Morgunblaðið - 15.02.1989, Side 16
I
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989
Ferðalög íslendinga í sumar:
Júgóslavía helsta nýjungin
„HELSTA nýjungin hjá okkur í
sumar er að víð bjóðum nú upp
á ferðir tíl Júgóslavíu,“ sagði
Engilbert Gíslason, markaðs-
sljóri ferðaskrifstofúnnar Atl-
antik.
Engilbert sagði að mannfjöldi
hefði sótt ferðaskrifstofuna heim
um helgina, þegar áætlun sumars-
ins var kynnt. „Þrátt fyrir vitlaust
veður fylltist allt hjá okkur, enda
er landinn líklega kominn með út-
þrá eftir umhleypingana undanfar-
ið. Við ætlum að byija á að þreifa
okkur áfram með ferðir til Júgó-
slavíu í sumar og sjá hvernig þeim
verður tekið. Mesta aðsóknin und-
anfarin ár hefur hins vegar verið í
ferðir til Mallorka. Þær standa allt-
af fyrir sínu.“ >
Engilbert sagði að verð fyrir
þriggja vikna ferð fjögurra manna
fjölskyldu til Mallorka væri rúmlega
200 þúsund krónur. „Við bjóðum
upp á lúxusgistingu í íbúðum.
Hækkunin frá síðasta ári er sáralít-
il og nemur aðeins breytingum á
gengi, eða um 30% frá janúar
1988,“ sagði hann.
Engilbert kvað ekki nokkum
vafa á að komandi sumar yrði gott
ferðasumar. „Obbinn af þjóðinni
vill skipta um umhverfi í fríinu og
ég á ekki von á breytingu þar á,
þrátt fyrir hróp á torgum um
kreppu og óáran.“
Útsýn:
Flug, bíll og frelsi
„VIÐ bjóðum Útsýnarfarþegum
upp á nýjan möguleika í sumar,
sem við kölliun „Flug, bU og
frelsi“. Fólk fer héðan til Lúxem-
borgar, tekur þar bílaleigubíl og
getur svo valið frá hvaða borg
það flýgur heim aftur. Möguleik-
amir em tíl dæmis París, Kaup-
mannahöfn, Frankfurt og
Mílanó,“ sagði Anna Guðný Ara-
dóttir, framkvæmdastjóri Ferða-
skrifstofúnnar Útsýnar.
Útsýn, líkt og margar aðrar
ferðaskrifstofur, hafði opið hús um
síðustu helgi og kynnti þar ferða-
áætlun sumarsins. „Þrátt fyrir
slæmt veður komu um 1800 til
2000 manns hingað þá fjóra tíma
sem opið var á laugardag, svo það
er greinilegur ferðahugur í fólki,"
sagði Anna Guðný. „Utsýn býður
upp á ferðir til ýmissa staða, sem
Islendingum eru vel kunnir, svo sem
á Spáni, í Portúgal og á Ítalíu. Þá
verður í sumar farið til Kýpur ann-
að árið í röð. Ég er sannfærð um
að þetta verður gott ferðasumar."
Anna Guðný sagði að Costa del
Sol á Spáni væri mjög vinsæll stað-
ur meðal íslenskra ferðalanga. Hún
sagði þriggja vikna ferð þangað í
júní, fyrir hjón og tvö böm, annað
undir 12 ára aldri og hitt á ungl- !
ingsaldri, kosta um 160 þúsund
krónur, eða um 40 þúsund á mann ]
að meðaltali. „Hækkunin frá síðasta -
hausti er 12-15% og hana má rekja t
til gengislækkunar," sagði Anna
Guðný.
Farþegar Útsýnar geta flogið til Lúxemborgar og tekið þar bíla-
leigubíl. Ekki eru farþegar þó bundnir við að fara heim frá Lúxem-
borg.
Séð yfir ströndina við Portoroz í Júgóslaviu.
Atlantik:
Urval:
Kína, Rússland
og Egyptaland
„ÞAÐ verður bryddað upp á
ýmsum nýjungum hjá ferðaskrif-
stofúnni Urval á þessu ári. Þar
má nefna ferð til Austurríkis og
Þýskalands, Thailands-ferð um
páskana, rútuferðir um Frakk-
land og ferðir til Kína, Rússlands
og Egyptalands. Þá má ekki
gleyma siglingum með Eimskip,
sem mikið hefúr verið bókað í,“
sagði Ingibjörg Sverrisdóttir,
sölustjóri Úrvals.
Ingibjörg sagði að ferðimar til
Austurríkis og Þýskalands væra
tilvaldar fyrir göngufólk. „Fólk
dvelur í viku í hveiju landi og getur
spókað sig í göngutúrum um flöllin.
Ferðir um Frakkland í rútum era
einnig spennandi og ferðalangar
gista meðal annars í gömlum köst-
ulum.“
Ingibjörg sagði að viðskiptavinir
Úrvals færa víða, en Mallorka og
Kýpur væra vinsælustu staðimir.
„Þriggja vikna dvöl á Kýpur kostar
um 217 þúsund fyrir fjögurra
manna fjölskyldu í íbúð,“ sagði
hún. „Ég á von á ágætu ferða-
sumri, þó erfitt sé að meta það
fyrirfram. Miðað við bókanir og
áhuga gesta hjá okkur um helgina
fæ ég ekki séð annað en jafn marg-
ir ætli utan nú og áður.“
Svipmynd frá Grikklandi, einum áfangastaða Ferðamiðstöðvarinnar
Veraldar.
Veraldarreisa til
Suður-Ameríku
Frá Hawaii.
„MÉR virðist sem fólk sé þyrst
í sólina og til marks um það má
nefna að um helgina, þegar áætl-
un sumarsins var kynnt, bárust
strax um 220 bókanir. Yfirleitt
Samvinnuferðir-Landsýn:
Sólarferðir til
Hawaii í sumar
í Kína.
„AF ÞEIM nýjungum sem við
bjóðum upp á ber hæst ferðir til
Hawaii, sólarparadfsarinnar í
Kyrrahafinu," sagði Tómas Tóm-
asson, sölustjóri hópferða hjá
Samvinnuferðum-Landsýn.
Tómas sagði að íslenskur farar-
stjóri yrði ferðalöngum á Hawaii
til halds og trausts. „Þeim sem
hyggja á ferðir til Evrópu bjóðum
við einnig upp á nýjungar. Þar má
nefna ný sæluhús í Frakklandi, um
120 kílómetra vestur af París. Sum-
arhúsin okkar í Hollandi hafa verið
mjög vinsæl undanfarin ár og fyrir
. tveimur áram bættust við hús á
Englandi. Þessir staðir era aðallega
sóttir af fjölskyldufólki. Þeir era
rólegir, en aðstaða öll er fyrsta
flokks."
Tómas sagði að vinsælasti ferða-
staður Samvinnuferða-Landsýnar
væri Mallorka „í fyrra byijuðum
við að selja ferðir til Benidorm á
Spáni og þær urðu strax afar vin-
sælar. Fyrir fjögurra manna fjöl-
skyldu kostar þriggja vikna dvöl í
íbúð á Benidorm um 160 þúsund,
eða um 40 þúsund á mann að með-
altali. Dvöl í sumarhúsunum í
Frakklandi kostar svipaða upp-
Iiæð." .
þarf fólk lengri tfma til að
ákveða sig,“ sagði Andri Már
Ingólfsson, forstjóri Ferðamið-
stöðvarinnar Veraldar.
Andri Már sagði að Veröld byði
upp á nokkrar nyjungar í sumar.
„Það verður farin Veraldarreisa til
Suður-Ameríku og við bjóðum einn-
ig ferðir til Sikileyjar, Thailands,
Rússlands og Grikklands. Þá verð-
um við með nýja gististaði á Costa
del Sol og farið verður til Benidorm
sem fyrr. Tveir síðasttöidu staðimir
hafa ávallt verið vinsælastir."
Verð á þriggja vikna ferð í júní
til Benidorm fyrir fjögurra manna
fjölskyldu er um 150 þúsund krón-
ur. „Hækkunin er um 30% frá sama
tíma í fyrra og um 8% frá síðasta
hausti," sagði Andri Már. „Við átt-
um von á meiri hækkun, en þar sem
við náðum mjög hagstæðum samn-
ingum gátum við komið í veg fyrir
hana."
Andri Már sagði að sér virtist
sem fólk væri ekki lengur hikandi
vegna óvissu í efnahagsmálum.
„Við leggjum okkar af mörkum til
að létta undir með þeim sem vilja
fara til útlanda í fríinu og bjóðum
meðal annars upp á svokallaðar
raðgreiðslur, sem eru vaxtalausar.“