Morgunblaðið - 15.02.1989, Page 22

Morgunblaðið - 15.02.1989, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989 Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. [ lausasölu 70 kr. eintakið. 15. febrúar og fé- lagsmálapakkar Idag er 15. febrúar. Þegar sú ríkisstjóm, sem enn sit- ur, var mynduð í lok septem- ber, töldu alþýðubandalags- menn, nýliðamir í stjóminni ásamt með Stefáni Valgeirs- syni, sér það helst til ágætis, að þeir hefðu náð því fram, að frá og með 15. febrúar féllu lagaákvæði um takmörk- un á samningsrétti launafólks úr gildi. Var ákvæði um þetta meðal annars sett inn í bráða- birgðalög, sem stjómin gaf út við valdatöku sína. Af eðli bráðabirgðalaga leiðir, að þetta ákvæði kemur til fram- kvæmda í dag, þótt lögin hafí ekki verið staðfest á Alþingi. Þess sjást merki, að aðilar vinnumarkaðarins séu famir að hugsa sér til hreyfíngs. Þannig hélt Bandalag starfs- manna ríkis og bæja (BSRB) formannaráðstefnu á mánu- daginn í því skyni að ræða um leiðir til bættra lífskjara. Margt bendir til þess að undir nýrri forystu Ögmundar Jón- assonar ætli BSRB nú að fara inn á svipaða braut og þegar samningar voru gerðir á sínum tíma við ríkissjóð í tíð vinstri stjómar í skugga olíu- verðhækkananna á fyrri helmingi áttunda áratugarins. Þá var ekki talað mikið um nauðsyn þess að flölga krón- unum í launaumslaginu, held- ur áhersla lögð á það, sem nefnd em félagsleg réttindi, en nú heitir á máli BSRB að „efla velferðarkerfið" og al- mennt er kennt við félags- málapakka. Var þess svo sem að vænta, að þeir kæmust í tísku aftur. í viðtali við Ögmund Jónas- son, sem birtist í Morgun- blaðinu 3. nóvember síðastlið- inn, sagði hann, að rangt væri að einblína á krónur og aura, þegar rætt væri um kjarabætur. Þá var hann spurður, hvort til greina kæmi að semja um félagsmála- pakka, og svarið var á þessa leið: „Innihalda félagsmála- pakkar ekki oft ýmsa þætti velferðarþjóðfélagsins? Að mínu áliti snúast allir kjara- samningar um velferðarmál. Við skulum ekki gera lítið úr félagsmálapökkum, en það má aldrei stunda blekkingar- leifc með þá.“ m »••* »* Sú leið sem formaður BSRB er að boða felst í auk- inni íhlutun ríkisins í fjármál einstaklinga. Hún byggist á þeirri meginforsendu, að fjár- munir nýtist betur, ef þeir renni í gegnum ríkissjóð frá einum borgara til annars. Hvarvetna á þessi hagstefna undir högg að sæfcja. Hún þykir ekki hafa skilað bættum lífskjörum. í ályktun formannaráð- stefnu BSRB segir meðal ann- ars: „Þegar þjóðin hefur orðið fyrir áföllum hefur almennt launafólk þurft að taka á sig byrðamar en fjármagnseig- . endur hafa hagnast." Er for- svaranlegt að álykta á þennan veg, þegar margsinnis hefur komið fram, að einmitt laun- þegar standa undir spamaði í landinu? Einkum ungt fólk og þeir sem eru að ljúka vinnudegi sínum eða hafa lok- ið honum mynda fjölmennasta hóp sparifáreigenda. Ætlar BSRB að stofna til átaka við þetta fólk? Ætla hefði mátt, að forysta BSRB hefði tekið eftir því, hvemig almenningur reis upp og andmælti síðast- liðið haust, þegar ríkisvaldið ætlaði að ganga á hlut spari- fjáreigenda. Alyktun BSRB verður ekki skilin á annan veg en þann, að nú eigi það að verða samningsatriði samtak- anna og ríkisvaldsins, hveijir vextir skuli vera. Ríkisstjómin breytti lánslg'aravísitölunni þannig á dögunum, að nú mælir hún hækkanir á laun- um, sem samið verður um milli BSRB og ríkisins. Á að skilja ályktun formannaráð- stefnu BSRB þannig að sam- tökin ætli að fá þessari vísi- tölu breytt í viðræðum sínum við ríkið? Frá og með deginum í dag er heimilt að segja kjarasamn- ingum lausum. Horfur í at- vinnu- og efnahagsmálum em ekki bjartar. Það árar ekki betur þótt sótt sé dýpra ofan í vasa skattgreiðenda eða gengið á hlut spariijáreig- enda. Til að búa til félags- málapakka, sem bætir hag launþega, verður forysta BSRB að róa á önnur mið. En kannski hentar það ekki ríkisstjóminni? MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989 23 Verðlaun afhent í leikritasamkeppni LR GUÐRÚN Kristín Magnúsdóttir hlaut fyrstu verðlaun fyrir leikrit ætlað fullorðnu fólki og Benóný Ægisson hlaut fyrstu verðlaun fyrir bamaleik- rit í leikritasamkeppni sem Leikfélag Reybjavíkur efndi til í tilefni af væntanlegri opnun Borgarleikhússins. Hvort um sig hlaut 385 þúsund krónur f verðlaun. Leikrit Guðrúnar Kristínar nefnist »Ég er hættur. Farinn!". Hallmar Sigurðsson leikhússtjóri og oddviti dómnefndarinnar sagði um verkið að það gerðist í íslenskri samtíð og Qallaði um fólk sem liti til framtíðar og vissi ekki hvemig það ætti að bregðast við. Hann sagði að bygging verksins væri óvenjuleg en nákvæm. í samtali við Morgunblaðið sagðist Guðrún Kristín Magnúsdóttir ekki áður hafa skrifað verk fyrir svið en hefði áður unnið bamaefni fyrir sjón- varp og sögu og leikrit fyrir útvarp. Aðspurð kvaðst hún ekki hafa veirð lengi að skrfia verkið: „Ég er fljót að skrifa en lengi að hugsa,“ sagði hún. Benóný Ægisson sagði um verk sitt að það væri ævintýri sem gerðist í samtímanum. Það væri byggt á gamalkunnum þjóðsagnaminnum um kynni manna af álfum og huldufólki en einnig kæmu alþjóðlegri vættir eins og risar, dvergar og hrímþursar við sögu aðalpersónu verksins, lítils drengs. Hallmar Sigurðsson sagði um verkið að persónumar væm litríkar og verkið byði upp á flókna tækniúrvinnslu sem yrði leikfélags- fólki kærkomin í nýju leikhúsi. Önnur verðlaun í flokki fullorðins- leikríta skiptuif milli tveggja höf- unda. Guðmundur Ólafsson, hlaut verðaun fyrir leikrit sitt 1932, sem gerist í Reykjavík kreppuáranna og fjallar um baráttu verkalýðs fyrir atvinnu og bættum lq'ömm. Bjami Þröstur Þórhallsson vann A-flokk mótsins með 5 vinningum af 6 mögu- legum. Daninn Uffe V. Nielsen varð í 2. sæti með 4 vinninga, en í 3. sæti varð Tómas Bjömsson með 3V2 vinn- ing. Davíð Ólafsson var með jafn- marga vinninga en lægri á stigum. Þröstur Ámason vann B-flokkinn, með 5 vinningum af 6. í öðra sæti varð Peter Heine Nielsen frá Dan- mörku með 4 vinninga. Mikil keppni varð um bronsið milli Sigurðar Daða Sigfússonar og Petri Hokkanen frá Finnlandi. Þeir fengu báðir 4 vinn- inga, og 16 stig, en Finninn varð hlutskarpari þegar stigin vom reikn- uð áfram. Héðinn Steingrímsson vann C- flokk með 5V2 vinningi. Næstur varð Jonas Barkhagen með 4 vinninga en Henri Sigfrídsen varð í 3. sæti með 3V2 vinning. Ragnar Fjalar Sævars- son náði sér aldrei á strik í þessum flokki og endaði með 1 vinning. í D-flokki urðu Finninn Erkki Lassilla og Helgi Áss Grétarsson Jónsson, ungur og nýr höfundur í íslensku leikhúsi, hlaut helming ann- arra verðlauna fyrir leikritið: Kork- mann - Circus grotesque. Það gerist í samtímanum meðal verkafólks. Hallmar Sigurðsson sagði að bæði þessi verk sýndu „hve óvenjulegt þetta venjulega fólk er.“ Verðlaun Guðmundar og Bjama námu 125 þúsund krónum fyrir hvom um sig. Önnur verðlaun í flokki bama- leikrita skiptust milli Iðunnar og Kristínar Steinsdætra fyrir tvö verk sem þær skrifuðu sameiginlega: Mánablóm og Randaflugur. Fyrir hvort verkanna fengu þær systur 125 þúsund krónur. Að auki lagði dómnefndin til að Leikfélag Reykjavíkur veitti Valgarði Egilssyni starfslaun til að ljúka við leikrit sem hann sendi til samkeppn- innar. Hallmar Sigurðsson sagði að vegna þess hve verkið væri skammt á veg komið heðfí dómnefndin ekki treyst sér til að verðlauna það en hugmyndin ða baki væri nýstárleg, djörf og krefjandi. Hafliði Amgrímsson leiklistar- fræðingur sat sem fulltrúi Rithöfun- dasambands íslands í dómnefndinni með fulltrúum Leikfélags Reylqavík- ur, þeim Hallmari Sigurðssyni og Sigríði Hagalín. Hallmar sagði í samtali við Morg- unblaðið að ekki hefði veirð endan- lega ákveðið hvenær verðlaunaverkin yrðu sétt á svið en þess mætti vænta að einhver þeirra yrðu tekin til sýn- ingar á næsta leikári. jafnir með 4 vinninga. Finninn reynd- ist síðan vera með 17 stig en Helgi Áss 16,5 stig, svo Finninn fékk gul- lið. í 3. sæti varð Lasse Aass frá Noregi með 3’/2 vinning. Magnús Öm Ulfarsson fékk jafn marga vinn- in^i en var hálfu stigi lægri. I yngsta flokknum var Amar E. Gunnarsson yfírburðasigurvegari með fullu húsi vinninga, 6 talsins. Norðurlandameistarinn frá í fyrra, Mikael Agopov frá Finnlandi, varð í öðm sæti með 4*/2 vinning. Hinir íslendingamir í flokknum stóðu sig einnig vel. Matthías Kjell fékk 3'/2 vinning og Grímur Sigurðsson 2V2 vinning. Þegar vinningar vom lagðir saman höfðu íslensku keppendumir 4OV2 en Danir og Finnar fengu 30'/2 vinn- ing. Svíar fengu 27V2, Norðmenn 24V2 vinning og Færeyingar fengu 3V2 vinning, en þeir sendu aðeins þijá keppendur til leiks. Skáksamband íslands og Taflfélag Reykjavíkur sáu um mótið. Markmið þessa Viðskiptaþings var að bæta úr því sem á hefur skort hvað varðar umræður um samskipti íslands og Evrópubandalagsins. Samtals hafa um 40 manns starfað í §ómm EB-nefndum á vegum Versl- unarráðsins að undirbúningi þings- ins. Hafa þær farið yfír obbann af þeim aðgerðum eða tillögum að að- gerðum, sem mynda eiga gmnninn, að hinum innri markaði Evrópu- bandalagsins, sem á að vera kominn á í árslok 1992. Verkaskipting EB-nefndanna var þannig að ein þeirra fjallaði um bein- ar hindranir á viðskiptum og frelsi fólks til þess að ferðast og velja sér búsetu. Tvær nefndanna fjölluðu um tæknilegar hindranir á viðskiptum, annars vegar vegna mismunandi staðla og aðferða við opinber útboð en hins vegar um hindranir vegna viðskipta með fjármagn, þjónustu og flutninga. Fjórða nefndin fjallaði loks um samræmingu óbeinna skatta, þ.m.t. virðisaukaskatts. Heiðursgestur Viðskiptaþingsins var Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, en sérstakur fyrirlesari á þinginu var Hans Joachim von Bulov, framkvæmdastjóri Eurochambers, verslunarráðs EB-þjóðanna. Von Bulov lagði í erindi sínu ríka áherslu á þá miklu hagkvæmni sem hinn innri markaður EB myndi hafa í för með sér. Þessi aukna hagkvæmni kæmi þó einungis þeim fyrirtækjum til góða sem aðlöguðu sig að hinum breyttu aðstæðum. Hvað EFTA-ríkin varðaði sagði von Bulov að fríversl- unarsamningar þeirra við Evrópu- bandalagið myndu tryggja áfram- haldandi fríverslun. EFTA löndin myndu að hans mati hagnast á hinum innra markaði en þyrftu að aðlaga sig að honum. Aðlögun að þróuninni í EB var líka meginstefíð í máli þeirra á þriðja tug framsögumanna sem kynntu niður- stöður EB-nefndanna, hvort sem umræðuefnið var verðbréfaviðskipti eða flugsamgöngur. Sumir þeirra vom ómyrkir í máli og sagði Tryggvi Pálsson, bankastjóri, að hætta væri á að ísland og önnur lönd sem vildu halda í höft, t.d. í gjaldeyrismálum, myndu einangrast. Það væri kannski sérviska sem samrýmdist þjóðarstolti en ef það færi að bitna á lífskjömm þjóðarinnar myndi gamanið fara að káma. Af öðmm atriðum sem komu fram má nefna að Þórður Sverrisson, framkvæmdastjóri hjá Eimskipafélagi fslands sagði það geta haft veraleg áhrif á íslenska kaupskipaútgerð ef aðrar reglur giltu um útflöggun og sérstakar skipa- skrár á íslandi en innan EB. Banda- lagið ætlaði ekki að standa í vegi fyrir sérstökum skipaskrám en um þær myndu gilda svipaðar reglur og þegar kaupskipt sigla undir hentif- ána. Bandalagið ætlaði ekki heldur að standa í vegi fyrir því að kaupskip- um í eigu borgara EB yrði flaggað út undir hentifána. Þetta tryggði þessum skipafélögum lægri rekstrar- kostnað og sagði Þórður mikilvægt að reglum um þessi atriði yrði breytt sem fyrst. Ólafur Davíðsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra iðnrekenda og formaður ráðgjafanefndar EFTA, flutti erindi um hvað væri framundan í samskiptum íslands og EB. Ólafur sagði það ekki vera óskhyggju að ætla að framkvæmd hins innri mark- aðar yrði lokið nokkum veginn á réttum tíma. Þessu yrðum við að gera okkur grein fyrir og aðlaga okkur að. Margt gætum við gert ein- hliða, s.s. að afnema hindranir á gjaldeyrisviðskiptum og samræma starfsskilyrði fyrirtækja, t.d. hvað varðar skattlagningu, þannig að þau stæðust samkeppni. Hvað varðaði önnur atriði, t.d. samkeppnisreglur og flugmál, væri best að vinna að þeim á vettvangi EFTA og í sumum tilvikum þyrftum við að semja beint við EB, t.d. hvað varðaði sölu á fískafurðum sem samningur íslands og EB frá árinu 1972 næði ekki til. Það meginvandamál sem við stæð- um frammi fyrir væri ekki að tryggja okkur aðgang að mörkuðum fyrir afurðir okkar heldur hvort við vildum búa við hagkerfí sem byði sömu starfsskilyrði og innan EB eða ein- angra okkur frá framvindu mála og „treysta á Guð og lukkuna". Þessari spumingu yrðum við að svara strax en ekki árið 1992. Fjórir íslenskir Norð- urlandameistarar í skák ÍSLENDINGAR fengu Qóra Norðurlandameistara af fímm í skólaskák í Reykjavík um helgina, og litlu munaði að sá fímmti bættist við. Héðinn Steingrímsson varð Norðurlandameistari í skólaskák fimmta árið i röð. Morgunblaðið/Ámi Sœberg. Frá Viðskiptaþingd Verslunarráðsins í gær. í ræðustól er Hans Joachim von Bulov, framkvæmdastjóri versl- unarráðs EB-ríkjanna, en sitjandi eru þau Jóhann J. Ólafsson, formaður Verslunarráðs íslands og Vigdis Finnbogadóttir forseti íslands sem var heiðursgestur Viðskiptaþingsins. Viðskiptaþing Verslunarráðsins: Mendingar verða að aðlaga sig að þróuninni innan EB VIÐSKIPTAÞING Verslunarráðs Islands var haldið á Hótel Sögu i gær en það var að þessu sinni helgað íslandi og Evrópubandalaginu(EB). Fjórar nefndir, sem unnið hafa á vegum Verslunarráðsins, að þvf að gera úttekt á þeim breytingum, sem nú eiga sér stað innan EB, kynntu afrakstur vinnu sinnar en tilgangur hennar var, að mynda grunn, sem atvinnulifið getur markað sér heildarstefíiu i málefnum EB á. Lögðu menn mikla áherslu á mikilvægi þess að íslendingar aðlöguðu sig að þessum breytingum. Ólafur Daviðsson, framkvæmdastj óri Félags islenskra iðnrekenda, sagði það vera einna brýnast að afiiema hömlur á gjaldeyrisviðskiptum. Spumingin, sem við þyrftum að gera upp við okkur, væri hvort við vildum búa við hagkerfí, sem byði fyrirtækjum sömu starfsskilyrði og innan EB, eða hvort við vildum einangra okkur frá framvindu mála og „treysta á Guð og lukkuna". Píanótónleikaröð á vegum EPTA í Islensku óperunni FYRSTU tónleikar af Qórum f röð pfanótónleika á hinn nýja og glæsi- lega Steinway-flygil f Islensku óperunni f Gamla bfó, verða haldnir mánu- dagskvöldið 20. febrúar. Á þessum tónleikum mun Þorsteinn Gauti Sig- urðsson leika ítalska konsertinn eftir J.S. Bach, Waldstein-sónötu Beet- hovens, Valleé d’Oberman eftir Liszt, Qórðu Ballötu Chopins og Scarbo eftir Ravel. Á öðrum tónleikum koma fram Guðmundur Magnússon 13. mars, Ruth Slenczynska 3. apríl og Selma Guðmundsdóttir 24. apríl. leika þeirra og að þeir fái í rauninni Tónleikar þessir em haldnir á veg- um íslandsdeildar EPTA (European Piano Teachers Association), Evr- ópusambands píanókennara, en það er nýorðið tíu ára og deildin hér sú næst elsta í sambandinu. Lengi hefur verið um það rætt, að erfítt sé fyrir píanóleikara að starfa sem einleikar- ar hér á landi, langt sé á milli tón- ekki næga og stöðuga æfíngu í að koma fram, sérhveijir tónleikar séu eins konar fmmraun. Einnig hafa unnendur píanótónlistar oft haft á orði að píanótónleikar hér séu bæði fáir og óreglulegir. Til að koma til móts við báða þessa hópa hefur EPTA-stjómin hér haft áðumefnda pfanótónleikaröð í undirbúningi und- anfama mánuði. Til að ömggur gmnnur geti mynd- ast fyrir slíkum tónleikum og fram- haldi þeirra er nauðsynlegt að nógu margir gerist áskrifendur að slíkri tónleikaröð. Lausasala við inngang tónleika er of óáreiðanleg til að byggja upp slíka starfsemi. Þess vergna er hér boðið upp á áskrift að tónleikum þessum, en ganga má frá henni í versluninni Istóni við Óðinstorg eða í íslensku ópemnni. Þar em einnig að fá hvers konar upplýsingar og eftiisskrár allra tón- Þorsteinn Gauti Ruth Slenczynska. Sigurðsson. leikanna. Viðbrögð píanóleikara hér hafa verið svo góð að þegar er búið að parta tónleika næsta vetur og laus- leg könnun meðal unnenda píanótón- listar sl. haust var einnig mjög já- kvæð. Stjóm íslandsdeildar EPTA vonar því að þessu framtaki verið vel tekið og með því takist að skapa Guðmundur Selma Magnússon. Guðmundsdóttir. íslenskum píanóleikurum ömggari starfsgmndvöll. Einnig munu erlend- ir píanóleikarar taka þátt í tónleikum þessum, en Ruth Slenczynska, sem hreif hug og hjörtu tónlistarunnenda hér fyrir nokkmm ámm, mun halda hér tónleika og námskeið í byijun apríl. (Fréttatilkynninjf) Alþjóðlegur varaflugvöllur íslandi: Wömer staðfestir að flug- völlurimi sé borgaralegur Sannfærður um að völlurinn verður lagður, segir utanríkisráðherra MANFRED Wömer aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalags- ins hefíir staðfest með bréfí til Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra að varafiugvöllur sá sem lagt er til að verði lagður á íslandi yrði mannaður og starfræktur af óbreyttum borgurum og ekki talinn vera herflugvöllur nema til stríðsátaka komi. íslensk sfjómvöld þurfa nú að taka afstöðu til þess hvort fram fari forkönnun þar sem meðal annars verður valinn hentug- asti staðurinn fyrir flugvöllinn. Að þeirri könnun lokinni er hægt að taka afstöðu til hvort af lagningu hans verði, sagði Jón Bald- vin á blaðamannafundi um varaflugvallarmálið í gær. Bréf Wöm- ers hefur verið kynnt i rfkisstjórninni en ekki tekin afstaða til þess. Jón Baldvin sagðist í samtali við Morgunblaðið vera sann- færður um að þessi forkönnun muni fara fram og að flugvöllur- mn verði lagður í framhaldi af henni. Hann segist vilja leita samn- inga við Bandaríkjamenn um að þeir standi straum af rekstrar- kostnaði við flugvöllinn. í bréfí Wömers er vitnað til viðræðna hans og Jóns Baldvins 7. desember síðastliðinn. Wömer segir síðan: „Að höfðu samráði við hlutaðeigandi stjómunaraðila innan Atlantshafsbandalagsins get ég staðfest að flugvöllur sá, sem tillaga liggur fyrir um, mun á engan hátt gegna hemaðar- hlutverki á friðartímum. Flugvöll- urinn yrði mannaður og starf- ræktur af óbreyttum borgurum og ekki talinn herflugvöllur nema á stríðstímum. Þannig yrði í öllu tilliti litið á þennan flugvöll sem borgaralegan flugvöll. Að sjálfsögðu yrði að gera ráð fyrir að herflugvélum jafnt sem borgaralegum flugvélum yrði beint til þessa varaflugvallar þeg- ar veður eða neyðarástand gerði slíkt óhjákvæmilegt. Til að tryggja öryggi í flugrekstri og að flugmenn kynnist staðháttum við flugvöllinn myndu herflugvélar stöku sinnum og í takmörkuðum mæli æfa þar aðflug og lendingu." í reglum Mannvirkjasjóðs At- lantshafsbandalagsins em undan- þáguákvæði frá almennum ákvæðum um greiðslu kostnaðar úr sjoðnum. Þau ákvæði heimila að lagt sé fé í borgaraleg mann- virki sem varaflugvöllinn í eigu og umsjá íslendinga, að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum um gerð hans og búnað. Flugbraut þarf að vera 3000 metra löng Jón Baldvin lýsti því hvaða skil- yrði flugvöllurinn þarf að upp- fylla. í fyrsta lagi þarf flugbraut að vera 3.000 metra löng og sam- hliða henni akstursbraut. Jón gat þess að þær flugvélar sem lenda nú reglulega á Islandi frá Flying Tigers flugfélaginu þurfa allt að 3.150 metra langa flugbraut full- hlaðnar. I öðm lagi þurfa flughlöð að vera nægilega rúm til að leggja megi flugvélum og að aðstaða veröi til viðgerða í flugskýli. í þriðja lagi þarf eldsneytis- geymsla að vera til staðar með mögulegri tengingu við olíuhöfn og skýli þarf að vera fyrir tank- bfla. Loks þurfa að vera á flugvellin- um fullkominn flugtum, fullkomin flugleiðsögutæki, fullkomin slökkvistöð, bygging fyrir þjón- ustu við áhafnir og farþega og aðstaða til veðurþjónustu. Á þessu stigi hefur Mannvirkja- sjóður Atlantshafsbandalagsins aðeins samþykkt að veita fé til forkönnunar á mögulegum stöð- um fyrir varaflugvöllinn og gerð hans. Jón Baldvin sagði að þessi forkönnun væri forsenda þess að hægt væri að ákveða nokkuð um hvort af lagningu flugvallarins verður. Á þassu stigi þurfa því stjómvöld að gera upp við sig hvort þau vilja láta forkönnunina fara fram. Bæði danska stjómin og grænlenska heimastjómin hafa samþykkt slíka könnun á Græn- landi, en annað hvort Grænland eða ísland verður fyrir valinu fyr- ir varaflugvöll sem Mannvirkja- sjóðurinn greiðir. Yrði varaflugvöllur fyrir allt alþjóðlegt flug Jón Baldvin lagði mikla áherslu á að umræddur flugvöllur yrði varaflugvöllur fyrir allt alþjóðlegt flug við og yfír landinu, ekki að- eins fyrir þær flugvélar sem fyrir- sjáanlegt er að verði í eigu íslenskra flugfélaga og þurfa mun styttri flugbraut. Hann sagði að varaflugvöllur yrði að geta full- nægt til dæmis öllum framtíðar- þörfum íslendinga í sambandi við vömflutningaflug með ferskan físk og aðrar vörur. Þá sagði hann það vera ótvír- ætt að slíkar framkvæmdir yrðu hveiju byggðarlagi sem hlut ætti að máli í grennd vallarins geysi- mikilvægar og mikil lyftistöng fyrir atvinnulífíð þar, bæði á með- an framkvæmdir standa og þegar rekstur vallarins hæfist. Ekki liggur fyrir kostnaðará- ætlun um varaflugvöllinn, en Jón sagði að hæstu tölur sem nefndar hafa verið séu að jafngildi 11 milljarða króna. Rekstur flugvall- arins yrði að öllu leyti í höndum íslendinga og kvað Jón áætlanir gera ráð fyrir að hann kosti 75 til 100 milljónir króna á ári. Hann kvaðst vilja ná samningum við Bandaríkjamenn um að greiða kostnað við reksturinn. Þótt varaflugvöllurinn verði kostaður af Mannvirkjasjóðnum, sagði Jón Baldvin að völlurinn með búnaði yrði í eigu fslendinga, en tryggja þyrfti það með sérstök- um samningum í þá vem. Um afnot NATO af flugvellin- um sagði Jón Baldvin að enginn vafi væri á því, að á stríðstímum yrðu gerðir samningar um afnot- in. Hins vegar, ef um aðra stríðsaðila en bandalagsþjóðir ís- lendinga væri að ræða, ef innrás yrði gerð í landið, þyrfti ekki að vænta þess að samninga yrði leit- að um afnot af þessum flugvelli fremur en öðmm mannvirkjum. Hins vegar sagði Jón það vera ótvírætt að flugvöllurinn yrði ekki á vamarsvæði Vamarliðsins og eftir að hann kæmist í gagnið yrði hann undir forræði sam- gönguráðherra, „sem er athyglis- vert í þessu máli," sagði hann. Utanríkisráðherra sagði það vera sinn vilja að veitt verði heim- ild til forkönnunar. Þeirri könnun yrði lokið eftir nokkra mánuði og þá væri tímabært að ákveða um heimild til að leggja flugvöllinn. Morgunblaðið spurði Jón Baldvin Hannibalsson að lokum um hvort hann væri sannfærður um að þessi mál næðu fram að ganga, að heimild verði veitt til forkönnunar og síðan til að leggja flugvöllinn. „Já, ég er sannfærður um það ... í fyllingu tímans." Hann vildi ekki tjá sig nánar um tímasetningar í þessu sambandi. Staðfesting Wömers loðin, segir Ólafiir Ragnar Bréf Wömers var kynnt í ríkis- stjóminni í gær og urðu nokkrar umræður um það, en engar ákvarðanir teknar. Ólafur R. Grímsson fjármálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins sagði í samtali við Morgunblaðið að staðfesting Wömers væri bæði loðin og í henni væri ekkert nýtt að fínna. Fyrir lægi að hemaðar- bandalag væri reiðubúið að reisa mannvirki fyrir 11 milljarða króna hér á landi, auðsjáanlega í hemað- arlegum tilgangi. Sagðist hann ekki geta sagt til um framgang málsins innan ríkisstjómarinnar. Steingrímur Hermannson forsæt- isráðherra kvaðst ekki vilja ræða þetta mál við Morgunblaðið er leitað var eftir samtali við hann. Morgunblaðið/Júlíus Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra greinir frá bréfí Manfreds Wömers aðalfranikvæmdastjóra Atlantshafsbandalags- ins á fréttamannafundi í gær. Wðmer staðfesti í bréfinu að al- þjóðlegur varaflugvöllur á íslandi, kostaður af Mannvirkjasjóði Atlantsha&bandalagsins, yrði í öllu tilliti borgaralegur flugvöUur á friðartímum. Jón Baldvin er sannfærður um að flugvöUurinn muni verða byggður, þrátt fyrir að umdeUdur sé í ríkisstjórninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.