Morgunblaðið - 15.02.1989, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.02.1989, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989 Bretland: Neil Kinnock endanlega afhuga einhliða afvopnun St. Andrews. Frá Gudmundi Heiðari Frímannssyni, fréttiiritara Morgunblaðsins. NEIL Kinnock, leiðtopi Verkamannaflokksins, lýsti yfir í síðustu viku, að einhliða kjarnorkuafvopnun væri úrelt stefnumið. í The Sunday Times síðastliðinn sunnudag biður hann talsmenn einhliða afvopnunar innan flokksins að koma ekki í veg fyrir sigur hans í næstu kosningum. Fyrir um hálfum mánuði hélt nefnd Verkamannaflokksins, sem vinnur að endurskoðun varnarmála- stefnu flokksins, tij Moskvu til að Gasslysið í Bhopal: Union Car- bide fellst ábætur Nýju Delhi. Reuter. Bandaríska fyrirtækið Union Carbide féllst í gær á að greiða 470 miljjónir doll- ara, 23,5 milljarða ísl. kr., í skaðabætur vegna gaslekans og stórslyssins í Bhopal á Indlandi árið 1984. Hæstiréttur Indlands ákvað að binda enda á málaferlin gegn Union Carbide þegar full- trúar þess samþykktu fyrr- nefnda skaðabótaupphæð en alls hafa 3.300 manns látist vegna gaslekans frá skordýra- eitursverksmiðju fyrirtækisins í Bhopal. Um 1.700 manns lét- ust strax á fyrstu klukkustund- unum en síðan hefur að jafnaði einn maður látist á degi hveij- um vegna eitrunarinnar. Samkomulagið kom nokkuð á óvart en allar skaðabætumar eiga að vera greiddar 31. mars nk. Eru þær sex milljörðum kr. hærri en Union Carbide hefur áður boðist til að greiða en upphaflegar kröfur indverskra stjómvalda voru 165 milljarðar ísl. kr. afla upplýsinga og fá viðbrögð Sov- étmanna við hugmyndum um, að kjamorkuvopn Breta komi inn í samningaviðræður risaveldanna. Sovétmenn brugðust vel við og sögðust ekki kreijast þess, að jafn- vægi yrði í slíkum samningum. I síðustu viku lýsti Neil Kinnock því yfír í sjónvarpi, að einhliða Iq'amorkuafyopnun væri orðin úrelt stefnumið. í viðtali við The Sunday Times síðastliðinn sunnudag sagðist hann hlynntur samningum um kjamorkuafvopnun. Hann biður talsmenn einhliða afvopnunar að halda ekki skoðunum sínum til streitu og koma í veg fyrir, að flokk- urinn geti unnið næstu kosningar. Kinnock er spurður um, hvort sljóm Verkamannaflokksins muni halda kjamorkuvopnum, ef samn- ingaviðræður sigli í strand. Hann vísar spumingunni á bug með þeim orðum, að samningar risaveldanna séu svo vel á veg komnir, að þeir verði ekki stöðvaðir úr þessu. Því vakni ekki sá möguleiki. Spumingin sé fyrst og fremst um, hvemig Bretar stuðli best að kjamorkuaf- vopnun. Vinstri armur flokksins hefur tekið þessum yfirlýsingum Kinnocks illa og sagt, að það sé í verkahring ársþings flokksins að ákveða stefnuna. Á síðasta ársþingi var tillaga um, að flokkurinn gæti gripið til einhliða afvopnunar, samninga eða annarra leiða til að fækka kjamorkuvopnum, felld með fremur litlum mun, en samþykkt tillaga um einhliða afvopnun. Kinnock lýsti því ítrekað yfir í sjón- varpsviðtalinu, að tillaga um samn- ingaleiðina yrði samþykkt á þingi flokksins á komandi hausti. Þessar nýju yfírlýsingar flokks- leiðtogans hafa staðfest gmnsemdir vinstrisinna innan flokksins um að endurskoðun stefnumála hans væri ekkert annað en yfírskin yfír að breyta stefnunni um einhliða af- vopnun. í fyrra neyddist leiðtoginn til að draga svipaðar yfírlýsingar til baka, en er hvergi banginn nú. Andstæðingum Kinnocks fínnst lítið til stefnubreytingarinnar koma. Sir Geoffrey Howe utanríkisráð- herra sagði, að staðreyndin væri sú, að Verkamannaflokkurinn vildi Bretland kjamorkuvopnalaust og hann gæfí ekki mikið fyrir þessa „u-beygju“ Kinnocks. „Þetta er eina „u-beygjan“ í sögunni, þar sem ökumaðurinn snýr bflnum í öfuga átt og setur síðan í bakkgír." Reuter Tutu ekki íhungurverkfall Desmond Tutu, erkibiskup í Höfðaborg, sagði í gær að hann myndi ekki taka sjálfur þátt í hungurverkfalli sem 300 pólitískir fangar í Suður-Afríku hafa efnt til; slíkt væri „óviðeigandi." Hvatti hann kristið fólk þess í stað til að fasta með sér þjjá daga í viku. Allan Boesak, prestur af blönduðum kynstofni og þekktur baráttumaður gegn aðskilnaðarstefnunni, segist hins vegar ætla að fasta til stuðn- ings föngunum ,jafnvel þótt það kosti hann lífið.“ Fangarnir vilja með aðgerðum sínum mótmæla fangelsunum án dóms og laga sem stjómvöld hafa tíðkað í skjóli neyðarlaga er sett vom fyrir nokkmm ámm. Sumir fanganna hafa neitað að borða í þijár vikur og hafa verið fluttir á sjúkrahús. Að sögn lögfræðinga þeirra er líðan þeirra slæm. Tutu segist hafa rætt við Adriaan Vlok dómsmálaráðherra, sem hyggst ræða við biskupinn og fleiri kirkjuleiðtoga á fimmtudag. Tutu sagði að ráðherrann virtist vera „umhyggjusamur maður...sem a.m.k. er reiðubúinn að hlýða á skoðanir annarra." Á myndinni sést Tutu (annar f.v.) ásamt nokkmm öðmm kirkjuleiðtogum. Atlantshafsbandalagið: Endurnýjun kjarnorkueld- flauga ræður ekki úrslitum - segir utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands ERLENT Söngvar Satans: Khomeini vill lífláta höfimdinn Tortryggi þá sem þekkja „allan sann- leikann“, segir Salman Rushdie Nikósíu, Reuter. AYATOLLAH Khomeini, erldlderkur í íran, hvatti til þess í gær að Salman Rushdie, höfundur bókarinnar Söngva Satans (Satanic Ver- ses), yrði tekinn af lífi fyrir gnðlast. Útvarpið í Teheran sagði að Khomeini bæði múhameðstrúarmenn um allan heim að framfylgja dauðadóminum yfir Rushdie og öllum þeim sem talia þátt í útgáfii bókarinnar. Því heftir verið lýst yfir í lran að þjóðarsorg ríld í dag vegna útgáfii bókarinnar. Bonn. Reuter. HANS-Dietrich Genscher, utanrfldsráðherra Vestur-Þýskalands, sagði í útvarpsviðtali í gær að endumýjun skammdrægra kjamorku- eldflauga í Vestur-Evrópu væri eldd forsenda fyrir traustum vömum vestrænna lýðræðisríkja. Utanríkisráðherrann sagði andstöðu Vest- ur-Þjóðveija við áform um endumýjun þessara vopna engan veginn gefa til kynna að þeir hygðust víkja frá skuldbindingum sínum inn- an Atlantshafsbandalagsins og varaði rikissfjórair annarra aðild- arrílqa við því að álykta sem svo. Ummæli Genschers og Helmuts Kohls nú nýverið þylq'a, að sögn fréttaritara jBeuíers-fréttastofunn- ar, til marks um aukna samstöðu meðal ráðamanna í Bonn um stefhu ríkisstjórnarinnar í vamarmálum. „Vamir Vesturlanda standa ekki og falla með endumýjun skamm- drægra kjamorkueldflauga, “ sagði Genscher og bætti við að brýnna væri að ná fram jöfnuði milli aust- urs og vesturs á sviði hefðbundins herafla í Evrópu. „í sijómmálalegu tilliti er mikilvægt að viðhorf til einnar einstakrar spurningar verði ekki gert að mælistiku á áreiðan- leika einstaks ríkis eða einstakra ríkja innan bandalagsins," sagði Genscher í orðréttri þýðingu. Hann hvatti ennfremur til þess að ríkjum Varsjárbandalagsins yrði boðið að ganga til viðræðna um fækkun skammdrægra kjamorkuvopna í Evrópu en á þessu sviði njóta Sov- étríkin mikilla yfírburða. slíka heimssýn úr öllum áttum og án afláts og þetta er það sem ég hef reynt að gera.“ Mótmælin gegn bók Rushdies hófust í Bretlandi fyrr í vetur þar sem hún kom fyrst út. Söngvar Satans eru nú söluhæsta bók Bret- lands og verið er að undirbúa út- gáfu hennar víða um heim. Bandaríkjamenn og Bretar hafa hvatt stjómvöld í Bonn til að lýsa sig samþykk því á þessu ári að Lance-eldflaugar í eigu Atlants- hafsbandalagsins verði endurnýjað- ar. Alls ræður NATO yfir 88 skot- pöllum fyrir eldflaugar þessarar gerðar og em þeir flestir í Vestur- Þýskalandi. Uppmnalega var ákveðið árið 1983 að vopn þessi skyldu endumýjuð og í lokaályktun leiðtogafundar Atlantshafsbanda- lagsins sem fram fór í Bmssel í mars á síðasta ári sagði að nýjar eldflaugar yrðu settar upp þar sem nauðsyn krefði. Genscher og Helmut Kohl, kansl- ari Vestur-Þýskalands, kváðust báðir vera sammála þessari ályktun er þeir ræddu við James Baker, utanrikisráðherra Bandaríkjanna , á sunnudag og mánudag en hvöttu jafnframt til þess að ákvörðun um sjálfa framkvæmdina yrði frestað um tvö til þijú ár. Þingkosningar fara fram í desember á næsta ári í Vestur-Þýskalandi en komið hefur fram í skoðanakönnunum að áform um endumýjun þessa hluta kjarn- orkuheraflans mælast illa fyrir meðal almennings þar í landi. Höfundurinn, Salman Rushdie, sem fæddur er í Bombay á Indlandi en er búsettur í Bretlandi, kom í fyrrakvöld fram í bandarískum sjónvarpsþætti. Um helgina höfðu sex manns látist í óeirðum í Ind- landi og Pakistan vegna bókarinn- ar. Rætt var við höfundinn um of- sóknir á hendur honum og um fyrir- hugaða fyrirlestraferð um Banda- ríkin en þar verður bókin gefín út á næstunni. Þegar Rushdie var spurður hvort hann hefði ætlað að koma svo hatrömmum deilum af stað sagði rithöfundurinn að blóð- ugar væm hendur þeirra sem æst hefðu tilfínningar fólks sem ekki hefði einu sinni lesið bókina. „Ekki sagði ég fólki að ganga fyrir byssu- kjafta,“ sagði Rushdie meðal ann- ars. Einkum hefur verið fundið að kafla í Söngvum Satans þar sem Iýst er reynslu manns sem í draumi hittir vændiskonur sem bera nöfn eiginkvénna spámánnsiris Múha- meðs. Rushdie, sem sjálfur er alinn upp í múhameðstrú, sagði að vænd- iskonumar væru nokkurs konar andstæður hins hreinlífa spámanns og eiginkvenna hans enda hefðu þær verið teknar af lífí í bókinni fyrir siðspillingu sína. Rushdie sagði að vissulega væri ýmsu í bókinni teflt gegn trúarleg- um kennisetningum en í því fælist engin óvirðing við trúna. Hann taldi að strangtrúaðir múslímar hefðu kynt undir mótmælin til þess að hindra að eigin trúarskoðanir væru opinberlega dregnar í efa. Hann sagði að 66 múslímskir mennta- menn væru á svörtum lista hjá öfga- fullum trúbræðrum sínum. Sjálfur hefur Rushdie nú bæst í þennan flokk. „Ég tortryggi þá sem segjast þekkja allan sannleikann og reyna að móta heiminn í samræmi við þá opinberun," sagði Rushdie og bætti við: „Þetta er hættuleg afstaða og hana verður að draga í efa með hjálp listarinnar. Ráðast verður á Súdan: Hungurdauði vofir yfir í bænum Malakal Khartoum. Reuter. UM 150.000 manns hafa einangrast í bænum Malakal í suðurhluta Súdans og svelta heilu hungri en matvæli hafa ekki borist þangað í eitt ár, að sögn starfsmanna alþjóðanefridar Rauða krossins í gær. Þeir saka uppreisnarmenn í súdanska Þjóðfrelsishemum (SPLA) um að bijóta gegn samkomulagi um matvælasendingar til bæjarins. „Ástandið hlýtur að vera mjög alvarlegt, en það er erfítt að segja til um hve margir hafí dáið,“ sagði einn starfsmanna Rauða krossins. Samkvæmt samkomulagi sem alþjóðanefnd Rauða krossins og uppreisnarmenn gerðu fyrir ári síðan var flutningur á neyðargögri- um tryggður til þriggja þorpa sem stjómarherinn hefur á valdi sínu þnggja þorpa á valdi súdanska Þjóðfrelsishersins. Hjálparstarfið hófst í desember en þegar fljúga átti með matvæli til Malakal, sem stjómarherinn ræður yfír, vildu uppreisnarmenn ekki ábyrgjast ör- yggi starfsmanna Rauða krossins. I Malakal hefur stjómarherinn bækistöðvar og bærinn gegnir mik- ilvægu hemaðarlegu hlutverki. Hann er í um 200 km fjarlægð frá bænum Nasir sem féll í hendur uppreisnarmanna í janúar á þessu ári. Tugir þúsunda manna sultu í hel á síðasta ári og ástæðumar má að mestum hluta rekja til þess að báðir stríðsaðilamir, stjómarherinn og Þjóðfrelsisherinn, komu í veg fyrir að matvælasendingar bárust sveltandi fólkinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.