Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ' </ * 1988 ÞRIDJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 BLAD -B KNATTSPYRNA / VESTUR-ÞYSKALAND .. / - ':*,'**&*'■ „Getum veríð tiltölulega ánægðir - sagði Ásgeir Sigurvinsson um gengi Stuttgart „VIÐ höfum leikið tvo leiki vikulega í tæpa tvo mánuði, erum íbaráttu á þremur vígstöðvum og getum því ver- ið tiltölulega ánægðir með árangur- inn,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson í sam- tali við Morgunblaðið um helgina. w Asgeir sýndi enn einn snilldarleikinn á laugardag- inn og Stuttgart er með í baráttu efstu liða, þegar fyrri umferð er lokið. „Við gætum verið ofar, en höfum gefið frá okkur auðvelda leiki. En við eigum enn möguleika, þó haustmeistarar hafi oftar en ekki staðið uppi sem sigurvegarar að vori. Bayern er vissu- lega með gott lið, en heppnin hefur verið haustmeistur- unum hliðholl og það hiýtur að koma að tapi hjá þeim. Við misstum sigur niður í jafntcfli í Miinchen en seinni leikurinn er eftir,“ sagði Ásgeir. Stuttgart byijaði vel eftir áramót á síðasta tímabiii og fékk þá 15 stig úr fyrstu átta leikjunum. „Við reynum að endurtaka leikinn og stefnt er að 14 daga æfingaferð í janúar. Til stóð að fara til Costa Rica og síðan á mót í Brasilíu en mótið er dottið upp fyrir. Costa Rica er enn inni í myndinni en menn vilja frekar fara til Suður-Spánar en fljúga heimshornanna á milli," sagði Ásgeir. Stuttgart leikur í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, fær Groningen í heimsókn. Þetta er seinni leikur liðanna, en Stuttgart vann fyrri leikinn 3:1 og er því nánast öruggt áfram í átta liða úrslit. Þá leikur liðið gegn Saarbriicken í þýsku bikarkeppninni um næstu helgi, en næsti leikur í deildinni verður 18. febrúar. KNATTSPYRNA Hættvið Möltu- ferðina Landsliðiðfer heldur ekki til Búlgaríu ÞAÐ verður ekkert að því að landsliðið í knattspyrnu fari til Möltu í mars - til að taka þátt í fjögurra þjóða móti, eins og fyrir- hugað var. Ástæðan fyrir því að hætt hefur verið við æfingaferðina, er rekstrartap Knattspyrnusambands íslands. Möltubúar buðu íslenska landsliðinu að taka þátt í keppni ásamt landsliði Möltu, Dan- merkur og Alsír. Möltubúar buðust til að greiða allt uppihald, en KSÍ varð að sjá um ferðakostn- að. Á ársþingi KSI á Selfossi um helgina kom fram að sambandið skuldar rúmar átta millj. kr. Ellert B. Schram, formaður KSÍ, tilkynnti að draga yrði úr ýmsum kostnaði í framtíðinni. Ákveð- ið var að hætta við ferðina til Möltu og einnig við ferð til Búlgaríu. Sjá fréttir frá KSÍ-þinginu/B 3,5 KARFA ísland fékk ekki HM 4T Islendingar fengu ekki riðil í undan- keppni heimsmeistara- keppninnar sem þeir sóttu um í nóvember. Um helgina var ákveðið hvar leikið yrði í undan- keppni heims- og Evr- ópukeppninnar og munu Islendingar leika í Englandi og Portúgal. Sjá B 4 Asgeir Sig- urvinsson átti mjög góðan leik með Stuttgart gegn Werd- er Bremen. U „Engar tölur verið nefndar - sagði Eggert Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Vals Ahugi enska knattspymuliðs- ins Tottenham á Guðna Bergssyni, miðverði Vals og íslenska landsliðsins, hefur vakið mikla athygli innanlands. Guðni hefur staðið sig vel með varaliði Spurs á rúmlega tveggja vikna reynslutíma og er sennilegt að félagið geri honum formlegt tilboð í vikunni. „Það hafa engar tölur verið nefndar við okkur enda höfum við ekkert verið boðaðir til viðræðna," sagði Eggert Magnússon, formað- ur knattspyrnudeildar Vals, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „En ljóst er að hagsmunir Guðna og Vals fara saman og skiptir hagur Guðna mestu í þessu máli,“ bætti hann við. Eggert sagði að stjórn Vals væri í viðbragðsstöðu, en meðan formlegt tilboð lægi ekki fyrir, væri í raun ekkert hægt að segja. „Allt tal um tölur á þessu stigi málsins er út í loftið." Guðni skoraði tvö mörk fyrir varalið Tottenham gegn Ports- mouth á laugardaginn og leikur með liðinu í dag. Hann gerir frek- ar ráð fyrir að um semjist við Tottenham. Sjá nánar/B3 KNATTSPYRNA lan Ross fékk Drago- styttunaí fimmta sinn Dragostyttan, sem ár hvert er veitt því liði sem sýnir prúðmannlegastan leik í 1. deild, kom í hlut KR-inga að þessu sinni. Styttan hefur komið í hlut liðs sem Ian Ross hefur þjálfað síðustu fimm árin. Ian Ross kom hingað-til lands 1984 og tók við Valsliðinu og var með það til 1987 og vann félagið Drago- styttuna öll fjögur árin. Ross tók við KR-ingum á síðata keppn- istímabili og enn kom styttan í hans hlut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.