Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐH) IÞROTT1R ÞRŒXJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 B 3 KNATTSPYRNA / ENGLAND Guðni skoraði tvömörkgegn Portsmouth „ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem gamli „sweeperinn" nœr að skora tvívegis í leik,“ sagði Guðni Bergsson við Morgun- blaðið eftir að varalið Totten- ham hafði unnið Portsmouth 7:1 á White Hart Lane á laug- ardaginn. Guðni lék á hægri vængnum sem sóknarbakvörður og stóð sig vel. Hann skoraði annað mark Spurs um miðjan fyrri hálf- leik eftir þunga sókn — komst inn í sendingu ætlaða markverði Portsmouth, lék til vinstri og skaut á milli fóta markvarðarins með vinstri. Sitt annað mark og sjötta mark Spurs gerði Guðni síðan um miðjan seinni hálfleik. Þá fékk hann knöttinn við miðlínu, lék á bakvörð Portsmo- uth, brunaði upp og skoraði ör- ugglega — með hægri að þessu sinni. „Þeir voru frekar flatir í vöm- inni og við nýttum okkur það vel. Ég er ánægður með minn þátt og úthaldið eykst með hveijum leik enda veitir ekki af því á kant- inum,“ sagði Guðni. Hann leikur með liðinu gegn Reading í dag og síðan verður farið í samningamálin á næstu dögum. GuAnl Bargsson skoraði tvö mörk á White Hart Lane íntámR FOLK ■ BARCELONAn&ði forystu í spænsku deildarkeppninni í knatt- spymu aðeins sólarhring eftir að Real Madrid náði henni. Barce- lona vann Logrones 2:1 með mörk- um Beguiristain og Salinas. Við- ureign Real Madrid og Atletico Madrid, var gróf samkunda. Þrír leikmenn reknir út af auk þess sem gula spjaldið var ellefu sinnum á lofti. ■ VESTUR—ÞÝSKA deildar- keppnin í knattspymu er hálfnuð. Á því stigi er ýmislegt gert upp og skoðað nánar. Alls fengu 9 lið færri áhorfendur en FráJóni nokkru sinni fyrr. H. Garðarssyni Er það alvarlegt mál iV-Þýskaiandi sem verjð er að kryfja. Efnilegasti leikmaðurinn, „uppgötvun ársins" er talinn vera Thomas Hessler, Köln. Mesti jaxlinn er talinn Manny Kaltz, HSV, sem leikið hefur 550 leiki á 17 árum I deildinni. Um tíma í vetur lék hann svo vel að talið var að ekki væri hægt annað en að velja „gamla manninn" f landsliðið á ný, en sömu bakvarðarstöðuna leikur Thomas Berthold sem leik- ur með Verona á Ítalíu og hefur lítið sýnt í seinni tíð. ■ LIÐ umferðarinnar er ekki talið Bayem MUnchen, heldur St.Pauli, Hamborgarliðið sem kom upp úr 2. deild á síðasta keppn- istímabili og hefur leikið mjög frísklega. ■ í MARKALAUSUM leik Kaiserslautem og Leverkusen, lék 17 ára piltur sinn fyrsta leik og þótti standa sig afburða vel. Hann heitir Oliver Page og leikur með fyrmefnda liðinu. Pilturinn líkist Hollendingnum Frank Rij- kaard, bæði í útliti og getu. Mögu- leg stórstjama þar á ferðinni. ■ UERDINGEN og St. Pauli, gerðu markalaust jafntefli í þýsku deildinni um helgina. Var það fímmti heimaleikur Uerdingen sem endar 0:0 á þessu keppnistímabili. ■ DIETER Eckstein, var keypt- ur til Frankfurt frá NUmberg fyrr á þessu ári fyrir 4 milljónir marka. Hann skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en nú um helgina, sigurmark Frankfurt gegn Hannover í ömurlegum leik. Það var fjórði sigur Frankfurt í vetur og hafa allir endað 1:0. KÖRFUKNATTLEIKUR Landsliðið til Portú- gal og Englands Á möguleika á að komast í undanúrslit Evrópukeppninnar UM helgina var dregið í riðia í undankeppni Evrópu- og heimsmeistarakeppninnar í körfuknattleik. íslendingar sóttu sem kunnugt er um riðil í heimsmeistarakeppninni en fengu ekki. Þess í stað mun íslenska liðið leika í undan- keppni Evrópukeppninnar og Portúgal og í undankeppni heimsmeistaramótsins í Eng- landi Islendingar voru nokkuð heppnir með riðil í Evrópukeppninni. Þeir mæta Ungveijum, ísraelsmönnum, Portúgölum og Belgum. TVö lið komast upp úr þessum riðli. íslend- ingum hefur gengið nokkuð vel gegn Belgum og Portúgölum og hafa yfírleitt staðið í Ungveijum. ísraelsmenn eru hinsvegar með langbesta iiðið í riðlinum. I Evrópukeppninni eru fjórir riðl- ar og fara tvö efstu liðin í hveijum riðli áfram í 16-liða úrslit. Þar er liðum skipt í fjóra_ riðla og leikið heima og heiman. Átta þjóðir hafa þegar tiyggt sér sæti í 16-liða úr- slitum en það eru: Búlgaría, Spánn, Frakkland, Grikkland, Ítalía, Holl- and, Sovétríkin og Júgóslavía. Erfiður riðlllíHM Riðillinn í heimsmeistarakeppn- inni, sem fram fer í Englandi, er hinsvegar mun erfíðari en þar fer aðeins eitt lið áfram. íslendingar eru í rili með Englendingum, Port- úgölum, Svíum og Portúgal. í heimsmeistarakeppninni eru þrír riðlar og efsta liðið í hveijum riðli heldur áfram í undankeppni þar sem átta lið beijast um tvö sæti í lokakeppni HM sem fram fer í Argentínu 1990. Verður Pótur með? í apríl verður tekin ákvörðun um hvort leikmönnum úr NB A-deildinni verði leyft að leika með landsliðum. Líklegt er að það verði samþykkt á heimsþingi FIBA og því gæti Pétur Guðmundsson, sem leikur sem San Antonio Spurs, leikið með íslenska landsliðinu. Það hefði mikið að segja fyrir liðið og möguleikar þess ykjust verulega. ■ Rlðlar f EM og HM/B10 HANDKNATTLEIKUR / SPÁNN Öruggur hjá Teka Granoilers í 2. sæti á móti íTblisi Teka átti ekki í erfíðleikum með Arrate, sem er í neðsta sæti b-riðils, og vann 23:14 en staðan í hálfleik var 12:7. Yfírburðir gest- anna voru miklir og skoruðu þeir fjögur síðustu mörkin. Kristján Arason var markahæstur (6/2), Melo skoraði fímm mörk, en Caban- as og Ruiz þijú hvor. Caja Madrid kom á óvart og vánn Valencia á útivelli, 26:24. Valencia hefur þótt mjög erfítt heim að sækja, en varð að sætta sig við tap að þessu sinni. Þá vann Valladolid Palautordera 26:22 á útivelli, en leik Alicante og Granollers var frestað. Granollers er enn efst í riðlinum með 12 stig, Teka er með 10 stig, Caja og Valencia 10 stig.^Valla- dolid 9, Palautordera og Alicante 4, og Árrate tvö stig. í a-riðli er Atletico Madrid í efsta sæti með 16 stig, en liðið vann Tres de Majo 29:17. Barcelona er í öðru sæti með 12 stig eftir 25:16 sigur gegn Bidasoa, sem er með 10 stig eins og Lagisa, en Malaga og Lagisa gerðu 29:29 jafntefli. Þá vann Avilles Uniexpress 23:22. Gott hjá Granollers Granollers tók þátt í fimm liða móti í Tþlisi í Sovétríkjunum í stað spænska landsliðsins og stóð sig með prýði. Liðið hafnaði í 2. sæti með 7 stig á eftir Sovétmönnum, sem fengu 10 stig. Granollers vann m.a. pólska landsliðið 22:18 og gerði 22:22 jafntefli við það vestur- þýska, sem fékk 6 stig í keppninni. Frá Atla Hilmarssyni á Spáni Kristján Arason. KARFA Lands- liðið valið KepptverðuríEng- landi og Möltu ÍSLENSKA landsliðið í körfu- knattleik sem tekur þátt í smá- þjóðamóti á Möltu var valið um helgina. Liðið heldurtll Eng- lands á föstudaginn og leikur þar nokkra leiki en fer svo til Möltu á mánudaginn. Ilandsliðið vantar nokkra ieik- menn sem voru valdir í haust. Njarðvíkingamir Teitur Örlygsson, Isak Tómasson, Helgi Rafnsson og Hreiðar Hreiðarsson hafa ekki æft með liðinu og voru því ekki valdir. Pálmar Sigurðsson frá Haukum gaf ekki kost á sér og KR-ingurinn ívar Webster hefur ekki mætt nógu vel á æfingar. Tveir nýllðar Tveir nýliðar eru í landsliðinu - báðir frá Keflavík. Það eru þeir Guðjón Skúlason og Magnús Guð- fínnsson. Eftirtaladir leikmenn voru valdir til ferðarinnar. Birgir Mikaelsson............KR Gufjón Skúlason.............ÍBK Jón Kr. Gíslason......'.....ÍBK Magnús Guðfinnsson..........ÍBK Guðmundur Bragason.........UMFG V alur Ingimundarson.......UMFT HenningHenningsson.......Haukum ívar Ásgrímsson..........Haukum Tómas Holton................Val Matthías Matthíasson........Val Varamenn liðsins eru Sigurður Ingimundarson og Falur Harðarson ÍBK. Úrvalsleikur f Keflavík Á morgun mun landsliðið mæta úrvalsliði Torfa Magnússonar í Keflavík. Torfi hefur valið tíu leik- menn sem munu mæta landsliðinu í þessum úrvalsleik: Pálmar Sigurðsson Haukum, ívar Webster og Jóhannes Kristbjöms- son KR, Bjöm Steffensen og Sturla Örlygsson ÍR. _ Hreinn Þorkelsson Val. Rúmar Ámason UMFG og Njarðvíkingamir Teitur Örlygsson, ísak Tómasson og Helgi Rafnsson. ÍÞRÓMR FOLK ■ SEVERIANO Ballesteros frá Spáni er efstur á heimslistanum í golfí. Ballesteros hefur 1.458 stig og er tæpum hundrað stigum á undan Greg Norman frá Ástralíu. Næstu menn em Sandy Lyle með 1.397 og Nick Faldo (1.103) frá Bretlandi. Fimmti er Curtis Strange frá Bandaríkjunum með 1.082 stig. ■ FRESTA varð bmnkeppni heimsbikarsins í karlaflokki sem fram átti að fara í Val D’Isere í Frakklandi á sunnudaginn vegna fannfergis. Á laugardaginn gátu aðeins nokkrir keppendur farið nið- ur æfíngaferðina áður en brautinni var lokað. Keppnin átti síðan að fara fram í gær, en þá varð að fresta vegna mikillar rigningar. Engin bmnkeppni hefur enn farið fram í karlaflokki. í dag verður keppt í fyrstu svigkeppni heims- bikarsins f karlaflokki og fer hún fram á heimavelli Alberto Tomba, Sestriere á ítalfu. Pirmin Zur- briggen hefur unnið tvö fyrstu mótin, risastórsvig og stórsvig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.