Morgunblaðið - 15.02.1989, Síða 18

Morgunblaðið - 15.02.1989, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989 Selamálið í Noregi: Verður skuldinm skellt á Eidem? Ósló, Kaupmannahðfh. Frá Rune Timberlid og NJ. Bruun, fréttariturum Morgunblaðsins. Höfhin í Bodö hefur verið yfirfull af bátum í langan tíma og svo vont hefur veðrið verið, að margir hafa ekki einu sinni hœtt sér yfir VesturQörðinn til Lófóts þaðan sem þeir ætluðu að róa. Tíðarfarið í Norður-Noregi: Stormar og stórviðri og ekki róið í margar vikur ÖLL spjót beinast nú að Bjarne Mörk Eidem, sjávarútvegsráð- herra Noregs, vegna selamálsins en það var hann, sem ákvað að loka niðri í skúfiii skýrsluna um ólöglegar aðferðir norskra sel- fangara við veiðarnar. Bjame Mörk Eidem var staddur í Bandaríkjunum í gær við að kynna norskar sjávarafurðir þegar Gro Harlem Brundtland forsætisráð- herra skipaði honum að koma heim hið bráðasta. Svo virðist nefnilega sem þeim stjómmálamönnum fjölgi stöðugt, sem telja Eidem bera meg- inábyrgð á því, að selveiðamar skuli vera orðnar að því stórmáli, sem raun ber vitni. Norska stjómin hef- ur einnig beðið kunna vísindamenn víða um lönd að ganga úr skugga um hvemig staðið er að veiðunum og er ætlast til, að þeir skili af sér skýrslu fyrir febrúarlok eða áður en selveiðitíminn er vanur að hefj- ast. Grænlenska landsstjómin telur, að norskir selfangarar hafi veitt kópa innan grænlensku lögsögunn- ar á síðustu fimm ámm en samning- um samkvæmt höfðu þeir aðeins leyfi til að veiða fullorðinn sel. „Á allri minni lífsfæddri ævi hef ég ekki vitað annað eins. Menn hafa ekki vogað sér út á miðin á stórum og góðum bátum og þeir, sem hafa reynt að bijótast út til að vitja netjanna, hafa ekki fund- ið annað en eitthvert slitur." Þannig lýsir Einar Larsen, eftir- litsmaður í Lófót í Norður-Nor- egi, veðrahamnum þar á slóðum það sem af er árinu enda al- kunna, að tíðarfarinu á íslandi og Norður-Noregi svipar oft sam- an. Sagði frá þessu f norska sjáv- arútvegstímaritinu Fiskaren f sfðustu viku. í viðtali við tímaritið sagði Einar' Larsen, að ástandið meðal sjómanna og fiskkaupenda væri farið að ein- kennast af örvæntingu. Ekki hefði gefið á sjó í margar vikur og svo mikill hefði veðurofsinn verið, að 39 vitar á Norðlandi væru stórskemmd- ir eða ónýtir. Mætti sem dæmi um það nefna, að á Væröy hefði viti, sem stóð 15 metra uppi á landi, fok- ið í heilu lagi á haf út. í Bodö hafa bátamir einnig legið inni í margar vikur en þeir, sem Sænskir bankar: Ný lög heim- ila erlenda eignaraðild Stokkhólmi. Reuter. TVEIR stærstu bankar Svfþjóðar, Skandinaviska Enskilda Banken og Svenska Handelsbanken sem eru á meðal arðbærustu banka f heimi, undirbúa nú sölu á hluta- bréfum til erlendra aðila á næsta ári. Bankamir hyggjast báðir láta skrá hlutabréf sfn á fiármagns- markaði f London og kauphöllum vfðar um heim þegar rfkisstjóra landsins afléttir banni á eignar- aðild útlendinga að sænskum bönkum. Sænska rikisstjómin er nú að semja frumvarp að lögum, þar sem gert er ráð fyrir að eignarhluti út- lendinga í bönkum í Svíþjóð megi nema allt að 20 af hundraði. „Við ætlum að láta skrá hlutabréf okkar í London en einnig geri ég ráð fyrir því að hið sama verði upp á teningnum í París og Frankfurt,“ sagði Jakob Palmstjeme, stjómar- formaður Skandinaviska Enskilda Banken. „Þetta verður Iqorið tækifæri til að komast inn á alþjóðlegan áhættu- markað og við munum skrá hluta- bréf Handelsbanken í kauphöllinni í London og seinna í New York,“ sagði formaður Handelsbanken, Göran Björling. hafa reynt að róa, hafa orðið fyrir miklu veiðarfæratjóni, jafnvel tapað milljónum ísl. kr. Þar við bætist svo, að vegna þess hve veiðarfæratrygg- ingar eru dýrar eru margir og kannski flestir með allt ótiyggt. Yfirvöld og atvinnumálanefndir á Norðlandi hafa miklar áhyggjur af þessum málum og hafa nú þegar lagt til við sjávarútvegsráðuneytið, að páskastoppinu verði aflýst strax þótt enn sé rúmur mánuður í páska. Þá hafa fiskeldismenn í Norðlandi einnig orðið fyrir miklum sköðum, tapað tugum eða jafnvel hundruðum milljóna ísl. kr. ERLENT Perú: Verkalýðs- leiðtogi skot- inn til bana Lima. Reuter. SAUL CANTORAL, leiðtogi hinna valdamiklu verkalýðssam- taka námuverkamanna í Perú, var skotinn til bana f gær og eru dauðasveitir hægrimanna grun- aðar um morðið. Dagblöð í Lima höfðu það eftir sjónarvottum að lík konu hefði fimdist í tíu metra fjarlægð frá líki Cantorals. Miðar voru festir á líkin og á þeim var áletrunin: „Svona deyja uppljóstrarar". „Samtök námuverkamanna sök- uðu Cantoral um tengsl við skæru- liðasamtök maoista, Sendero Lum- inoso (Skínandi stíg), þegar á verk- föllum stóð á síðasta ári,“ sagði Maximo Paz Calle, einn leiðtoga verkalýðsfélagsins. Aldi-verslanakeðjan: Urðu stærstir með því að bjóða ætíð bestu kaupin Viðskiptavinir vestur-þýsku verslanakeðjunnar Aldi eru tvenns konar: Þeir sem verða að horfa f hvern eyri og þeir sem kunna að reikna. Þar sem jógúrtbikarinn kostar 25 penninga (7 fsl. kr.) og pylsan er helmingi ódýrari en hjá slátraranum skiptir ekki máli þótt verslunarferðin sé engin skemmtun. Eftirfarandi samantekt um feril Albrecht-bræðra, sem tóku við búðarholu móður sinnar árið 1948 en eiga nú stærstu verslanakeðju f Evrópu, er byggð á tveimur greinum f tímaritinu Stern. Bræðumir Theo og Karl Albrecht eiga samtals 2400 verslanir í Vest- ur-Þýskalandi. í Hollandi eiga þeir 247 búðir, í Belgíu 220, í Aust- urríki 144, í Danmörku 84 og í Bandaríkjunum nokkur hundruð að auki. Ráðgert er að opna verslanir á Spáni, Bretlandi og í Frakklandi. Verslunarferill bræðranna, sem á engan sinn líka í heiminum, hófst í Essen árið 1948. Þeir bættu nokkrum útibúum við kjörbúð móð- ur sinnar og buðu einungis upp á ódýrar niðursuðuvörur. Vegna þess hve litlu fjármagni þeir réðu yfír urðu þeir að leigja ódýrasta hús- næðið sem kostur var á. Ljósaper- umar vom strípaðar, hillumar óheflaðar og sjálfsafgreiðsla af því að hagnaðurinn dugði ekki fýrir launum handa mörgu starfsfólki. Aðalkeppinauturinn í þá daga vom Konsum-verslanir í eigu verkalýðs- félaganna. Albrecht-bræðumir buðu einungis upp á innpakkaða vöm á meðan afgreiðslufólk í Kons- um-búðunum seldi margar vömr eftir vigt. Verslanir bræðranna, sem eink- um vom staðsettar í lágstéttar- hverfum, gengu ótrúlega vel. Nafn keðjunnar breyttist úr Albrecht- Discount í Aldi og smám saman varð hún sú stærsta sinnar tegund- ar í Evrópu. ; iii ríi. .11,. i.í j í Á 9 dögum ráðast afdrif vönmnar Eins og vonlegt er geta bræðum- ir — Theo í norðri og Karl í suðri — náð hagstæðum innkaupum vegna markaðshlutdeildar sinnar. Þeir líta ekki við minni samningum en upp á eina milljón marka (27 milljónir ísl. króna). Þeir endumýja aldrei smásamninga undir tveimur milljónum marka ef varan er lengur en 9 daga í hillunum. Samt fara þeir ætíð fram á 30 daga greiðslu- frest. Um flestar vömr á það við að bræðumir ganga einungis til langtímasamninga, helst til 10 ára. Ef framleiðandinn er ekki reiðubú- inn að gangast undir óbreytt vöru- verð á samningstímanum þá getur hann hypjað sig. Einkenni samning- anna er að þeim má rifta hvenær sem er en einungis af hálfu Aldi. Til þess að koma í veg fyrir að viðskiptavinimir freisti þess að vinna upp óhagstæðan samning eða tap af völdum verðbólgu með því að draga úr gæðum hafa bræðum- ir matvælafræðinga á sfnum snær- um sem halda uppi ströngu eftirliti. Ef kaupandinn fær skemmda vöru þrátt fyrir allt eftirlit þá bregst Aldi við á einstæðan hátt. Aldi greiðir vöru til baka umyrðalaust ef yfír henni er kvartað og gjama fylgir uppbót með í kaupbæti. Ekki er þó hægt að hringja og -■■■■, ■.. ..’í,;.,ii kvarta til verslana á yfirráðasvæði Theo í suðri því í spamaðarskyni er ekki sími í verslununum. Það getur þó kostað óþægindi fyrir við- skiptavininn ef búðaþjófur er stað- inn að verki því versluninni er læst á meðan verslunarstjórinn gengur á næstu lögreglustöð. Á meðan verða „kúnnamir" að bíða þolin- móðir innilokaðir í búðinnni. Biðröðin hressir upp á minnið Langt er síðan Aldi hætti að vera verslun fátæka mannsins þótt enn eigi við að því lakari sem efíiahagur almennings er því betur gangi hjá Aldi. Reyndar eru innréttingamar ennþá hálf óhijálegar. Viðarhillum- ar em þó í raun dýrari en nýtísku stálhillur en eiga að vekja þá hug- mynd með kaupandanum að hér velti eigendur hveijum penningi fyrir sér. En sölubrellumar eru fleiri. Þrátt fyrir reglur um að opna eigi nýjan afgreiðslukassa ef fleiri en sex manns standa í röð þá held- ur varla nokkur verslunarstjóri sig við þær. Raðimar benda til þess að spamaður sé mikill auk þess sem viðskiptavininum detta örugglega ein eða fleiri vömtegundir í hug til að kaupa á meðan hann bíður. Aðhaldssemin og strangt eftirlit em æðstu boðorð hjá Aldi. Af- greiðslufólki er stranglega bannað að afgreiða skyldfólk eða vini að viðlagðri uppsögn. Aldi-bræður hafa sjaldan átt í útistöðum við verkalýðsfélögin þrátt fyrir þá miklu vinnuhörku sem starfsfólk er beitt. í fyrsta lagi era launin 20-30% hærri en í sams konar versl- unum vegna bónusgreiðslna og í öðm lagi tekur starfsfólkið lítinn þátt í starfsemi verkalýðsfélaga því ;' - ' - - ■ ■ ■ ‘ - '1! ‘ ■ '■' það tekur sinn tíma frá störfum, lækkar veltuna á hvem starfsmann og þarafleiðandi bónusinn. Aldi-bræður hafa líka fundið ráð til að bæta heilsu starfsfólks síns til muna í samanburði við önnur verslunarfyrirtæki (þ.e.a.s. að fækka veikindadögum). Starfsfólk fær bónus fyrir að mæta til vinnu sem leiðir til þess að launin lækka um allt að 20% ef um mikii veik- indi er að ræða. Sparsemi er æðsta dyggð starfs- manna. Sá sem lengst hefur náð á því sviði er sennilega yfirmaður birgðageymslunnar í Adelsdorf. Hann keypti vettlinga handa öllum undirmönnum sínum og dró svo úr kyndingunni að lá við að mjólkin frysi og tókst þannig að minnka olíunotkun úr 13,5 lítrum í 7,2 lítra á fermetra. Aldi sparar líka með því að bjóða upp á tiltölulega fáar vörtitegundir. Hjá Kaufhof er hægt að velja á milli 6000 vömtegunda en hjá Aldi em þær um 1000. Fisk- ur og kjöt er bara seldur niðursoð- inn hjá fyrirtækinu. Karl Albrecht, sem stjómar 1200 verslunum í suðri, selur ekki sígarettur „vegna þess hve oft þeim er stolið". Mannránið vakti athygli Aldi-bræður urðu fyrst þekktir þegar Theo Albrecht var rænt árið 1971. Þá eins og ætíð var honum spamaðurinn efstur í huga. Þegar ræningjamir spurðu hann hvaða lausnargjald teldist eðlilegt svaraði hann: „Hundrað þúsund mörk og ekki eyri meira!“. Að lokum varð fyrirtækið að punga út með 7 millj- ónir marka. Þegar ræningjamir náðust fékk Theo helming upphæð- arinnar til baka en hinn helmingur- inn hefur ekki fundist enn. Honum tókst heldur ekki að sannfæra dóm-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.