Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989
ÞINGBRÉF
STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Eru sveitarfélögin hom-
rekur ríkisvaldsins?
Taprekstur sveitarfélaga — Skertur Jöfnunarsjóður
fjArmAi,
I
118 MILLJ. KRÓNA í AUKAFRAMLÖG
TIL898VEITARFÉLAGA
Félagsmálaráðuneytið hefur út-
hlutað aukaframlögum úr Jöfnunar-
sjóði sveitarfólaga 1988. Aö fenginni
umsögn stjómar sambandsins hlutu
89 sveitaríólög samtals 118 millj.
króna I aukaframlög, en um auka-
framlög sóttu samtals 111 sveitarfó-
lög. Fimm sveitarfélög hlutu 5 millj.
króna eða meira hvert.
Að þessu sinni voru til úthlutunar
6% af heildartekjum sjóðsins, sem
lög gera ráð fyrir, að varið só til auka-
framlaga, og að auki sú 40 millj.
króna aukafjárveiting. sem þáv. rikis-
stjóm ákvað fyrr á árinu til þess að
treysta fjárhag sveitarfélaga á lands-
byggðinni, sem eiga í fjárhagserfið-
leikum, eins og sagt var i yfirlýsingu
rikisstjómarinnar.
Við úthlutun aukaframlaganna nú
var miðað við áætlaðar útsvarstekjur
einstakra sveitarfólaga á fyrsta ári
staðgreiðslu i stað álagningar út-
svara, eins og áður var. Að þvf er
fasteignaskatt og aðstöðugjald
áhrærir er á hinn bóginn stuðzt við
álagningu eins og áður.
Með úthlutun aukaframlaga er að
því stefnt að jafna tekjur sveitarfó-
Reiknuð eru meðaltöl álagðra og
áætlaðra skatttekna ibúa ( þremur
flokkum sveitaríólaga, I a-flokki sam-
kvæmt landsmeðaltali, þar sem
meðaltalið er í ór 59.422 krónur, (b-
flokki, þar sem meðaltalið er 54.308
krónur, og I c-flokki, þar sem meðal-
talið er 39.912 krónur. I a-flokki eru
þóttbýlissveitarfólög, I b-flokki eru
hreppar moð fleiri en 300 íbúa, og I
c-flokki eru hreinir dreifbýlishreppar.
I reglugerð um jöfnunarsjóð er
gert ráð fyrir, að framlag til sveitarfó-
lags nemi alit að 70% af mismuni
þeim, sem er á skatttekjum þess og
meðaltali skatttekna sveitarfólaga í
sama viðmiðunarflokki. Othlutunarfó
jöfnunarsjóðs i ár nægði einungis til
þess að greiða 47,2% af þessum
mismuni.
Á fundi stjórnar sambandsins. þar
sem fjallað var um úthlutun auka-
framlaganna nú, urðu miklar um-
ræður um þetta efni (Ijósi fyrri sam-
þykkta stjómarinnar og ályktunar
síðasta fulltmaráðsfundar sam-
bandsins um málefni jöfnunarsjóðs-
ins. I lok umræðunnar samþykkti
stjómin svofellda ályktun um málið:
„I tengslum vió efnahagsráðstaf-
m
anir rikisstjórnarinnar i mai sl. \
ákveðið að veita 40 millj. kr. sem sér-1
stakt viðbótarframlag til
aukaframlaga úr jöfnunarsjóði
þessu ári. Það var mat stjómar sam-l
bandsins á þeim tima, að með þ
viðbótarframlagi yrði hægt að bætal
sveitarfólögunum 70% af vöntunl
upp á meðaltekjur eins og kveðið erl
á um i reglugerð. Nú er hins vegarí
komið I Ijós, að enn breikkar bilið milli I
sveitarfélaganna hvað tekjuöflun I
varðar og aðstöðumunur þeirra á |
milli fer mjög vaxandi. Þrátt fyrir sér- r
stakt viðbótarframlag vantar 55 millj.
kr. til að bæta tekjuvöntun sveitarfó-1
laganna að 70% hluta og fullnægja |
þannig ákvæðum reglugerðarinnar. f
Einungis reynist unnt að bæta tekju-
vöntunlna að 47% hluta. Með vísun J
til framanritaðs krefst stjóm Sam-
bands íslenzkra sveitarfélaga þess, I
að rikið falli frá skerðingu á framlagi til I
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og veiti J
skv. fjáriagafrumvarpi sérstakt fram-
lag, svo sem gert var á þessu ári, til |
þess að sjóðurinn geti gegnt jöfnun-
arhlutvorki sinu. I ór hefði þessi fjár-
hæð þurft að nema 95 millj. kr. (stað I
40 millj. króna."
6. tbl. 1988
„Af 28 kaupstöðum landsins
voru á síðasta ári 6, sem voru
með neikvæðan rekstur, það er
höfðu ekki rekstrartekjur fyrir
útgjöldum.
I engu þessara tilfella er um
að ræða lágar tekjur á mæli-
kvarða tekna sambærilegra sveit-
arfélaga, heldur er hér um að
ræða sveitarfélög, sem hafa að
því er virðist reynt að veita þjón-
ustu í þeim mæli, sem gert er á
stærri stöðum, en ráða ekki við
það sökum fámennis."
Þannig er komizt að orði í for-
ystugrein nýrra Sveitarstjómar-
mála, sem rituð er af Sigurgeir
Sigurðssyni, formanni Sambands
íslenzkra sveitarfélaga.
I
Formaður Sambands íslenzkra
sveitarfélaga tínir til fleiri skýr-
ingar á slæmri rekstrarstöðu þess-
ara sveitarfélaga en smæð þeirra
miðað við stærð og kostnað verk-
efnanna:
„í fyrsta lagi eiga ýmis sveitar-
félög, sem byggja atvinnu og af-
komu á sjávarútvegi, útistandandi
háar Qárhæðir hjá útvegsfyrir-
tækjum. Þannig hefur verið búið
að þessari undirstöðugrein í þjóð-
arbúskapnum, að hún hefur
hvergi nærri risið undir sjálfri
sér, rekstrarlega séð, sl. misseri.
Sjávarútvegsfyrirtæki hafa geng-
ið á eignir og safnað skuldum,
ekki sízt við sveitarfélögin.
í annan stað eiga mörg þessara
sömu sveitarfélaga inneignir hjá
ríkissjóði, eða telja sig eiga,
„vegna sameiginlegra verkefna,
sem ekki hafa fengizt uppgerð."
í báðum framangreindum
dæmum á stjómarstefna í landinu
hlut að máli. Hér við bætist að
löggjafinn hefur dregið úr hömlu
að endurskoða gildandi lög um
verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga, sem og lög um tekjustofna
sveitarfélaga. Fmmvörp um þetta
efni hafa að vísu verið lögð fram
á yfírstandandi þingi. Það er sýnd
veiði en ekki gefin. Mjög mikil-
vægt er hinsvegar að Alþingi af-
greiði þau á þessu ári — í fullu
samráði við Samband íslenzkra
sveitarfélaga
II
Félagsmálaráðuneytið hefur
nýlega úthlutað aukaframlögum
úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Tilgangurinn er að jafna tekjur
sveitarfélaganna. Úthlutað var 6%
af heildartelqum sjóðsins, svo sem
lög gera ráð fyrir, auk 40 m.kr.
aukafjárveitingar, sem fyrri ríkis-
stjóm ákvað að veita á sl. ári til
þess að treysta flárhag sveitarfé-
laga í strjálbýli, sem áttu í fjár-
hagserfiðleikum.
Alls hlutu 89 sveitarfélög (af
213) aukafjárveitingu úr Jöfnun-
arsjóðnum, samtals að fjárhæð
118 m.kr. Sá ijöldi sveitarfélaga,
sem þarf á aukafj árveitingum að
halda, talar sínu máli um rekstrar-
Iega stöðu þeirra á líðandi stundu.
í reglugerð um Jöfnunarsjóðinn
er gert ráð fyrir því að framlag
til sveitarfélags nemi allt að 70%
af mismuni þeim sem er á skatt-
tekjum þess og meðaltali skatt-
tekna sveitarfélaga í sama viðmið-
unarflokki.
Úthlutunarfé sjóðsins 1988
nægði hinsvegar einungis til þess
að greiða 47,2% af þessum mis-
muni. Þetta gerizt á sama tíma
og „enn breikkar bilið milli sveit-
arfélaganna hvað telquöflun varð-
ar og aðstöðumunur þeirra á milli
fer mjög vaxandi, eins og segir í
samþykkt stjómar Sambands
íslenzkra sveitarfélaga.
í samþykkt stjómarinnar segir
áfram:
„Þrátt fyrir sérstakt viðbótar-
framlag vantar 55 m.kr. til að
bæta tekjuvöntun sveitarfélag-
anna að 70% hluta og fullnægja
þannig ákvæðum reglugerðarinn-
ar . . .
Með vísun til framanritaðs
krefst stjóm Sambands íslenzkra
sveitarfélag þess, að ríkið falli frá
skerðingu á ffamlagi til Jöfnunar-
sjóðs sveitarfélaga og veiti skv.
fjárlagafrumvarpi sérstakt fram-
lag, svo sem gert var á þessu ári
(1988) til þess að sjóðurinn geti
gegnt jöfnunarhlutverki
sínu . . .“
Ekki verður séð af fjárlaga-
dæminu, eins og það lítur nú út,
að þessum tilmælum hafi verið
sinnt.
m
Sem fyrr segir liggja fyrir Al-
þingi frumvörp um verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga og um
tekjustofna sveitarfélaga. Nái þau
fram að ganga standa líkur til að
rekstrarleg staða sveitarfélaga
styrkizt, sem ekki mun af veita.
Hinsvegar kunna einhver ákvæði
frumvarpanna að þarfnast frekari
-athugunar.
Brejdt lög um framangreind
efni koma þó í fyrsta lagi til fram-
kvæmda um nk. áramót, og þá
því aðeins að þingmenn láti hend-
ur standa fram úr ermum við af-
greiðslu þeirra. Þetta þýðir að
staða ýmissa sveitarfélaga, sem
illa stóðu á sl. ári, versnar óhjá-
kvæmilega enn á þessu ári, að
öllu óbreyttu. Myndarleg aukafj-
árveiting verður því að koma til,
ef Jöfnunarsjóður sveitarfélaga á
að vera fær um að standa við 70%
ákvæði reglugerðarinnar um
tekjujöfnun.
Lítil sveitarfélög geta ekki axl-
að kostnað við ,jöfnun búsetu í
landinu". Hallarekstur sumra
þeirra stafar af viðleitni í þá átt.
Slík jofnun" er samfélagslegt
verkefni — að því marki sem hún
er framkvæmanleg.
En samhliða breyttri verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga
þarf að vinna ötullega að samein-
ingu og stækkun sveitarfélag-
anna, svo þau geti betur mætt
eðlilegum kröfum um þjónustu og
framkvæmdir. Það er mun hag-
kvæmari og farsælli leið en að
efna til þriðja stjómsýslustigsins,
stofnunar fyllqa með öllum til-
heyrandi viðbótarkostnaði. Þriðja
stjómsýslustigið yrði lítilli þjóð
kostnaðarlega ofvaxið; yfirbygg-
ing samfélagsins er frekar of stór
en of lítil fyrir. Þriðja stjómsýslu-
stigið yrði samkeppnisaðili sveit-
arfélaganna um skatttekjur eða
möguleika á þeim vettvangi og
það þrengdi valdsvið sveitastjóm-
armanna á heimavettvangi þegar
fram liðu stundur. Stærri og
sterkari sveitarfélög styrktu hins-
vegar sjálfstæði heimamanna í
eigin málum; sjálfsforræði þeirra
yfir staðbundnum framkvæmdum
og staðbundinni þjónustu. Og það
er mergurinn málsins.
Minning:
Þorsteinn B. Pét-
ursson á Ytrafelli
Fæddur 12. júlí 1927
Dáinnll. desember 1988
Aðfaranótt 11. desember á ný-
liðnu ári lést í Sjúkrahúsinu á Akra-
nesi Þorsteinn Brynjólfur Pétursson
bóndi á Ytrafelli og oddviti Fells-
strandarhrepps í Dalasýslu. Hann
fæddist 12. júlí 1927 í Stóru-Tungu
í sömu sveit og hefði því orðið
sextíu og tveggja ára næsta sum-
ar. Kallið kom mjög skyndilega.
Foreldrar Þorsteins vom hjónin
í Stóru-Tungu, Guðrún Jóhanns-
dóttir og Pétur Ólafsson. Guðrún
dó árið 1987. Þorsteinn var elsta
bam foreldra sinna, en þeim varð
fímm bama auðið. 011 systkini Þor-
steins em á lífi. Þau em: Ólafur,
bóndi í Galtartungu á Fellsströnd,
Agnes, húsfreyja í Stóm-Tungu
sömu sveit, Jóhann, bóndi í Stóm-
Tungu, og Einar sem starfar á
Ámastofnun í Reykjavík.
Foreldrar Þorsteins bjuggu í
tvíbýli í Stóm-Tungu móti föður-
systkinum hans, Guðmundi Ólafs-
syni og Halldóm Ingiríði Ólafs-
dóttur. Hændist hann snemma að
þeim og fylgdi þeim er þau fluttu
frá Stóm-Tungu 1936 og hófu bú-
skap á næsta bæ, Ytrafelli. Þor-
steinn ólst eftir það upp hjá þeim
systkinum og var þeimm alla tíð
sem besti sonur. Frá þeim fór hann
til náms, fyrst í héraðsskólann á
Laugavatni og síðar í Búnaðarskól-
ann á Hvanneyri, en þaðan útskrif-
aðist hann sem búfræðingur 1948.
Eftir að náminu á Hvanneyri lauk,
tók Þorsteinn áfram þátt í bústörf-
unum með fóstra sínum og fóstm
og eftir að Guðmundur dó, árið
1978, stóð hann einn fyrir búinu
og bjó á Ytrafelli með Ingu fóstm
sinni þangað til kallið kom nú rétt
fyrir jólin.
Samhliða bústörfunum sinnti
Þorsteinn margvíslegum trúnaðar-
störfum fyrir Fellsstrendinga og
Dalamenn. Var hann í stjóm Ung-
mennafélagsins Dögunar og Ung-
mennasambands Dalamanna um
árabil. Hann sat í hreppsnefnd
Fellsstrandarhrepps samfellt frá
1955 og var oddviti hreppsins frá
1970 til dauðadags. Áður hafði
fóstri hans, Guðmundur Ólafsson,
verið oddviti hreppsins í nærri fjöm-
tíu ár. Þorsteinn var einnig forða-
gæslumaður hreppsins í tuttugu ár
og lengi í stjóm Fóðurbirgðafélags
Fellsstrandar. Hann var formaður
sóknamefndar Staðarfellskirkju frá
1976 til dauðadags. Þessi upptaln-
ing er ekki tæmandi en sýnir að
Þorsteinn naut trausts samferða-
manna sinna og sveitunga.
Ég mun hafa verið tveggja ára
þegar ég kom fyrst að Ytrafelli í
fylgd foreldra minna og afa míns
og ömmu. Þá var heimsstyrjöldin
síðari enn í algleymingi. Á næstu
ámm kom ég oft að Ytrafelli og
er mér sérstaklega minnisstæð
vígslan á brúnni á Kjarlaksstaðaá
árið 1946, en þá komu allir sem
vettlingi gátu valdið í byggðarlag-
inu saman í Ytrafellsskógi til að
gleðjast yfir þeirri stórkostlegu
samgöngubót sem brúin var. Smám
saman varð Fellsströndin sveitin
mín, en þó sérstaklega Ytrafell og
Ytrafellsskógur sem hefur síðan í
huga mér verið einn fallegasti stað-
ur á landinu. Það var þó ekki fyrr
en ég var orðinn níu ára að ég fór
f sveit, eins og það var kallað, til
þeirra Munda, Ingu og Steina á
Ytrafelli. Þar átti ég mörg ham-
ingjurík sumur. Hjá þeim lærði ég
að meta bústörfín, sem enn vom
með gamla laginu, baráttu fólksins
fyrir lífinu í harðbýlu landi, sögu
þjóðarinnar og menningararfleifð,
en einnig fegurð landsins, sem á
Ytrafelli birtist m.a. í fagurri fjalla-
sýn, birkiskóginum og eyjunum í
mynni Hvammsfjarðar með sitt fjöl-
breytilega fuglalíf. Þegar tímar liðu
fram og ég komst á fullorðinsár
byggði ég sumarbústað í Ytrafells-
skógi þar sem fjölskylda mín hefur
notið þess á hveiju sumri, sem ég
naut í æsku minni og á unglingsár-
um, þ.e. samvista við þau á Ytra-
felli og þá einstæðu náttúmfegurð
sem þar er að finna.
Það er orðinn stór hópurinn sem
verið hefur í sveit á Ytrafelli og á
um það ljúfar minningar. Margir
hafa líka haldið tryggð við Ingu og
Steina og Munda meðan hann lifði.
Á engan er hallað þótt ég nefni
Björgvin og Hafstein Kristinsson
sérstaklega. Við vomm saman
mörg sumur á Ytrafelli sem dreng-
ir. Hann ólst þar upp á unglings-
ámm og hefur verið Ingu nánast
. sem sonur síðan. Hann og fjölskylda
hans hafa sýnt þeim á Ytrafelli ein-
staka tryggð árum saman. Haf-
steinn bgggði hinn sumarbústaðinn
við túnjaðarinn.
í æsku tók ég miklu ástfóstri við
Steina sem síðar breyttist í einlæga
vináttu. Fyrir mér var hann sem
klettur, traustur og athugull. Hann
hafði skemmtilega kímnigáfu, en
var þó dulur og flíkaði ekki tilfinn-
ingum sínum. Oft spjölluðum við
saman um menn og málefni, en
oftast barst talið að sagnfræðileg-
um fróðleik, einkum tengdum
Breiðarfjarðarbyggðum. Rætur
hans stóðu djúpt í því samfélagi sem
hann ólst upp í og var hluti af allt
til dauðadags. Hann var vel lesinn,
hafði mikinn og lifandi áhuga á
bókum og ríka tilfinningu fyrir
íslensku máli. íslendingasögurnar
voru honum vel kunnar svo og saga
þjóðarinnar fram á þennan dag.
Steini kunni og margt af munnleg-
um fróðleik og kveðskap, sem hann
hafði frá sér eldri mönnum, einkum
frá fóstra sínum. Af athygli sinni
og eftirtekt vissi hann margt, t.d.
um gamlar mannvistarleifar og
margs konar náttúruleg fyrirbæri.
I raun var hann vel menntaður í
bestu merkingu þessa orðs, leitandi
og afar laus við kreddur, bábiljuru
og fordóma. Hann hafði og dóm-
greind í ríkum mæli og leitaðist
ávallt við að taka sjálfstæða afstöðu
til manna, málefna og hvers kyns
viðburða. Þetta einkenni hans kom
oft vel í ljós, t.d. þegar hann ræddi
um bækur. Eg veit að hann átti það
til að hafa samband við höfund
bókar sem hann hafði lesið, einkum
ef hann vissi meira eða betur um
viðfangsefnið en fram kom í textan-
um. Oft báru athugasemdir hans
vott um mikið og sérstætt innsæi.
Hann hefði sannarlega orðið góður
fræðimaður ef slíkt 'hlutskipti hefði
átt fyrir honum að liggja.
Við Steini munum ekki oftar
ræða saman um áhugamálin. Það
er vissulega eftirsjá í svo góðum
vini sem hann var. Það finnum við
öll sem þekktum hann. Sveit-
ungamir sjá á bak traustum for-
ystumanni og góðum félaga. Eftir-
lifandi faðir hans og systkini hafa
misst son og góðan bróðir. En mest
hefur Inga, föðursystir hans og
fóstra, misst við lát hans. Ekkert
okkar fær breytt gangi lífsins jafn-
vel þótt við vildum. Steini lifir í
minningum okkar og í raun að ein-
hvetju leyti í okkur sjálfum. Minn-
ingamar em hlýjar og við emm
þakklát fyrir að eiga þær. Þær get-
ur enginn af okkur tekið.
Ólafur Proppé