Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐH) FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989
Um sölu Síldar-
verksmiðja ríkisins
eftirSverri
Sveinsson
í tillögum til ríkisstjómarinnar frá
Halldóri Asgrímssyni sjávarútvegs-
ráðherra nú fyrir skömmu um sér-
tækar aðgerðir vegna rekstrarvanda
sjávarútvegsins kemur fram hug-
mynd um sölu eigna Sildarverk-
smiðja ríkisins. Andvirfi á að nota
til að endurvekja Úreldingarsjóð
fiskiskipa, en sá sjóður var lagður
niður 1986.
A fjölmennum fundi sem haldinn
var á Siglufírði 10. janúar sl. að
frumkvæði þingmanna Framsóknar-
flokksins, mótmælti Páll Pétursson
þessari hugmynd mjög kröftuglega,
enda hafa ekki komið neinar óskir
frá Siglfírðingum um að verksmiðja
SR á Siglufírði yrði seld. .
Á þingflokksfundi Framsóknar-
flokksins sem haldinn var 13. janúar
sl. mótmælti ég þessari hugmynd og
minnti á að ég hefði hins vegar flutt
frumvarp á Alþingi 1988 ásamt öðr-
um þingmönnum kjördæmisins í
samráði við bæjarstjóm Siglufjarðar
um að lögum um SR yrði breytt á
þann veg að verksmiðjumar gætu
keypt og rekið skip til eigin hráeftii-
söflunar.
Er það nú að koma fram sem ég
og aðrir hafa óttast að hráefnisöflun
til verksmiðjunnar á Siglufirði er
ekki nægilega trygg. Nú hefur sáral-
ítið af loðnu borist til Sigluflarðar
það sem af er vertíðinni eftir áramót-
in, en verksmiðjan á Krossanesi hef-
ur t.d. fengið allar þrær fullar og
vinnur á fullum afköstum.
Byggist það að sjálfsögðu á sam-
vinnu útgerðar og vinnslu. Þessari
samvinnu verður að koma á með ein-
um eða öðram hætti, en að hlaupa
frá vandanum og selja fyrirtækið er
eigendum til skammar að mínum
dómi, og nánast uppgjöf í rekstri á
félagslegum gmndvelli.
í viðtali við Þorstein Gíslason
stjómarformann SR í Morgunblaðinu
8. janúar kemur fram að fyrirtækið
sé svo stórt að tæpast geti verið á
margra færi að kaupa það. Eigið fé
á miðju ári 1988 samkvæmt bráða-
birgðauppgjöri sé 436 m.kr. en
brunabótamat fyrirtækisins sé hátt
í hálfan annan milljarð.
Ég tel að fyrirtæki með slíka eig-
infjárstöðu ætti að vera auðvelt að
kaupa og reka loðnuskip til hráefnis-
öflunar fyrir sínar verksmiðjur og
jafna milli þeirra til betri nýtingar.
Síldarverksmiðjumar eiga meira
en 50 ára sögu í atvinnulífi á Siglu-
firði og em nú næststærsti atvinnu-
rekandi á staðnum. Þegar að kreppir
í atvinnulífi þeirra staða sem allt eiga
undir því að möguleikar í sjávarút-
vegi verði sem best nýttir kemur það
eins og köld gusa framan í menn
þegar að þeir sjá hugmyndir núver-
andi sjávarútvegsráðherra um sölu á
því fyrirtæki sem veitir næstflestu
fólki atvinnu á Siglufirði.
Beinar telqur bæjarsjóðs, hafnar-
sjóðs, vatnsveitu og rafveitu em árið
1968 um 31 m.kr. auk útsvarstekna
af um 60 manns sem vinna hjá fyrir-
tækinu auk tekna þjónustufyrirtækja
sem fyrirtækið þarf að skipta við á
staðnum.
Fyrir þjóðarbúið er starfsemi SR
mjög mikilvæg en fyrirtækið er utan
við bæði A- og B-hluta flárlaga, fyr-
irtækið er m.ö.o. rekið algerlega
sjálfstætt. Þess vegna mætti breyta
rekstri þess að skaðlausu og reka
fyrirtækið sem eignarhaldsfyrirtæki
eða hlutafélag annaðhvort með fullri
eignaraðild ríkisins eða opna það sem
almenningshlutafélag. Siglfirðingar
hafa þegar reynslu af slíkum rekstri
sem er Þormóður rammi hf.
En eins og fjárhagsstaða sveitar-
félagsins er nú um þessar mundir
er a.m.k. ekki gmndvöllur fyrir því
að bæjarsjóður Siglufjarðar geti
keypt eignir SR á Siglufirði.
Á fundi bæjarstjómar SigluQarðar
fimmtudaginn 12. þ.m. kom fram
andstaða við þessa hugmynd hjá öll-
um bæjarfulltrúum.
Hugmynd Halldórs Ásgrímssonar
Um mannréttindi
leignbifreiðastj óra
Norræna félagið lifi!
Opið bréftil Sighvats Björgvinssonar
eftirJón
Þorsteinsson
í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs-
ins sunnudaginn 8. janúar si. er ný-
genginn Hæstaréttardómur fgerður
að umtalsefni. Með dómi þessum
komst meirihluti Hæstaréttar að
þeirri niðurstöðu að óheimilt hafí
verið að fella úr gildi atvinnuleyfi
leigubifreiðastjóra, sem gengið hafði
úr Bifreiðastjórafélaginu Frama og
neitað að greiða félagsgjöld. Telur
Morgunblaðið að þama hafi verið um
mannréttindabrot að ræða, sem
meirihluti Hæstaréttar hafi komið í
veg fyrir.
Bifreiðastjóri sá, sem málið höfð-
aði, naut atvinnuleyfis til leiguakst-
urs fólksbifreiðar, en þessi atvinnu-
leyfi fá miklu færri en vilja, þar sem
fjöldi leigubifreiða er takmarkaður
samkvæmt lögum og reglugerðum.
Á móti þessum réttindum bifreiða-
stjórans kom eðlileg skylda hans til
að vera félagsmaður í Frama og
greiða félagsgjöld. Skylduna má
rekja til 2. gr. laga nr. 36/1970 um
leigubifreiðar, en þar segir að sam-
gönguráðuneytinu sé heimilt eftir
beiðni hlutaðeigandi stéttarfélags
fólksbifreiðastjóra að takmarka
íjölda leigubifreiða til fólksflutninga.
Fmmkvæðið að takmörkun leigubif-
reiðaíjöldans og útgáfu atvinnuleyfa
hér á höfiiðborgarsvæðinu varð því
að koma frá Bifreiðastjórafélaginu
Frama, en hvemig mætti það verða
í framtíðinni, ef enginn þarf að vera
í félaginu? Af þessu má ljóslega ráða
að atvinnuleyfishafar, og þar á með-
al stefnandi málsins, geta þakkað
Frama fyrir atvinnuleyfí sitt. Því er
eðlilegt að þessir menn eigi heima í
Frama og greiði þangað félagsgjöld.
Því má svo við bæta að víða í lögum
em tiltekin réttindi bundin félagsað-
ild og Hæstiréttur segir lfka í áður-
greindum dómi að af ákvæðum
stjómarskrárinnar um félagafrelsi,
þ.e. 73. gr., verði heldur ekki dregin
sú ályktun að óheimilt sé að gera
félagsaðild að skilyrði atvinnuleyfis.
Það vekur athygli mína að í dómi
Hæstaréttar em rakin mörg ákvæði
laga um leigubifreiðar svo sem þau
hafa verið í áranna rás og hvaða
breytingum þau hafa tekið, en hvergi
er minnst á þá þýðingarmiklu breyt-
ingu, sem varð með áðumefndri 2.
gr. iaga nr. 36/1970, þar sem tak-
mörkun var einungis heimiluð eftir
beiðni viðkomandi stéttarfélags, en
ekki að fengnum tillögum þess eins
og áður var í lögum, en á þessu
tvennu er mikill munur.
Samkvæmt 69. gr. stjómarskrár-
innar, sem fjallar um atvinnufrelsi,
má engin bönd leggja á atvinnufrelsi
manna nema almannaheill krefji,
enda þarf lagaboð til. Engum blöðum
er um það að fletta með vísan til
eidri dóma, að takmörkun á fjölda
leigubifreiða og eftirfarandi útgáfa
atvinnuleyfa grundvallast á al-
mannaheill og er heimil samkvæmt
þessu ákvæði stjómarskrárinnar.
Það skipuiag, sem felst í atvinnu-
leyfakerfinu, þjónar bæði hagsmun-
um leigubifreiðastjórastéttarinnar og
almennings: Þetta hefir reynslan
staðfest að mínu áliti. Samt sem
áður telja ýmsir það andstætt at-
vinnufrelsinu að takmarka fjölda út-
gefinna atvinnuleyfa til leiguaksturs
Sverrir Sveinsson
„Hugrnynd Halldórs
Asgrímssonar sjávarút-
vegsráðherra um sölu á
eignum Síldarverk-
smiðja ríkisins hér á
Siglufírði er því alger-
lega ótímabær að dómi
bæjarstjórnar Siglu-
Qarðar og þeirra þing-
manna sem ég hef talað
við.“
sjávarútvegsráðherra um sölu á eign-
um Síldarverksmiðja ríkisins hér á
Siglufirði er því algerlega ótímabær
að dómi bæjarstjómar Siglufjarðar
og þeirra þingmanna sem ég hef
talað við.
Nær væri að huga að þeim mögu-
leikum sem eru í framleiðslu á gæða-
mjöli sem nota má til fóðurfram-
leiðslu og margfalda þannig útflutn-
ingsverðmæti loðnunnar og skapa
aukin atvinnutækifæri við verksmiðj-
umar.
Höfundur er veituaijóri i Siglu-
Grði og varaþingmaður fyrir
FramsóknarHokkinn á Norður-
landi vestra.
fólksbifreiða. Hitt er alveg nýtt af
nálinni að sá, sem nýtur þeirrar rétt-
arstöðu að hafa öðlast atvinnuleyfi
eins og stefnandi málsins, sem dæmt
var í Hæstarétti, telji frelsi sínu og
mannréttindum raskað vegna þess
að atvinnuréttindunum fylgir sú létt-
bæra kvöð að vera félagsmaður í
Frama. Ég tel það fjarri öllu lagi að
líta á skylduna til félagsaðildar sem
mannréttindabrot, jafnvel þótt leitað
sé að mannréttindabrotum með
stækkunargleri eins og sumir tíðka.
í meira en þijá áratugi hafa 600
félagsmenn í Frama talið sig bundna
af skylduaðild og unað því vel. Hafa
þessir menn verið svona glám-
skyggnir á mannréttindi sín?
Sannleikurinn er sá að atvinnu-
leyfakerfið er flókið í framkvæmd
og því verður ekki haldið uppi nema
með atbeina viðkomandi stéttarfé-
lags eins og reynslan sýnir. Þetta
er félagslegt kerfí bundið við frum-
kvæði og þátttöku stéttarfélagsins.
Því er óhjákvæmilegt að lögfesta
stéttarfélagið sem fyrirsvarsaðila
fyrir atvinnuleyfishafa og skylda þá
til félagsaðildar. Með þssu eru at-
vinnuleyfishafar í raun skyldaðir til
þess eins að gæta eigin hagsmuna.
í gildandi lögum um leigubifreiðar
nr. 36/1970 er það hvergi tekið fram
berum orðum að atvinnuleyfíshafí sé
skyldugur til þess að vera í stéttarfé-
lagi. Á hinn bóginn segir í reglugerð
fyrir höfuðborgarsvæðið að óheimilt
sé að veita bifreiðastjóra atvinnu-
leyfi nema hann gerist félagsmaður
í Bifreiðastjórafélaginu Frama. Ég
tel þetta reglugerðarákvæði gilt þar
sem það grundvallast á lögum um
leigubifreiðar, sbr. einkum 2. gr. og
frá Pétri Rasmussen
Kæri Sighvatur.
Ég hef nýlega fengið þær upplýs-
ingar á skrifstofu Norræna félags-
ins að búið sé að úthluta úr þeim
sjóði sem þú, ásamt öðmm, stjómar
og sem á að styrkja íslenska nem-
endur til að heimsækja skóla ann-
ars staðar á Norðurlöndunum. En
ég hef ennþá ekkert svar fengið frá
þér um það hvort mínir nemendur
fái styrk.
Ferðin var skipulögð 4. febrúar
til 10. febrúar 1989.
Við sendum umsókn 11. október
1988!
Ég neyðist hér með til að af-
þakka styrkinn, ef þú hefur ætlað
að veita okkur einhveija fyrir-
greiðslu. Það er of seint að fá ódýra
farseðla fyrir stóran hóp með svo
stuttum fyrirvara. Þessi vika var
valin vegna þess að þá höldum við
„menningarviku" í skólanum þar
sem hefðbundið skólastarf er brotið
upp og við getum ekki frestað ferð-
inni. Við höfum orðið að afpanta
rútur, gistingu í skátaskála og á
farfuglaheimili og afþakka ágæt
boð gestgjafa okkar. Við höfum
orðið að hætta við ferðina vegna
þess að þú máttir ekki vera að því
að svara umsókn okkar.
Menntaskólinn við Sund er einn
af fáum framhaldsskólum í landinu
þar sem danska hefur haft góða
aðsókn sem valgrein. Hann er einn
af fáum framhaldsskólum þar sem
valgrein er valin fyrir allan vetur-
inn, ekki aðeins fyrir eina önn og
er þar með einn af mjög fáum fram-
haldsskólum þar sem hægt er að
skipuleggja skólaheimsókn til skóla
í Danmörku með þeim fyrirvara sem
er nauðsynlegur.
Undanfarin tvö ár hefur sá hópur
sem hefur valið sér dönsku sem
valgrein heimsótt skóla í Dan-
mörku. Vorið 1987 heimsóttum við
menntaskóla í Kaupmannahöfn og
vorið 1988 menntaskóla í Tander á
Jón Þorsteinsson
„Fullyrði ég- að það hafí
aldrei verið ætlan lög-
gjafans að heimila
mönnum að standa utan
stéttarfélaga en njóta
jafnframt ávaxtanna af
því skipulagi, sem fé-
lögin hafa barist fyrir
og eiga aðild að.“
8. gr. laganna. Nú hefír meirihluti
Hæstaréttar komist að þeirri niður-
stöðu að það bresti lagaheimild til
þess að ákveða með reglugerð, að
þátttaka í stéttarfélagi skuli vera
skilyrði atvinnuleyfis. Við þessa nið-
urstöðu verður að sjálfsögðu að una
að óbreyttum lögum.
Nokkm áður en Hæstaréttardóm-
urinn féll var á vegum samgöngu-
ráðuneytisins hafíst handa um
víðtæka endurskoðun á lögum um
leigubifreiðar, enda em lög þessi í
ýmsum efnum orðin á eftir tímanum.
Suður-Jótlandi. í ár var ferðinni
heitið til Árósa. Kjami þessara
heimsókna er að nemendur kynnast
gestgjöfum sínum fyrir fram með
bréfaskriftum, að þeir gista hjá
gestgjöfunum og fara í skóla 2-3
daga. Þar með verða þeir að tala
dönsku og kynnast af eigin raun
daglegu lífi jafnaldra í Danmörku.
Við sem kennum dönsku við
Menntaskólann við Sund vitum
hvemig ferðir þessar hafa breytt
viðhorfum nemenda í öllum skólan-
um til dönskunáms og stóraukið
áhuga þeirra á námsgreininni.
Það er heilmikil vinna að skipu-
leggja slíkar ferðir, finna skóla og
kennara sem er viljugir, koma á
tengslum milli nemenda, skrifast á
um skoðunarferðir o.fl. En það er
lítill vandi miðað við að fjármagna
slíkar ferðir. Sem betur fer fengust
nokkrir styrkir og safnfé svo að
nemendur þurftu ekki að borga
mikið úr eigin vasa. Bæði veturinn
1986-87 og 1987-88 var mjög erf-
itt að láta enda ná saman. Styrkir
lágu ekki á lausu en þó er til ein
föst hjálparhella, danskur sjóður til
samvinnu milli Danmerkur og ís-
lands, þótt félítill sé.
Ég var því manna fegnastur þeg-
ar ég frétti í haust að ráðherra-
nefnd Norðurlanda hafði veitt sér-
staka fjárveitingu til að greiða nið-
ur fargjöld þeirra sem ætluðu í
nemendaheimsóknir yfir Atlants-
hafið. Nú væm allar sorgir og öll
óvissa úr sögunni. Skömmu síðar
fékk ég þær upplýsingar að Nor-
ræna félagið og þú, Sighvatur,
framkvæmdastjóri þess, ættir að
hafa yfimmsjón með þessum styrk.
Rejmdar frétti ég nokkm síðar hjá
starfsfélaga að Félagið og þú, Sig-
hvatur, hefðir verið í vandræðum
með að ráðstafa fjárveitingunni fyr-
ir 1988 og beinlínis haft samband
við skóla til að biðja þá að fara
fyrir lok ársins.
11. október sendum við inn um-
sókn og einnig aðra umsókn til
Frá upphafí þessarar endurskoðunar,
sem ég tók þátt í, var það ljóst að
sett yrðu í frumvarpið ótvíræð
ákvæði um félagsaðild atvinnuleyfís-
hafa. í þessum efnum hafði Hæsta-
réttardómurinn ekki önnur áhrif en
að undirstrika nauðsyn þessarar
breytingar. Það er vel þekkt að dóm-
ar um túlkun á lögum hafa í för með
sér lagabreytingar. Þetta stafar jafn-
an af því, að lagasmiðir og löggjafinn
hafa ekki komið meiningu sinni
nægjanlega vel til skila í texta lag-
anna og úr því þarf að bæta að dómi
gengnum.
Þegar litið er yfír langa sögu
lagaákvæða um leigubifreiðar, sem
öll em tilkomin fyrir baráttu stéttar-
félaga bifreiðastjóra, svo og fram-
kvæmd þessara ákvæða, þá fullyrði
ég að það hafi aldrei verið ætlan
löggjafans að heimila mönnum að
standa utan stéttarfélaga en njóta
jafnframt ávaxtanna af því skipu-
lagi, sem félögin hafa barist fyrir
og eiga aðild að.
í framangreindu Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins er vitnað til blaða-
viðtals, sem lögfræðingur sam-
gönguráðuneytisins átti um þetta
mál. Þar bendir hann á að með vænt-
anlegu lagafmmvarpi verði tekin af
öll tvímæli og að miðað við niður-
stöðu dómsins verði að hafa ákvæði
um félagsaðild í lögum. Þetta túlkar
höfundur Reykjavíkurbréfsins þann-
ig að lögfræðingurinn telji það sjálf-
sagt að fá skerðingu mannréttinda
lögfesta á Alþingi. Þessi túlkun er
ómakleg. Vitanlega veit enginn fyrir-
fram hvemig Alþingi afgreiðir vænt-
anlegt fmmvarp til laga um leigubif-
reiðar. En ákvæðið um félagsaðild
er ekki borið fram til þess að skerða
mannréttindi eins eða annars heldur
til þess að bæta og treysta í sessi
það skipulag, seni fyrir er. Ákvæðið
er einnig borið fram til þess að taka
af allan vafa I þessum efnum þannig
að Hæstiréttur þurfí ekki að klofna
í framtíðinni, ef hliðstætt mál verður
lagt fyrir dómstóla.
Höfundur er hæstaréttarlögmað-
ur.