Morgunblaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989
15
Gítartónleikar
________Tónlist____________
RagnarBjörnsson
Kristinn H. Árnason hélt sína
fyrstu (að ég best veit) opinberu
tónleika föstudaginn 10. febrúar
kl. 20.30. Utan dyra Langholts-
kirkju æddi Vetur konungur um í
sínum versta ham, reið húsum og
engu var líkara en hann ætlaði sér
að þagga niður í því hljóðláta hljóð-
færi sem gítarinn er. En Vetri
gamla tókst aðeins að undirstrika
þær stemmningar sem Kristinn lað-
aði fram úr gítarnum sínum. Mynd-
ir lénstímabils og lútustemmningar
liðu um hvelfingu kirkjunnar og
Kristni tókst að halda áheyrendum
sínum vel vakandi tónleikana til
enda, eða í tæpa tvo klukkutíma.
Undirritaður var fyrirfram vantrú-
aður á að gítartónleikar og Lang-
holtskirkja ættu vel saman, en til-
fellið var að hljómburður kirkjunnar
hjálpaði gítarleikaranum á margan
hátt og hentaði að mörgu leyti spila-
máta Kristins, sem var hógvær,
fínlegur en öruggur. Kristinn hóf
tónleikana með tveimur tónverkum
eftir eitt virtasta tónskáld Englend-
inga á 16. og 17. öld, J. Dowland.
Dowland gerði það merkilega hljóð-
færi lútuna að sínu, en lútan var
reyndar á þessum tíma nokkurn
veginn það sem píanóið er okkur í
dag. Þessi tvö vel skrifuðu verk
sköpuðu strax stemmninguna sem
ég talaði um í upphafi, voru enda
mjög fallega leikin. Chacconnan úr
d-moll partítu Bachs fyrir einleiks-
fiðlu hlýtur að vera vandflutt á gítar
og hér fannst undirrituðum nokkuð
á vanta að innihaldið skilaði sér á
gítarinn, leikurinn varð svolítið ein-
hæfur og innhverfur, sem reyndar
einnig hafði sinn sjarma. Það sem
ég saknaði helst í leik Kristins var
meira skap og heyranleg átök,
gítarinn hlýtur að þola það.
Nocturnal op 70 eftir Britten
náði ekki minni athygli, þar fannst
mér þetta annars ágæta tónskáld,
hóa saman of mörgum af eigin veik-
leikum á sama stað.
Eftir hlé lék Kristinn Sónötu eft-
ir mexíkanskt tónskáld, Manuel
Ponce f. 1882, mjög fróðlegt og vel
skrifað verk. í lokin lék Kristinn
Qórar myndir, umritanir fyrir gítar,
eftir þann fræga píanóvirtúós Isaac
Albéniz. Bæði þessi verk lék Knst-
Kristinn H. Ámason
inn af öryggi og skilningi. Kristinn
er ekki aðeins efnilegur gítarleikari
heldur nú þegar mjög góður. En
þótt gítarinn sé vafalaust heppileg-
ur fyrir eintal sálarinnar, þá hlýtur
hann einnig að þurfa að fá að
syngja út. Til hamingju með tónleik-
ana, Kristinn.
Meðfærileg
og öflug
rafsuðutæki
Blomberq
vaskar í
stáli og hvítu.
15 gerðir.
Hagstætt verð.
Góð greiðslukjör.
_________
Einar Farestveit&Co.hff.
BORGARTÚNI28, SÍMI1699B.
LolA 4 stoppar viA dymar
Gleði- og gáskadrottnjngin EJsa Lund ríöur á vaðið og lætur gamminn geysa ásamt flokki valinkunnra
gleðimanna í skammdegrssprengju ársins. Sérstakir gestir okkar heittelskujðujEIsu eru m.a. galsa-
bræðurnir Halli og Laddj; raftæknirinn og stuðgjafinn Skúli Amper Oh,marssori; Smári ,,sjarmör“
Sjutt, skóari; Magnús, bóndi; Valgerður Moller og Leifur óheppni. 'r '
Undir og yfir og allt um kring er svo stórsöngvarinn og feröagrínarinn Egill ÓJáfsson ásamt hinni
tón- og söngelsku hljórriéVeit Magnúsar Kjartanssonar. Og síðast en ekki sjst: gleðigjafinn Nadia
Banine. Stjórnandi og sperinugjafi: Egill Eðvarðsson.
v' Þriréttuö veislumáltíð að hætti Elsu Lund. Húsið opnar kl. 19.00.
y/ Borðapantanir daglega i simum 23333 og 23335..,-— Elsa: ,,Betra er að gripa sima
panta í tima svo að ekki þúrfi að hima úti í kulda og trekk með mina".
y' Sýningar öll föstudags- og laugardagskvöld.
Enginn býdur beíur en Þórseafé í vetur.
Power Inverter 250 og 315 eru afar öflug, jafn-
straums-rafsuðutæki til pinna- og tig-suðu.
Power Inverter rafsuðutækin eru 3ja fasa, 380
volt og vega aðeins um 28 kg. Þau eru miklu
meðfærilegri en eldri tæki af sama styrkleika.
Hafðu samband við sölpmenn okkar sem veita
allar nánari upplýsingar.
HÉÐINN
SEUAVEGI 2.SÍMI 624260
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
.'ÓHUlV’VUtftiUiK k &ai