Morgunblaðið - 26.01.1989, Page 37

Morgunblaðið - 26.01.1989, Page 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 Afinæliskveðja: Guðmundur Olafeson húsgagnameistari 26. desember 1893 fæddist hann að Hólum í Dýrafirði. Hann kom í mildar móðurhendur, ljósmóðurinn- ar Kristínar Jónsdóttur,_ sem þar bjó með manni sínum, Ólafí Guð- mundssyni. Hann var fjórða og yngsta bam þeirra hjóna. Snemma á minni lífsleið fór mér að finnst fólk vera gamalt ef það var eitthvað eldra en ég að ráði. Mér fundust einnig árin að baki óralangt í burtu. Líðandi stund var barmafull af viðfangséfnum, og þegar ég man Guðmund fyrst, voru þau við að raða skeljum og homum á hól, steypa drullukökur eða fleyta kerlingar með þar til passandi þunnum steinum út á logntæran Dýrafjörðinn. Þá fannst mér Guð- mundur frændi vera orðinn gríðar- lega fullorðinn. Núna er ég orðin þó nokkuð göm- ul kerling sem veltir því að sjálf- sögðu vandlega fyrir sér, hver muni fínna passandi stein til að fleyta sér á eftir lognsævi því er síðast tekur steinninn og hylur í djúpi sínu, þar sem engar hrannir bera hann aftur að landi. Nú, þegar ég hitti Guðmund Ól- afsson, eða spjalla við hann í síma, hefur æskumat mitt á tíma harla lítið vægi. Guðmundur hefur ekki lotið elli kerlingu í hugsun eða orðræðum. Hann er með á nótunum og gott betur. Hann ályktar og lætur bijóta á skoðunum, eins og hann hefur allajafnan gert um dagana. Heilsu- farsleg áföll hefur hann staðið af sér að miklu leyti og klæðist hvem dag og dundar sér eftir því sem sjónin leyfír, en hún hefur látið á sjá að alltof miklu leyti. Sjóndeildarhringur ævi hans er orðinn æði víður. Við hann birtast margar myndir, á þær horfír Guð- mundur nú, að hætti hins þroskaða manns, hann liggur þó ei brotinn við bognar línur, heldur horfír mót nýjum degi og glímir við hann. Hann hélt ungur og einn út í heiminn og stefndi á nám og þroska. Hann fór í Núpsskóla tvo vetur, 1910—1912. Vann svo eitt ár við verslunarstörf hjá Jens Guðmunds- syni á Þingeyri. Þá hélt hann til Reykjavíkur og hugði á nám í Versl- unarskóla. Hann fól frænda sínum Jóni Halldórssyni sem þá hafði stofnað húsgagnaverkstæðið Gamla kompaníið hér í Reykjavík að annast umsóknina, en hélt sjálf- ur í kaupavinnu austur fyrir fja.ll til að afla sér tekna fyrir skólanum. Umsóknin fórst fyrir, og réð Jón hann þá í trésmíðanám til Eyvindar Amasonar. Ekki féll Guðmundi við líkkistusmíðina og hætti eftir eitt og hálft ár í því námi. Jón tók hann þá til sín í nám í húsgagnasmíði, sem Guðmundur lauk með miklum sóma. Alla sína starfsævi vann hann svo að iðn sinni, ýmist sem sjálfstæður at- vinnurekandi eða hjá öðmm. Guðmundur er listrænn að eðlis- fari, enda þótti hann afbragðs smið- ur. Hann er mjög ljóðelskur, skáld- skapur sem er honum að skapi og fallegar myndir geta lyft honum ærið hátt á stundum, enda er hann fljúgandi hagmæltur sjálfur og á ærið margt í pokahominu þó ekki hafí hann haldið því mikið á loft. Ennþá er hann snöggur að setja saman vel kveðna vísu sem ekki dettur strax úr huga hans því minnið er ennþá harla gott. Æviferill Guðmundar spannar þann tíma allan að heita má sem islensk þjóð hefur stigið á, fram úr miðalda myrkrinu og aldrei verð- ur greindur nema utan frá, annar- staðar en í sálu þeirra sem lifðu hann. í fómm ættar Guðmundar em til nokkur upprúlluð pappírsblöð sem hafa að geyma nákvæma lýs- ingu á hverri einustu fæðingu sem móðir hans annaðist sem ljósmóðir frá árinu 1885 til 1910. Hún annað- ist fyrst allan Dýrafjörð, frá Fjalla- skaga inn í Botn og út að Lokin- hömmm að sunnanverðu. Við lestur þeirra blaða fæst inn- sýn í þann regin mun sem tæplega er hægt að skýra hvemig orðið hefur, á rétt rúmlega 100 ámm. Þetta er nákvæm lýsing á að- stæðum, frásögn af því hvað var við höndina, hvað var að, hvað var eðlilegt og hvemig var bmgðist við. Þar stendur hvað klukkan var þeg- ar bamið fæddist, í hvaða höfuð- stöðu, eða hvort það var óeðlilegt. Svo auðveldlega færa þessi blöð mann 100 ár aftur í tímann að tifíð í klukkunni læðist í eyra mitt og ég sé fallegu hendumar hennar umvefja hvítvoðunginn og bera hann að bijósti móðurinnar, sem þá var jafnvel eina lífsvonin, eini ylurinn sem um var að ræða fyrir bamið. Á þessum blöðum er aldar- farslýsing sem ég gæti trúað að óvíða væri nákvæmari til af sama sviði. Guðmundur á þessu sömu ná- kvæmni til. Hann á í kistlinum slnum ýmsar skráðar heimildir, vitni hans tíma, saga sem hvorki er ágiskuð eða útþynnt. Þar á hann líka margar hugrenningar sínar í bundnu máli, ekki sem söluvaming, heldur hugsvölun sálar sem oft hef- ur staðið á gatnamótum, í spum um vegferðina, alltof oft við grafír kærra ástvina og jafnvel í angist storma sinnar tíðar. Sem betur fer líka sigurglaður yfír vel unnu verki. Guðmundur unnir átthögum sínum innilega. Hann hefur ort fal- legt minni Dýrafjarðar sem oft er sungið á samkomum Dýrfirðinga hér í Reykjavík. Móður sína kvaddi hann með fallegu ljóði fyrir hönd þeirra bræðra, sem lifðu hana. Það eru 9 erindi. Eitt þeirra hljóðar svo: I bænimar mínar ég leggja vil líf, mínar leyndustu óskir á kvöldin. Með kveðjuna okkar í kyrrðinni svíf til konungs, sem æ hefur völdin og tendra eitt blys fyrir brosið þitt hvert, og blikandi kross fyrir tárið ósnert! Það er ljósið við lokrekigu tjöldin. Guðmundur kvæntist árið 1928, Sesselju Einarsdóttur, Eiríkssonar frá Helgastöðum í Biskupstungum og Margrétar Sigmundsdóttur frá Iðu í Biskupstungum. Sesselja var alin upp hjá Agli Þórðarsyni og Katrínu Sigurðardóttur frá Kóps- vatni í Hrunamannahreppi. Þau bjuggu þá á Kjóastöðum. Sesselja er fædd 26. nóvember 1904. Þau halda ennþá heimili á Frakkastíg 15 hér í Reykjavík, eins og þau hafa gert síðan 1943. Þeim varð 6 bama auðið, og eru þau: Ólafur, f. 28. des. 1928, kvæntur Unni Ágústsdóttur, og eiga þau 6 böm og 14 bamaböm. Ramon, f. 6. okt. 1935, d. 20. maí 1936. Gylfí, f. 3. apríl 1937. Sambýliskona hans var Sigurlaug Tryggvadóttir, þau eign- uðust þijár dætur sem nú eiga 8 bamaböm. Þau slitu samvistir. Núverandi sambýliskona Gylfa er Helga Sigurbjömsdóttir; og eiga þau eina dóttur. Einar Om, f. 31. maí 1938, d. 17. jan. 1943. Hrafn- hildur, f. 9. júlí 1943, gift Ólafí Þ. Guðmundssyni, þau eiga fjögur böm. Klara Kolbrún. f. 13. jan. 1947, gift Áma Sigurði Snorra- syni, þau eiga tvær dætur. Öll böm þeirra Guðmundar og Sesselju sem lifðu til fullorðinsára vom á sínum tíma afreksfólk í sundi. Enn í dag em Hrafnhildur og' hennar böm í sviðsljósinu. Hrafnhildur keppti tvisvar á Ólympíuleikunum fyrir land sitt og þjóð og tvö elstu böm hennar, Magnús og Bryndís, kepptu á síðustu leikum í Seoul. Þeir era orðnir ærið margir verðlaunapen- ingamir í afkomendahópi Guð- mundar og Sesselju. Fyrir hjónaband eignaðist Guð- mundur son, Erling. Hann er verk- fræðingur og býr í Danmörku, kvæntur danskri konu, Margretu Signe, og eiga þau tvö böm. Móðir hans var Snjólaug Jóhannsdóttir, hún er látin. Systkini Guðmundar sem lifðu vom: Ingibjörg Lilja, f. 24. apríl 1889, d. 30. júní 1933 í Reykjavík. Jón Guðmundur f. 29. mars 1891, d. 26. febr. 1963. Hann var bóndi á Gemlufalli í Dýrafirði. Þá átti hann tvo fóstprbræður, Valdemar Erlendsson, kennara, sem dó í spönsku veikinni 1918 og var Guð- mundi mikill harmdauði. Þá Her- mann Wendel, sem bjó í Hafnar- fírði. Hann er látinn fyrir mörgum ámm. Guðmundur Ólafsson er í allar ættir Vestfírðingur og em margir ættleggir hans auðrekjanlegir aftur í aldir eins og margra íslendinga. Til gamans má geta nokkurra þeirra, þeir koma einmitt svo ótrú- lega nærri þar sem 100 árin em svo að segja meðal vor, sprelllifandi í Guðmundi. Móðir hans, Sigríður Kristín Jónsdóttir, var fædd að Vöðlum í Önundarfírði, dóttir Jóns Sigurðssonar, Sigurðssonar bónda á Kirkjubóli í Korpudal, Sigmunds- sonar. Móðir Jóns var Guðrún Bjamadóttir, móðir hennar var Jámgerður Bjarnadóttir, fyrri manns bam hennar. Seinni maður hennar var Jón Sigurðsson, hrepp- stjóri á Vífílsmýmm, margir merkir Önfírðingar em af börnum Járn- gerðar komnir. Má þar nefna þau Kristjánsböm frá Kirkjubóli, Guð- mund Inga, Ólaf Þ., Halldór og Jóhönnu. Gils Guðmundsson, rithöf- undur, Kristín Ólafsdóttir og Sigur- jón Pétursson, borgarfulltrúar, em af Járngerði Bjarnadóttur komin. Ingibjörg Bjamadóttir móðir Sigr. Kristínar var seinni kona Jóns, Kristín Einarsdóttir, fyrri kona, var af Amardalsætt. Foreldrar Ingibjargar vom Bjarni Ólafsson „murra“, að Granda í Brekkudal og kona hans, Sigríður Magnúsdóttir, en þau vom bræðra- böm, bjuggu að Minna-Garði í Mýrahreppi. Foreldrar þeirra bræðra vom Ólafur Jónsson og Guðrún Teitsdóttir, Greipssonar. Ætt hennar var frá Þorvaldi Bjöms- syni söngmanns, hins einsýna að Hvammi, sem þótti hinn mætasti maður. Jón faðir Ólafs var Péturs- son, bónda að Brekku í Brekkudal, kona hans var Gyríður Bjamadótt- ir. Pétur var Þorleifsson, einnig að Brekku, bóndi. Kona hans var Guð- rún Lassadóttir. Faðir Þorleifs var Magnús Guðmundsson, tinsmiður að Auðkúlu, kona hans var Kristín Þorleifsdóttir, prests að Söndum, Bjamasonar, Jónssonar sýslumanns í Hjarðardal, Dýrafírði. Kona séra Þorleifs var Herdís Bjamadóttir, Bjömssonar, prófasts á Melstað, Jónssonar, biskups Arasonar að Hólum í Hjaltadal. Faðir Magnúsar var séra Guð- mundur Skúlason að Hlíðarenda, kona hans var Dís, dóttir séra Bjama Halldórssonar í Selárdal, Einarssonar, bróður Gissurar bisk- ups í Skálholti og Þorláks sýslu- manns að Núpi í Dýrafírði. Að Jóni Gissurarsyni á Núpi telj- ast svo Núpsætt, Haukadalsætt og Amardalsætt, að hluta auðvitað, svo sjá má að stór er framættabog- inn. Föðurætt Guðmundar er einnig auðrekjanleg um Vestfírði. Guðrún, móðir Ólafs föður hans, var dóttir Elísabetar Markúsdóttur, prests á Söndum í Dýrafírði, Eyjólfssonar, kona hans var Elísabet Þórðardótt- ir, stúdents í Vigur, Ólafssonar, Jónssonar, lögsagnara á Eyri við Seyðisfjörð í Isafjarðardjúpi. Ingi- björg, systir Þórðar, var amma Jóns Sigurðssonar, forseta. Móðir Þórðar var Margrét, dóttir séra Eiríks Oddssonar og Guðrúnar Daðadótt- ur, Halldórssonar prests í Steins- holti, bamsföður Ragnheiðar bisk- upsdóttur, Brynjólfs Sveinssonar. Séra Markús á Söndum var kom- inn í móðurætt af Guðmundi Ara- syni sýslumanni, ríka að Reykhólum á Barðaströnd. Guðmundur Guðbrandsson, faðir Ólafs í Hólum, Guðmundssonar, bónda að Hofí og konu hans, Guð- rúnu Guðbrandsdóttur, Sigurðsson- ar bónda að Gerðhömmm. Kona hans var Ástríður dóttir séra Jóns Tómassonar að Söndum. Faðir Guð- brandar var séra Sigurður í Holti í Önundarfirði, Jónssonar Arasonar, skálds í Vatnsfirði og konu hans, Hólmfríðar Sigurðardóttur yngri, að Oddgeirshólum biskups. Kona sérá Sigurðar, Helga Pálsdóttir, prests í Selárdal, Bjömssonar, við- urkenndur gáfu- og hæfileikamað- ur, en var trúaður á galdra eigi að síður og hélt uppi ofsóknum. Þannig hrökkvum við upp í tíma. Af þremur öldum emm við svo að segja með eina í hendi, en galdraof- sóknir em samt óra langt fyrir aft- an okkur sem hræmmst kannski eingöngu í nútímanum. Kanske er það merki um elliglöp að minnast þess fólks sem er svo aftur í öldum, eins og oft er sagt, kanske þarf maður líka að verða gamall til að finna fyrir því blóði sem vísindin em í dag að segja okkur að skipti máli, kynslóð eftir kynslóð. Á þessum merku tímamótum þakka ég Guðmundi og Sesselju fyrir samfylgdina. Heimili þeirra stóð mér jafnan opið, eins og svo fjölda mörgum öðmm. Eg var^ marga stund í skjóli þeirra. Við landsbyggðarfólk vissum þá ekki hvað hóteigisting var, það var bara labbað inn til frænda eða kunningja, jafnvel án þess að gera boð á undan sér. Það hefur margur bitinn og sopinn verið þeginn á þeirra heimili, sem nú hefur staðið í 60 ár, og það var aldrei um neitt msl að ræða, Sesselja var snemma vönd á bitaval og lagði mikið upp úr hollustuháttum í mataræði. Böm hennar hafa borið þess merki með sinni landskunnu snerpu. Þar í ligg- ur kanske galdurinn sem hefur gef- ið þeim svo langa lífdaga sem raun ber vitni. Margur sjórinn hefur samt á þeim brotnað á þeirra löngu veg- ferð. Sonamissirinn var þeim afar þungbær og markaði spor sem ávallt standa þó ekki séu orð um þau höfð. Ég horfí yfír liðinn tíma og minn- ist sagnanna úr baðstofunni í Hól- um. Ur öllum hópnum er Guðmund- ur einn eftir. Yfír leikvöll hans úr bemsku er nú kominn harður steinn flugvallar, og í fjallinu fyrir ofan bæinn hljóm- ar nú flugvéladynur. Silungurinn úr Lænunni er flú- inn, og engin ber bláná í móunum þar sem tæknin hefur haslað sér völl. Guðbrandur bóndi í Holum, frændi hans les, nú á mæla vatns og vinda og eftir þeim lestri pikka svo vélar í Reykjavík. Ljósvakinn flytur boðin til baka og skip og flug- vélar nema kúnstarinnar reglur og sigla Dýrafjörðinn eftir þeirri skip- an. Þannig skráist sagan á ýmsan máta. Tinnudökku augu litla drengsins sem ljúf móðir og stoltur faðir horfðu í fyrir svo ærið löngu, hafa nú aðeins skipt um lit, en blóðið í æðunum er það sama, fjörfiskamir sem sveifluðu sér með knáum hreyf- ingum unga mannsins hafa dregið sig í hlé, en reisn er ennþá yfír andanum sem að vísu hefur á stund- um mátt halda sér í skefjum þegar stakkur vemleikans reyndist þröng- ur. Guðmundur kvaddi bróður sinn Jón með ljóði, síðasta erindið er svona: Bróðir þinn bíður á sandi, brotna öldur við hleina. Liggur um sundin frá landi, leiðin seinasta — eina. Meðan enn brotna öldur við hleina, vona ég að biðin hjá þeim hjónum, Guðmundi og Sesselju, verði þeim bærileg og ég tek undir bænimar hennar ömmu minnar sem hún sendi svo oft á vængjum trúar sinnar, frá Gemlufalli og suður, þangað sem hinn hópurinn hennar var. Jónína Jónsdóttir RÝMINGARSAIA 15-50% AFSLÁTTUR Ítwi \ISVIRKINN HF. ...... ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — €85966 LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.