Morgunblaðið - 15.02.1989, Side 14

Morgunblaðið - 15.02.1989, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989 ALLIR VILJA, LAUNAJAFNRETTI Hvers vegna ríkir það ekki? eftir Guðrúnu Agnarsdóttur Eftirfarandi grein, önnur sem þegar hefur birst og sú þriðja sem fylgir síðar eru byggðar á erindi sem undirrituð hélt í ágúst á sl. sumri á norrænu jafnréttisráðstefnunni í Osló. Sú ráðstefna var haldin í tengslum við hina fjölsóttu, norrænu kvennaráðstefnu. Orsakir launamisréttisins Orsakir hins víðtæka launamis- réttis sem tölur SÞ bera vitni um og viðgengst enn í velferðarríkjum Norðurlandanna eins og dæmin frá íslandi sanna, eru vitaskuld marg- víslegar. Hlutastörf kvenna, styttri starfsaldur og þrengra starfsval vegna hefðbundinnar verkaskipting- ar kynjanna eru algengar skýringar. Ennfremur spyqa menn hvort rekja megi launamuninn til þess að konum séu greidd lægri laun en körlum fyrir sömu vinnu eða hvort þær starfí fremur en karlar í atvinnu- greinum sem almennt greiða lág laun. Svarið við báðum spumingum er já. Það er þó sífellt að verða aug- ljóspra að meginorsakir launamis- réttisins má rekja til þess verðmæta- mats sem lagt er til grundvallar þegar vinna er metin til Iauna. Verðmætamat mótað af vanþekkingu Hin hefðbundnu kvennastörf sem eru lífsnauðsynleg daglegri velferð manna eru oft nátengd og nánast framhald af þeim launalausu störf- um sem konur vinna á heimilunum og oft eru tekin sem sjálfsögð þjón- usta. Það verðmætamat sem dæmir þessi störf til láglaunastarfa er ein- faldlega rangt og mótað af vanþekk- ingu þeirra sem smíða launa- og metorðastigann. Því skyldu þeir sem gæta peninga og véla fá mun hærri laun en þeir sem gæta bama? Flest- um körlum hefur gengið illa að setja sig í spor kvenna og fæstir þekkja þeir störf kvenna og hlutskipti af eigin raun. Sígild dæmi eru metnaðarlausir samningar sem foiystumenn verka- lýðsfélaganna hafa þrásinnis gert fyrir hönd kvenna þrátt fyrir ötula baráttu þeirra og mikla samstöðu í kjaradeilum. Og engin stjómvöld eða hagfræðingar hafa enn látið sér detta f hug eða gerst svo djarfír að meta heimilisstörf sem verðmæta- sköpun í þjóðhagsreikningum sínum. Hvort sem okkur er það leið eða ljúf áminning, þá er það staðreynd, að leikreglur og verðmætamat karla hefur fyrst og fremst gilt þegar ákvarðanir eru teknar og forgangs- röð ákveðin fyrir þjóðfélagið allt. Konur vita líka að þjóðarkakan þarf ekki að stækka til þess að hægt sé að skipta jafnara. Islenska þjóðar- framleiðslukakan er sú sjötta stærsta í heimi og þeir sem þegar hafa meir en munn- og magafylli em aflögufærir. Það er enginn vafi á því að forgangsröðun kvenna mun leiða til róttækra breytinga á þjóð- félaginu í átt.til meira réttlætis. Hið rótgróna vanmat Veigamiklar framleiðslu- og þjón- ustugreinar, aukin þjóðarframleiðsla og vaxandi verðmætasköpun, beinlínis byggjast á atvinnuþátttöku kvenna. Mörg heimili þurfa í raun tvær fyrirvinnur og fjöldi einstæðra mæðra veralegur. Samt virðast vinnuveitendur, stjómvöld og jafnvel eftir Hrafhkel A. Jónsson Hver þjóð fær þá stjómmálamenn sem hún á skilið segir einhvers stað- ar. Ekki veit ég hvort þetta er ýkja djúphugsuð speki, þótt í þessu felist sannleikskjami, það er að segja sá að á íslandi rseður almenningur því með atkvæði sínu í kosningum hveij- ir veljast til forystu í stjórnmálum. í þessu gæti jafnframt falist sú áminning til almennings að gæti hann ekki þessara réttinda, getur afleiðingin orðið sú að þjóðin sitji uppi með í forystu fólk sem hún ekki treystir og hefur aldrei valið. Sú er raunin viða um lönd þar sem til valda hafa komist einstaklingar sem einskis trausts njóta hjá hinum almenna borgara en hafa að baki sér heri gráa fyrir jámum eða vopn- aða lögreglu. Sumir þessara harðstjóra hafa leikið þann leik að fara um heiminn og brosa breitt í íjölmiðlum en sýna sínum landsmönnum aðra hlið þar sem öll andmæli era þögguð niður með viljastyrk hers eða lögreglu. íslendingar búa við.langa lýðræð- ishefð þar sem virðingin fyrir skoð- unum annarra hefur verið grundvall- aratriði. Nú um skeið hefur þó kveð- ið við annan tón. Til valda er kominn í ríkisstjóm íslands maður sem hefur að vísu verið hafnað í lýðræðislegum kosningum, en kom inn í íslensku ríkisstjómina bakdyramegin. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráherra situr í því embætti án þess að við verkalýðshreyfingin ennþá skil- greina heimilisföðurinn fyrst og fremst sem hina réttmætu fyrirvinnu sem tryggja beri atvinnuöryggi og laun til framfærslu. Margir hafa gefíst upp gagnvart hinu rótgróna vanmati á kvenna- störfum og séð þá lausn besta að beina konum í hefðbundin karlastörf til að þær öðlist meiri viðurkenn- ingu. „Hvernig líst þér á að sjá allar þessar konur koma í prestastéttina?" spurði fréttamaðurinn gamla prest- inn sem var að láta af störfum. „Það er ljómandi gott að vinna með þeim, en ég er hræddur um að laun- in lækki ef þær verða of margar," svaraði lífsreyndi presturinn. Og svo ógnandi fyrir karlasamfélagið geta konur verið að ensku biskupakirkj- unni lá við klofningi á dögunum vegna þess að konur sækja þar um prestvígslu. Fyrr á öldinni vildu íslenskir alþingismenn ná launum til íslenska kjósendur sé að sakast, þeir hafa ítrekað hafnað þessum manni. Völd hans byggjast á sömu lýðræðishefðinni og tíðkast í Sov- étríkjunum eða Chile. Það sem er svo alvarlegra er að Ólafur Ragnar Grímsson beitir í stjómun sömu aðferðinni og tíðkast austan við járntjald eða í bananalýð- veldum í Suður-Ameríku. Þegar íslenski ijármálaráðherr- ann verður rökþrota þá beitir hann hótunum og þótt hann hafí ekki á að skipa her sem beitir líkamlegum réfsingum þá hefur hann á sínum snæram hulduher sem við minnstu bendingu foringjans leggur til atlögu við mannorð þeirra sem leyfa sér að hafa aðra skoðun en Ólafur Ragn- ar. Að þegja og hlýða Gleggsta dæmi þessa era sam- skipti þeirra Olafs Ragnars Grímssonar og Sverris Hermanns- sonar. Upphaf þess máls var að Sverrir Hermannsson bankastjóri leyfði sér að hafa aðra skoðun í vaxtamálum en Ólafur Ragnar. Það sem hefur líklega verið enn verra var að Sverrir hélt skoðunum sínum á lofti og hefur líklega haft rétt fyr- ir sér því fjármálaráðherrann klykkti út í umræðunni með því að Sveitir skyldi passa sig. Og svo sannarlega lét refsingin ekki á sér standa, hælbítar fjármála- ráðherra rifjuðu upp að Sverrir Her- mannsson hefði þegið biðlaun þing- manna eftir að hann var orðinn bankastjóri. Þessi umfjöllun var ekki um að Guðrún Agnarsdóttir „Það er enginn vafí á því að forgangsröðun kvenna mun leiða til róttækra breytinga á þjóðfélaginu í átt til meira réttlætis.“ þessi vildarkjör væra óeðlileg al- mennt séð sem vora auðvitað sjálf- sögð viðbrögð, og tók þá til allra sem gegnt hafa þingmennsku eða ráð- herradómi og notið þessara kjara. Heldur var afgreiðslan til Sverris Hermannssonar tekin ein og sér út úr og reynt að gera þetta að ein- stöku máli tengdu persónu Sverris. Skilaboðin til hans vora skýr: Ef þú hefur þig ekki hægan þá hefur þú verra af. Er glæpur að hafa aðra skoðun en Ólafur Ragnar? Þegar þetta dugði ekki til að þagga niður í bankastjóranum og skoðanir hans urðu ekkert þóknan- legri Ólafi Ragnari vora huldumenn hans sendar á stúfana á nýjan leik. Skyndilega rifjaðist upp að Sverr- ir Hermannsson hafði átt lítinn hlut í fjölskyldufyrirtækinu Ögurvík og hafði gegnt þar sfjómarformennsku og mikið rétt, það hljóp á snærið, bankastjórinn hafði ekki gengið skil- merkilega frá sínum málum. Dómurinn féll í fjölmiðlum lands- ins og þeir félagar ÓÍafur Ragnar og Jón Baldvin kváðu upp hæsta- réttardóma í málum bankastjórans á flakki sínu á rauðu ljósi, hann var orðinn stórbrotamaður við bankalög- in, ósannindamaður og það hlaut að koma að því að svona bófí yrði rek- inn með skömm ef ekki kæmu til enn stærri refsingar. Þá hefðu allir séð það svart á hvítu að ekki borg- aði sig að reita goðin til reiði. Það var hins vegar að því er virt- ist aukaatriði sem enginn fjölmiðill Glæpur og refsing Erla Axelsdóttir í FÍM-salnum: Meðbyr kallar á auknar kröfiir í FÍM-salnum við Garðastræti stendur nú yfir sýning á mál- verkum Erlu B. Axelsdóttur. Erla lærði við Myndlistarskól- ann í Reykjavík, þar sem aðal- kennari hennar var Hringur Jóhannesson. Síðan hefiir hún tekið námskeið við listaskóla erlendis, meðal annars í New York. Fyrsta sýning Erlu var í Ásmundarsal 1983, en síðan hef- ur nún sýnt í Norræna húsinu, í Slúnkaríki á ísafirði og á Kjarvalsstöðum. „Sýningin núna markar tíma- mót hjá mér,“ segir Erla í spjalli sem blaðamaður Morgunblaðsins átti við hana, „því ég er loksins að fá vinnustofii utan við heimili mitt. Því þótt ég vinni alla daga í fjórar til fimm klukkustundir, þá er ég með þijár dætur á heimilinu, sú elsta átján ára, sú yngsta þriggja ára. Ég get að vísu ekki kvartað undan þeim, því þær hafa lært að virða vinnu mína, þótt hún sé innan veggja heimilisins. En það er öðravísi að vinna heima." Erla hóf ekki myndlistamám fyrr en 1975, er hún gekk með annað bam sitt. „ Þetta hafði allt- af blundað í mér,“ segirErla. „Fað- ir minn var myndlistarmaður. Hann dó þegar ég var tólf ára og ég fékk bækur og myndir eftir hann. Myndlist lá alltaf vel fyrir mér í skóla, en að skólanámi Ioknu fór ég skiptinemi til Bandaríkjanna og fór svo að vinna hjá Menningar- stofnun Bandaríkjanna. í mynd- listina fór ég mest að gamni og vann með náminu til að byija með, en síðustu árin hef ég ein- göngu unnið við myndlist. Ég vinn Erla B. Axelsdóttir (Morgunblaðið/Sverrir) mikið og ég finn að smátt og smátt fer ég að gera meiri kröfur til mín.“ í sambandi við myndefni segir Erla: „Aðalatriðið er ekki hvað ég mála, heldur þær tilfinningar sem vakna, þegar ég horfi á mótívið. Ég reyni að muna þau hrif sem ég varð fyrir og koma þeim frá mér. Einu sinni fannst mér líka að ég þyrfti að vera tiltölulega fljót að vinna verkin mín, en nú finnst mér ekki skipta máli hversu lengi ég er, því lokaniðurstaðan skiptir mestu máli. Nú er ég líka farin að taka eldri verk og endurvinna þau. Ég er svo heppin að eiga fjöl- skyldu sem styður mig í því sem ég er að vinna og það hefur verið mér mikil hvatning. Utan hennar hef ég fengið bæði mikinn og góð- an meðbyr og ég legg áherslu á að nýta hann til að halda áfram að vinna betur; gera meiri kröfur." jafns við kennara. Nú er kennara- stéttin, a.m.k. grannskólakennarar fyrst og fremst kvennastétt og laun hennar teljast ekki lengur eftirsókn- arverð til viðmiðunar. Klausturkröfur starfsmanns Þeirrar þróunar gætir nú víða í Bandaríkjunum og í Evrópu að metnaðarfullar konur sem vilja spjara sig í samkeppnisgreinum karla telja sig ekki geta bæði helgað sig starfínu og jafnframt eignast fjölskyldu. Líkt og brautryðjendur fyrr á öldinni fóma þær kvenhlut- verki sínu fyrir starfsframa. Vegna lágra launa og virðingarskorts leita stúlkur nú frá hefðbundnum umönn- unarstörfum í önnur störf sem talin era geyma gull og græna skóga. En hver á að sinna þessum mikil- vægu störfum í framtíðinni? Mörg þeirra era forsenda þess að þjóðin sjái sér farborða og haldi mennsku sinni. Karlar hafa almennt tregðast við að taka sinn hlut þessara starfa inn á heimilunum. Er líklegt að þeir verði viljugir til að hlaupa í skarðið á vinnumarkaðnum? Höfundur er þingmaður Kvennn■ listans fyrir Reykjavík. Hrafnkell A. Jónsson „Þetta mál er próf- steinn á það hvort það verður glæpur að vera á annarri skoðun en * Olafur Ragnar og hvort refsingin við þeim glæp verður mannorðsmiss- ir.“ hafði áhuga á, hvort Sverrir Her- mannsson hefði með athæfi sínu gerst brotlegur í starfí og hefði t.d. sem bankastjóri veitt því fyrirtæki sem hann á Iítinn hlut í óeðlilega fyrirgreiðslu, enda ekkert sem benti til þess og þess vegna hefði slík at- hugun ekki leitt til þeirrar niður- stöðu sem að var stefnt, það er að segja að reyta mannorðið af banka- stjóranum. Aðför hælbíta Ólafs Ragnars Grímssonar að mannorði Sverris Hermannssonar er prófsteinn á hvort valdhroki fjármálaráðherra og sendla hans getur komið í veg fyrir að einstaklingur í þjóðfélaginu hafí aðra skoðun en ráðherra. Þetta mál er prófsteinn á það hvort það verður glæpur að vera á annarri skoðun en Ólafur Ragnar og hvort refsingin við þeim glæp verður mannorðsmissir. Sverrir Hermannsson bankastjóri er vitaskuld ábyrgur fyrir orðum sínum og gerðum í sínu starfí og hefur engra griða beðið þar, en í því að fá að hafa skoðanir og fá að tjá þær hvar og hvenær sem honum þóknast hlýtur að vera réttur sem honum ber án þess að við liggi starfs- og mannorðsmissir. Réttinn til að hafa skoðanir verð- ur að tryggja. Ef við töpum tjáning- arfrelsinu í sósíalisma Ólafs Ragnars Grímssonar þá er stutt í annars kon- ar harðstjóm. Höfundur er formaður Verkaiýðs- félagsins Árvakurs & EskiBrði og varaþingmaður SjáifstæðisBokks- ins & Austurlandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.