Morgunblaðið - 15.02.1989, Síða 1
48 SIÐUR B
38. tbl. 77. árg.
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Beðið í ofvæni eft-
ir snjókomu í Sviss
Zilrich. Frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞAÐ snjóaði smávegis í Ölpunum í byijun þessarar viku en spáð er
að úrkomulaust verði það sem eftir er vikunnar. Ekki hefur snjóað
að ráði í Sviss síðan 18. desember. Eins lítill snjór og nú hefiir ekki
mælst í fjöllunum á þessum árstíma í yfir aldarQórðung og er ástand-
ið verst í suðurhlíðum Alpanna.
skíðafæri í Alpafjöllunum væri þó
ágætt fyrir ofan 2.000 metra.
„Skíðafólk getur iðkað íþrótt sína
en það getur yfirleitt ekki rennt sér
alla leið niður í þorpin heldur verður
það að taka skíðalyftumar þangað."
Þeir sem fara á fjöll þrátt fyrir
snjóleysið kvarta ýmist undan harð-
fenni eða krapi. Fleiri skíðaslys hafa
orðið í Sviss í vetur en nokkru sinni
fyrr. Steinar standa upp úr á mörg-
um stöðum og erfítt getur verið að
fóta sig á bröttum klaka.
Bærinn San Bemardino er við
samnefnd jarðgöng í suð-austur-
hluta Sviss. Skíðafólki hefur verið
ekið þaðan norður göngin til að gefa
því færi á að komast í snjó. Hóteleig-
endur á svæðinu hafa einnig reynt
að bæta ferðalöngum upp snjóleysið
með ýmsum hætti, m.a. skipulagt
gönguferðir út í guðs græna náttúr-
una og spilakvöld.
Þeir sem höfðu heppnina með sér
fóru á skíði um jólin. Þá var nægur
snjór og sól skein í heiði. Síðan hef-
ur sólin skinið en sáralítill snjór
bæst við. Talsmaður snjóflóðastofn-
unar Sviss tjáði Morgunblaðinu að
Lettland:
Takmarka
fjölda inn-
flytjenda
Moskvu. Reuter.
STJÓRN Sovétlýðveldisins Lett-
lands hefur ákveðið að takmarka
fjölda þeirra sem flytja mega til
lýðveldisins frá öðrum hlutum
Sovétríkjanna vegna kvartana
Letta um að þeir séu að verða
minnihlutaþjóð í eigin lýðveldi.
Níkolaj Nejland, aðstoðarforsæt-
isráðherra Lettlands, sagði að
stjómin hefði ákveðið að setja lög
um takmarkanir á fjölda innflytj-
enda til lýðveldisins á fundi sínum
í höfuðborginni, Ríga, á mánudag.
„Þessar takmarkanir njóta mikils
stuðnings, einkum í Ríga, þar sem
íbúafjöldinn er orðinn of mikill,"
bætti Nejland við.
Lettneskir heimildarmenn sögðu
líklegt að stjómin myndi einnig
veita Lettum sérstök þegnréttindi.
Þeir sögðu að nokkur hundmð Lett-
ar hefðu safnast saman fyrir utan
fundarstað stjómarinnar til að
kreíjast þess að innflytjendalögin
yrðu samþykkt.
Reuter
Þúsundir afganskra kvenna söfiiuðust á mánudag saman fyrir utan skóla í Kabúl, þar sem Barnahjálpar-
sjóður Sameinuðu þjóðanna dreifði matvælum. Mildll matvæla- og eldsneytisskortur er i borginni vegna
slæms veðurs og umsáturs skæruliða.
Síðustu Sovétmennirnir yfírgefa Afganistan:
Hermenn leppstjórnar-
innar flýja varðstöðvar
Kabúl, Moskvu, Islamabad. Reuter.
SÍÐUSTU sovésku hermennirnir
í Kabúl, höfiiðborg Afganistans,
fóru í flugvél til Sovétrikjanna i
gær, nokkrum klukkustundum
áður en brottflutningi þeirra átti
að ljúka samkvæmt friðarsamn-
ingnum sem undirritaður var í
Genf i aprfl á liðnu ári. Sovésk
stjórnvöld skýrðu frá því að
30.000 skæruliðar sætu nú um
höfuðborgina og sovéskt dagblað
greindi frá því að hermenn afg-
önsku leppstjórnarinnar hefðu
yfirgefið varðstöðvar sem þeir
tóku við af sovéska hernum.
Síðustu sovésku hermennimir í
Kabúl, sem höfðu varið flugvöll
borgarinnar, fóm með fjórum flug-
Sovétríkin:
AldarQ ór ðungs útlegð-
ar Solzhenítsyns minnst
1.500 manns hlýða á snældu með
upplestri nóbelsverðlaunahafans
Moskvu. Daily Telegraph.
RODD nóbelsverðlaunahafans Alexanders Solzhenítsyns, sem
talinn er einn af mestu núlifandi rithöfimdum Rússlands, heyrð-
ist í fyrsta sinn í aldarfjórðung í Sovétríkjunum á mánudag.
Þann dag komu 1.500 umbótasinnaðir menntamenn saman í
Menningarhöllinni i Moskvu til að minnast þess að 25 ár eru
liðin siðan Solzhenítsyn var sendur í útlegð og hlýddu þeir
meðal annars á snældu með upplestri nóbelsverðlaunahafans
úr bókinni Dagur í lífí ívans Denísovitsj, þeirri fyrstu í ritröð
hans um lífið i sovéskum fangabúðum.
„Algjör endurreisn Solzhenít-
syns er nú prófsteinninn á það
hvort Míkhaíl Gorbatsjov Sovét-
leiðtogi vilji í raun fylla upp í
auðu síðumar í sögu okkar,“
sagði rithöfundur sem hlýddi á
upplesturinn. Æðsti hugmynda-
fræðingur sovéska kommúnista-
flokksins, Vadím Medvedev, lýsti
því yfír fyrir þremur mánuðum
að ekki kæmi til greina að verk
Solzhenítsyns, sem nú er í útlegð
í Bandaríkjunum, yrðu gefín út
í Sovétríkjunum, þar sem þau
myndu „grafa undan sovéska
kerfínu". .
„Útgáfa Gulageyjaklasans
árið 1973 var merkasti atburður-
inn í sögu Sovétríkjanna eftir að
Stalín lést nákvæmlega tveimur
áratugum áður,“ sagði rithöfund-
urinn Lydía Tsjúkovskaja.
„Heimkoma Alexanders Solzh-
enítsyns yrði álíka stórviðburð-
ur,“ sagði talsmaður Minnis-
varðahreyfíngarinnar, sem reisa
vill minnisvarða um fómarlömb
Stalíns og berst fyrir því að
Solzhenítsyn fái að koma til Sov-
étríkjanna. Vinur nóbelsverð-
launahafans, sagnfræðingurinn
Vadím Borísov, sagði að útlegð
Solzhenítsyns væri „móðgun við
þær milljónir manna sem týndu
lífí í fangabúðunum".
Alexander Solzhenitsyn
Tugþúsundir Sovétmanna
hafa skrifað undir áskorun til
sovéskra stjómvalda um að Solz-
henítsyn fái að snúa til Sovétríkj-
anna og verk hans verði gefín
út, en afturhaldsöfl innan komm-
únistaflokksins hafa barist gegn
slíkum hugmyndum.
vélum til Sovétríkjanna í gær.
Myrkur var þegar vélamar fóru á
loft en ljós þeirra voru samt ekki
kveikt. „Allir þeir hermenn sem
voru eftir fara núna,“ sagði Pjotr
Sardartsjúk undirofursti við frétta-
menn skömmu áður en vélamar
fóru á loft. Fréttastofan TASS
skýrði frá því að síðustu sovésku
hermennimir í Afganistan myndu
fara yfír landamærin til Sovétríkj-
anna fyrir hádegi í dag.
Talsmaður sovéska utanríkis-
ráðuneytisins skýrði frá því að
30.000 afganskir skæmliðar sætu
nú um Kabúl og um 15.000 skæm-
liðar hefðu safnast saman umhverf-
is borgina Jalalabad. Sovéska dag-
blaðið Trúd hafði eftir sovéskum
hermönnum sem verið höfðu í Afg-
anistan að hermenn leppstjómar-
innar í Kabúl hefðu yfírgefíð nokkr-
ar varðstöðvar sínar. „Nokkur virki
hafa þegar verið tekin herfangi,"
sagði í blaðinu. „Ýmsar varðstöðv-
ar, sem afganskir hermenn tóku
við, hafa verið yfírgefnar. Her-
mennimir lögðu hreinlega á flótta."
Fjómm eldflaugum var skotið á
Kabúl-borg í gær og varð ein þeirra
fímm bömum að bana, að sögn
talsmanns afganska utanríkisráðu-
neytisins. Þetta vom fyrstu árásim-
ar á borgina í nokkra daga.
Lítt miðaði í viðræðum afganskra
skæruliða um myndun bráðabirgða-
stjómar í Afganistan án þátttöku
kommúnista og leiðtogar Frelsis-
fylkingar Afgana, ANFL, sögðust
ætla að sniðganga viðræðurnar þar
til áfganskir skæmliðar í íran
fengju að taka þátt í þeim.