Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 12
/ÞRMR ■ ALÞJÓÐA Knattspyrnusam- bandið, FIFA, hefur látið frá sér fara, að gerist leikmenn héreftir sekir um að skrifa undir samninga við félög á sama tíma og þeir eru samningsbundnir öðrum félögum, eigi þeir sektir og leikbönn yfir höfðum sér. Tveir leikmenn eru í aðalhlutverki vegna þessa, Jose Sinval frá Brasilíu og Jan Hells- tröm frá Svíþjóð. Brasilíumaðurinn er á samningi hjá Servette í Sviss, en Svíinn hjá Norrköping, en þeir höfðu samið við Olympique Mar- seilles og Heracles Þessaloniku. Voru nokkrar fjárupphæðir í spil- inu, en félög þeirra félaga vildu ekki gefa þá lausa og því kom til kasta FIFA. Leikmennimir hafa nú báðir verið sektaðir um sem nemur 5.000 dollurum. ■ MIKIL reiði ríkir nú í Austur- Þýskalandi eftir 3:1 ósigur knatt- spymulandsliðsins fyrir Tyrkjum. Þykir mörgum ekki einleikið hversu illa gengur að koma landsliðinu í lokaátök Evrópukeppni landsliða og HM, sérstaklega er litið er á vel- gengni Austur-Þjóðveija á flest- um öðrum sviðum íþrótta. Wolf- gang Spitzner, forseti austur- þýska knattspyrnusambandsins sagði í viðtali fyrir skömmu, að nefnd yrði skipuð til að kanna þessi mál ofan í kjölinn, en í millitíðinni væri alveg á hreinu að sumar af knattspyrnustjömunum yrðu að at- huga sinn gang, breyta um hugar- far og ekki síst um lífsstíl. ■ ÍTALSKI ftjálsíþróttafrömuð- urinn Primo Nebiolo, er nú enn kominn á síður ítalskra dagblaða, en þar hefur hann verið síðustu mánuði eftir að forysta ítalska fijálsíþróttasambandsins varð uppvis að því að svíkja auglýsinga- fyrirtæki eitt. Samsstarfsmaður Nebiolo, Luciano Barra, fékk skömm í hattinn fyrir, en hann hafði áður sagt af sér hægri hand- arstarfi Nebiolo eftir að starfs- menn á heimsleikunum í frjálsum íþróttum í Róm á síðasta ári urðu uppvísir að því að mæla ranga stökklengd ítalska langstökkvarans Giovanni Evangelisti og færa hon- um þannig bronsverðlaunin á silfur- fati. Evangelisti skilaði verðlaun- um sínum allt annað en kátur. Nú er Primo sakaður um að hafa stað- ið fyrir kosningasvindli í tveimur hémðum þar sem „hans menn“ unnu glæsta og auðvelda sigra. Voru þetta nokkurs konar sveita- stjómarkosningar til fijálsíþrótta- sambandsins ítalska. ítölsk dagblöð eru flest eða öll sammála um að Primo hefði átt að segja af sér fyrir löngu síðan og taka alla sína samstarfsmenn með sér. ■ ÁKVEÐIÐ hefur verið að Júgóslavía leiki HM-leik sinn gegn Kýpur í Belgrað, en ekki í ein- hverri minni borg eins og Rijeka eða Mostar, eins og þjálfari liðsins, Ivica Osim, hafði óskað eftir í kjöl- farið á HM-leiknum gegn Frakk- landi, sem heimamenn unnu 3:2. Það voru aðeins 16.000 áhorfendur af 70.000 mögulegum á Partizan- leikvanginum, en líklegt er að leik- ið verði gegn Kýpur á velli Rauðu Stjörnunnar, en þar rúmast 95.000 manns. ■ KÍNVERSKA stúlkan Xing Fen, varð fyrst kvenna til að lyfta tvöfaldri eigin þyngd er hún vann til gullverðlauna á HM-kvenna í lyftingum sem fram fer í Jakarta þessa daganna. Stúlkan keppti í 43,5 kg flokki og jafnhattaði 90 kg, sem er 20 kg betri lyfta heldur en gildandi heimsmet sem þar af leiðandi féll í gleymsku og dá. Morgunblaðiö/Einar Falur Mark Ama Steinsen átti góðan leik með Fram gegn Haukum um helgina. Hun skorar hér eitt fímm marka sinna. Vippar boltanum yfir Sólveigu Steinþórsdóttur í marki Hauka, sem kemur engum vömum við. dóttir og Guðný Guðnadóttir 4 hvor, Guðný Gunnsteinsdóttir og Hrund Grétarsdóttir 3 hvor, Heiga Sigmundsdóttir 2 og Herdís Sigur- bergsdóttir eitt mark. Mörk ÍBV: Stefanía Guðjónsdóttir, Andrea Atladóttir og Ólöf Hreiðarsdóttir 3 mörk hver, Ingibjörg Jónsdóttir og Amheiður Pálsdóttir eitt mark hvor. Köflóttur leikur Fyrri leikur Þórs og Víkinga um helgina fór fram á föstudagskvöld. Víkingsstúlkur voru góðar í fyrri hálfleik, yfirspiluðu heimaliðið og leiddu í leikhléi 14:6. Sigrún Ólafs- dóttir átti góðan leik í marki Víkinga fyrir hlé, en í síðari hálf- leik stal stalla hennar í Þórsmark- inu, Inga Birna Hákonardóttir, sen- unni, og átti ekki hvað minnstan þátt í því hve heimaliðinu gekk vel að ganga á forskot Víkinga. Munur- inn í leikhléi var þó of mikill til þess að Þórsarar næðu að ógna sigri Víkinga að ráði og gestimir sigruðu 22:18. Mörk Þórs: María Ingimundardóttir 7/5, Inga Huld Pálsdóttir 3, Valdís Hallgrímsdóttir og Harpa örvarsdóttir 2 mörk hvor, Margrét Björnsdóttir, Eva Eyþórsdóttir, Steinunn Geirsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir eitt mark hver. Mörk Víkings: Inga Lára Þórsidóttir 7, Halla Helgadóttir 5, Heiða Erlingsdóttir 4, Svava Baldvinsdóttir og Valdís Birgisdóttir 3 mörk hvor. Yfirburðir f síðari leiknum Þrátt fyrir frekar jafna viðureign í fyrri leiknum voru yfirburðir Víkinga miklir í þeim síðari. Fyrri hálfleikur var jafn, en gestirnir þó ætíð fyrri til. Víkingur leiddi í leik- hléi 8:5, en liðið skipti um gír í síðari hálfleik og vann stórsigur, 24:13. Miirk Þirs: Maria 5/3, Inga Huld 4, Harpa 2, Valdls og Steinunn eitt mark hvor. Mörk Víkings: Inga I-ira 7, Halla 5, Svava 4, Jóna og Valdls 2 hvor, Heiða, Oddný, Matt- hildur og Gróa eitt mark hver. ■ Úrsllt/BIO ■ Staðan/BIO HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA Enn sigrar Fram Ótrúlegiryfirburðir Stjörnunnargegn ÍBV FRAMARAR héldu áfram sigur- göngu sinni, þegar liðið sigraði Hauka á laugardag með 19 mörkum gegn 12. Þórsstúlkur léku tvo leiki við Víkinga á Ak- ureyri og biðu ósigur í báðum viðureignunum. Víkingsliðið vann fyrri leikinn 22:18, og þann síðari 24:13. Á sunnudag áttust við Stjarnan og IBV í Digranesi og þegar upp var staðið var 24 marka sigur Stjörnunnar staðreynd. Loka- tölururðu 35:11! L eikur Fram og Hauka var í járnum framan af og lítið skor- að. Smám saman náðu þó Framarar jrfirhöndinni og sigu fram úr. Þegar flautað var til leik- H. Katrín hlés var staðan orð- Friðríksen jn 11:5 Fram í vil. sknfar Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, þrátt fyrir að örugg- ur sigur Fram væri aldrei í hættu. Leikslok urðu 19:12, en Fram náði á tímabili tíu marka forskoti. Framliðið lagði að venju mest upp úr sterkri vöm og markvörslu, og beitti síðan hraðaupphlaupum. Það virtist ekki koma niður á leik liðsins að Guðríður Guðjónsdóttir, sem hefur verið atkvæðamesti leikmað- ur Fram, sat langtímum saman á bekknum. Haukaliðið hefur oft leikið betur en í þessum leik. Vömin var góð, en sóknarleikurinn ráðleysislegur og leikmenn klikkuðu illa í dauða- færum. Mörk Fram: Ama Steinsen 5/2, Ósk Víðis- dóttir 3, Margrét Blöndal 2, Jóhanna Halldóre- dóttir 2, Hafdís Guðjónsdóttir 2/1, Björg Berg- steinsdóttir, Guðrfður Guðjónsdðttir, Ingunn Bemótusdóttir, Anna Halldórsdóttir og Guð- rún Gunnaredóttir eitt mark hver. Mörk Hauka: Þórunn Sigurðardóttir 4, r Margrét Theódórsdóttir 4/1, Hrafnhildur Páis- dóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Júliusdóttir og Elva Guðmundsdóttir eitt mark hver. Ótrúlegir yfirburdir Stjömunn- ar Það var fátt sem benti til þess að leikur Stjömunnar og IBV væri leikur tveggja fyrstu deildar liða — til þess var gæðamunurinn of mik- ill. Strax í byijun var ljóst hvert stefndi og staðan í leikhléi var 14:6 fyrir Stjömunni. Mótspyma IBV var enn minni í síðari hálfleik og frískar Stjörn- ustúlkur hreinlega gengu yfir and- stæðinga sína. Lokatölur leiksins urðu 35:11! Mörk Stjömunnar: Erla Rafnsdóttir 13/2, Sigurbjörg Sigþórsdóttir 5, Drífa Gunnars- GETRAUNIR: I 1 X 2X1 X 1 X X 2 X LOTTO: 1 2 6 13 26 +9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.