Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 28
28 •' ■HiSfil TTT7 MOÉGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 IHWIIWHHMMmmiHMlWMWlWIM^ JltrpwifíMítfo Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Rétt staðsettur ráðherra Eg hefí sagt við forsvars- menn ríkisstofnana: Það er skylda ykkar þegar við göngum í það verk að sækja meiri skatta til almennings í landinu, að standa honum opin- ber reikningsskil, hvemig þið hafið framkvæmt aðhald ykkar á þessu sama ári. Það er hvorki siðferðilega né pólitískt rétt að sækja peninga í sjóð lands- manna allra, í formi hærri skatta, ef forstjóramir og stjómendur þurfa ekki að standa við sitt. Við þurfum líka að breyta landslögum hér á íslandi á þann veg að ríkisforstjórar og stjómendur ríkisfyrirtækja, sem ekki standa í stykkinu, verði að fara frá. Þeir verða að hætta, alveg eins og for- stjórar í fyrirtækjum sem farið hafa á hausinn verða að hætta.“ Framganreind orð féllu fyrir skemmstu á stjómmálafundi norður á Akureyri — og vóru tíunduð rækilega á öldum ljós- vakans. Ætla mætti að hér hefði Sverrir Hermannsson, fyrrverandi menntamálaráð- herra, verið að tala um svoköll- uð Sturlumál. Þau snémst einmitt um eyðslu á almennum skattpen- ingum umfram fjárlagaheim- ildir, þvert á ítrekuð fyrirmæli viðkomandi ráðuneytis, og við- brögð ráðherra af því tilefni. Fræðslustjóri, sem ekki fór að fyrirmælum að þessu leyti, varð að láta af embætti. Ræða sú, sem hér er vitnað til og flutt var á slóðum svokall- aðra Sturlumála, sem út af fyrir sig er saga til næsta bæj- ar, hljómar eins og réttlæting á viðbrögðum fyrrverandi menntamálaráðherra. Sá sem talar er hinsvegar ekki Sverrir Hermannsson, heldur Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráð- herra í ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar. Sturlumál þróuðust þann veg að til stóð að dómstólar skæru úr um ágreining fyrrverandi ráðherra og handhafa fram- kvæmdavaldsins og fráfarins fræðslustjóra. Það var ekki óeðlilegt og í fullu samræmi við leikreglur réttarríkisins. En þá komu nýir valdsmenn til sögunnar: Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, fyrrver- andi formaður Alþýðubanda- lagsins, og Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, núverandi formaður Alþýðu- bandalagsins. Ágreiningsmál- ið, umframeyðsla á almannafé, var snarlega „leyst“ fram hjá dómstólum. Sá, sem eyddi skattpeningum umfram fjár- lagaheimildir, var settur á bótastall. Skattborgurum var gert að greiða honum umtals- verðar bætur. Þannig var hann látinn „standa almenningi opin- berlega reikningsskil“ á emb- ættisfærslu sinni. Orð og efndir stjómmála- manna eiga ekki alltaf samleið. „Það er hvorki siðferðilega né pólitískt rétt að sækja peninga í sjóð landsmanna allra í formi hærri skatta, ef forstjóramir og stjómendur þurfa ekki að standa við sitt“, segir Ólafur Ragnar Grímsson staddur í fræðsluumdæmi norðan heiða, „ríkisforstjórar og stjómendur ríkisfyrirtækja, sem ekki standa í stykkinu, verða að fara frá, þeir verða að hætta.“ Óþarfí er að fara fleiri orðum um útfærsla þessara orða í embættisfærslu menntamála- ráðherra og fjármálaráðherra. Tvískinnungur af því tagi, sem hér hefur verið fjallað um, eflir hvorki traust né trúnað milli almennings og stjóm- málamanna. Stjómmálamenn leika um of tveimur skjöldum. Orð segja eitt, verkin of oft annað. Enginn stjómmála- flokkur verður hvítþeginn af þess háttar sýndarmennsku. Enginn þeirra kemst þó með tæmar þar sem Alþýðubanda- lagið hefur hælana í þessu efni. Skoðanakannanir sýna að Alþýðubandalagið, sem fékk nálægt 23% kjörfylgi árið 1978, hefur misst helft þess fylgis fyrir borð. Ástæðan er ekki sízt tvískinnungur þess á flestum sviðum þjóðmála. Nýjustu dæmin, skertur samningsrétt- ur, launafrysting og hækkun skatta í verði vöm og þjónustu, tala skýru máli um heitstreng- ingar í glatkistu. Ólafur Ragn- ar Grímsson, formaður flokks- ins, er hinsvegar rétt staðsett- ur, með hliðsjón af flokkshefð- um, orðurn og efndum Alþýðu- bandalagsins, þegar hann talar um opinber reikningsskil ríkis- forstjóra og umframeyðslu skattpeninga á slóðum Sturlu- mála. Hann er helzti atvinnu- rekandi landsins. En hann ger- ir út á skattgreiðendur. Ami Friðriksson fann litla sem enga stórsíld á miðunum: Hef engar áhyggjur af sfldarstofninum - segir Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar Rannsóknaskipið Árni Friðriksson, skip Hafrannsóknastofhunar, hefur undanfarnar tvær vikur verið við mælingar á stórsíld fyrir austan land og sunnan. Leiðangrinum lauk á þriðjudag og var Páll Reynisson leiðangursstjóri. Jakob Jakobsson forstjóri stofhun- arinnar segist ekki hafa neinar áhyggjur af síldarsto&iinum. Páll sagði í samtali við Morgun- blaðið að stórsíld, þetta 33-35 cm., væri nánast engin á miðunum og mun minna hefði fundist nú en í nóvember og desember, en þá fór Ámi Friðriksson í samskon- ar leiðangur. Sá leiðangur var heldur lengri og var þá jafnframt verið að kanna ástand smásfldar úti fyrir Norðurlandi. „Við fund- um lítið af stórsfldinni fyrir ára- mót og ennþá minna nú. Það er nákvæmlega sama sagan og hjá sfldarbátunum, sem hafa verið við veiðamar. Mest er um sfldina inn á Austfjörðum og töluvert magn er að fínna við Hrollaugseyjar." Páll sagði að ástand sfldar- stofnsins væri þokkalegt þrátt fyrir lítið magn af stórsíld. Mikið hefði hinsvegar fundist af 30 cm. sfld og þaðan af smærra. Leiðang- ursstjóri sagðist hafa átt von á að sjá meira af stærri sfldinni miðað við mælingar fyrri ára. Rannsóknaskipið Bjami Sæ- mundsson er nú í loðnuleiðangri fyrir norðan land. Að honum lokn- um, liggur ekkert fyrir hjá skipinu næstu tvo mánuðina sökum skorts á rekstrarfé. Páll sagði að venju- lega væri skipunum ekki haldið úti allt árið. Algengt væri að skip- in stoppuðu þetta þrjá mánuði á ári. Ámi Friðriksson heldur í sjó- rannsóknir eftir mánaðarmótin. Þá er ætlunin að mæla hitastig og seltu sjávar í kringum landið. Jakob Jakobsson fiskifræðing- ur sagði að eflaust væri minna af stórsfld heldur en var á miðun- um í fyrra. Auk þess væri eins víst að sfldin héldi sig á slóðum, þar sem menn einfaldlega hittu ekki á hana. „Veður hefur verið slæmt undanfarið og á takmörk- uðum tíma er erfítt fyrir eitt skip að leita af sér allan grun, bæði vegna veðurs og takmarkaðs tíma. Síldin stendur ákaflega þétt á þessum árstíma og getur verið mikið af henni á talsvert af- mörkuðu svæði. Það hefur oft gengið erfíðlega að finna allan stofninn eftir að hann stækkaði. Það virtist takast mjög vel í nóv- ember 1987. Þá hélt hún sig á Austfjörðunum auk þess sem við fundum talsvert af henni við Hrol- laugseyjar, þar sem engin síldveiði hafði verið, og við Eldey.“ Jakob sagðist hafa hvatt sjó- menn til að láta vita um síldartorf- ur. Hinsvegar hefðu viðbrögðin verið lítil um og eftir áramótin. Hann sagði að 1979-árgangurinn hefði verið mjög áberandi í afla fímm síðustu ára. „Síldin fékkst fyrst út af Suðurlandi 28-30 cm. löng út af Suðurlandi, þá fjögurra ára gömul. Síðan hefur hún eflst og stækkað og er nú að renna sitt skeið á enda. Kynslóðaskipti eru nú á næsta leiti og við tekur svokallaður 1983-árgangur, sem á eftir að stækka og þyngjast. Ég hef engar áhyggjur af stofnin- um og er ég viss um að strax á næsta ári verði hægt að veiða stórsíld á miðunum þó hún hafi ekki fundist nú. Sambandssljórn SAL um breyttan grundvöll lánskjaravísitölunnar: Málshöfðun ef stjóm- völd láta ekki segjast STJÓRN Sambands almennra lífeyrissjóða sættir sig ekki við að ríkisstjórnin breyti einhliða samningi um kaup á skuldabréfum, sem gerður var í síðasta mánuði, né að lánskjaravísitala með nýrri sam- setningu gildi umn eldri lánssamninga, nema að undangengnum úrskurði um að það sé lögmæt gerð. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar i gær og hefúr verið óskað eftir viðræðum við ráð- herra viðskipta og Qármála og er vonast til þess að af þeim fimdi geti orðið hið fyrsta. „Við munum fyrst eiga viðræður við ráðherrana og vita hvort þeir halda fast við að breyta þessum samningi einhliða, sem við vorum að gera, og raunar öllum eldri skuldbindingum með því að hafa þetta afturvirka reglugerð. Ef ekki næst samkomulag við ríkisstjómina um að hafður verði annar háttur á en þeir hafa verið að kynna, þá munum við leita til dómstólana," sagði Benedikt Davíðsson, stjómar- formaður SAL. Hann sagðist telja að ekki gæti orðið af viðræðum um frekari kaup lífeyrissjóðanna á skuldabrefum ríkissjóðs fyrr en botn hefði fengist í þetta mál. Samningar yrðu að byggja á trausti milli aðila og því væri mikilsvert að niðurstaða feng- ist hið fyrsta. Þeir samningar sem gerðir vom í desember giltu um kaup skuldabréfa fyrstu þijá mán- uði þessa árs og var gert ráð fyrir að viðræður um skuldabréfakaup Nýr grundvöllur kærð- ur til úrskurðameftidar BALDUR Guðlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskaði í gær eftir úr- skurði úrskurðarnefiidar um verðtryggingu, samkvæmt 44. grein laga nr. 13/1979 varðandi það hvort honum væri skylt að greiða af skulda- bréfi samkvæmt nýjum grundvelli lánskjaravísitölu. Bréf hans til nefndarinnar fer hér á eftir í heild: „Seðlabanki íslands hefur sam- kvæmt fyrirmælum viðskiptaráðu- neytisins, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 18/1989, birt auglýsingu um nýjan gmndvöll lánskjaravísitölu. Segir þar að eftirleiðis skuli svo- nefnd launavísitala vega V3 í láns- kjaravísitölunni. Undirritaður gaf hinn 15. apríl 1987 út skuldabréf til 5 ára sem bundið er lánskjara- vísitölu og ber að greiða afborganir 2svar á ári, næst hinn 1. febrúar næstkomandi. í umræddu skulda- bréfí er sérstaklega tekið fram að miðað sé við lánskjaravísitölu sam- kvæmt auglýsingu Seðlabanka ís- lands 29. maí 1979 með áorðnum breytingum. Undirritaður hefur nú fengið inn- heimtutilkynningu vegna gjalddaga skuldabréfsins hinn 1. febrúar nk. Þar kemur fram að hinn nýi vísi- tölugrandvöllur er lagður til gmnd- vallar við útreikning á breytingu lánskjaravísitölunnar frá janúar- gildi til febrúargildis 1989. Áf frétt- um er ljóst að þessi aðferð við út- reikning veldur því að afborgun af nefndu skuldabréfi verður lægri hinn 1. febrúar nk. en ella hefði orðið, en það segir hins vegar ekk- ert um það hvemig útreikningur samkvæmt hinum nýja vísitölu- gmndvelli muni þróast það sem eftir lifir lánstímans í samanburði við útreikninga samkvæmt eldri grandvelli. Hefur undirritaður raunar fulla ástæðu til að ætla að greiðslubyrði hans aukist ef hinn nýi vísitölugmndvöllur verður lagð- ur til gmndvallar. Undirritaður telur sér óskylt að greiða umrædda skuld á gmndvelli útreikninga samkvæmt nýrri vísi- tölu. í því sambandi skal bent á eftirfarandi: 1. Undirritaður telur að ekki sé um að ræða nýjan vísitölugmnd- völl, heldur nýja vísitölu, sem ekki geti náð til eldri skuldbindinga sem bundnar séu eldri vísitölu. Undirritaður tók á sig greiðslu- skuldbindingu sem tengd skyldi MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 29 Mest var saltað á Eskifirði 241.559 tunnur alls voru saltaðar af síld á vertíðinni í haust, sam- kvæmt upplýsingabréfí frá SUdarútvegsnefiid. Af einstökum stöðum var mest saltað á Eski- firði, 38.562 tunnur. Hæsta sölt- unarstöðin var Fiskmjölsverk- smiðja HornaQarðar með 23.023 tunnur. Saltaðar vom nokkm færri tunn- ur nú en árið áður, en það var mesta söltunarár í sögu Suðurlandssíldar- innar. Þess er þó að gæta að í haust var öll síldin annað hvor hausskorin eða flökuð, þannig að nánast sama magn af sfld upp úr sjó var tekið til söltunar á haustvertíðinni 1988 og á vertíðinni 1987. Saltað var á 44 söltunarstöðvum í 21 höfn. Mest var saltað á Eskifírði, 38.562 tunnur, á Homafírði vom saltaðar 36.709 tunnur, 26.577 í Grindavík og 25.967 á Seyðisfírði svo nokkrir hæstu staðimir séu nefndir. Af stöðvum vom hæstar Fisk- mjölsverksmiðja Homafjarðar með 23.023 tunnur, Pólarsíld hf á Fá- skrúðsfírði með 15.248 tunnur, Strandarsfld hf 14.894 tunnur, Har- aldur Böðvarsson hf 13.417 tunnur og Skinney hf Homafirði með 13.329 tunnur. fyrir síðari hluta ársins hæfust í næsta mánuði. „Án tillits til efnisinnihalds þessa, fínnst mér málsmeðferðin alveg frá- leit. Það er gjörsamlega útilokað að búa við það að annar samnings- aðila geti einhliða rift samningum með þessum hætti og breytt þannig skuldbindingum á bilinu 20-30 milljöðram með einhliða reglugerð- arbreytingu," sagði hann ennfrem- ur. Aðspurður benti hann á að fýrir fáum dögum hefði komið upp mál sem virtist mikið hitamál hjá stjóm- völdum, þ.e. ríkisábyrgð skulda- bréfa atvinnutryggingasjóðs. Ráð- herrar hefðu hver um annan þveran verið búnir að lýsa því yfír á fund- um og annars staðar að þeir hefðu lögfræðileg álit fyrir því að bréfín væm nægilega trygg. Þeir hefðu bakkað með það og tóku inn ríkis- ábyrgð að fullu eins og lífeyrissjóð- imir hefðu krafíst. „Og auðvitað vona ég að menn sjái að sér í þessu máli líka,“ sagði Benedikt. Útiloka ekki málshöfðun - segir Pétur Blöndal PÉTUR Blöndal formaður Lands- sambands lífeyrissjóða segir að hann telji að lífeyrissjóðirnir muni á næstunni kanna lagalega stöðu sína hvað varðar samning- inn við ríkisvaldið um kaup á ríkisskuldabréfum. Hann útilok- ar ekki málshöfðun á hendur ríkinu ef verðbætur á skuldabréf- in þann 1. febrúar verða reiknað- ar út samkvæmt nýju lánskjarav- ísitölunni. Pétur segir að stjóm Landssam- bands Hfeyrissjóðanna muni koma saman til fundar í dag, fimmtudag, til að ræða þessi mál. Um töluverð- ar fjárhæðir er að ræða þar sem í samningunum sem gerðir vom í síðasta mánuði skuldbundu lífeyris- sjóðimar sig til að kaupa ríkis- skuldabréf fyrir um 55% af ráð- stöfnumafé sínu næstu þijá mánuði. lánskjaravísitölu eins og hún var samansett þegar skuldabréfíð var gefið út. Jafnvel þótt um þætti vera að ræða nýjan vísitölugmndvöll, en ekki nýja vísitölu, telur undirritaður að honum sé óskylt að sæta því að gmndvöllur vísitölunnar og þar með vísitöluútreikningsins breytist á lánstímanum. 2. Samkvæmt 39. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 13/1979, er það Seðla- banki íslands sem veita skal heim- ild til verðtryggingar og birta skal vísitölur sem heimilt er að miða verðtryggingu lánsfjár við. Um slíkt var ekki að ræða hér, heldur ákvað viðskiptaráðuneytið breytingar á gmndvelli lánskjaravísitölunnar með reglugerð og ákvað jafnframt í sömu reglugerð að Seðlabankinn skyldi birta auglýsingu um láns- kjaravísitöluna á grundvelli þeirrar reglugerðar. Undirritaður telur að viðskipta- ráðuneytið bresti lagaheimild til að taka sér fyrir hendur að breyta gmndvelli vísitölunnar og að aug- lýsing Seðlabankans, sem út er gefín samkvæmt slíkri forskrift ráðuneytisins með vísan til hennar, standist því ekki heldur. 3. Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. laga nr. 13/1979 skulu reglur um verðtryggingu einkum við það mið- aðar að tryggja bundið sparifé gegn verðrýmun af völdum verðhækk- ana. i 40. gr. sömu laga segir að heimilt sé að ákveða verðtryggingu í formi sérstaks verðbótaþáttar vaxta sem tengdur sé verðlags- breytingum. Undirritaður telur einsýnt að af þessu megi ráða að lög nr. 13/1979 séu á því byggð að innlendar vísitöl- ur mæli verðlagsbreytingar en ekki launabreytingar. Því sé óheimilt án lagabreytinga eða sérstakra laga- heimildar að taka upp beina teng- ingu við launabreytingar. Auk þess liggi fyrir að gmndvöllur og út- reikningur launavísitölu sé í molum. Með vísan til 44. gr. laga nr. 13/1979 fer undirritaður fram á úrskurð yðar um það hvort honum sé skylt að sæta því að við útreikn- ing afborgana af umræddri verð- tryggðri skuld hans verði hinn 1. febrúar næstkomandi og eftirleiðis lögð til gmndvallar hin nýja vísitala eða nýi vísitölugmndvöllur. Virðingarfýllst, Baldur Guðlaugsson, hrl.“ AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ANTHONY HAZLITT HEARD Suður-Afríka: Stórskrýtið og mót- sagnakennt þjóðfélag í bók eftir Pulitzer-verðlaunahafann i bókinenntum Allen Drury, sem gefin var út fyrir tuttugu árum segir að Suður- Afríka sé „stórskrýtið“ þjóðfélag. Þessi lýsing á ennþá vel við. Liðið ár, sem einkenndist af ofbeldi og þrátefli í valdabar- áttu svartra og hvítra, var nokkuð mótsagnakennt í Suður- Afríku. Stórt skref hefur verið tekið í friðarátt í Angólu og Namibíu og dregið hefur úr spennu í sunnanverðri Afríku en þetta hefur samt orðið til þess að kúgunin hefur aukist og spennan magnast í Suður- Áfríku. Nokkrir heppnir pólitískir fangar hafa verið leystir úr haldi en aðrir hafa verið teknir hönd- um, frelsi annarra hefur verið skerrt - og „heiðarlegir, frið- samir blökkumannaleiðtogar" hafa verið ákærðir fyrir hermd- arverk og föðurlandssvik, eins og Edward Perkin, sendiherra Bandaríkjanna, lét ummælt eftir réttarhöld nýlega. Menn, sem hafa verið dæmdir til dauða fyrir glæpi tengda stjómmálum, hafa verið náðaðir eins og frægt er orðið en samt bíða tugir pólitískra fanga í löng- um biðröðum eftir því að verða settir á gálgann. Stjómvöld í Suður-Afríku hafa talað fjálglega um „víðtækara lýðræði" á sama tíma og dregið hefur úr kosningaþátttöku svartra í sveitarstjómarkosning- um og lýðræðisleg réttindi hafa verið skerrt með því að banna útgáfu blaða og starfsemi sam- taka, auk þess sem baráttumenn fyrir mannréttindum hafa verið handteknir. Yfírlækni eins af virtustu sjúkrahúsum Afríku hefur verið vikið úr starfi og hræsnistal vald- hafanna um aðskilnað hefur ekki riðið við einteyming. Rekin fyrir að gera grín að stjórninni Jocelyn Kane-Berman, sem var yfírlæknir Groote Schuur- sjúkrahússins, þar sem Chris Bamard, fmmkvöðull í hjartaí- græðslu, starfaði, missti starf sitt og fékk annað sem var mun síðra að mati starfsbræðra henn- ar. Hvers átti hún að gjalda? Hún hafði látið í ljós þá skoðun í gamansamri grein, sem birtist í dagblaði, að blökkumannaleið- toginn Nelson Mandela væri hæfastur til að gegna embætti þjóðarleiðtoga Suður-Afríku og varpaði fram tillögu um nýja ríkisstjóm, þar sem flesta núver- andi ráðherra vantaði. Þeim alvöragefnu mönnum, sem stjóma landinu og sjúkra- húsinu, þótti hún ganga of langt. Hegningin hefði hæft láttsettum skrifstofumanni eða óþægu bami og fjölmargir læknar sáu sig knúna til að mótmæla. Atvikið sýnir óöryggi suður-afrískra stjómvalda gagnvart Afríska þjóðarráðinu, ANC, hreyfingu svartra þjóðemissinna, sem Mandela veitti forystu. Þetta var viðvömn til þeirra sem dirfast að leggja til að breytingar verði gerðar á stjóm landsins, þótt í gamansömum tón sé. Hræsni Þjóðarflokksins Ennfremur hafa risið deilur í Boksburg í Transvaal-héraði, þar sem nýkjörin bæjarstjóm, skipuð hægrimönnum, tók. sig til og færði klukkuna aftur á bak til þess tíma er engum þótti skömm að kynþáttakúguninni. Hún lét setja upp aðskilnaðarskilti, sem bannaður aðgangur að sund- laugum og baðströndum í sam- ræmi við aðskilnaðarlögin frá árinu 1953 í borgum og bæjum þar sem Þjóðarflokkurinn er við völd. Aðeins fyrir hvita Nýlega ók ég framhjá bað- strönd á áhrifasvæði Þjóðar- flokksins ekki langt frá Höfða- borg, sem er tiltölulega laus við aðskilnaðarstefnuna. Þar sá ég skilti þar sem sagði að sam- kvæmt lögum væri aðgangur að baðströndinni „takmarkaður við hvíta menn auk þjóna sem fylgja hvítum bömum." Baðstrandar- gestimir í þessum forréttinda- hópi, allir hvítir, spókuðu sig í sólinni, stungu sér í svalan sjóinn og létu sem þeir vissu ekki af Reuter Suður-Afríka er land mótsagnanna. Á sama tima og stjórnvöld lofa „víðtækara" lýðræði láta þau handtaka Qölda baráttumanna fyrir lýðræði, banna útgáfii blaða og starfsemi samtaka. Á mynd- inni mótmæla blökkumenn banni við starfsemi Sameinuðu lýðræð- isfylkingarinnar, stærstu hreyfingar blökkumanna sem berjast gegn kynþáttaaðskilnaðarstefiiu stjórnvalda. Þjóðarflokkurinn, sem er við .stjómvölinn í landinu, hafði með trega fallist á að láta taka nið- ur. Samt var það þessi sami Þjóð- arflokkur sem samþykkti lög um aðskilnað kynþátta á almenn- ingsstöðum (frá 1953), sem hægrisinnar í íhaldsflokknum beita nú til að banna svertingjum aðgang að skrúðgörðum, sund- laugum og fleiri stöðum ætluðum almenningi. Þótt ríkisstjómin hafi for- dæmt íhaldsflokkinn fyrir að færa klukkuna aftur á bak og sakað hann um að hafa veitt þeim lið sem vilja harðari al- þjóðlegar refsiaðgerðir gegn suð- ur-afrískum stjómvöldum hefur hún sjálf ekki hreinan skjöld. íhaldsflokkurinn er einfaldlega að gera það sem Þjóðarflokkur- inn gerði um áraraðir og gerir enn víðsvegar um Suður-Afríku. Blökkumönnum er til að mynda skiltinu, sem var í nokkurra metra fjarlægð og var til vitnis um þann órétt sem svartir sam- landar þeirra era beittir. Vandi stjómarinnar er aug- ljós. Ef hún vill í alvöru breyta þjóðfélaginu, afnema til að mynda aðskilnaðinn og köma á víðtækara lýðræði, verður hún að binda enda á mótsagnimar. í stuttu máli verður hún að um- bera andóf, tryggja mannréttindi og banna aðskilnað með öllu. Þannig yrði Suður-Aftíka ekki lengur „stórskrýtið" þjóðfélag. Þá yrði gott fyrir alla - nema ofstækisfulla þjóðemissinna - að búa í Suður-Afríku. Höfiindur er fyrrum rit- stjóri dagblaðsinsCape 77- mes í Höfðaborg og ritar greinar um málefni Suður- Afriku í ýmis blöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.