Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 45
eaet haumai bs huoaqtjtmmt? QiQAjawjOHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 Elín Helga Stefáns- dóttir—Mhming Fædd 31. janúar 1905 Dáin 17. janúar 1989 Tíminn vinnur aldrei á elstu kynningunni, ellin finnur ylinn frá æskuminningunni. (Jón S. Bergmann) Þá hefur blessuð Elín frænka mín kvatt þennan heim. Stundin var komin og ég held að hún hafi ekki verið þeirri ráðstöfun mótfali- in. Foreldrar hennar voru hjónin Amfríður Rannveig Ólafsdóttir frá ísafirði og Stefán Runólfsson prent- ari í Reykjavík. Foreldrar Amfríðar vom hjónin Elín Halldórsdóttir frá Gili í Bolungarvík. Hún var af svo- nefndri Amardalsætt. Maður Elínar Halldórsdóttur var Ólafur, bóndi og sjómaður í Hnífsdal, síðar á Sela- Kirkjubóli í Önundarfirði, en lengst af, eða frá 1882, á ísafirði til dauða- dags 6.7. 1919. Hann var fæddur á Skjaldfönn við ísafjarðardjúp son- ur Ölafs bónda þar Jónssonar S Lágadal og víðar, Ólafssonar. Fyrri kona Ólafs var Amfríður Ólafs- dóttir, Matthíassonar, Þórðarsonar stúdents í Vigur. Faðir Elínar var Stefán prentari Runólfsson, hreppstjóra að Berg- vaði í Hvolhreppi, síðar Eyrar- bakka, Nikulássonar á Kollabæ, Runólfssonar. Móðir Stefáns var Helga Stefánsdóttir frá Eystri- Kirkjubæ á Rangárvöllum. Stefán var fæddur 1863 og kom ungur til Reykjavikur, um eða innan við tvítugsaldur. Hann byijaði á því að vinna á úrsmíðastofu, en líkaði ekki starfið og komst að samkomu- lagi við ísafoldarprentsmiðju um nám í prentiðn. Það mun hafa ver- ið 1884-5. Árið 1893 réðst hann sem prentsmiðjustjóri til Skúla Thoroddsen á ísafírði, sem þá stóð í ströngu í sambandi við svonefnt Skúlamál. Þar var heitt í kolunum, sem kunnugt er, og lifði lengi i glóð- unum. Stefán sagði starfí sínu lausu 1896 og stofnaði, ásamt nokkmm mönnum á ísafirði, félag til kaupa á prentsmiðju er neftid var „Prent- smiðja Stefáns Runólfssonar". Þeir ýttu og úr vör nýju blaði er nefnd- ist „Haukur“ og vera skyldi fræði- og skemmtiblað, en ópólitískt. Fyrsta blaðið kom út 14. október 1897 og náði fljótlega nokkurri út- breiðslu, einkum á Vestfjörðum og í Reykjavik. Stefán var lengi í Leik- félagi Reykjavíkur og þótti góður leikari. Á ísafirði kynntist Stefán konu- efni sinu Amfriði. Þau giftust 3.3. 1899, en fluttust til Reykjavíkur 1901. Þeim varð 9 bama auðið, en tvö þeirra dóu ung. Þau 7, er kom- ust á legg, vom: Nikulás Davíð f. 1898, Stefán Helgi f. 1901, Ólafur Páll f. 1902, Guðrún Margrét f. 1904, Elín Helga f. 1905, Runólfur Magnús f. 1906, og Ágúst f. 1913. Skömmu eftir miðjan fýrsta ára- tug aldarinnar festi Stefán kaup á húsinu nr. 16 við Þingholtsstræti og bjuggu hjónin þar til dauðadags. Stefán lést 1936 og Amfríður 1951. Eg kynntist þessu frændfólki mínu fyrst árið 1912, þegar foreldr- ar mínir fluttust frá ísafirði til Reykjavíkur ásamt 7 bömum sínum. Húsfreyjan var föðursystir mín og við fómm auðvitað fyrst í Þingholtsstræti 16 til að heiisa upp á frændfólkið og var okkur vel fagnað. Ég þekkti engan í bænum og laðaðist því að þessu frændfólki mínu. Ég var þama oft daglegur gestur og komst þá ekki hjá því að kynnast dætmnum einnig og veita því athygli hver regin munur var á skapgerð þeirra. Guðrún var framgjöm og vildi öllu ráða, kvik- lynd og skjót í svömm, en gat oft komist vel að orði og skemmtilega. Elín var aftur á móti hæglát, ljúf- lynd og hlédræg. Hún talaði helst ekki við ókunnuga nema á hana væri yrt, en svaraði þá skýrt og kurteislega, en hún gat líka verið „glettin og spaugsöm og spræk“. Hún hugsaði ekki um framhalds- nám að loknu námi í bamaskóla, en laðaðist að mömmu og vildi Ingileif Gísla- dóttir - Minning Fædd 26. september 1902 Dáin 22. janúar 1989 í dag fer fram útför Ingileifar Gísladóttur sem lést í Reykjavík þann 22. þ.m. á 87. aldursári. Ingileif fæddist í Reykjavík þann 26. september 1902, dóttir hjón- anna Vilborgar Halldórsdóttur og Gísla Einarssonar sjómanns. Var hún yngst þriggja systkina, en hin vom Halldór sem var togaraskip- stjóri um árabil og er á lífi og Sigríður verslunarkona sem er látin fyrir nokkmm áram. Að loknu námi í Landakotsskól- anum vann Ingileif við verslunar- störf hér í Reykjavík og í Dan- mörku þar til hún giftist þann 9. október 1926 Kolbeini Sigurðssyni skipstjóra, sem ættaður var frá Eyrarbakka. Kolbeinn var togara- skipstjóri um fjölda ára, mikill afla- maður og farsæli í starfí. Skömmu eftir að þau giftust byggðu þau hús að Sóleyjargötu 21 og bjuggu þar ætíð síðan, en Kolbeinn lést í árslok 1973. Á Sóleyjargötunni bjó hún manni sínum og bömum hlýlegt heimili þar sem ætíð var gott að koma og njóta samvistar við þau. Þau eignuðust fjögur börn, tvíbur- ana Sigurð og Gísla sem báðir vom stýrimenn og em látnir, dótturina Viktoríu sem var eiginkona undir- ritaðs og lést 1984, en yngstur er Kolbeinn Ingi flugstjóri, búsettur í Lúxemborg. Ingileif varð því að sjá á bak þremur af fjóram bama sinna löngu fyrir aldur fram. Bamabömin hennar em átta og bamabama- bömin fimm. Tengdamóðir mín var heilsu- hraust fram á efri ár en fyrir nokkr- um ámm hrakaði sjón hennar það mikið að hún gat ekki lesið eða tekið í spil og var það henni mikið áfall. Ingileif, sem nú er komin á fund eiginmanns og bama sinna, er hér kvödd af ástvinum sínum með þökk fyrir það sem hún veitti þeim. Jóhannes Markússon hjálpa henni við matseld og hús- verk, en það er mikil vinna á stóm heimili. Élín lærði þá margt, sem nauðsynlegt er að kunna á lífsleið- inni. Heimilið varð hennar kvenna- skóli. Hún var iðin og vann verk sín hljóðlega. Það var hennar metn- aður að leysa hvert verk vel og snyrtilega af hendi og þá leið henni vel á eftir. Eftir lát foreldranna komu bömin sér saman um að búa áfram félags- búi í gamla, góða húsinu undir for- ystu Stefáns Helga og var Elín þá sjálfkjörin ráðskona, en hin systkin- in vom öll í atvinnu. Davíð var þá kvongaður fyrir nokkmm ámm og fluttur að heiman. En þegar Stefán féll frá 1966 varð að slíta þessum félagsskap. Elín fékk fasta vinnu í þvottahúsi Ríkisspítalanna og vann þar meðan heiisa og aldur leyfðu. Eftir að störfum lauk bjó Elín um skeið í húsi bróðursonar síns Stef- áns Ágústssonar og konu hans Helgu Bjömsdóttur, Stefánssonar. En hana dreymdi um að eignast litla séríbúð og rættist sá draumur með aðstoð framangreindra hjóna og Ólafs bróður hennar og konu hans Önnu Pálmadóttur. Hafa þessi hjón bæði jafnan litið til hennar og fylgst með högum hennar og heilsu. Síðustu árin bjó Elín í séríbúð í Reynimel 72 og þar veiktist hún af „inflúensu" þeirri, er breiddist mjög um bæinn í haust. Var hún flutt í Landakotsspítala, en þar kom í ljós að hún var með ólæknandi sjúkdóm, sem skyndilega dró hana til dauða. Minningin um Elínu frænku mina er björt og fögur. Hún var hæglát og ljúflynd, vann sín verk vei og samviskusamlega. Hún vildi öllum vel og gerði aldrei flugu mein. Og sá, sem þyngstar byrðar bar fær bætur engu minni því guð er allt og allstaðar í allri veröldinni. (D.St.) Ólafúr I. Magnússon Skiiadagxir Birtingardagur . ■Birting afmælis- ogminning- argreina 10 OKTÓBER LAUCARDACUR 13 OKTÓBER ÞRIÐJUDAGUR Skiladajfur Birtingardagur Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofú blaðsins í Ha&arstræti 85, Akureyri. Athygli skai á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. 45 t EINAR F. FREDERIKSEN flugstjóri, Hrlngbraut 71, Reykjavlk, verður jarðsunginn frá Kristskirkju föstudaginn 27. jan. kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Sunna Emanúelsdóttir Frederlksan. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURÐAR J. JÓNSSONAR, Skólastfg 11, Akureyrl. Þórunn Björnsdóttir, Björn Sigurðsson, Guðrún Jónsdóttir, barnabörn og aðrir vandamenn. t Minningarathöfn um son okkar, VALDIMAR ÞORVARÐARSON frá Grundarfirði, ferfram frá kapellunni í Fossvogi föstudaginn 27. janúar kl. 10.30. Útför hans fer fram iaugardaginn 28. janúar kl. 14.00 frá Grundar- fjarðarkirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á Grundarfjarðarkirkju eða Slysavarnafélag Islands. Fyrir hönd barna og systkina hins látna, Ásdfs Valdimarsdóttir, Þorvarður Lárusson. t Útför eiginmanns míns og stjúpa okkar, ÞORLÁKS GUÐMUNDSSONAR frá Hveragerðl, Vogatungu 87, Kópavogl, fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi föstudaginn 27. janúar kl. 13.30. Bílferð verður frá Hótel Ljósbrá, Hveragerði kl. 12.00. Lfney Krlstinsdóttir, Auður Antonsdóttir, Sigurlfna Antonsdóttir, Þorkell Máni Antonsson, Kristinn Antonsson, Sigrfður Antonsdóttir, Tómas Antonsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR SIGURÐSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Brúnavegi 12, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. janúar kl. 15.00. Þeir sem vildu minnast hans, vinsamlegast láti Heilsugæslusjóð Hrafnistuheimilanna njóta þess. Kristjana Þorsteinsdóttir, Gerður Óiafsdóttir, Magni Ingólfsson, Rebekka Ólafsdóttir, Valdlmar Sveinsson, Sigríður Ólafsdóttir, Bjarni Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við fráfall fööur okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLFREÐS GUÐMUNDSSONAR, fyrrverandl hafnsögumanns, Akranesl. Sórstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Akranes fyrir góða hjúkrun og umönnun á liðnum árum. Sigrfður Hallfreðsdóttir, Sfmon Sfmonarson, Magnús Hailfreðsson, Guðrún Andrásdóttir, Runólfur Hallfreðsson, Ragnheiður Gfsladóttir, Júlfana Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar SIGRÚNAR S. ÓSKARSDÓTTUR verður verslunin lokuð frá kl. 13-15 föstudaginn 26. janúar. Axel Ó., Laugavegi 11. Lokað í Vestmannaeyjum. Vegna jarðarfarar SIGRÚNAR S. ÓSKARSDÓTTÚR verður verslunin lokuð föstudaginn 26. janúar og laugardaginn 27. janúar. Axel Ó., Vestmannaeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.