Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 6
6 B A MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 Vildi ekki gefast upp Einn besti markvörður deildarinnar með annan fótinn styttri eftir alvarlegt slys LEIFUR Dagfinnsson hefur vakið athygli í leikjum KR í 1. deildinni f handknattleik í vetur. Hann er aðeins tvítug- ur að aldri og hefur ekki mikla reynslu en hefur þó staðið sig mjög vel. Hann er nú í hópi efnilegustu markvarða landsins og eini leikmaðurinn í deildinni sem hlotið hefur hæstu einkunn, þrjú M, í ein- kunnagjöf Morgunblaðsins. Fyrir rúmum þremur árum var útlitið ekki svo bjart hjá Leifi. Hann varð fyrir alvarlegum meiðslum og um tíma leit út fyrir að hann yrði að Eftir hætta í íþróttum. LogaB. En Leifur lét ekki Eiösson deigan síga og með miklum krafti og sjálfsaga náði hann sér á strik að nýju; yfirsteig meiðslin og var mættur undir þverslána hjá KR- ingum í 1. deild. Lyftara í fangið Föstudaginn 12. júlí mjaðma- grindarbrotnaði Leifur er hann var við vinnu hjá Hafskip. Vinstri hluti mjaðmagrindarinnar brotn- aði illa og næstu níu mánuði var Leifur meira eða minna rúmfast- ur. Læknar voru efins um að brot- in greru nógu vel en svo fór að brotin greru eins og best varð á kosið. Að vísu er vinstri fótur Leifs örlítið styttri en sá hægri, en að öðru leyti hefur brotið gró- ið ótrúlega vel. „Ég man mjög vel eftir þessum degi, enda enginn venjulegur dag- ur fyrir mig. Þetta var föstudagur og gott veður og ég mætti til vinnu hjá Hafskip. En fljótlega gerðist óhappið. Við vorum að vinna við gám og ég fékk stjóm- lausan lyftara í fangið og klemmdist illa. Ég náði að koma mér undan að hálfu leyti og hélt ég hefði sloppið en þá skall lyftar- inn á mér. Ég fékk höggið vinstra megin og hélt í fyrstu að það hefði ekki verið alvarlegt. Hafði á orði að ég hefði líklega tognað. En Páll Ólafsson, sonur landlæknissins, var flótur að átta sig og hringdi á sjúkrabíl. Mikiö áfall Ég vissi svo lítið af mér fyrr en búið var að framkvæma að- gerðina og bora á þremur stöðum í mjaðmagrindina. Vinstri hluti mjaðmagrindarinnar fór í „mask“ og lífbeinið brotnaði á tveimur stöðum. Þá tók við leiðinlegur tími. Ég var þrjá mánuði í grind og gat mig lítið hreyft." En vandræðum Leifs var ekki lokið. Þegar hann var loks útskrif- aður, á Þorláksmessu, kom í ljós að hann hafði fengið nýmasteina af því að liggja svo lengi. Hann þurfti því að leggjast inn aftur. Þegar hann var svo að jafna sig á því og kominn heim í annað sinn fékk hann slæma botnlanga- bólgu og inn fór hann í þriðja sinn! „Þetta var slæmt sumar og ég lá nær allan tímann. Mér fannst alltaf sólskin úti og gott veður en ég varð að liggja inni. Annars ætti ég ekki að vera að kvarta, ég má teljast heppinn með að hafa sloppið lifandi og að geta gengið. Ætlaði ekki aö gefast upp „Mér var sagt að tvennt kæmi til greina. Annarsvegar að um brotnu beinin mynduðust sterkir bandvefír sem héldu þeim saman og var það talið líklegt. Hinsvegar var það hugsanlegt, en talið ólík- legt, að nýtt bein myndaðist. Það gerðist og því hefur mér gengið mjög vel. Ég spurði lækninn minn, Brynjólf Mogesen, hvort þetta væri alvarlegt. Hann svaraði engu en sagði að við yrðum að vona það besta. Eftir að ég komst á fætur fór ég að æfa að nýju. Ég fann alltaf til og þreyttist fyrr. En ég beit á jaxlinn og hét því að gefast ekki upp. Smám saman fór mér að ganga betur og gat farið að æfa fyrir alvöru. Að vísu er mjöðmin skökk og hryggurinn einnig en ég hef ekki fundið mikið fyrir því. Ég ákvað að vera grimmur við sjálfan mig og ég vildi ekki gefast upp.“ Tvisvarí bann Þess má geta að þetta var ekki í fyrsta sinn sem keppnisferill Leifs var rofínn. Hann var tvíveg- is dæmdur í leikbann fyrir deilur við dómara. í fyrra skiptið var hann dæmdur í 18 mánaða bann frá Reykjavíkurmótinu í knatt- spymu og síðan í árs bann frá Íslandsmótinu í handknattleik. Þetta gerðist þegar hann var 15 ára og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. „Ég var mjög slæmur í skapinu en síðan ég varð fyrir þessu slysi hef ég þroskast mikið. Annars var ég ekki sáttur við þessa dóma. Mér finnst ekki rétt að refsa ungl- ingum fyrir að missa stjóm á sér eitt sekúndubrot. En eftir að þetta gerðist varð ég var við að dómar- ar fylgdust betur með mér og ég fékk oft spjöld bara fyrir að heita Leifur. Nú hefur mér hinsvegar tekist að stilla skap mitt og nota það til þess að veija. Jóhann Ingi hef- ur hjálpað mér að þessari braut og þetta hefur gengið vel. Nú sit ég á mér þrátt fyrir að ég sé oft ósáttur við dómara." Eldraunin í Þýskalandi Fyrsta stóra tækifærið fékk Leifur er hann var úti í V-Þskal- andi á ferð með KR-ingum. Þeir léku þá við sterk lið á borð við v-þýsku meistarana Tusem Essen, tékkneska liðið Skoda Pilsen, ung- verska liðið Tatabaya og Gdansk frá Póllandi. Þá var Leifur eini markvörður liðsins því Gísli Felix Bjamason, sem hafði verið aðal- markvörður liðsins, fékk blóðeitr- un og Ámi Harðarson var fót- brotinn, en var þó með í ferðinni. „Þegar við mættum út á völl kom Olafur Jónsson, þjálfari, til mín og sagði: „Jæja Leifur. Nú ert þú eini markmaðurinn sem við höfum og verður að standa þig.“ Við fórum svo út og ég held að „Mér líöur best í leikjum eins og gegn KA. Fullt hús og allir á móti mér Morgunblaöiö/Bjarni Eiríksson mér hafi gengið mjög vel. Þegar ekkert gengur upp í leik gegn Skoda Pilsen fékk ég að kynnast því hvemig er að standa í markinu þegar ekkert gengur upp. Þeir tóku tvisvar sinnum „sirkusmörk" yfír þveran teiginn hjá mér og undir lok fyrri hálfleiks tók steininn úr. Konráð Olavsson var að taka hom og ég kom út úr markinu og kallaði á boltann. Þá kom einn Tékkinn út og ætlaði að komast á milli. Ég hljóp til hliðar en Konráð ætlaði hinsvegar að senda boltann til mín. Boltinn fór yfír mig og skoppaði í eigið mark! Þetta var það hræðilegasta sem gerst hefur á mínum ferli sem markvörður. Það var eins og einhver hefði kippt niður um mig buxunum! Mér gekk hinsvegar mjög vel gegn Essen og náði að loka mark- inu í síðustu tíu mínútumar. Þá sá ég menn hrista hausinn yfir þessum litla íslenska sprelligosa. Eftir þann leik var ég í fyrsta sinn beðinn um eiginhandarárit- anir og það var mér mikil viður- kenning. Einkum þegar eldri menn komu með krumpaða að- göngumiða og báðu mig að skrifa aftan á þá. Gengið vonum framar Það má segja að ég hafí lent í sömu stöðu í haust. Þegar við voram að byrja meiddist Gísli í keppnisferð í Vestur-Þýskalandi. Hann gat því ekki verið með fyrstu leikina og ég því kominn í sömu stöðu og Þýskalandi um árið. En það hefur gengið vonum framar. Mér hefur yfirleitt tekist að veija þau skot sem ég hef átt að vetja og stundum betur." En hvaða leikir eru í uppáhaldi? „Það eru spennandi leikir og þegar liðin era sterk. Það er leiðin- legt að mæta slökum liðum og þá hefur maður ekki jafn mikla einbeitingu. Annars líður mér best í leik eins og gegn KA. Troðfullt hús og allir á móti mér. í svoleið- is leikjum er ég í essinu mínu.“ Ungir markmenn Á síðustu áram hafa komið fram margir ungir og efnilegir markmenn. Bergsveinn Berg- sveinsson úr FH, Sigtryggur Al- bertsson úr Gróttu og Hrafn Mar- geirsson úr IR hafa allir staðið sig vel. En hvað þarf að bæta varðandi þjálfun markvarða? „Það era fyrst og fremst séræf- ingar. Markverðir æfa allt öðrav- ísi en aðrir leikmenn og þurfa að æfa vel ætli þeir að standa sig. Það hefur vantað og þær fáu sér- æfingar sem maður hefur fengið hafa skilað sér með meiri áhuga og betri árangri." Að lokum, hvað með framtí- ðina? „Ég held að framtíðin sé björt hjá KR. Að fá Pál Ólafsson og Alfreð Gíslason hefur gífurlega mikið að segja fyrir liðið og Jó- hann Ingi er að mínu mati einn besti þjálfari heims. Þessir menn hafa mikið að segja fyrir liðið og nú er mótið tekið alvarlega." Hvað með þig sjálfan? „Mér hefur gengið mjög vel og hef fengið tækifæri fyrr en ég átti von á. Hingað til hefur allt gengið að óskum og ég hef verið mjög heppinn. En ég veit að þetta getur orðið erfitt og ég hugsa fyrst og fremst um að blásast ekki upp. Ég verð að halda sjálfum mér í jafnvægi og halda „karakt- ernum." Ef mér tekst það held ég að mér eigi eftir að ganga vel.“ Leifur Dagfinnsson tilbúinn í markinu í leik geg í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Morgunblaöið/Bjarni Eiríksson „Ég ætti ekki að vera að kvarta. Eg má teljast heppinn að hafa sloppið lifandi og geta geng- ið . . . “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.