorfend- um. Graeme Souness var vonsvik- inn, en Jim McLean, stjóri gest- anna var ánægður. „Þetta voru mikilvæg úrslit fyrir skoska knatt- spymu,“ sagði hann. ■ CHARLIE Nicholas tryggði Aberdeen 1:1 jafntefli gegn Ham- ilton, skoraði beint úr aukaspyrnu 20 mínútum fyrir leikslok. John Barnes lék að nýju með Liverpool og skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu. Ekkert efstu liða náði að sigra STAÐAN á toppnum er óbreytt eftir leiki helgarinnar. Norwich og Millwall töpuðu bæði og Arsenal og Liverpool gerðu 1:1 jafn- tefli á Highbury að viðstöddum tæplega 32 þúsund áhorfendum. John Barnes lék að nýju með Liverpool og skoraði glæsilega í byijun seinni hálfleiks. En þrátt fyrir stöðuga sókn gestanna tókst þeim ekki að skora Frá fleiri mörk og Alan Bob Smith jafnaði 20 Hennessy mínútum fyrir leiks- lEnglandi jok_ J Norwich tapaði 3:1 fyrir Aston Villa í Birmingham. Vamarmaður- inn Kevin Gage (20. og 77. mín.) og David Platt (59. mín.) skomðu fyrir heimamenn en Trevor Putney jafnaði 1:1 fímm mínútum fyrir hlé. Millwall tapaði fyrsta deildar- leiknum heima á tímabilinu. West Ham vann 1:0 með marki frá Paul Ince á 18. mínútu. Heimamenn sóttu stíft eftir hlé, fengu 16 horn gegn tveimur, en höfðu ekki erindi sem erfíði. Trevor Francis var hetja QPR er liðið vann Coventry 2:1 í hörðum leik. „Þetta er harðasti leikur sem ég hef tekið þátt í í sjö ár,“ sagði Francis, sem skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara fyrir Mark Falco á 58. mín. Skömmu síðar var Trevor Peake hjá gestunum vikið af velli, en David Speedie tókst engu að síður að minnka muninn. Manchester UnRed sigraöil Manchester United tókst loks að sigra eftir átta jafntefli og eitt tap í síðustu níu leikjum. Ralp Milne, Brian McClair og Mark Hughes gerðu vonir Charlton að engu á Old Trafford. Everton vann Tottenham 1:0 og skoraði Tony Cottee eina mark leiksins. Léikmenn Spurs töldu að um rangstöðu hefði verið að ræða, en línuvörðurinn veifaði ekki og var það hárréttur dómur. Neil Maddison náði forystunni fyrir Southampton gegn Wimble- don, en Terry Gibson og Carlton Fairweather sáu um að heimamenn fengu öll stigin — fyrsti sigur Wimbledon í sex leikjum. Jafntefii Nigel Callaghan jafnaði fyrir Derby gegn Sheffíeld Wednesday, 1:1, úr umdeildri vítaspyrnu á síðustu mínútu leiksins. Mel Ster- land, maður leiksins, skoraði fyrir heimamenn í fyrri hálfleik. Sigurður Jónsson lék í 80 mínútur. Nottingham Forest og Middles- boro gerðu 2:2 jafntefli. Lee Chap- man skoraði bæði mörk heima- manna, en Brennan og Stuart Rip- ley svöruðu fyrir „Boro“. Þá gerðu Luton og Newcastle markalaust jafntefli. ■ Úrslit/B10 ■ Staðan/BIO KNATTSPYRNA / ENGLAND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.