Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS UUitOUÆíUtáSUUL spurt og svarad I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI SKATTAMÁL MORGUNBLAÐIÐ aðstoðar að venju lesendur sína við gerð skatt- framtala með þeim hætti að leita svara við spurningnm þeirra um það efai. Lesendur geta hringt i síma Morgunblaðsins, 691100, milli klukkan 10 og 12 á morgnana og spurt um umsjónarmann þáttar- ins „Spurt og svarað um skattamál". Hann tekur spurningamar niður og kemur þeim til embættis ríkisskattstjóra. Svör við spurn- ingunum sem borist hafa og svör við þeim birtast hér á siðunni. Frádráttarliðir 1. J.B., Reykjavik, spyr: Hvaða frádráttarliðir eru heimil- aðir nú þegar staðgreiðslukerfið hefur verið tekið upp? 2. Hvernig á að standa að frá- drætti á móti ökutækjastyrk sem staðgreiðsla hefiir verið greidd af? 3. Eru gjafir til líknarfélaga ennþá frádráttarbærar? Svar 1. Við það er miðað að spurt sé um frádrátt frá launatekjum manna. Frá slíkum tekjum má draga kostn- að á móti ökutækjastyrk og frá- drátt vegna dagpeninga, eins og fram kemur í texta við tölulið 7.4 á skattframtalseyðublaðinu. Einnig má draga frá tekjum eftirstöðvar námsfrádráttar hjá þeim sem lokið höfðu námi 31. desember 1987 og hafa ekki enn fengið þær eftirstöðv- ar námsfrádráttar sem skattstjóri hefur úrskurðað þeim að fullu dregnar frá tekjum sínum. 2. Fylla þarf út eyðublað um endurgreiddan bifreiðakostnað, ökutækjastyrk og ökutækjarekstur og skila til skattstjóra með skatt- framtalinu. Á bakhlið þessa eyðu- blaðs, sem einkennt er RSK 3.04, koma fram upplýsingar um hvemig eigi að útfylla það. 3. Nei. Staðgreiðsla af eignatekjum M.Ó., Mosfellssveit, spyr: Hvernig á að standa að upp- gjöri vegna skila á staðgreiðslu af eignartekjum o.fl. sem maður kýs að greiða fyrir 31. jan.? Hvaða tekjur fiilla þar undir? Svar Samkvæmt 38. gr. laga um stað- greiðslu opinberra gjalda má kom- ast hjá greiðslu verðbóta á álagða skatta af öðrum tekjum ársins 1988 en launatekjum með því að greiða eigi síðar en 31. janúar 1989 fjár- hæð sem ætla má að samsvari skött- um af tekjum þessum. Greiðslu skal inna af hendi hjá gjaldheimtum og innheimtumönn- um ríkissjóðs. Henni skal fylgja út- fyllt eyðublað, „Skilagrein vegna 38. greinar", merkt RSK 5.22. Eyðublað þetta fæst hjá skatt- stjómm, gjaldheimtum, innheimtu- mönnum ríkissjóðs og ríkisskatt- stjóra. Þær tekjur sem hér koma til greina em allar tegundir tekna aðr- ar en launatekjur. Eignartelq'ur falla því hér undir. Með eignartekjur er átt við t.d. húsaleigutekjur, arð og söluhagnað. Þeir sem hafa haft greiðslur er falla undir ákvæði 2. gr. reglugerð- ar nr. 591/1987 geta einnig komist hjá verðbótum með því að inna af hendi greiðslu fyrir 31. janúar 1989. Umrædd 2. gr. hljóðar þannig með þeim breytingum sem gerðar vom á henni með reglugerð nr. 564/1988: „Eftirtaldar greiðslur falla ekki undir staðgreiðslu: 1. Ökutækjastjrrkir sem greidd- ir em samkvæmt sundurliðuðum gögnum, sbr. 3. gr. reglugerðar þessarar. 2. Dagpeningar, ferðapeningar og hliðstæðu.' ferða- og dvalar- kostnaður sem greiddur er í sam- ræmi við 6. gr. reglugerðar þessar- ar. 3. Atvinnuleysistryggingabæt- ur frá Tryggingastofnun ríkisins. 4. Sjúkradagpeningar frá Tryggingastofnun rikisins og vá- tryggingafélögum. 5. Slysadagpeningar frá Trygg- ingastofnun ríkisins og vátrygg- ingafélögum. 6. Framfærslustyrkir frá sveit- arfélögum. 7. Sjúkrabætur frá verkalýðs- félögum. 8. Útfararstyrkir frá verkalýðs- félögum. 9. Uppbót á elli- og örorkulíf- eyri og örorkustyrk vegna reksturs bifreiðar, sbr. lokamálslið 4. mgr. 19. gr. laga nr. 67/1971, með síðari breytingum. 10. Greiðslur til vistmanna á elli- heimilum og stofnunum skv. 6. tölul. 51. gr. laga nr. 67/1971, með síðari breytingum, og 3. tölul. 26. gr. laga nr. 91/1982, um málefni aldraðra. 11. Einkennisfatnaður • sem launagreiðandi lætur launamanni í té. 12. Dreifbýlisstyrkir náms- manna greiddir samkvæmt lögum nr. 69/1971, um ráðstafanirtiljöfn- unar á námskostnaði. 13. Verkfallsstyrkir frá verka- lýðsfélögum. 14. Vinningar í happdrætti, veð- mál og keppni. 15. Risnufé sem greitt er launa- manni samkvæmt reikningi frá þriðja aðila sem endurgreiðsla á risnukostnaði launamanns í þágu launagreiðanda. Séu. framangreind skilyrði eigi uppfyllt skal reikna staðgreiðslu af greiddu risnufé. 16. Ýmsar launagreiðslur sem eigi tengjast atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi launagreið- anda. Sem dæmi um slíkar greiðslur í einkaþágu greiðanda má nefna greiðslur fyrir hús- og heimilishjálp og svipuð persónubundin störf sem ekki fara fram úr 60.000 kr. sam- tals á ári. Sama gildir um svipaðar greiðslur óskattskyldra aðila, t.d. húsfélaga, sem ekki fara fram úr 120.000 kr. samtals á ári. 17. Endurgjald sem maður skal reikna sér vegna starfs við sjálf- stæða starfsemi sína ef starfsemin er svo óveruleg að reiknuð laun manns vegna slíkrar starfsemi verði eigi hærri, miðað við heilt ár, en 100.000 kr. 18. Reiknuð laun bama, sbr. 2. mgr. 1. tölul. A-liðs 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignar- skatt, með síðari breytingum. 19. Greiðslur höfundarlauna til f slendinga búsetta hérlendis er fram fara samkvæmt lögum nr. 73/1972, sbr. 5. gr. laga nr. 45/1987 með síðari breytingum, er ekki fari fram úr 120.000 kr. á ári. 20. Greiðslur launa til vistmanna elliheimila fyrir störf sem unnin eru í endurhæfingarskyni, enda sé um að ræða greiðslur er viðkomandi eliiheimili innir af hendi eða hefur milligöngu um og heildarfjárhæð, er hver vistmaður nýtur, fari ekki fram úr 120.000 kr. ár ári. 21. Greiðslur, samkv. 1. mgr. 18. gr. laga nr. 41/1983, um málefni fatlaðra. Fjárhæðir skv. 16., 17., 19. og 20. tölulið 1. mgr. þessarar greinar eru grunnfjárhæðir miðaðar við 1. desember 1987 og skulu þær breyt- ast í samræmi við lánskjaravísitölu, sbr. 121. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt." Húsnæðisbætur Sigurjón Pálsson, Reykjavík, spyr: Ber þeim sem fengu húsnæðis- bætur í fyrra að sækja um þær á ný eða er það óþarfi? Hvenær rennur út frestur til að sækja um húsnæðisbætur? Svar Þeir sem fengu húsnæðisbætur í fyrra eiga ekki að sækja um þær nú. Umsókn um húsnæðisbætur skal fylgja skattframtali á eyðublaði sem einkennt er RSK 5.14. Hafi slík umsókn af einhveijum ástæðum ekki verið send með skattframtalinu er rétt að bæta úr því svo fljótt sem unnt er. Vilt þú spara fyrir þig og þitt fyrirtæki? Kynning ó ALLT hugbúnaði HUGBÚNAÐUR Fimmtudag, föstudag og iaugardag. ^ vfirönr kvnninn á AÐEINS 3 DAGAR EFTIR! RÝMINGARSALA VEGNA FLUTNINGA - ALLT AD 50% AFSLÁTTUR Á VATNSRÚMUM! það er vissara að hafa hraðan á ... Fyrstir koma - fyrstir fá. Vatnsrum hf BORGARTÚNI 29 SÍMI 621622 Verslunin Rúmgott, Ármúla 4 hefur veriö lokaö. ARNARogÖRLYGS ALLT AÐ 90% AFSLÁTTUR á hundruðum bókatitla i takmörkuðu upplagi í 14 DAGAFRÁ 21.JAIi-4.FEB Komdu við á bókamarkaðinum í Síðumúla 1 1 og bættu gullvægum bókum í safnið. ÖRN OG ORLYGUR SÍÐUMÚLA 11 —SÍMI 8486Ó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.